Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1942, Side 6

Fálkinn - 06.03.1942, Side 6
6 FÁLKINN Sheik olíunnar - Ibn Saud. LITLA S A G A N . — Marcia DaughtrEy: TVEIR SAHNINGAB C ANDY GRANIN var besli knap- inn sem nokkurntíma hafði tck- ið þátt í veðreiðum. ÞaS álitu að minsta kosti þeir þrír, sem þektu liíinn best: Ben Húr, brúni klárinn sem altaf var kræfastur á loka- sprettinum, gamli Molt þjálfari og Tekla yngsta systir Sandys, sem var nærri því blind. Læknarnir álitu, að það væri liægt að gefa henni sjónina aftur ef hún væri skorin. — Jeg vildi gefa hvað sem væri til þess að fá að sjá þig <>g Ben Húr vinna veðhlaup, hvísl- áði Tekla. — Það skaltu líka fá að sjá. Jeg skal að mjer heilum og lifandi ná í peningana, sagði Sandy. Þeir sem sáu Sandy koma þeys- andi i markið á Ben Húr, sögðu að það væri fallegasta sjónin, sem þeir gætu hugsað sjer. Hvorki hesturinn nje knapinn virtust leggja sjerlega mikið að sjer, og samvinnan milli þeirra var fullkomin. Þegar þeir þeystu framhjá dómarapailinum gátu þeir sem vel heyrðu greint orðin, sem Sandy söng við Ben Húr. „Iíertu þig, Ben Húr! Ef við sigrum græðum við gull — af grasi og höfrum jatan full! Svona söng Sandy ailaf þegar hann var að nálgast markið. Sandy þótti vænt um Ben Húr og brúni klárinn virti Sandy eins mikið og hestur getur virt nokk- urn mann. Sandy hafði það fyrir sið að halla sjer fram á makkann og hvísla: Sýndu þeim aftur undir |>ig, Ben Húr. Þegar fyrsta kvart- mílan var undan liló Sandy lágt og Ben Húr hló líka upp á sína vísu. Hann hneggjaði sigurviss og herti á sjer. Eftir þrjá mílufjórðunga fór Sandy að hotta og á sömu sekúnd- unni tók Ben Húr á því sem hann átti til og þaut fram hjá áhorfenda- pöllunum svo að áhorfendurnir æptu af fögnuði. Morguninn sem veðreiðarnar áttu * að fara fram var Sandy að masa við Ben Húr: „Heldurðu að við höfum það?“ spurði liann og strauk hest- inum um hálsinn. „Jeg lief veðjað öllu sem jeg á á þig. Það er ekki rjett að leggja sitt í hættu, kunn- ingi. En jeg geri það vegna hennar Teklu. Læknirinn segir, að það fari að verða hver síðastur að skera augun í henni.“ Enginn vissi eiginlega hvernig á ]>vi stóð, en svo mikið er víst að þegar fyrsta umferðin var hálfnuð lirakti Black Anchor Ben Húr upp að girðingunni svo að Sandy kast- aðist út fyrir hana. En í stað þess að halda áfram sneri Ben Húr við, lioppaði yfir girðinguna og fór að hnusa að Sandy, sem lá þar eins og dauður maður, og stóð kyr og hneggjaði þangað til brautarverð- irnir komu með sjúkravagninn. Sandy hafði viðbeinsbrotnað. Gamli Mott Jijálfari fór með Teklu á sjúkrahúsið. Hún reyndi að stitla sig um að gráta: — Það var alt sem við áttuin, ó, Sandy, jeg er svo hrædd. Hvað eigum við að gera? Sandy tók i hendina á henni: — Ben Húr sjer fyrir þvi, bíddu bara róleg þangað til aðal-veðreiðarnai koma. En Mott svaraði: — Ben Húr ldeypur ekki undir nokkrum manm nema þjer. — Ójú, Marimba, hestastrákurinn, getur riðið honum. — Marimba er nokkrum kílóum of þungur og hann kann ekki að sitja hann eins vel og þú. —- Láttu hann æfa sig, og hlust- aðu nú á. Jeg ætla sjálfur að liotta á hann. Hafðu með þjer útvarps- tæki á innri brautina og svo skal jeg liotta á hánn. En svo er eitt enn, Mott. Jeg á svolítið í bankan- um ennliá, — það er einskonar varasjóður. Taktu það og veðjaðu því á Ben Hur. Dagurinn kom. Sandy lá í rúm- inu með hljóðnema við aðra hliðina-- á sjer og viðtæki við liina. — Nú er flokkurinn að raða sjer upp, lieyrði hann að þulurinn sagði. Ben Húr er ókyr. Knapinn á honum á erfitt með að hafa stjórn á hon- um ....... — Nú er sprett úr spori! Black Anchor er fremstur, Snow Bound annar og Flourish þriðji ......... Hátfhringurinn búinn. Black Anchor ennþá fremstur, Flourish annar og Ben Hur þriðji .... Hann herðir á sjer. Nú er hann samsíða Florish. Nú stendur það þannig: Black Anchor, Ben Hur, Florish — þrír fjórðu af brautinni eru búnir. Sandy snýr sjer að liljóðnemanum: „Hertu þig, Ben Húr! Ef við sigrum græðum við gult af grasi og höfrum jatan full.