Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.08.1942, Blaðsíða 12
12 FALKINN Louis Bromfield: 21 AULASTAÐIR. var hr. Ríkliarðs ekki maður, sem hætti við neitt hálfkarað. Hann sagði: „Fáið þjer mjer hara handritið, og svo skal jeg ná í hraðritunarstúlku.“ „Hún gæti ekki lesið það heldur.“ „Þá getur hún bara setið hjá yður í skrif- stofunni og spurt, þegar hún kemst ekki fram úr skriftinni. Eruð þjer ekki sam- mála um þetta?“ „Helst vildi jeg ekkert eiga við það.“ Hr. Ríkharðs liló. „Látið þjer ekki eins og skólastelpa, fyrst þjer liafið verið- rit- stjóri í þrjátíu ár.“ „Nei, það ætti náttúrlega ekki við.“ En engu að síður roðnaði liún eins og ung stúlka, og það mátti sjá á öllu, að hr. Rík- harðs liafði sigrað. Þá sló stóra eldhúsklukkan tvö högg og frúin sagði: „Guð minn almáttugur, klukk- an er orðin tvö og við eigum öll að vinna í fyrramálið.“ Þau stóðu nú öll upp, en frúin dokaði eitthvað lítilsháttar við hjá Öddu, til þess að gefa henni fyrirskipanir fyrir morgun- daginn. Þá sagði Adda: „Það er sem jeg segi yður, frú Lýðs: Þessi ungi maður er eins og vígahnöttur .... já, það er hann .... Og nú eiga svertingjarnir að fara að komast í blöðin. Já, því segi jeg það; jeg þekki mann, þegar jeg sje hann. Þessi maður er mikilmenni, jafnvel þótt hanu sje horgarbúi úr Austurríkjunum.“ Og Adda liló, sigri hrósandi og gletnislega. „Og nú ætlar hann að fara að lesa bókina. Sjólfa hefir mig þ>Tst eftir að tesa liana, árum saman.“ Miðvikudag, fimtudag og föstudag var sífeldur straumur af nýjum áskrifendum, og ákafinn og æsingin í skrifstofu blaðsins fór dagvaxandi. Jafnvel virtist inræti Viila Frikk, bæjarfrjettaritara Gunnfánans, vera farið að taka breytingum, og við áskrif- endastrauminn mátti einnig sjá breytingar á Mörtu konu lians, sem nú sat í nýmáluðu grindabúri og gegndi gjaldkerastörfum sín- um. Hún fór að verða vingjarnlegri og ekki eins fráhrindandi og áður liafði ver- ið, og meira að segja stífi, hái flibbinn var horfinn fyrir kvennlegum kraga, sem hún hafði sjálf saumað i, lieima, á kvöldin. í setjarasalnum höfðu meðal annars orðið þær breytingar, að Zimmermann gamli var farin að fara i hreina skyrtu í miðri viku, en slíkt liafði áður ekki þekst í sögu blaðs- ins. Annan mánudaginn eftir byltinguna, var hann ,með flibba og hálsbindi allan daginn, en þá þurfti Villi FVikk að hrella hann með því að spyrja hann hvort hann væri boðinn í veizlu. Hr. Ríkharðs hjelt áfram að taka dag- inn snemma og vann hlifðarlaust til kvölds. Á kvöldin var hann á flakki um borgina að snapa frjettir og kom ekki fyrr en seint heim, og sat þá uppi, fram eflir nóttinni og skrifaði í bókaherbergi J. E. sáluga. En þrátt fyrir alt annrikið, duldist það engum, að hann var smámsaman far- inn að taka eftir því, að Sjana væri til. Þau sátu nú við saina borðið og fóru yfir tjlaðið, þegar það var nýprentað á kvöld- in, til þess að vita, livort þeim dytti ekki neinar frekari umbætur í hug. Fyrst sátu þau sitt hvoru megin borðsins, en eflir þrjá daga leit hann einu sinni til hennar og sagði — einkennilega stirðlega, eins og lians var vandi: „Má jeg annars ekki sitja hjá yður? Jeg held, að við vinnum betur þannig.“ Og Sjana fann einhverja einkennilega á- nægju og var fljót að flytja stólinn sinn lil hliðar. „Gerið þjer svo vel — með mestu ánægju“. Stundum fóru þau saman í bókasafmð, til þess að sækja sjer fróðleik, og sátu þar í lestrarsalnum yfir tímaritum um liúsa- gerðarlist, skipulag borga og garðyrkju. Og svo voru haldin fleiri kókósamsæti í eldhúsinu, síðla kvölds, og þá liafði hr. Rikharðs það til að varpa af sjer klaka- brynjunni og verða eins og manneskja, og stundum næstum vingjarnlegur. En engu að síður var Sjönu framkoma hans og persónuleiki ráðgáta, eins og áð- ur. Hún liafði aldrei hitl ungan mann, sem töfrar hennar virtust ekki hafa nein minstu áhrif á. Hann liafði lag á því, hvernig sem hún fór að, að láta öll þeirra viðskiftj, smá og stór, vera „embættisleg“, en þessi framkoma hans dró liana bara nær honum. Hún var nú hætl að hata hann, ef til vill vegna þess, að hann um- gekst hana ekki lengur eins og hálfvila, heldur gerði hana að trúnaðarmanni sín- um um liitt og þetta og ráðgaðist við hana — eða kanske var þetta nú bara af þvi að hún var farin að venjast honum. Og smám saman tók hún eftir því, að liann var síð- ur en svo svipdaufur og ólaglegur; hann var bara næstum fallegur. Einn morgun vaknaði bún meira að segja og fór að hugsa: „Kanske hefir þetla alt verið vit- leysa hjá mjer með hann Ivobba Dorta. Líklega hef jeg ekkert meint með því.