Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1942, Qupperneq 3

Fálkinn - 16.10.1942, Qupperneq 3
fálkinn 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sínii 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skrsiddaraþankar. Heimurinn tapar miklu á tómlæt- inu. Og á ýmsan hátt eftir því livaða merking er lögð í orðin tómlæti. Hirðuleysi og kæruleysi er tómlæti, og töpin sem af því leiða eru oflast nær bersýnileg. Slóðinn, sem lætur alt drafna niður hjá sjer í stað þess að lagfæra jafnóðum það sem iag- færingar þarl', sjer þáð, en um sein- an, að ódýrara hefði verið að' gera undir eins við fúann i húsinu sínu eða lagfapra undir eins smábilun á vjelinni, j stað þess að láta bilunina sýkja frá sjer. Hann finnur það þeg- ar haiin ler að borga jiann beina kostnað, sem af endurbótinni leiddi. Maðurinn sem fyrir ávaninn slóða- skap borgar aldrei skuld sína fyr en á hana er fallinn allur kostnaður, sem hægt er að fá á hana, veit ofur vel, að það er dýrara að vera hirðu-, laus en liann gerir það samt. Tapið af annari tegund tómlætis, sem kallað er afskiftaleysi eða i sumum tilfellum mætti jafnvel heita hlutleysi, er að jafnaði ekki eins þersýnilegt, ekki síst ef aðrir bíða liallann en sá tómláti sjálfur. Mál- tækið: „Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær“ snertir merg þessa máls. Tilveran er samkepni og sá verður ofan á í samkepninni, sem ji.fnan er á vcrði og jafnan tilbúinn til þess, að grípa gæsina þegar hún gefst. Þessi tegund tómlætis, að vera ekki á yerði og láta tækifærið ganga úr greipum sjer, hefir orðið mörg* um manninum lil miska. Margir menn eru svo gerðir, að þeim þykir óviðurkvæmilegt að ota fram sínum tota, — finst það vera framhleypni og fruntaskapur. Og víst er um jþað, að ágengnin er engin dygð og að það er skortpr á sið- menningu, að brjótast mjög um, til þess að ryðja sjálfum sjer braut, hvort lieldur það er við samkomu- hússdyr eða annarsstaðár. í lífinu. En í heimi samkepninnar stoðar ekki of mikil kurteisi hvað þetta snertir. Þeir kurteisu sitja á hakan- um, alveg eins og meinlaus hestur er afjelinn við stallinn, nema hann sje með eintómum jafningjum. í Jiessu efni gildir sá gullni meðal- vegur, ef maðurinn vill hæði halda heiðri sinum og ná árangri. Sje maður með föntum verður maður að vera sterkur án þess að vera fantur. Vera fastur fyrir reiðubúinn til þess að nota tækifærið, en ekkj leggja árar í bát, nje sýna yfirgang. „Tækifærið gríptli greitt. Giftu mun það skapa!“ Þetta er góð kenn- ing og Jieiui mun sannast sem reynir að það er hægt að gera þetta án þess að fá á sig brennimark þjösn- ans. Þótt margt einkennilegt gerist þessi árin, og ]ió umhvert hafi verið skoðunum manna á heimin- um, sem við lifum í, verður eitt þó ávalt óumbreytanlegt. Og það er lietta: að tíminn stendur aldrei kyr. Manni verður stundum að hugsa þetta, og minnast þess l>á um leið, hvað timinn líður fljótt. Það er til dæmis býsna furðulegt, að fjórðungur aldar skuli vera lið- inn síðan það gerðist, sumarið 1917, að ríkisstjórnin keypti „Sterling" gamla. Skipið hafði verið árum saman í förum milli íslands og Kaup- mannahafnar (og Sterling var það einnig, sem hóf fyrstu Hamborgar- ferðirnar). En Jiegar Thorefjelagið var leyst upp, var Sterling selt til Svijijóðar. En Jiegar ríkisstjórnin fór að falast eftir hentugu skipi til strahdferða, vildi svo til að Sterling var falt. Það jhjet Jiá „Themis“, en var skírt upp sínu gamla nafni, er það kom undir íslenskan fána. Og flestum fanst, sem þeir hefðu end- urheimt gamlan kunningja, er Sterl- ing kom hingað heim. Jeg mátti til að minnast nokkrúm orðum á skipið, en þó var það mað- ur en ekki skip, sem Jiessi litla grein átti að fjalla um. Maðurinn, sem fór út til að sækja Sterling var Einar Stefánsson skipstjóri. Sumum mun finnast stutt síðan þetta gerðist, en Jió eru það 25 ár. Einar öðlaðist sitt skipstjóralieiti, sem l'yrsti skip- stjórinn á liinu endurheimta Sterl- ing. En þó að skipstjóraferill Ein- ars byrjaði þar, fyrir rúmum 25 árum, verður að i'ara langa lcið aftur í tímann til að rekja sjó- menskuferil hans og farmensku- störf. Einar mun hafa verið á 15. árinu þegar hann byrjaði að „róa“, sem kallað er. Hann er uppalinn suður á Vatnsleysuströnd, en þar háttar svo víðast, að bændur verða að eiga afkomu sina undir sjónum, öllu fpemur en þeirri grýttu jörð, sem náttúran hefir eftirlátið flestum íbú- uin Gullbringusýslu. Ef