“ Og klárinn heyrði þetta. Þuturinn virtist verða ákaflega spentur: — Þarna kemur Ben Húr. Hann fer eins og elding — — hann fór yfir markið einni hestlengd á und- an þeim næstfyrsta. Sandy hneig niður á koddann og það vættuðu tár fram í áigunum á honum: „Gamli vinur!“ muldraði hann. Þegar Mott gamli kom inn í sjúkrastofuna lá við að hann grjeti tíka: — Mjer datt ekki í hug að Ben Hur mundi vinna, svo að jsg veðjaði á Black Anchor. — Það gerir ekkert til, sagði Sandy og stilti sig. Nú kom hjúkrunarkonan inn og sagði: Samúelsen forstjóri kvik- myndafjelagsins Colosseum langar til að tala við yður, mr. Sandy. Ög Samuelsen kom inn: — Jeg heyrði röddina yðar, sagði hann og brosti. — Við ætlum að fara að taka mynd sem heitir „Hermaður- inn brosandi" og þurfum að fá yður í hana. Jeg býð yður 1000 dotlara á viku fyrir yður og 500 fyrir liestinn? Jeg get komið með samning á morgun. — Það er ágætt, mr. Samuelson, svaraði Sandy. — Jeg vil aðeins stinga upp á svolítilli breytingu á samningnum. Skrifið þjer 500 doll- ara fyrir mig og 1000 dollara fyrir hestinn. Málarinn: — Finst yður þetta ekki falleg mynd? Það er kýr sem er á beit á iðgrænu engi. Frúin: — Jeg get ekki sjeð neitt gras. Málarinn: — Nei, auðvitað ekki. Iíýrin hefir jetið alt grasið. Frúin: — En jeg sje ekki heldur neina kú. Málarinn: — Nei, auðvitað. Hald- ið þjer að ,hún standi þarna eftir að hún hefir jetið alt grasið? í ágústmánuði 1940 seldi Ibn Saud Arabakonungur Standard Oil- ljelaginu tíll olíunámurjettindi í ríki sínu, en það nær yfir mestan hluta Arabiuskaga. Vakti þetta mikla at- hygli og varð tit þess, að Ibn Saud var skipað á beklc með mestu bragðarefum í alþjóðastjórnmálum. Þegar olíulindirnar fundust í Ara- bíu þá litu ýmsir svo á, að þetta gæti orðið vafasöm blessun fyrir landið. Því að Ibn Saud átti fyrir nágranna bæði ensk, frönsk og ítötsk verndarríki og land hans ligg- ur nálægt flugleiðinni til Indlands. Sala steinolíu gat orðið mikil tekjulind fyrir þjóðina, sem er fá- tæk, því að búskapur í eyðimörk- inni er engin stórtekju^ind en önn- ur helsta tekjugrein Araba er píla- grímsfarirnar, en til þeirra veljast einkinn fátæklingar, sem eigi greiða rausnarlega fyrir sig. Ibn Saud hafði næga kaupendur að olíunni, því að öll stórveldin liyrsti í olíu'— til stríðsþarfa. Með- an hann gat látið þau yfirbjóða livort annað og draga á langinn að taka ákvörðun, vitdu allir vera vinir hans. En lionum var vel ljóst að það er erfitt að gera marga mága úr einni dóttur, og hann vissi, að ef einhverju af þessum boðum ná- grannanna væri tekið, þá lilyti það að kosta óvild hinna og hana jafn- vet svo mikla, að ríki hans yrði hætta búin. Bretar sendu göfugan mann í bónorðsförina til Ibn Saud: jarl- inn af Athlone, bróður Mary drotn- ingar, árið 1938. Var frú jarlins í för með honum. Ibn Saud veitti þeim konunglegar móttökur og hjelt veislu, þar sem Alice jarlsfrú var á meðal gesta. En þetta þykir ekki tíska í Arabíu og var í fyrsta sinn, sem Ibn Saud liafði setið yfir borð- um með konu. f því efni stakaði lninn til — en oliuna hans fjekk jarlinn ekki. Um eitt sinn virtust horfur á að hann mundi selja ítölum olíurjett- indin, en Mussolini varð of veiði- bráður, því að hann fjekk Þjóð- verja og síðan Japana til að tala máli sínu við Arabann. En Japana vantaði sjálfa olíu og í apríl 1939 gat sendiherra þeirra i Egyptalandi titkynt stjórn sinni, að hann hefði l'engið tilboð um olíusjerleyfi hjá Ibn Saud. Jafnframt tóku Frakkar nú að gera sig blíða við öræfa- konunginn. Þetta var vandamál. Ibn Saud sá fram á, að hægast væri að ráða fram úr því á þann tiátt að bjóða Standard Oil-fjelaginu sjerleyfi, tit þess að gera öllum hinum jafnhátt undir höfði. Þetta fjelag hafði hafl mjög takmarkað sjerleyfi síðan 1913 en ekki tekið þátt i samkepni hinna stórveldanna að