Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1942, Qupperneq 3

Fálkinn - 01.05.1942, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 30 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Altítt er það að menn segi: Eng- inn skilur mig! Og oftast kemur þetta andvarp frá fólki, sem fremur auðvelt er að skilja. Þeir sem kveina mest, eru að jafnaði menn, sem ekki skilja sjálfa sig. Við leggjum flestir of mikla á- herslu á hvað við ætlum að gera, hvað við höfum hugsað okkur að gera. En það er erfitt að fá aðra til þess að skilja þessi óunnu stór- virki og viðurkenna þau. Unnin af- rek skilur fólk hinsvegar vel, þau tala fyrir sjer sjálf og almenningur beygir sig fyrir staðreyndum. En þeir, sem þykjast eiga heimtingu á viðurkenningu fyrir óunnum verk- um sínum, eða með öðrum orðuni eiga að fá viðurkenninguna eins og fyrirfranigreiðslu, þeir vilja að öðr- um skiljist, að þeir sjeu svo miklir menn, að þeir eigi viðurkenning- una áður en þeir hafa nokkuð til að miklast af. En Horaz gamli sagði einhverntíma: „Heimta þú ekki lófa- klapp, fyr en lijer hefir hepnast stökkið." Og fleiri mönnum hefir verið spilt með of miklu dálœti en of litlu. Það eru til menn, sem liafa lag á því, að láta fólk búast við miklu af sjer. Það eru til menn, sem liafa svo gott lag á þessu, að almenningur trúir þeim fyrir miklu, áður en þeir hafa sýnt, að þeim sje trúandi fyrir nokkru. Oftast. nær laglegir menn, tunguliprir, stimamjúkir, með þunna yfirborðsmentun, eins og olíubrák á vatni. En oftast nær slær í baksegl fyrir þessum mönnum, nema forsjónin sje svo miskunn- söm við þá að láta dauðann hirða þá á besta aldri. Skynsamir menn vita, að ekkert er jafn skaðlegt og hrós i ótíma talað, Og svo undarlegt er lífið, að einmitt þegar maðurinn hefir unn- ið afrekin, sem liróss eru verð, finst honum lítið til um þau. Hann cr eins og ríkur maður, sem vinnur í happdrættinu. Hann hefir ekkert við vinninginn að gera. Og nú er það maðurinn, sem unn- ið liefir stórvirkið, sem ekki skilur hina. Hverju er að hrósa? Venju- Iega skilur liann eftir á, að það, sem knúði fram stórvirkið voru leynd- ir og ósjálfráðir eiginleikar eða eðlishvöt. Einhver ósjálfráð livöt knúði hann, ósýnileg hönd leiddi hann, Unnið stórvirki er eins og dygð- in — það ber launin í sjálfu sjer. Ekki svo að skilja, að maðurinn eigi að vinna stórvirkin fyrir ekk- ert. En hin raunverulegu stórvirki hafa jafnan launin með sjer. irmann vinnnr Víðavangshlaupið. Viðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta var fáment að þessu sinni. Höfðu tólf þátttakendur verið skráð- ir í hlaupið, en af þeim mættu níu og einn þeirra heltist úr lestinni. Var hann frá K. R. en það hafði aðeins þrjá menn í hlaupinu að honum meðtöldum og kom joví ekki til greina við sigurútreikning, þvi að til þess þarf þrjá menn að marki. Hinir 6 hlaupararnir voru frá Ár- manni og fengu þeir þrjú fyrstu vinningasætin og unnu því hlaupið með bestu (lægstu) stigatölu, sem unt er það fá, 6 stigum, en timi þeirra var sem hjer segir: Sigur- geir Ársælsson 14. min. 33,2 sek., Haraldur Þórðarson 14 min. 37,3 sek. og Árni Kjartanson 14. mín. 44,4 sek. Fjórði maðurinn var Ind- riði Jónsson frá K. R. 14 mín. 47.8 sek. Er þetta í fyrsta skifti sem Ár- mann vinnur víðavangshlaupið og er hjer um glæsilegan sigur að ræða, sem lýsir öruggri og góðri þjálfun þátttakendanna. Er þetta 27. sinnið, sem viðavangshlaupið er háð, og f var það í. R. sem í upphafi stofn- . aði til þess. Hlaupaleiðin hefir ver- ið nokkuð mismunandi frá ári til árs. í jjetta sinn var lilaupið úr Kirkjustræti og þaðan suður Tjarn- argötu og Bjarkargötu, sjónhending á Reykjavíkurveg, þaðan að horni Njarðargötu og Hringbrautar og eft- ir hringbraut að Kennaraskólanum, Þaðan norður Bergstaðastræti á Skólavörðustíg og niður Banka- stræti og Austurstræti. Hjer birtist mynd af Árinanns- hlaupurunum. í efri röð frá vinstri eru Garðar S. Gíslason, þjálfari fje- lagsins, Hörður Hafliðason, Halldór Sigurðsson og Jónatan Jónsson. Neðri röð: Haraldur Þórðarson (2. maður), Sigurgeir Ársælsson (með verðlaunagripinn) og Árni Kjart- ansson (3. maður). Drengjahlaup Ármanns fór fram síðastliðinn sunnudag, og vann Í.R. það hlaup. Má segja, að ýmsir eigi högg i annars garði, er Ármann vinnur „Víðavangshlaup Í.R.“ en Í.R. vinnur „Drengjahlaup Ármanns“. Tuttugu keppendur voru slcráðir, en af þeim mættu ekki nema 15, en 14 komust að marki. Voru þeir frá þremur fjelögum, Í.R., K.R. og Ármanni. Fengu Í.R.-ingar 1., 2. og 4 mann, samtals 7 stig og unnu þyí hlaupið með miklum sóma. Næstir urðu K.R.-ingar með 3., 5. og 9., 17 stig en Ármenningar með 6., 7. og 8. mann, 21 stig. Nöfn fyrstu sex mannanna í hlaup- inu eru þessi: Jóhannes Jónsson (Í.R.) 7 min. 47,8 selc., Sigurgisli Sigurðsson (Í.R.) 7. min. 52,2 sek., Friðgeir B. Magnússon (K.R.) 7 min. 58,4 sek., Óskar Jónsson (Í.R.) 57 min. 59,2 sek., Haraldur Björns- son (K.R.) 8 mín. 05,5 sek. og Er- lendur Sigurðsson (Á.) Á myndinni lijer að ofan sjást þeir sitjandi frá vinstri: Ingólíur Steinsson, Jóhannes Jónsson og við er Sigurgísli Sigurðsson, — allir Óskar Jónsson, en standandi bak úr sveit Í.R., þar af þrír vinnendur. fimtug. Kirkjan i Inara-Hólmi Frásögn Landnámu um Ásólf' alskikk er mörgum minnisstææð fyrir það, að hann tók.sig upp af búi sínu undir Eyjafjöllum fyrir trúarsakir og flutt- ist vestur á Akranes og bar þar beinin. Mynduðust um hann lielgisögur, hinn fróml.vnda kristna mann, sem i ílestu var and- stæða annara landnámsmanna, en kaus sjer vist á Innra-Hólmi, því að kristinn maður var þar í nágrenn- inu, Jörundur í Görðum. Um kirkjuna á Innra-Hólmi er sú sögn, að hún hafi verið reist á gröf Ásólfs hins kristna og að bein hans liafi verið tekin úr jörðu og selt í skrin i kirkjunni, svo sem titt er nm beina helgra manna. Hafði skrin þetta verið til þangað til eftir siða- skifti. Frh. á bls. Í4.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.