Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 5
F A L K I N N Theodor Árnason: Merkir tónnillingar iifs og liðnir: liameðsmanna hafa verið liulin andlitsblæjum, og eigi hefir hún mátt gefa sig á tal við landa sína fremur en aðra karlmenn, en þetta að líkindum verið mis- skilið, sbr. það, er vitnin segja, „að hún hafi eigi viljað þá ís- lenskii sjá nje heyra“. Sagan um hið mikla meðlæti og háu tignarstöðu, er Anria komst í úti í Algier, hefir eigi minkað í meðförunum hjer heima og orðrómnum veitt næsta auðvelt að lyfta konunni, er klæddist i drotningarlegan skrúða, pell og gulllegan purp- ura, upp í sjálfan drotningar- sessinn, þótt eigi hefði það að líkindum við raunveruleika að styðjast, heldur hún verið vild- arkona eins af höfðingjúm Sol- dánsins. Til er talsliáttur, sem ýmsir munu kannast við: Skrökva má á skemmri leið en frá Algeirsborg til íslands. Eins og áður segir, heið lengi uns til fulls var skorið úr gift- ingarmálum Eyjamanna, og eigi fvr en eftir 1637 eða 10 árum eftir herleiðinguna, er fólk j)að, cr lcyst var út, var aftur komið hingað. Þá fyrst skýrðust þessi mál til fulls, er vitnisburðir fengust um j)að fólk, sem eftir var úti í Tyrkjalöndum, og nú var vitað um, að aldrei framar kæmi heim til ættjarðarinnar. í Hvítingadómi Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar, er les- inn var upp á Aljringi 1636 og staðfestur þar að mestu, og hljóðaði um brotlegar persónur í Vestmannaeyjum, og höfðu mist maka sinn í herleiðing- unni, var boðuð mikil linun í umræddum sökum á sektar- gjaldi eftir Stóradómi, þannig: Tjl þriðjunga, ef vitað var, að maðurinn eða konan var lif- andi úti í löndum heiðinna manna, „Barheria“. Til helm- inga, ef ekkert var kunnugt um hinn herleidda. Loks í þriðja lagi, ef kunnugt var, að hinn herleiddi eiginmaður eða eiginkona var gengin af trúnni, jiá skyldi aðeins greiða einn þriðja sektar. Með breytingu Alþingis ákveðið, að i þessu síðastnefnda lilfelli skyldi að- eins greiða sem fyrir einfalt frillulifishrot. Margskonar málavafstur varð og úl af erfðamálum liinna herleiddu, og óvissa um hversu með áttu að fara, og um varð- veislu eigna þeirra. Kom end- anlegur úrskurður í þeim mál- um fvrst 1642. Sifffús M. Jolmsen. Marteinn Lúther 1483—1546. Nú mun einhver reka upp stór augu og spyrja: Ilvað er nú verið að fara? Eða á nú að fara að tetja injer trú uin, að Lúther gamli liafi verið tónsnillingur? En sá sem þetta ritar svarar hiklaust: Þetta er alt nieð fcldu! Og þó að Marteinn Lútlier væri að vísu ekki tónsnill- ingur, þó að liann væri söngmað- ur góður og ijeki með ágætum hæði á flautu og lút, þá er hans þáttur í sögu kirkjutónlistar svo merkur, að nafn lians mun einnig þar verða getið enn um ókomnar aldir. Það er því sjátfsagt, að geta þess þáttar hjer, i stórum dráttum, enda mun aímenningur litið vita um Lúther i sambandi við tónlist annað en það, að margir vita, að liið þróttmikla sálmalag við: „Vor Guð er borg á bjargi traust“ er eftir haiin. Lík- legt er því, að mörgum þyki fróð- legt að heyra, hvað Lúther hefir fleira gert á þessu sviði. Þegar hann hvarf heim frá Wart- burg (1522), tók hann að liugleiða og ráðgera ýmsar breytingar og endurbætur