Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1942, Side 3

Fálkinn - 10.07.1942, Side 3
F A L K I N N 3 Útvarpskveðjur frá Bandaríkjunum VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóvi: Skúli Skúlason. Fvamkv.stjóri: Svavar Hjaltestcd Skvifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út livern föstudag Allar áskriftir sreiðist fyrirfram Auglýsingaverð: 30 auva miltim. HERBERTSpren/. Skraddaraþankar. Við höfum lifað kosningar undan- farna viku og samtimis þvi hafa harðari átök gerst í ófriðnum en ef til vill nokkurntíma áður, bœði suð- ur í Afríku og austur í Rússlandi. Úti í heimi eru þjóðirnar að berjast fyrir tilveru sinni — þær vita. að undir úrslitum styrjaldarinnar er það komið, hver framtíð þeirra verður; livort þær eiga að lifa við kúgun og kvöl á komandi áratugum, eða hvort ])ær eiga að fá að „una glaðar við sitt“. En lijerna beima vegumst við með orðum. Hjer er barist um málefni, sem l'lest liver eru ckki mál langr- ar framtíðar og því síður „eilífðai- mál“. Og þessi málefni eru l'lest hver ltess eðlis, að ])jóð með hcil- brigðri skynsemi og sæmilegri sann- girni ætti að geta komið sjer saman utn þau orustulaust. Samið um þau, eins og siðuðu fólki sæmir. Því að við erum að berjast um innanlands- mál. Við erum að heyja bovgara- styrjöld. Við erum ekki að verja landið, síður en svo. Við erum ekki að berjast við útlendan óvin. Við erum að rira landið, níða það niður, gera það óhæfara til að standast þær hættur, sem jafnan geta steðjað að því utan frá. Við höfum fylkt okk- ur undir orðtakið: Deildu og drotn- aðu I , Undir kosningar er eins og lialf þjóðin skifti um liam. Þá verða stiltir og gætnir menn oísafullir, þá fyllast heimskir menn enn meiri ofmetnaði en þeir eiga vanda til, þá verða vitgrannir menn vitlausir. Þá er auminginn, sem litið er nið- ur á dags laglega, alt í einu orðinn „háttvirtur“ og þá er andstæðingur- inn, sem venjulega er talinn sæmi- lega heiðvirður maður, lygari, níð- ingur, þrælmenni, svikari og þar fram eftir götunum. Þá er öllu snú- ið öfugt. Þá tala pólitikusarnir liver um annan með orðalaginu „þessi þingmaður", „einhver Jón Guðmunds- son“, „ráðherranefna þessi“ og svo framvegis. Er það ekki fallegt! íslenskan er fallegt mál. En mikil er synd þeirra manna, sem nota liana svona. Það er guðlast upp á sína vísu. íslendingar eru allra besta fólk. En mikil er synd þeirra, sem vinna það fyrir völd og vegsemd að umsnúa fólkinu, vitna til lægstu hvata einstaklinganna, kitla það dýrslegasta í mannseðlinu og myrða það dýrmætasta. Og mikil er frekja þeirra, sem leyfa sjer að tala við frjálsborna þjóð og vel af guði gefna, eins og lielmingur hennar væri skrill og liinn helmingurinn fábjánar. Slíkt veikir þióðina, er lil lengdar lætur. Það fjölgar skriln- um og fábjánunum. <WlV)V/VlV í tilef.ni af því, að á þriðjudag- inn var liðið eitt ár síðan Banda- ríkin tóku að sjer hervernd íslands, var útvarpað ifrá Boston kveðjum hingað frá Thor Thors sendiherra og Adolf Berle aðstoðarráðherra i Washington. Ennfremur söng Maria Markan þrjú lög, meðal þeirra þjóð- söng íslands og Bandaríkjanna. Báð- ar ræðurnar heyrðust prýðilega, en söngurinn naut sin sumstaðar eigi sem skyldi. í ræðu Thovs sendiherra segir m. a. svo: „i dag, fyrir ári siðan komu ain- eriskir hermenn til íslands lil að taka að sjer vernd landsins. Eng- inn íslendingur var þá í vafa um, að þýðingarmikill atburður væri að ske. Hið iiðna ár befir sýnt, að hjer var um sögulegan merkisvið- burða að ræða. Komandi ár munu sýna glÖgglega hversu þýðingar- mikilt atburðurinn var fyrir örlög og velfarnað landsins, ef til vill uni alla framtíð. íslendingar muna glöggt livernig þetta bár að. ísiensku ríkisstjórn- inni var skýrt frá þvi, að flytja yrði breska lierin burt af íslandi, þar sem