Fálkinn - 16.10.1942, Qupperneq 14
14
1' A L K 1 N N
GENERALMAJÓR MESSERVY
brynsveitaforingi, ræður fyrir skrið-
dreka- og bryndrekasveit í áttunda
her Iireta við Austur-Miðjarðarhaf.
Hefir hann getið sjer mikinn orð-
sfír í bardögunum þar.
í Drekkið Egils-ðl J
Verslun 0. Ellingsen h.f., Reykjavík
Loft-þrystidælur
ómissandi í hverjum mótorbát.
Sitt af hverju frá Noregi
Gólfteppi og dreglar
frá Austurlöndum
Alt handunnið
Á. Einarsson & Funk
Tryggvagötu 28
BjLATRYeG'NGAR
B • „nrfélaq lsl«n(lsf
3jóvátryqq'n1or‘e 9
Það hefir frjetst frá Noregi, að
þýska stjórnin muni leggja 3% milj-
ón króna „sektir“ á Oslóbúa fyrir
loftárásina, sem Bretar gerðu á Osló
þegar Quisling var að halda „ríkis-
stjórnarafmæli“ sitt. Áður liafði það
frjetst, að nazi-fylkismaðurinn Sten-
ersen hefði lýst því yfir, að hann
teldi flugárás þessa gerða í samráði
við norsku stjórnina .í London, í
þeim tilgangi að skelfa og myrða
saklaust fóllt í Osló. Og fylkismað-
urinn heldur áfram: „Þó að Norð-
menn hafi fylst viðbjóði á þessum
atburði, er samt enn til í Noregi
fólk, sem hefir samúð með stjórn-
inni i London. En þelta fólk má
eiga það víst, að skaðabóta verður
krafist af því, úr því að j>að hefir
gerst samsekt um tjón þa;ð og eyði-
leggingu, sem árásin hefir valdið.
Þetta fólk verður knúð til þess að
útvega húsnæði þeim, sem mist hafa
það vegna loftárásarinnar, og það
verður lálið vinna að hreinsuninni
í rústunum.“ — Þessi boðskapur
Stenersens var birtur i öllum norsk-
um blöðum á fimtudaginn. En sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum hafa
32 fjölskyldur og 51 einhleypur orð-
ið húsnæðislausar við loftárásina.
Frá Bergen hefir frjetst, að þegar
strandhöggið var gert í Dieppe hafi
Bergensbær verið settur í hervarn-
arástand. Ennfremur fóru Þjóðverj-
ar þá að setja upp ný varnarvirki
við höfnina þar.
f Stavanger og Egersund hefir
fjöldi manna verið fangelsaður.
Hófst þetta athæfi i júlí og lieldur
áfram enn. í ágúst og fyrri hluta
isi-ptember hafa um 700 manns verið
nandteknir og settir í fangabúðir í
Auglandi á Oddarnesi, um 10 km.
fyrir norðan Kristiansand. Fangels-
ið í Kristiansand er fnlt fyrir löngu.
í Stavangerbæ einum liafa yfir 400
manns verið fangelsaðir.
Við Majavatn í Naumudal, milli
Nansós og Mossjöen, hafa Þjóð-
verjar tekið 30 gisla í september-
mánuði, vegna þess að þýskur her-
maður fanst dauður á þeim slóðum.
Og 11. september voru 40 manns
settir í fangelsi í Fredrikstad. Eftir
handtökuna safnaðist fjöldi fólks
við fangelsisdyrnar. Þýska herliðið
ljet þetla fólk standa i kveðjustelling-
um, á hermannavísu, í lieilan klukku-
tíma.
Nýjar frjettir liafa borisl af hin-
um ómannúðlega fangaflutningi frá
fangabúðunum í Grini til Kvænang-
en i Tromsfylki, i byrjun ágústmán-
aðar. 400 föngum var kakkað sam-
an i vöruvagna á brautarstöðinni í
Osló, 38 í hverjúm vagni, og sett
ein fata lianda þeim, sem þurftu að
ganga örna sinna á leiðinni, en járn-
brautarferðin stóð í 35 tíma. í
Trondheim voru fangarnir settir um
borð í eimskipið „Bodö“, en ]ietta
skip má ekki flytja nema 200 manns.