á formi guðsþjónust- unnar í mótmæ 1 endakirkjunum, eða kirkjusiðum. í þvi sambandi voru breytingar hans á þætti söngs og tónlistar í messugjörð mikilvægar. Það er vitað, að þýskir sálmar voru sungnir i kirkjum við guðsþjón- ustur áður en Lúther kom til sög- unnar með sínar breytingar. Þó að því megi segja, að hann sje ekki beinlínis upphafsmaður safnaðar- söngs í kirkjum, þá verður þó ekki um það deilt, að það er liann, sem á heiðurinn af því að stofna til þess, að safnaðarsöngurinn varð veigamikill og „skipulagður“ þáttur í kirkjusiðunum. Þegar Lútlier hafði liugsað þetta mál alt ræki- lega, gaf han út reglur um það, hvernig messugjörðum skyldi hag- að í mótmælendakirkjunum. í liinni fyrstu útgáfu af þessum reglum. „Formula Missae“ (1523) vildi hann láta draga úr eða jafnvel fella niður, að sungnir væri langdregn- ir ,,gradúalar‘,‘*) en í jiess slað sungnir sálmar, sem presturinn veldi i hvert sinn. Það liafði lengi vakað fyrir liinum mikilhæfa sið- bótamanni, aö koma á algerlega þýslui messuformi, og varði hann miklum tíma til þess að hugsa og skipuleggja þessa hugmynd (1524). Og til jiess að jietta yrði i alla staði sem óaðfinnantegast leitaði liann til tveggja merkra tónlistar- manna, Conrads Rupff, hirðhljóm- sveitarstjóra kjörfurstans i Saxlandi og Jolians Walthers, kantors við hirð Friðriks hins vitra í Torgau, — og bað þá að ikoma til sín til Wittenberg, sjer tit aðstoðar að þvi er snerti söng- og tónlistar-þáttinn i hinum nýju kirkjusiðum hans. Walters skýrir frá því, að hann hafi dvalið með Lúther um þriggja vikna tíma í Wittenberg, og að Lúther liafi sjálfur sainið „lög“ við ýms guðspjöllin, pistlana og blcss- unarorðin. Hafi hanin leikið jiess- ar iaglínur fyrir sig á flautu, en liann (Walter) skrifað Jiær jafn- harðan (með nótum). Að loknu þessu undirbúnings- starfi, gaf Lútlier út „Fyrirskipan um hina þýsku messu“, og sam- *) Graduale = tónsmið við texta. sem eru í nánu snmbandi við guðs- þjónustu dagsins. kvæint þeirri fyrirskipan um breyt- ingarnar frá því, sem áður liaiði verið, jiessar lielstar: í stað þess að syngja „introitus“,*) þá skyldi sung- inn lofsöngur eða þýskur sálmur (sem presturinn valdi Jiá i livcrt sinn). Þá skyldi syngja „Kyrie El- eison“ þrisvar (áður niu sinnum). Á eftir kollektu og pistli þýskur sálmur, og á eftir guðspjaltinu trú- arjátningin á þýsku, — (áður sung- in á latínu). Þá kom ræðan og o'ð henni lokinni „Faðir vorið“. (Var það Jiá fyrst um nokkurt skeið „um- ritað“, eða í „Paraphrase“-formi) og „áminningin til þeirra, seui ganga til borðs Drottins." Á eftir blesunarorðunum var sunginn sálm- ur, sem presturinn valdi í hvert sinn. Þessu messuformi var i fyrsta sinni fylgt á jóladag 1524 i kirkj- uniii i Wittenberg, en það var ekki gefið út fyrr en árið eftir. Það, sem meðal annars vakti fyr- ir Lúther með þesum breytinguni var það „að orð Guðs megi bua með þjóðinni, einnig i söng“, — sem sje Jietta: að alþýða myndi frekar „læra orð Guðs“ ef lienni væri fengin þau í ljóðum á máli, sem liún skildi, — og lögum, sem henni yrði töm. Hann fór því bæði að yrkja sálma sjálfur, safna eða velja þýsk andleg ijóð, sem til voru, til söngs við messugjörðir, og semja