lians væri þörf annarsstaðar. Bretar lÖgðu áherslu á, hve nauð- synlegt væri, að vernda ísland vel. Um sama leyti varð kunnugt, að Bandaríkin vildu taka að sjer vernd landsins, með því skilyrði þó, að það væri samkvæmt ósk ríkis- stjórnar íslands. íslendingar vilja vera einir i sinu landi og það liafa þeir altaf viljað. En samt skildist þeim, að ])essi styrjöld er barátta um heimsyfir- ráðin og að engin iþjóð, sem lifir í iandi, sem er á hernaðarslóðum getur lil'að einangruð i skjóli hlut- leysis. Það var bersýnilegt, að ísland var nú, meir en nokkru sinni fyrr, á krossgö'tum milli meginlandanna og að átök hernaðarþjóðanna hlutu fyrr eða síðar að berast til íslands, ef það væri ekki nægalega varið. Þá voru Bandarikin, voldugasta lýðræðisríki veraldarinnar, ekki farin í stríðið. Ríkisstjórn íslands ályktaði þá rjettilega, að vegna þess það væri í samræmi við mik- ilvægi íslands fyrir Bandaríkin, að þau tæku að sjer að vernda það. Samkomulag varð með stærsta lýð- veldinu og minsta lýðræðisríkinu. Það samkomulag tengdi sarnan hags- muni þeirra og markaði afstöðu þeirra innbyrðis. ísland samþykti, að Bandaríkin tækju að sjer vernd þess. Banda- ríkin gerðu þetta, fyrst og fremst til þess að vernda sig sjálf, til þess að vernda vesturhvel jarðar og til þess að vernda sjóleiðina til Bret- lands og annara Bandamanna í Evrópu. — Bandaríkin samþyktu þannig að nota afstöðu sína á ís- landi til þess að þau gætu sjált verið örugg. íslenska stjórnin setti viss skilyrði viðvíkjandi afnotum landsins. l>að kemur þar berlega í ljós að samningurinn af hálfu íslendinga var undirbúinn með skynsemi og festu. Það er mjer hin mesta á- nægja, að jeg get sagt nú, að jeg hefi altaf fundið í starl'i minu hjer, að Bandarikjastjórn lætur sjer mjög ant um, að allar skuldbindingar hennar við tsland sjeu lialdnar. En samt cr ekki algjörlega kom- ið á daginn, að Bandaríkin standi yið sumar skuldbindingar sínar við ísland, fyrr en striðinu er lokið. Þetta er rjett að þvi er snertir það loforð, að Bandaríkjamenn muni hverfa brott frá íslandi með lier- afla sinn strax að stríðinu loknu; og í öðru lagi að því, er snertir loforð um að viðurkenna algjört sjálfstæði íslands og íullveldi og gera alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að þau ríki, sem semja friða- skilmálana muni einnig viðurkenna fullkomið sjálfstæði og fullveldi íslands. í þessuin sáttmála eru þessar tvær skuldbindingar mikilvægastar, af þvi að þær snerta framtið Ísíánds. Jeg treysti þvi, að liver sá ís- lendingur, sem frelsi unnir muni altaf trúa því statt og stöðugt, að þetta volduga lýðræðisríki, sem l'ærir svo griðarmiklar fórnir uin áilan heirn í baráttu sinni fyrir frelsi og mannrjettinduni, muni út i ystu æsar sjá sóma sinn í því að standa við skuldbindingar sinar gagnvart minsta ■ barninu i samfje- lagi liinna frjálsu þjóða. Við sjáum nú þegar, að suin lof- orðin eru uppfylt, einkum þau, að Bandarikin skuli gæta hagsmuna íslands í hvívetna. Þau birgja land- ið upp með nauðsynjavöru. Þau R'yggja þeim rúm i höfnum Amer- iku. Og þau gera viðskiftasamn- inga við ísland, sem eru hagkvæm- ir fyrir iandið. Sjerliver íslendingaur verður að vita, hve mikið Bandarikin liai'a |)egar gert til að standa við loforð sin. Vegna starfs mins hjer hefir enginn fslendingur liaft jafngott tækifæri og jeg til að kynnast þvi, hve mjög Bandaríkin gera sjer far um að þóknast íslendingum. 1 .