öðru leyti. Ibn Saud vissi, að Japanar höfðu boðið tvöfall verð fyrir rjettindi sem aðeins námu þriðjungi af því, sem Ameríku menn höfðu. En fram- sýni hans var meiri en fjegirndin. Hann fjekk 300.000 gullpunda greiðstu út í hönd og 150.000 pund á ári meðan rannsókn olíusvæðanna stendur yfir, en þegar framleiðslan hefst fær hann ákveðið gjald af hverri otíutunnu, og þetta er fje sem munár um á ríkistekjum Arabíu. Auk þess fær hann næga olíu lil landsins eigin þarfa. Ög hann þóttist vinna J>að við liennan samning, sem væri meira virði en gull: að Bandaríkin yrðu á vissan hátt ábyrg fyrir sjálfstæði Arabíu. Enda varð samningurinn til þess, að undir eins og liann liafði verið gerður fjekk ameríkanski sendiherrann í Egyptalandi dipto- matiskt umboð fyrir Arabíu jaln- framt, en áður höfðu Bandaríkin ekki haft jiar sendiherra. Var þetta því fullveldisviðurkenning af Banda- ríkjanna hálfu. Sjerleyfissalan varð því til að styrkja Arabíu út á við — lika gagnvert þeim, sem höfðu orðið vonbiðlar í olíumálinu. Ibn Saud heitir fullu nafni Abdul Aziz Abdul-Rahman Ibn Faisal lbn Saud og er sannur Arabahöfðingi í útliti. Hann er sex fet og fjórir þumlingar á hæð, fráneygur og með arnarnef. Hann liófst til ríkis með æfintýralegum djarfleik og lagði undir sig liverja höfðingjaættina eflir aðra uns hann hafði eignast meginhluta Arabíuskagans, sem nú i fyrsta skifti er eitt ríki, undir nafnir nafninu Saudi-Arabía. Hann er umbótamaður og liefir fært sjer í nyt tækni nútímans, ekki síst i hernaði. Hann notar skriðdreka til lierferða og nýtísku vopn. í Mekka liefir hann látið gera rafstöð handa bænum og hann hefir keypt stór- ar bifreiðar til þess að flytja píla- gríma til borgarinnar helgu. Ibn Saud fjekk foringjatign Vaha- bitaflokksins að erfðum, en Vahabit- ar eru harðfengir menn og þurftar- titlir svo að nærri stappar mein- lætalífi. Ibn Saud hefir kvænst 150 sinnum, ýmist af ást' eða stjórn- málaástæðum, en aldrei hefir hann þó átt meira en fjórar konur í einu. Móðir tveggja elstu sona hans dó 1919 og hefir hann minningu Iienn- ar í miklum heiðri. Ibn Saud á til frægra að telja, því að hann er fimti maður frá emírn- um fræga Mohamed Ibn Saud, sem var ættfaðir Saud-ættarinnar og göf- ugasti maður. Varð þetta ætterni Ibn Saud til mikils brautargengis. Hann tók völd hjá Vahabítum árið 1901 og var Jiá 21 árs að atdri.Frændur hans höfðu þá barist um völdin um tangt skeið og klofið ríkið. Þá var það, að Ibn Saud rjeðst inn í höllina í Riyalid að næturjneli við sextánda mann, náði bænum á sitt vald og tók sjer þjóðhöfðingjanafn. Og nú fór Ibn Saud að vinna að einingu Araba, fyrst og fremst með því, að afnema höfðingjaveldi hinna einstöku kynkvísta, en efta þjóð- ernislega einingarkend meðal allra barna eyðimerkurinnar. Árið 1913 rak liann Tyrki úr út Austur-Arabíu og 1914 gekk hann í tið með Bretum til Jiess að herja á Tyrki. Gerði hann vináttusamning við Breta 1915 og hefir tengstum haldið góðri vináttu við Joá. Á með- an siðasta styrjöld stóð efldist mjög vald nágranna hans, Hussein kon- ungs í Hedjaz, samverkamanns Ara- bíu-Lawrence. Árið eftir að stríð- inu lauk fjell Jiað í htut Curzon lávarðar, utanríkisráðherra Breta, að gera út um landaþrætu milti þeirra Arabalconunganna, og úr- skurðaði hann, að Ibn Saud skytdi hafa sig á brott úr Kurma og það landsvæði verða eign Husseins. En Ibn Saud ljet þennan úrskurð eins og vind um eyrun þjóta og hjelt ekki aðeins landinu heldur bælti við sig drjúgri skák frá Hussein. Næstu ár lijelt hann enn áfram landvinningum og tagði undir sig Azir og Hail og loks rjeðst liann inn i Hedjas 1924 og rak Hussein úr landi. Dó hann landflótta í mestu örbirgð allmörgum árum síðar. En Ibn tók Mecca og 1925 náði hann Medina á silt vald og nú hafði Ibn Saud aukið hinu stóra Iledjas- ríki við riki sitt. Skirði hannn það Konungsríkið Saudi-Arabia, árið 1932.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.