Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Frð Gerd Grieg á leiksviði i Beykjavik YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðiö kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Auglýsingaverð: 30 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Þess var getið í útvarpsfrjettum núna i vikunni, að lögregluþjónar í enskum borgum notuðu sumarfríið sitt til þess að vinna í kaupavinnu upp i sveit og hjálpa heimilunum til að bjarga uppskerunni. Því að fyrirvinnan, bóndinn eða synirnir, eru óvíðast hvar heima, — ættjörð- in iiefir sldpað þeim í einkennis- búning og fengið þeim vopn í hönd. Það er auðsætt, að víðar vantar kaupafólk en í íslensku sveitunum. Enda er það engin furða. Il.jer hefir ætt.jörðin ekki sett einn einasta af sbnum sinum i einkennisbúning og fengið honum vopn til að ver.ja landið. Við látum útlendan her um að gera það, en s.jálfir erum við áhorfendur — hlutlausir óvirkir áhorfendur. Og við kvörtum. Sárkvörlum yfir því böli, sem styrjöldin hefir leitt yfir þ.jóðina. Bændurnir fá ekki nóg af kaupafólki, jafnvel gullnámurn- ar, síldarverksmiðjurnar, verða ekki starfræktar eins og hægt væri, vegna þess að þær fá ekki nóg fólk. Sam- timis eru svo gerðar áætlanir urn að reisa nýjar síldarbræðslur, sem auki framleiðsluna um þriðjung frá því sem nú er. Og vitrir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að öll vandræðin stafi af þvi, að sumir græði of mikla peninga. Og af því að setu- liðið sprengi upp kaupgjaldið. Og af þvi, að of mikið sje bygt af lúx- usvillum. Þetta getur alt verið r.jett. En er ekki í lófa lagið að setja und- ir alla þessa leka? Og er ekki hægt að sporna við þeirri verðbólgu, sem nú er komin á það algleymingsstig vitleysunnar, að framtíð þjóðarinn- ar stafar stórhætta af, og að gamalt fólk, sem lifir af sparifje sinu eða ellistyrk, verður liarðast úti af öll- um borgunum þjóðfjelagsins. —- — Ensku lögregluþ.jónarnir gáfu gott eftirdæmi er þeir fóru í kaupavinn- una. Þeir gáfu sig ekki fram lil ])ess að vinna fyrir okurgjald. Þeir gerðu það vegna þess að þjóðin þurfti þess með. Þeir voru að auka björg þjóðarbúsins. Þeir sýndu holl- ustu og hugsuðu um fleiri en sjálfa sig. Gætum við ekki lært eitthvað af þessu. Hvað ætli það væru mörg þúsund vinnudagar, hvað skyldu það vera mörg kýrfóður, sém hægt hefði verið að b.jarga, ef þeir sem sumarleyfi taka hjer á landi, hefðu farið að dæmi ensku lögregluþjón- anna? Enginn getur reiknað það út, en allir vita, að það nemur miklu. Það er neyðin, sem kennir þess- konar þegnskap, og líklega tekst okkur ekki að læra hann, fyr en hún tekur við kenslunni. Þessar línur eru skrifaðar áður en frumsýningin fer fram á leikrit- inu „Hedda Gabler“, liinum örlaga- þrungna raunveru-harmaleik Ibsens. Frá þeiri leiksýniugu verður vænt- anlega liægt að segja í næsta blaði Fálkans. En i þetta sinn er það viðeigandi að birta nokkur orð um leikkonuna, sem við fáum að sjá um þessar mundir i hlutverki Heddu Gabler, — frú Gerd Egede-Nissen Grieg. Hún er eina fræga leikkonan, sem nokkurntíma hefir heimsótt ísland; við teljum hjer ekki heimsóknir Önnu Borg, þvi að hún er „ein af oss“, þó hún hafi að vísu danskan borgarar.jett. Ef