þessu sambandi langar mig til að benda á, að Bandaríkin hafa þegar greitt íslandi meira en 100 miljónir krón- ur fyrir vörur, sein seldar hafa ver- ið til annara ianda en Bandaríkj- anna. Þelta fje liefir gert okkur kleift að annast sívaxandi kaup á nauðsynjum okkar hjer. Bandaríkin skamta nú margar vörur. Margar verksmiðjur neyðast nú til að liætta störfum sínum og taka upp hergagnaframleiðsiu. Á hinn bóginn liöfum við fengið því nær alt, sem við höfum beðið um, jafnvel vjelar. Margt er gert til þess að útvega vörur til íslands. Það, sem mest liáir okkur, er of lítið lestarrúm til flutninga til ís- lands. En einnig i þessum vand- ræðum liafa Bandaríkin hlaupið undir bagga með skipasmiðastöðv- um sínum. — ísland hefir fengið mörg skip, mikið vörumagn, sem framleitt hefir verið til hernaðar þarfa og hefir stundunr verið látið sitja i fyrirrúmi fyrir liinum þýð- ingarmestu hernaðarflutningum til Rússlands. Því miður hafa orðið ýmsir á- rekstrar milli setuliðsmanna úr Bandaríkjahernum og íslendinga, sem valdið hafa sársauka á íslandi. En jeg veit að þeir hafa einnig valdið sársauka i Washington og með Bandaríkjaþjóðinni allri. Roosvelt forseti sagði við mig á síðastliðnu hausti, að hann vissi, að Bandaríkjaherin væri góður her, en að oft væri misjafn sauður i mörgu fje. Hann sagði einnig, að alt yrði gert, sem unt væri, til þess að fyrirbyggja slík mistök fram- vegis. Við vituprn ekkert um framtíðina, en jeg þori að fullyrða, að vinátta muni lialdast með íslendingum og Bandarikjamönnum og að viðskifti með ])essum þjóðum murii haldast. Jeg veit, að margir iandar setja lilutleysið framar öllu öðru, en við megum aldrei verða lilutlausir um okkar eigin velferð. Það er okkar sameiginlegt áhugamál að grund- valla lýðveldi, sem byggist á rjett- læti og mannviti, er muni hljóta að- dáun allra þjóða. Bandaríkin líta til okkar íslend- inga með aðdáun, velvild og um- hyggju Hamingjan fylgi íslandi. Mr. fíerle aðsloðavváffherva sagði meðal annars: „Þegar samningurinn milli íslands og Bandarikjanna var gerður, var það ekki alveg ljóst, hversu mikil- vægur hann var. Það var samt sem áður kunnugt, að ísland var á ieið Öxulveldanna í innrásaráætlunum þeirra. Það var von þeirra að þau gætu ráðist yfir norðurlíöf, náð ís- landi á sitt vald, Grænlandi og cf til vill Kanada, og er Kanadamenn- irnir, vinir, okkar, liöfðu verið sigr- aðir, átti loks að liefja baráttuna við Bandaríkin. Það var bersýnlega skylda okkar að bíða ekki þar til árásirnar væru hafnar og flotar innrásar- mannanna sigldu um norðurliöfin — við urðum að vera viðbúnir áður en innrásirnar gætu liafist1’. Síðar í ræðu sinni segir Berle: „Ameríkumenn eru á margan liátt likir íslendingum. Báðir eru frelsis- elskandi þjóðir og við viljurn jafna deilur okkar á sanngjarnan liátt með gagnkvæmu samkomulagi. Óvinir okkar voru þess fullvissir, að vegna þess að við mundurn ekki sækjast eftir stríði eða sigrum, mundum við láta okkur lynda að horfa á vini okkar og nábúa kúgaða undir blóð- ug.ri liarðstjórn, og að við mundum ])ess ekki megnugir að gripa til vopna í tíma og ógna valdi þeirra. Óvinir okkar vita nú betur. Mili- ónir Ameríkumanna hafa farið frá friðsamlegum störfum i verksmiðj- um eða bændabýlum, úr námunum og frá fiskiveiðunum til þess að taka þátt í framleiðslu hergagna“. Aðstoðarutanríkismálaráðherrann heldur áfram: „Þessi barátta getur orðið löng, en endirinn getur aðeins orðið einn: Alger eyðilegging möndulherj- anna. Hitler vildi eyðilegja lýðræði það, sem þið liafið á íslandi og írelsi okkar i Ameríku, en hann mun ekki fá aðstöðu til þess, af því af íslendingar liafa ieyft það, að ameríkskar liersveitir tækju sjer varðstöð á ströndum landsins og Grænlands, þar sem Amerikuménri hafa einnig stöðvar, eru einnig i vegi fyrir Öxulríkjunum". Berle sagði að lokum Ilermenn okkar á íslandi eru langt frá heimalandi sínu, en við vituin, að þeir eru meðal vina. Og íslendingar geta verið þess fullviss- ir, að þeir eiga enga betri vini en Ameríkumenn. Við eigurn sameiginlega von og hugsjón um frjálsan heim, þar sem mennirnir geti búið sem góðir ná- búar“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.