“ En hún þurfti ekki annað en hugsa um Kobba til þess að liann stæði eins og ljóslifandi fyrir lienni og hr. Ríkharðs hyrfi sam- stundis. í tíu daga samfleytt vissi hún ekkerl hvar Kobbi var niður kominn. Nú fór hún ekki fram hjá skrifstofubyggingu þeirra feðga, nema af tilviljun, af þvi hún var svo önnum kafin við blaðið og hr. Rík- liarðs — hún gerði sjer sem sagt aldrei er- indi á þær stóðir, en hvað sem um það var, þá sá hún aldrei græna bílinn. En þá fræddist hún af bæjarfrjettadálki Villa Frikk, já aldrei fór það svo! Annan mánu- daginn las hún þar: „Vjer höfum oröið þess áskynja, að Dorti yngri hefir nýlega veilt stærsta lax, sem veiddur liefir verið lijá Galveston, þar sem hann er nú í sum- arlevfi sínu. Hann er væntanlegur heim á mánudaginn kemur.“ Henni varð liálf liilt við þessar frjettir og hugsaði með sjálfri sjer: „Nú, svona fer hann að tekur sjer sumarleyfi, án þess að nefna' það við mig einu orði. Nú vissi hún alt. Kobbi liafði aldrei ætlað sjer neitt frekar með hana en aðrar stelpur, sem hann var að þeytast með út um hvipp- inn og hvappinn. Og nú skammaðist hún sín átakanlega fyrir hugrenningar sínar Jjarna um kvöldið, Jjegar Jjau rjeru út ú vatnið við Mylluborg, Jjegar hún tiafði ver- ið svo vitlaus að halda, að hann ætlaði að fara að biðja hennar, og liann liafði J)ess i stað boðið henni atvinnu við „Frjettir“. liún fastákvað því í luiga sínum að sleppa Kobba alfarið og snúa sjer fyrir alvöru að hr. Ríkharðs. Ekki svo að skilja. að hún ætlaði sjer að ánetja hann og gift- ast honum, en bara til Jjess að vera viss um að gleyma Kobba fyrir fult og alt. Árshátíð Demókrataklúbbsins var enn margar vikur fram í tímanum, en endur fyrir löngu hafði Kobbi hoðið henni þang- að með sjer. En vitanlega hafði J)að verið áður en þeim lenti saman í Mylluborg, svo að sennilega var það úr gildi fallið. En stundum þegar hún var í æstu skapi gat lienni ekki annað en dottið í hug, hvort Ivobhi mundi nú ekki koma einhvern dag- inn og nota Jietta gamla boð sem átvllu til Jjess að sættast við liana. Og i liuga sínum vissi hún vel, að ef hann gerði Jiað tæki hún boðinu með þökkum. Þá var J)að eitt kvöld, að hr. Ríkharðs sagði við liana: „Við höfum nú öll unnið eins og þrælar undanfarið. Vilduð þjer nú ekki koma út með mjer og borða kvöldverð og fara svo í bíö á eftir? Nú gengur blaðið eins og smurt, svo að við hefðum ekki nema gott af því að lyfta okkur ofurlilið upp“. Þau fengu kvöldverðinn í besta gisthúei borgarinnar og nóg að drekka, og hr. Rík- harðs varð eins og mannlegri en hún hafði nokkru sinni sjeð hann áður. Þau fóru að tala um t)laðið, en all í einu sagði Sjana: „Jeg hjett, að við ættnm að hvíla okkur og láta daglegu störfin eiga sig“. Hann hló og svaraði: „Það er rjett, en jeg gleymdi því bara. Jeg get nú einu- sinni ekki um annað hugsað. Jeg hef aldrei skemt mjer eins vel og nú í seinni tíð“. Hún hefði vonast eftir því, að hann slepti sjer svo, að hann færi að tala um sjálfan sig og bókina sína, um brjefin frá Boston, sem komu á hverjum degi og biðu á hverju kvöldi á borðinu í stóru for- stofunni á Aulastöðum. Þrátt fyrir dugn- að Iians og finnn ára hærri aldur en henn- ar var, fanst lienni oft eins og lnin væri eldri en hann. Hún fann til vaxandi löng- unar til þess að kenna honum að skemla sjer og sleppa sjer, eins og Kobbi Dorta kunni svo vel, og gat })á ekki þagað yfir neinu. í stuttu máli sagt, vildi hún draga liann út úr þessu híði, sem liann hal'ði utan um sig, og svo vildi hún vitanlega, eins og hver önnur kona, svala forvitni sinni. „Hafið þjer altaf unnið við blaðamensku ?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.