ieiklistarblóð er til í nokkurri manneskju þá er það í frú Gerd Grieg. Hún var barn að aldri þegar hún hafði ákveðið ætlunarverk sitt í iif- inu og lauk leiklistar-undirbúningi sínum svo snemma, að hún var korn- ung þegar hún kom fram í fyrsta skifti á leiksviði, á Nasjonalteatret í Osló. Það hlýtur að liafa verið mik- ii leiklistarhneigð í ættinni, því að þær eru fimm systurnar og urðu allar leikkonur. Enda er það vitað um föður þeirra systranna, Egede Nissen, fyrrum póstmeistara í Sta- vanger, að hann var sjerlega hneigð- ur fyrir leiklist, og vann mikla tóm- stundavinnu sem sjálfboðaliði við aðstoð leikflokka i Stavanger. Hann latti þvi síst dætur sínar nje reyndi að draga úr áhuga þeirra. Þvert á inóti lagði hann kapp á, að leik- gáfa þeirra fengi að njóta sín, og sparaði hvorki fje n.je fyrirhöfn lil þess að afla þeim undirbúnings- mentunar undir lífsstarfið. Gerd Egede Nissen varð fljótt landskunn leikkona, þó að framan af æfinni yrði hún að standa i skugga liinna frægu leikkvenna, Rögnu Wettergren og Jóhönnu Dyb- wad, og fengi oft ekki að reyna hæfileika sína á liinum stærstu hlutverkum, sem völ var á. En sú tíð er löngu hjá liðin. Það er tvi- mælalaust, að Gerd Egede-Nissen Grieg hefir i mörg ár verið vinsæl- asta leikkona Noregs, og ber þar margt til. Hún er mikil fríðleiks- kona og hefir til að bera frábæran yndisþokku. Hún er gagnmentuð leikkona og ræður yfir undraverðri tækni. Hún er djúpsæ gáfukona, sem lifir sig inn í hlutverk höfundarins og er glöggskygn á tilgang höfund- arins. Og hún hefir sálræn svip- brigði og talar fallegustu norsku, sem hægt er að hugsa sjer og með löfrandi fögrum málhreim. Með öllum þessum yfirburðum veitist henni jafnan hægt að túlka hvert hlutverk sem er, þannig að liað vekur eftirtekt. Það liefir vist aldrei verið sagt um frú Gerd Grieg, að luin Ijeki illa, því að það er eitl af því fáa — eða kanske cinn sem liún getur ekki gert á leik- sviði. Til þess er listköllun hennar of ofarlega i meðvitund hennar. Ilún virðist aldrei gleyma þvi, að hún er þjónn listarinnar og að list- inni má aldrei misbjóða. En fáir hafa sýnt það betur í verk- inu en hún, hversu fjölbreytt list einnar og sömu manneskju gctur verið. Frú Gerd Grieg getur snert strengi viðkvæmninnar svo átakan- lega að fólk grætur, hún getur sagt einfalda setningu á svo smellinn liátt, að enginn geti stilt sig um að brosa. Hún getur sagt harmsögu raunverunnar svo átakanlega, að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, og hún getur birst sem dís í æfintýri, með svo miklum töfrum, að áhorfandinn gleymir Öllu jarðnesku. Og loksins: hún getur sungið eins og engill. Það cr því engin furða að hún hafi margvísleg og innbyrðis ólík hlutverk að baki sjer. Gaman og al- vöru — æfintýr og raunveru. Enda er hlutverkalisti hennar orðinn lang- ur og fjölbreyttur. Hún leikur Hol- bergsk „fruentimmer", Björnsonsk- ar drotningar, hefðarfrúr og meyjar, dutlungafullar kvenpersónur Ibsens. Hún leikur Shalcespeares-konur og almúgakonur nútímans. Það væri auðvitað rangt að segja, að öll hlut- verk hæfi lienni jafn vel, því að í sumum þeirra skarar hún fram úr sjálfri sjer, en hitt verður sagt með sanni, að öll hlutverk