sjálfur og velja lög við þessa texta. Og árið, sem Lúther gelck frá hinu nýja messuformi (1524), kom út hin fyrsta þýska sálmasöngsbók mótmælenda kirkjunnar: „Etliclie chrisliche Lyeder Lob- gesang und Psalm dem reinen Wort Gottes gemess auss der h. Geschrift durch manckerlay Hocligelerter gemaclit, in der Kirchen zu singen, xvie es den zum tail bereyt zu Wittenburg in gebung ist“. *) Introitus = texti um ritning- arstað, sem á við guðsþjónustu þeirra daga, sem han er fluttur. í þessari bók eru aðeins átta sálmar (fjórir þeirra eftir Lúther sjálfan) og fimm sálmalög. Ekki er ineð vissu vitað, hvort Lúther hefir sjálfur búið þessa bók undir prent- un. En þetta sama ár komu út önnur söfn og þeim fjölgaði ört. Sálmar og lög eftir Lúther eru á víð og dreif í þessum söfnum og þykir nær ógerlegt að greina hvað er eftir hann sjálfan, og hvað að- fengið. En jjessir sálmar og sálma- lög mótmælanda urðu almenningi töm alveg ótrúlega fljótt, enda voru þau kend í skólum og umferðar- kennarar kendu þau, þar sein þeir komu. Andstæðingum Lútliers var þetta, meðal annars þyrnir i aug- um, og sögðu þeir að með þessum sálmum sínum varpaði hann jafn- vel fleiri sálum í glötun lieldur cn með öllum sínum ritsmíðum. Lúther lagði þann arundvöll, sem víða i löndum hefir verið lítið hróflað við lit þessa dags. En sið- ar komu svo fram hinir miklu meistarar, — og jieirra fyrstur og merkastur Johann Sebastian Bach. — sem sömdu sin glæsilegu snild- arverk i anda Lúthers, eða: þeir feldu þau á grundvöllinn, sem hann hafði lagt og grindina, sem hann liafði gert frumdrættina af. Hér verður svo ekki að öðru leyti rakinn æfi- eða starfs-ferill Lúthérs. Aðeins getið liessa: Hann var fæddur 10. nóvember 1483 og Ijest þar 18. febrúar 1546, en var greftraður i hallar-kirkjunni í Wittenberg, enda hafði hann lengst af dvalið í Wittenberg hin siðari ár æfinnar. Kvæntur var hann hinni ágætustu konu, Ratrínu von Bóra, og hafði bún áður verið nunna. Er það i frásögur fært, hversu ánægjulegur hafi verið licimilisbragur á heimili þeirra hjóna og ástúðelgt lijóna- bandið, og varð þeim marga barna auðið. Mikið hafði verið sungið á heim- ili þeirra o« leikið á liljóðfæri. Yar það meðal annars venía, að Lútlier hafði að loknum kvöldverði, á hverju kvcldi,, svo að segja, sungið mótettur (biblíusöngva) og aðra andlega söngva og sálma með börn- um sinunt og gestum sem viðstadd- ir voru í hvert sinn. Hann samdi og gaf út ritgerð um „liina dásam- legu list, tónlistina“ og kvæði orti hann tónlistinni til vegsemdar, er liann nefndi „Frau Musika“. IÍINVERJAR I STRIÐI. Kinverjar eru eit/i Ijettastir fyrir, þeirra þjóöa, sem nú berj- ast gegn yfirganfgi Japana. Iíafa þeir átt i stríöi viö þá i 5 ar, cn skortur vopna og flugvjela hefir einkum amaö aö þeim og nú liorfir enn þunglegar en áöur um vopnasendingar tit þeirra, síöan Japanar náöu Durmabrautinni á sitt vald. SíÖan i vetnr hafa um 200.000 ungir kinverskir menn og konur gengiö í her- inn og látiö skrásetja sig til annara herþarfastarfa; þar á meðal ern margir stúdentar. Myndin sýnir nokkra stúdenta, scm gengnir eru í herinn og komnir til vígstöðvanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.