Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1942, Side 12

Fálkinn - 06.03.1942, Side 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLUMCKE FRAMHALDSSAGA 18. - fyrir mörgum árum, þegar einkádóttir hans fór frá honum og giftist vestur i Ameríku. Sifian þá hefSi hann lifað út af fyrir sig i húsi sinu ásamt einum þjón og ekki liaft umgengni við nokkurn mann. Á nýársmorgun kom hraðboði hjólandi með ávisun upp á tíu þúsund mörk til Ber- tels Amrum. Sendandinn var Königsberg kapteinn i New York. Amrum ætlaði að neita að taka á móti peningunum, en Karen fanst það elcki mega ske, þegar á það var litið, að Köningsberg var .trúlofaður dóttur þeirra. Ingibjörg hafði orðið föl sem nár og ekki sagt eitt einasta orð. Hún hafði vonað, að Königsberg hefði orðið afhuga henni og gleymt loforðum sínum, en þá kom þessi peningasending svo að það var ljóst, að hann ætlaði sjer að koma og sækja brúði sína. Ingibjörg, sem áður hafði verið svo blóm- leg og þróttmikil, var nú ekki nema skuggi af sjálfri sjer. Rjóðu kinnarnar voru nú föl- ar og augun þunglyndisleg og oft þrútin af gráti. Seint og snemma lnigsaði liún til Walters og braut heilann um, liversvegna hann ljeti ekki heyra frá sjer. Var hann kanske ekki í lifenda tölu lengur? Atti hún aldrei framar áð fá að sjá hann, sem hún unni meira en öllu öðru i veröldinni? Á hverjum morgni fylgdi hún póstinum með augunum er hann nálgaðisl Bólstað á hjólinu sínu. En þó að hann kæmi oft með hrjef þá kom samt aldrei hrjef frá Walter. Þannig leið janúar, febrúar og mars. Og nú nálgaðisl komudagur Königsbergs kap- teins hröðum skrefum. Hann hafði skrifað, að hann vonaðist að geta komið til Frís- lánds fyrir hvítsunnu, og þá ætti hrúðkaup- ið að standa. XII. KAPÍTULI. AÐ var í fallegum og stórfenglegum garði í einum af höfuðstöðum Suður- Þýskalands. Sólargeislana lagði niður á milli greinanna á gömlu trjánum, sem ekki voru laufgaðar ennþá. Utan af götun- um heyrðist í mörgum hljóðlágum bifreið- um, sem óku upp að hliðinu. Skrautklæddir karlmerin stigu út og hjeldu upp að húsinu, sem var stórt eins og höll. Þetta voru eink- um iðjuhöldar, vísindamenn og verkfræð- ingar. Undir einum pílviðnum í garðinum og utan við hópinn sat fölur ungur maður með krosslagðar hendurnar. Hann horfði dreym- andi augum á blaðhnappana á greinunum og út yfir flötina fyrir neðan marmara- þrepin. Þessi einmana dreymandi maður var Walt- er Hartwig. Eftir dálitla stund átti hann að fara inn og halda fyrirlestur fyrir alla þessa skraul- klæddu menn, um nýjustu uppgötvunina sína, sem hann hafði fengið einkaleyfi á fyrir einni viku. Öll heldri blöðin höfðu þegar sagt ítarlega frá hreyflinum, sem hann hafði smíðað. Nafn Hartwigs verk- l'ræðings var á allra vörum. Það var aðeins í afkimanum á Strönd í Fríslandi, sem eng- inn vissi neitt um þetta. Lukkan hafði örðið honum eftirlát í einni svipan. Þarna sem hann sat núna átti hann bágt með að gera sjer grein fyrir, hvað þetta hefði alt gengið fljótt og hvernig djörfustu vonir hans höfðu ræst. Hann gaf huganum lausan tauminn, og eins og fugl sem slept er úr búri, hvarf hánn þegar heim á Frislandsströnd, þar sem aldan niðaði við sandinn. Nú var liðið meira en ár frá mesta ó- gæfudeginum í lífi hans, þegar hann var rekinn úr föðurhúsunum sem brennimerkt- ur sakamaður, peningalaus, atvinnulaus og með örvæntingu í hjarta. Hann mundi þetta alt jafn greinilega og það liefði skeð í gær — viðskilnaðinn, Ivaren frænku, sem þrátt fyrir reiðina og vonbrigðin hafði stungið að iionum seðlunum tveimur, Ingibjörgu, sem kysti hann grátandi og hvíslaði ástúðlegum huggunarorðum að lionuni. Hversu margt hafði ekki skeð síðan þá! Hann hafði barist og þjáðst, liðið hungur og þorsta, þrælkað og púlað. Hann fjekk enga atvinnu í Kaupmanna- höfn, þrátt fyrir meðmæli vinar sins, og til þess að deyja ekki úr hungri varð hann loks að ráða sig sem óbreyttur verkamaður. Þegar hann haí'ði únnið sjer