ekki væri sjórinn, mundu Suðurnesin vera óbygð, eða þvi sem næst. Þegar Einar var að róa á Vatns- leysuströndinni, var honum illa við ákveðna tegund manna og skipa. Erlendu togararnir sigldu að kalla mátti uppi i landsteina, eyðilögðu veiðarfæri og fældu fiskinn á burt af miðunum. En samt stefndi hugur Einars til sjávarins. Hann gekk á Stýrimannaskólann og tók próf Jiað- an, en samtímis var hann þó ávalt á skútum. Hans „skútuöld" stóð i 7 ár. En Jiá hefst nýtt tímabil. Einar fer að hallast að farmensku, í eiginlegri merkingu Jiess orðs, frek- ai en fiskiveiðanna. Hann gerist stýrimaður á flóabát á ísafirði, gufuskipi litlu, sem Ásgeir Ásgeirs- son átti. Og svo ræðst hann í það, að fara til Danmerkur og stunda þar framhaldsnám, til þess að öðl- ast rjettindi sem skipstjóri á kaup- fari. Gekk hann á hinn sama skóla, sem flestir farmenn okkar hafa gengið, i Marstal. Þeir voru l)á tveir saman íslendingar, Einar og Jóhann P. Jónsson skipherra. Var það meðfram fyri'r hvöt Emil Niel- sen og Sveins Björnssonar, þáver- andi yfirrjettarmálaflutningsmanns, og aðal hvatamannsins að stofnun Eimskipafjelags íslands, sem Einar rjeðst i að taka farmannapróf. Þegar Eimskipafjelag lslands hóf ,starfsemi sina, varð Einar Stefáns- son 2. stýrimaður á Gullfossi, lijá Sigurði Pjeturssyni. En áður hafði hann um skeið verið 1. stýrimaður á „Mjölni“ Thoref jelagsins. Frá Gullfossi fluttist Einar yfir á Lag- arfoss, sem 1. stýrimaður. Og J)að- an lá leiðin til Sterlings, eins og áður er getið. Einar var skipstióri á Sterling í fjögur ár. Tíu til ellefu mánuðum síðar strandaði l)að skip, á inn- siglingu til Seyðisfjarðar, svo sem kunnugt er. Þegar Goðafoss yngri var full- smiðaður var Einari falin skipstjórn á honum. Þar var liann í níu ár. En þegar Dettifoss bættist i hóp- inn var Einari falið að taka við stjórn háns, og þar p'r hann enn, og liefir í 12 síðastliðin ár stjórnað J)ví skipi.-----— —- Norðmenn hafa heiti á dugleg- um farmönnum. Þeir kalla l)á „sjö- Skipstjóri í aldarfjórðung ulk“. Ulk er fiskheiti, svo að l)að væri í raun og veru óþarft að hæta þessu „sjö“ framan við. En livað sem því líður, finst mjer, sem Ein- ar kunni einna best við sig á sjón- um. Á brjósti bylgjunnar hefir liann alist upp og það mætti segja mjer, að hann væri sjöveikur, þegar liann er á þurru landi. Einu sinni hitti jeg Einar á götu, og fór að spyrja liann hvenær hann hefði komist i hann krappastan. Hann svaraði: „Spyrjað mig ekki að því. Þjer eruð ekki sjómaður. Við fáum stundum vont og stundum gott. Og jiað er vitanlega mjög skemtilegt að sigla i góðu. En við verðum að muna hitt líka. Einar hefir verið meira i strand- ferðum en flestir aðrir, og jeg spurði hann um, hvort það kæmi ekki að baga í vetrarsiglingum, live ísland væri illa vitað. Hann svaraði: „Nátt- úrlega er lijer ekki eins mikið af vitum, eins og t. d. meðfram Noregs- strönd. En jeg tel að í lilutfalli við fólksfjölda og efnahag þjóðarinnar, verðum við farmenn að segja, að þessum málum sje mjög saémilega á veg komið. Hugsið þjer yður t. d. gagnið, sem við í utanlanssiglingun- um höfum af radiovitunum. Nei, það er nú dálítið breytt þetta', frá árunum sem jeg rjeri á Vatnsleysu- strönd.“ „Og nú siglið þjer altaf á Amer- iku? Hvernig er að koma þangað, samanborið við enskar og norður- l:tndahafnir?“ „Jeg get ekki sagt annað en það, að jeg liefi ekkert upp á það að klaga. Það er að visu ósköpin öll af skjölum, sem maður þarf að skrifa undir. En það gengur til- tölulega greitt." Jeg spyr Einar að lokum, hvort hann muni, hve margar ferðir hann hafi siglt milli íslands og útlanda. „Nei, en ef þjcr hringið í Eim- skip, þá gætu þeir kanske fundið út úr því. Jeg man eftir einu sinni, að þegar jeg hafði farið hundrað ferðir, var verið að segja frá þessu i Morgunblaðinu. En það er svo langt siðan þetta var ........“ HERBERT LUMSDEN (jeneratmajór gekk 17 ára gamall i herinn þegar heimsstyrjöldin síðdstn lwfst og barðist í stórskotaliði llreta í Frakklandi og Belgíu. Eftir striðið átti hann þátt i því að bregta ridd- araliðssveitum í vjelahersveitir. Við Dunkirk varðist hersveit hans fræki- lega meðan á brottflutningi enska hersins stóð. Siðan var hann sendur til Miðjarðarhafslanda og stjórnaði skriðdrekasveitum í Lybíu, en særð- ist við El Alamein. Nú liefir hann verið settur gfir 30. hersveitina i M i ð jar ðarha fs löndum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.