hæfa henni vel. Hvenær sem nal'n frú Gerd Grieg sjest á leikskrá norsks leikhúss flykkist fólkið að — svo mikið er dálæti almennings á henni. Jeg liefi vitað fólk fara langar leiðir ofan úr sveitum til höfuðstaðarins eða Bergen, til jiess að sjá liana á leik- sviði. Svo alviðurkend er þessi á- gæta norska leikkona. Reykvíkingar fá sennilega færri en vilja færi á að sjá hana þessi fáu kvöld, sem lnin kemur fram á leiksviðið í Iðnó. En það er spá mín, að þeir sem sjá hana i þessum tveimur þáttum úr Heddu Gabler, sem sýndir eru, muni minnast þess lengi. Og þá ekki síður hins dásam- lega upplesturs hennar. Þegar danskir leikendur hafa leik- ið hjer með íslendingum, hafa þeir að jafnaði talað sitt eigið mál, en hinir leikendurnir íslensku. Út af þvi hefir verið brugðið í þetta skifti. Þeir sem leika með frú Grieg í þáttunum, nfl. Valur Gíslason (dr. Tesmann), Brynj. Jóhannesson (as- sessor Brack), Lárus Pálsson (Löv- borg) og Ólafía G. Jónsdóttir (frú Elvsted) leika hlutverk sín á frum- málinu. Er þetta sumpart gert vegna þess, að ekki vanst timi til að þýða leikþættina og sumpart lil þess, að Norðmenn sem staddir eru hjer í Reykjavík, geti heyrt leikinn á sinu eigin máli, enda má gera ráð fyrir, að allur þorri islenskra leikhúsgesta skilji norsku. í viðtali við dagblöðin hefir frú Gerd Grieg lýst ánægju sinni yfir samstarfinu með leikendunum hjerna. Og þeir fyrir sitt leyti eiga ekki orð lil að lýsa hjálpsemi henn- ar og alúð við undirbúning leik- kvöldsins. Á þessum leikkvöldum syngur frú Grieg ýms lög, með undirleik Páls ísólfssonar og les upp kafla úr „En gla gutt“ eftir Björnsson. Má því segja, að hún beri hita og þunga dags- ins á þéssum norsku leikkvöldum. Andvari. Bókafregn. Iivan Solonewitsch: HLEKKJUÐ ÞJÓÐ. — Höfundur bókar þessarar gerir þá grein fyrir sjálfum sjer, að hann sje af fátækum bændaæltum i Hvíta- Rússlandi. Afi hans var þrautpínd- ur í uppvextinum, en faðir hans braust gegnum lýðskólanám þó að hann ætti við mestu örbirgð að stríða og gerðist barnakennari, en .fjekst jafnframt við blaðamensku, og hjelt úti smáblaði. En höfundur- inn sjálfur aflaði sjer undirbúnings- mentunar af eigin randeik og tókst að Ijúka lagaprófi í Petrograd árið 1917, en skrifaði jafnframt i blöð, og varð blaðamaður við „Novvoje Wremja“, sem var eitt stærsta dag- blað i Rússlandi zarsins. Iwar Solonewitsch er eindreginn andstæðingur bolsjevismans. „Jeg tilheyri hvorki höfðingja- nje yfir- stjett, og það, sem jeg segi í þess- ari bók, segi jeg raunverulega í nafni rússneska bóndans og verka- mannsins. Jeg læt mig hvorki varða höfðingja nje burgeisa; jeg læt mig varða jþjóðarheildina, og nú læt jeg mig einkum varða, hvernig öllum þeim þjóðum reiðir af, sem hin kommúnistiska margfætla nær öng- um til, svo að hún geti kvalið þær,“ segir höf. í formálanum. Höf. hefir orðið fyrir barðinu á rússnesku yfirvöldunum, verið hneptur í fangelsi og sætt illri með- ferð þar, gert flóttatilraunir sem loksins tókust og komist úr landi. Eins og gefur að skilja er honum þvi gramt í geði til núverandi stjórnskipulags í Rússlandi, og mað- ur, sem hefir likan feril að baki Frh. á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.