fyrir fargjaldinu hvarf hann lil Þýskalands og varð teiknari hjá iðnfræðastofnuninni í Berlín. ()g þar tók hann á nýjan leik til óspiltra málanna við uppgötvun sína, sem hann hafði orðið að hætta við í Wilhelmsstad. Einn af yfirmönnum lians reyndist honum ágætur aðsloðarmaðuT og ráðunautur og' kom honum í samband við forstjórann fyr- ir Scholenz-verksmiðjunum og varð þetta til þess, að hann var ráðinn verkfræðingur við verksmiðjurnar og fjekk ágæt laun og ýms fríðindi. — Rjett fj'rir jólin sendi liann i annað sinn eftirlíkingu af hreyfli sínum, sem hann hafði nú endurbætt á ýmsan hátt, til einkaleyfisskrifstofunnar. Og umsóknin fekk ágætar viðtökur. Margir töldu hana tákna byltingu í hreyflagerð og hugvit Walters var mjög rómað. I þetta skifti var það ekki eitl einstakt smáblað, sem skrif- aði lof um Walter Iieldur stórblöðin í Berlín. Honum bauðst stórfje fyrir einkaleyfið á uppgötvuninni, en þó að honum findist freistandi að taka tilboðunum langaði hann þó meira til að notfæra uppgötvunina sjálf- ur. Til þess þurfti hann að vísu stoð fjc- sterkra manna og þessvegna beindist hugur lians nú fyrst og fremst að því, að finna slíka menn. En þessa stundina var honum alt annað í hug. Forstjórinn hafði gefið hann lausan í hálfan mánuð, og þennan tíma ætlaði hann að nota til þess að heimsækja bernskustöðv- ar sínar. Ekkert skyldi aftra honum frá því. Bertel hafði lagt fram til þess að bjarga um núna, því að nú hafði hann staðist það próf, sem honum liafði verið fyrir sett og nú gat liann endurgreitt peningana, sem Bertel liafði lagt fram lil þess að bjarga honum undan manna höndum. Hvernig skyldi þeim annars líða lieima, öllum þremur? Slcyldi Ingibjörg þrá að sjá hann? „Elsku Ingibjörg! Bráðum ertu min! Um alla æfi. Konan mín!“ Klukkan sló fjögur. Waller stóð upj) og fór um bakdyrnar inn í stórhýsið, þar sem fullur salur áheyrenda beið hans. Aftur geisaði ofviðrið yfir Frislandi en þó ekki eins ægilegt og þegar Pjetur Tönn- ing dó og játaði syndir sínar. En í hverju einasla húsi sat fólkið með krosslagðar hendurnar og horfði kvíðandi hvað á annað. Og á sama hátt og Haraldur Carslen hafði barist heimleiðis móti veðrinu frá Wilhelmstad að Strönd, barðist Walter nú sömu leiðina. Hann var fótgangandi. Hann lók á sig krók bak við verksmiðju Detlef- sens til þess að mæla ekki neinum. Þegar hann fór fram hjá Ellernbrú leit hann snöggvast inn um járnliliðið. Drembiláta og dutlungafulla drósin þarna inni var nú fyr- ir löngu orðin vera, sem honum stóð ná- kvæmlega á sama um. Hann óskaði þess aðeins, að hún liefði aldrei orðið á vegi hans, þvi að þá hefði hann ekki sært göl- ugustu stúlkuna sem hann þekti. Stormurinn var svo mikill, að Walter álti stundum bágt með að ná andanum, og samt var honum nautn að því, að anda að sjer Iiressandi sjávarloftinu. Og hann rendi aug- unum yfir flatneskjuna — ástaraugum gam- als vinar. Vorið kom seint þarna í Fríslandi. Það vottaði aðeins fyrir blaðhnöppunum á pil- viðnum. En þó elskaði hann þetta kalda snæbarða land, með ólgandi hafinu við ströndina, meira en nokkurn blett annan á jörðunni. Ingibjörg var að snúast í eldhúsinu, alveg eins og daginn, sem Haraldur Carsten kom heim forðum. Hún hrölck við, er liún hevrði móður sína reka upp undrunaróp. Og í skyndi setti hún stóra ketilinn á hlóðirnar og flýtti sjer inn i stofuna. Þar stóð hár og þreklegur maður og var að bretta niður kraganum á jakkanum sín- um. Augnablik horfði hún spyrjandi á hann og fleygði sjer svo um hálsinn á honum. „Walter! Ert þetta þú, W7alter! 0, guð minn —• það ert þú, Walter!“ Og eins og daginn, sem liann fór, fann hann nú mjúkar varir hennar snerta kinri- ina á sjer. Og hjarta hans ætlaði að springa af unun. Karen frænka faðmaði liann svo eflir- minnilega að sjer, að hann varð að neyta aflsmunar til að losa sig. En Bertel frændi stóð hinsvegar grafkyr og starði á hann,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.