Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 14
14 F Á L Ií 1 N N VIGFÚS GUÐMUNDSSON: MÁLHREINSUN Lítið afrek sjest enn eða l'rjettist frá menntaniönnuni vorum, lil jjess að sníða málieysur og merkinga- villur af móðurmáli voru. Veitir ekki af að brýna aftur og aftur deiga járnið, ef |)að kynni j)á að bíta um síðir. Að visu vantar ekki fyrir- skipaðar reglur um stafsetningu orða ■og annað bess háttar, svo að ritliátt- ur höfunda fær ekki frjáls að njóta sín. Mun og þykja. meira vert, að taka upp hljóðlaust g í bygð og hljóð- laust t i styzt (eins og verða mun í framburði allra), en að lirynda burt úr málinu illum aðskota orðum. Þeim orðum, sem ýmist gera fjöí- breytni máls vors og hátignarfjöll þess að flatneskju liundaþúfum (í slórum eða smáum stíl o. s. frv.). eða brottvarpa og breyta efni og rökvísi vors dásamlega forna máls. Hóflega stytting orða tel jeg til bótn en ekki spillis, meðan ekki hv rfa alveg úr þeim stafir, sem eru i rót orðsins (g hjer áður), eða glögt merki þeirra stafa (z). Eins og fólk- ið mun ekki fást til að bera fram byggt, með tveim liörðum g-um, eða styttst með tveim samstæðum, hörðum t-um, svo mun og jafn erf- itt verða að kenna fólki (á Suðurl. a. m. k.) að nefna smjör og kjöt. Virðist því vafasöm aðfinsla um orð- in sem allir nota hjer: smjer og ket. Hinsvegar er injer meinilla við breylingar stafa í orðum, sem raslca efni þeirra og gera þau að mark- leysu, ef ekki málvillu. Tek jeg 1. d. helmingur fyrir helfingur. Þar hefir fyrir ærið löngu komist m inn i orðið fyrir f (hálf) i rótinni. Og eins að breyta k í t i orðinu sókt og nefna það með nafni veikinda (sótt), sem |búið er að sækja. Og enn: b fyrir d, miðbik fyrir miðdik (á miðjum armi vogarskála). Sama að segja um ofaukna stafi: einskis fyrir engis, Idiðra fyrir hliða (tii, gera hlið, gefa rúm). Eigi er hift betra, að útrýma stöfum á jiann veg, sem glatar gildi orða: dýrlegt (likl dýri) fyrir dýðlegt, orlof fyrir orðlof (loforð, oftast um heiinanfar- arleýfi til kunningja). Þetta eru fá dæmi, af mörgum svipuðúm orða- breytingum frá fyrri öldum. Og er það brýn nauðsýn, að málfræðingar gefi gaum að þeim og útskýri með fáum orðum, en ekki löngum vís- inda ritgerðum, ef almenningur á að njóta þess. Eigi er minni þörfin sú, að athuga og endurskapa löngu óg Ijótu nýyrðin. Ein mesta höfuðprýði máls vors, eru stuttu, sainandregnu orðin (búr, fjós, vagn). Þarfara væri að læra af þeim, en að gleypa heimsku hverja hugsunarlaust. fíifreið lögvilringanna, varð að vpnum ferðlítil, og hlaut hægt and- lát. Almenningur reyndist vitrari, liiðúr um bil (ágætlega stytt úr Áutomobil) og spyr aldrei um bif- réið-ar-stjór-a. En bíl stjóri, er þó hvorki nógu stutt nje íslenskulegl. Hilsi; eða annað því likt væri betra. Þessi stjóri, sem nútíðar afskræmda íslenskan liefir fest aftan á svo iríarga mæta menn, og þeir verða að draga á eftir sjer alla ævi, liann mætti vel missa sig. íslenskunni færi það betur og tungunni væri tamara, ef fram-kvæmd-ar-stjór-i væri nefnd- ui frcimi. (Sbr. goði, bóndi). Jæja, formálinn er nú orðinn lengri, en ætlað var í-upphafi. Hafði þá luigsað i þetta sinn, helst um tvær setningar, er jeg heí'i einhvern- tiina krotað hjá mjer: „Hún gat ekki tekið augun af hon- nm“. Varla hefir hún þó viljað stinga augun úr kærasta sínum, hugsaði jeg, þá er jeg las þetta. „Hann varð altur að egrum". Skárri liefir það nú verið eyrna- fjöldinn. Jafnvel þó svona öfgafult rósa- mál og líkingamál, kunni að þykja gimsteinar á útlendum tungum, þá skarta þeir illa í voru látlausa og rökrjetta móðurmáli. Hógværð og rökvísi íslenskrar tungu mælir á þessa leið: Hún gat naumast litið af honum, eða henni varð undra starsýnt á hann. Og: Hann hlustaði með ákafri eftir- væntingu. í bókum mörgum, skáldsögum sumra höfunda sjerstaklega, eru firnin öll af tilgerðarhætti, öfgum og ambögum. Og sömu skáldin eru mest dásömuð í ritdómum. Þess í stað ætti að taka duglega í lurginn (hár- ið?) á þeim, fyrir það að kitla fólk- ið til að ldæja að málspjöllum, og egna þáð til þess að ata sauri sinn dýrasta arf. Taka vil jeg það fram, að þegar um þýðing litaverka er að ræða, þá er afsakanlegt að þýðendur fylgi orðalagi höfunda. En þar er líka vandratað: meðalhófið, að „miðdik- ið verði ekki raátalaust", og á hvor- uga hliðina hallað. Vandfarið er með þau orð og setningar, sem geta orðið kærulitliim höfundum að lirösun- arhellu. Maður dofnar fljótt fyrir ambög- um blaða og auglýsinga, á hverjum einasta degi, og langloku saman- linoði Ijelegra höfunda. Ólærðum mönnum og viðvaningum (eins og mjer) iná líka fyrirgefa fleiri yfir- sjónir en þeim, sem eru þol- lærðir og þroskaðir. Iljá slíkum mönnum stingur það mann sárt, að rekast á gömul eða ný mállýti, og því sárara, sem efnið er ríkara og höfundur æfðari, og mál þeirra vandaðra og betra að öðru leyti. V. G. Sir Bertin Sutlon loftmarskálkur. Systkinin lngibjörg H. Stefánsdóttir og Gunnlaugnr Stefáns- son, k.aupmaður í Hafnarfirði, áttu 50 ára afmæli 17. þ. m. LEÐUR- SKÓLATÖSKURNAR eru komnar aftur BÓKAVERSLUN SIG. KRISTJÁNSSONAR Bankastrœti 3 ern koiimir fjölbreytt úrval, fallegir litir, fallegt snið. Komið á meðan nógu er úr að velja. HATTARNIR GEÍSIR n.F. FATADEILDIN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.