Þýsku varðmennirnir tóku klefana
á 1. farrými handa sjer, en föng-
unum var troðið í lestina. Þegar til
Kvænangen kom voru allir koninir
að niðurlotum og einn fanginn var
ardaður.
Samkvæmt frjettum frá Osló lief-
ii norska ríkislögreglan nú fengið
nýtt verkefni: að léita uppi ýmsa
„hirðmenn“ Quislings, sem hafa flú-
ið heimili sín til þess að komast
lijá að verða sendir á austurvig-
stöðvarnar. í skógunum við sænsku
landamærin og í Norðmarka, skóg-
unum upp af Osló og viðar, er ríkis-
lögreglan nú á þönum, að leita uppi’
þessa gömlu aðdáendur Quislings,
sem nú hafa fremur kosið að leggj-
ast út en að þjóna foringjum sínum.
Arthur Larsen Hellerud og Sigurd
Larsen Hellerud, tveir alræmdir
bræður i Sandvika við Osló gengu
inn í Quislinesflokkinn „Nasjonal
Samling“ liausið 1940 og gerðust
„liirðmenn". Strengdu þeir þess íieit
að „hreinsa til“ i Bærum-sveit og
liö.fðu þá eiginleika, sem lil þess
þurfti. Arthur hafði áður fengið
tukthúsvist fyrir þjófnað og sið-
ferðisbrot en Sigurd fyrir ofdrykkju.
En ,,tilhreinsunin“ komst á jiað stig,
að nú hefir ,Nasjonal Samling"
neyðst til að gera þá flokksræka.
Þjóðverjar hafa skipað nýjan
kirknaumsjónarmann í Osló, og heit-
ir sá Haakon Findalil, og var áður
vefnaðarvörukaupmaður. Það helsta
sem hann hefir unnið til þessa em-
bættis er að verða gjaldþrota fjór-
um sinnum og ganga i „Nasjonal
Samling“.
Þjóðverjar taka ríflega ágóða-
þóknun á vörum þeim, sem þeir
flytja inn til Noregs. Á vínum, sem
flutt eru inn frá Frakklandi, verður
Áfengisverslun ríkisins að greiða
svo liátt verð, að Þjóðverjar fái um
1000% hagnað. Og svo eiga Norð-
menn að borga brúsann með fiski
eða öðru, sem þeir hafa brýna þörf
fyrir sjálfir.
Norsku blöðunum hefir verið
bannað að birta auglýsingar sem
bera það með sjer, að einhver hafi
orðið húsviltur eða verið rekinn úr
liúsnæði sínu. Þjóðverjar halda sem
sje áfram -uð „löglaka“ húsnæði í
Osló og öðrum bæjum, og jió að
norskar fjölskyldur flytji saman i
ibúðir þá fara húsnæðisvan’dræðin
stórum vaxandi.
Það er kurr í þýska herliðinu i
Noregi. Nýlega bar það við, að
þýsk herlögregla var kvödd að
barnaskólanum á Rodelökken í Osló,
þar sem þýskir hermenn hafast við.
Lokuðu þeir götunni og margir fóru
inn og tóku skothvellir að heyrast
úr húsinu. Þýskir hermenn, sem áttu
fri, fengu skipun um að- hverfa til
æfingastaða sinna þegar í stað. —
Skipið „Bodö“, sem flutti fangana
frá Grini norður í Tromsö kom með
þýska, fangelsaða hermenn til baka.
í byrjun september voru margir
alkunnir meðlimir „Nasjonal Sam-
ling“ fangelsaðir i Troinsö, vegná
stórþjófnaða, sem þeir höfðu framið
í matvörugeymslum i Norður-Nor-
egi. Hafa þýskir liermenn svo keypt
matinn af þjófunum og sent liann
ættingjum sínum i Þýskalandi eða
selt hann á „Svarta börsinum“ í
Noregi. Meðal þjófanna er OÍe Ty-
liolt oddviti í Tromsö, Gisvoli í-
þróttastjóri nazista á sama stað, og
sennilega einnig ristjóri blaðsins
„Tromsö“, Lovra að nafni. Nafn
hans hvarf alt i einu af blaðinu, og
nýr ritstjóri kom í staðinn.