Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN -- — •— « — ---1 1-- SKÓLARNIR í LONDON Á STRÍBSTÍMUM Eltir George Godvin. HVERNIG ER HÆGT AÐ HALDA UPPI KENSLU í BORGUM, SEM ÞRÁFALDLEGA VERÐA FYRIR LOFT- ÁRÁSUM. — HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA í DAG BÖRNUM AF HEIMILUM, SEM URÐU FYRIR SPRENG- INGUM í NÓTT? — HVERNIG GETA ÞESSI BÖRN HUGSAÐ OG HEGÐAÐ SJER EINS OG BÖRN GERA UNDIR VENJULEGUM KRINGÚMSTÆÐUM Á FRIÐ- ARTlMUM? ÞESSUM SPURNINGUM ER SVARAÐ, AÐ MINSTA KOSTI AÐ NOKKRU LEYTI MEÐ ÞVÍ, SEM HJER VERÐUR SAGT FRÁ, OG SEM GERÐIST I EINUM AF STÓRU BARNASKÓLUNUM í LONDON, I ÞJETT- BÝLUM BÆJARHLUTA. ÞESSI SAGA AF PECKHAM- SKÓLANUM, SÝNIR, AÐ ÞÓTT SKÓLINN FARIST I STRlÐSRÓTINU, ÞÁ SPRETTUR EITTHVAÐ NÝTT UPP tJR RCSTUNUM. 'T’IL þess að skilja hið eftir- -*■ lektarverða fjelagsmálafyr- irbrigði, sem gerst liefir í sam- bandi við aðalskólann i Peck- ham, og þá vísbendingu, sem fyrirbrigðið gaf um skapferli þjóðarinnar, er óhjákvæmilegt að skýra nokkuð frá því hvern- ig þessi skóli varð til. Því- að þessi skóli, sem nú hefir yfir 450 nemendur, er beinlínis af- kvæmi þessarar styrjaldar, eins- konar „nauðleitar-skóli“. En þó að hann hafi risið upp úr ösku annara skóla, sem lagðir hafa verið í rústir, þá er ekkert bráðabirgða- eða millibils-snið á honum, heldur er þar ýmis- legt að sjá, sem gefur vísbend- ingu um, hvernig enskir skólar muni verða í framtíðinni. Fyrstu dagana eftir að stríð- ið skall á voru börnin úr skól- unum i London flutt í sífellu út í sveitirnar, þar sem örugg- ara þótti að vera í dreifbýlinu. En þegar þetta hafði gengið nokkra hríð tók aldan mótsetta stefnu — í óttina til borgarinn- ar. I janúar 1940 hvarf borgar- stjórnin frá þeirri stefnu sem hún hafði tekið um að loka skólunum — og fór að opna þá aftur. Þegar þetta gerðist liöfðu fjölda margir skólar verið teknir til ýmiskonar þarfa, i sambandi við ráðstafanir, sem orðið hafði að gera vegna stríðs- ins. Og ennfremur hafði verið sjeð fyrir loftvarnabyrgjum við skólana eða í þeim. Það voru mörg atriði, sem athuga varð og ráða fram úr. Hvernig var hægt að lialda kenslu uppi í því horfi, sem lög mæltu fyrir, þegar nemendunum fór sífjölg- andi, kennararnir voru teknir til annara starfa og skólabæk- urnar voru af skornum skamti? Það var við þessi örðugu skil- yrði, sem bráðabirgðaskólinn i Peckham tók til starfa, í mars- mánuði 1940. I júní voru nem- endur 600. Varð að kenna þeim i tvennu lagi. Svo kom júní og fall Frakklands. Og nú hófst burtflutningur barna á nýjan leik. Mörg börnin úr Peckliam- skólanum voru flutt úr borg- inni til Devon, en mörg urðu eftir. Og þegar loftárásirnar hófust voru enn um 400 piltar og stúlkur í skólanum. En þeg- ar byrjað var að kasta þung- um sprengjum yfir London þá hafði það þau áhrif, að fjöldi barna hætti um sinn að koma í skólann. Þegar svo var komið málum virtist sjálfsagt að vera ekki að hugsa um að halda uppi neinni kenslu, og' skólastýran í Peck- liam / hverf þegar í stað frá kenslustörfunum og fór að starfa í þágu hins opinbera, á- samt kennaraliði sínu. Sam- komusal skólans var breytt í matsöluhús, eða almenningseld- hús. og hvíldarhæli. Kennararn- ir, bæði karlar og könur, brettu nú upp ermunum, settu á sig svuntur og fóru að vinna að eldamensku, uppþvottum og um og framreiðslu. Loftárásirnar urðu æðis- gengnari með hverjum degi sem leið, og Peckham átti marga erfiða daga. Samt voru það nokkur börn, sem aldrei hættu i skólanum, og önnur sem farið höfðu á burt, fóru að koma aft- ur. Þannig varð starf skólans tvöfalt: Hann annaðist kenslu barnanna, sem ekki flúðu loft- árásirnar og hann hjelt líka uppi nauðsynlegu starfi, sem nauðsynlegt varð fyrir almenn- ing vegna loftárásanna. Furðulegasti þátturinn í þessu starfi, sem nú fór í hönd var sá, hve vel tókst að halda uppi fullkominni kenslu þrátt fvrir þessar ástæðui’. Skal það nefnt til dæmis, að um jólin, þegar loftárásirnar voru sjerstaklega miklar, þá hjelt Peckhamskólinn jólagleði sína eins og ekkert hefði í skor- ist. Og börnin, sem mörg liver höfðu upplifað hinar hörmuleg- ustu skelfingar, ljeku leikrit um loftárásirnar, sem þau höfðu æft í loftvarnabyrginu. Kennaralið og nemendur skólans var hvorttveggja komið frá fjölda annara skóla, sem liöfðu orðið að liætta störfum. Það lifði þarna saman súrt og sætt, við daglegar hættur og erfiðleika, en einmitt þetta sam- starf varð til þess, að það rann saman í eina fasta heild og batst innilegri vináttu og öðl- aðist sameiginlegt viðhorf til lífsins. Skólastýran orðaði þetta svo: „Hjerna í Peckham hefir nokkuð verið að skapast árið 1941, sem mjer þykir dásam- legt. Börnin eru að sanna það, sem mörg af okkur hinum full- orðnu böfðuin svo óbilandi trú á: að andi æskunnar sje ósigr- andi og máttur hennar tak- markalaus. Það er liægt að þroska þessar náðargjafir og láta þær bera ávöxt, með þvi einu móti, að börnin lifi við Hjer sjást nokkrir nemendurnir í Peckham ásamt skálastýru sinni, að skrifa brjef og vinna að reikningsfærslu viðvíkjandi almenningseldhns- inu, sem hatdið er uppi í skólanum. Hjerna er mgnd af borðsalnum, þar sem maturinn úr almenningseldhusmii er framreiddur. Verkamennirnir úr nágrenninu koma þarna til að borða, og maturinn er seldur afar vægn verði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.