Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 5
\
F A L K I N N
ÓGÆFUSÖM ENGLADROTNING -
Carolioe af BraonscMo drotolno fieoros IV. var aldrei krýnd.
AÐ hafa löngum verið stjórnmál-
in, er meiru hafa ráðið um
kvonfang rikiserfinga en ástin. Og
sjaldan mun hai'a verið minna um
ást að ræða í væntanlegu hjóna-
handi, en jiegar þau voru gefin sam-
an, árið 1794,. prinsinn af Wales,
sem síðar varð George IV., og
l'rænka lians, Caroline prinsessa af
Braunschweig. Þessu hafði verið
komið i kring til þess að hjálpa
fjárhag krónprinsins við, George
var nefnilega í botnlausum skuld-
um, og reyna að auka álit hans í
augum ensku þjóðarinnar. Sjálfúr
hafði hann ýmsar ástæður til að
vera á móti þessu, meðal annars
það, að liann átti konu fyrir, frú
Fitzgerald, sem hann hafði gifst á
laun. Og svo kveið hann líka fyrir
])ví, að frilla lians, lafði Jerkins,
sem var fríð sýnum og mesti vargur,
mundi ganga af göflunum, þegar
hún frjetti um ráðahaginn. En
skuldirnar voru að sliga hann, og
cnska stjórnin neitaði að leggja
lionum lið, nema hann yrði þægur
og giftist þýsku prinsessunni. Og
svo varð'hann að sjá fyrir ríkiserf-
ingja. Og Jíessvegna varð hann að
kyngja þessu, nauðugur vlljugur,
og gerði það líka. En hann lijet sjált-
um sjer þvi, að þessi prinsessa, sem
neytt hafði verið upp á hann, skyldi
ekki lifa marga glaða stund í hinu
nýja föðurlandi sínu.
Prinsinn af Wales var ekki verri
en bræður Iians og margir aðrir
svallarar í Englandi í ])ann tíð. Æfi-
minningar ýmsra manna og teikn-
ingar Hogarths, Rowlandsons og
Gillrays sýna og sanna, að enska
ylirstjetlin hefir aldrei verið á jáfn
lúgu siðferðisstigi og þá, — í lok
18. aldar og byrjun þeirrar nítjándu.
Annars var prinsinn af Wales
ýmsum kostum búinn, skarpskygn,
fyndinn og orðheppinn og ágætur
ræðumaður, enda lagði hann lag
sitt við ýmsa gáfuðustu menn þjóð-
arinnar. Auk þess var hann friður
eins og Apollo og ]>ó að hann dýrk-
aði Bakkus ekki síður en Venus,
var hann jafnan hinn háttprúðasti,
þó hann yrði drukkinn.
Og nú Iiafði prinsessa frá þýskri
smáhirð verið kjörin kona þessa
manns. Hún var iagleg en lítið
snyrtileg, klæddi sig ósmekklega og
vanrækti einföldustu hreinlætiskröf-
ur. Og engin var liún taktmann-
eskja. Hvorki hafði þó skort á vönd
eða aga, til þess að uppræta þetta
úr lienni, en það gerði bara illt
verra. Ef bditt liefði verið við hana
góðu, mundi öðruvísi hafa farið.
En það urðu lífsraunir hennar, að
liún hafði svo lítið af blíðu og
ástúð að segja í lífinu. En þó að
hún væri illa uppalin, mátti margt
gott um hana segja. Hún var afar
hjertagóð og vildi hjálpa þeim sem
bágt áttu og sjerstaklega var hún
barngóð. Ef hún var úti, ríðandi
eða á gangi, og kom auga á krakka,
þá varð hún ■ altaf að nema staðar
og tala við þau, jafnvel þó að þau
væri ijót og skítug. Hún var líka
bráðgreind og kát og skemtileg í
umgengni.
En hún var frek og taktlaus, svo
að hún var fyrirfram dæmd til að
l'alla í ánáð hjá hinum liáttprúða
prins, þó að hún hefði verið flest-
um kostum húin, því að hann var
mjög vandur að ytri framkomu. Og
henni kom það í koll, að hún skaut
skolleyrunum við, þegar velmein-
andi sál hvíslaði því að henni, að
óbleikjuð. nærföt og þykkir, heima-
prjónaðir ullarsokkar væru örugt
ráð til að drepa alla ást.
Hinn 5. apríl 1794 kom brúðurin
til Greenwich. Vegna stríðsins, sem
þá stóð — Bretar höfðu verið i
striði við Frakka útaf Antwerpen
hafði ferðalag brúðurinnar tek-
ið þrjá mánuði.
Þegar hún steig í lajui við inn-
göngudyrnar á spítalanum og kom
auga á örkumlamennina úr styrjöld-
inni, glompaðist út úr henni á bjag-
aori ensku: „Drottinn meiri, vant-
ar alla Englendinga hönd eða fód?“
Þetta var fyrsta taktleysi hennar á
enskri grund, en varð ekki það
síðasta.
Undir eins og hún kom til Green-
wich liófst sú samfelda keðja af
lítilsvirðingum, sem hún varð fyrir
jafnan síðar af hálfu konungsfjöl-
skyldunnar, — með því, að frilla
manns hennar, lady Jerkins, var
skipuð hirðmær hennar. Þessi ili-
kvittna frú gerði alt sem hún gat
lil ])ess að gera hana hlæilega og
rægja hana við konungsfólkið. Kon-
ungurinn einn, Georg III., tók lienni
cins og kærri dóttur. — Samfunchr
þeirra hjónaefnanna voru einstakir
í sinni röð. Þau hittust í St. James-
höllinni. Prinsinn faðmaði hana að
sjer, eins og lög gera ráð fyrir,
muldraði nokkur óskiljanleg orð,
vatt sjer svo við á hælnum og
hrópaði til adjútants síns: „Gefðu
mjer stórt koniaksglas —„ fljótur
nú!“
Það rann aldrei af honum, fyrir,
um eða fyrst eftir brúðkaupið.
Skömmu eftir brúðkaupið skrif-
aði prinsessan móður sinni mjög
berort brjef um það, sem á dagana
hefði drifið. Herini iá sjerstaklega
illa orð til tengdamóður sinnar í
því brjefi. Brjef þetta komst aldrei
til viðtakanda, því að lady Jerkins
náði í það, og afhenti Charlottu
drotningu það í staðinn. Og þar
með var fyrir því sjeð, að tengda-
móðir og tengdadóttir yrðu nokk-
urntíma sáttar.
Og svo leið og beið þangað til
krónprinsessan eignaðist dóttur,
sem var skírð Charlotte. Að rjettri
venju hefði þetta barn átt að verða
tengill milli foreldranna en það
varð þræluepli. Og í stað þess,
að búaht hefði mátt við því, að
barnsfaðirinn liefði sýnt móðurinni
allæti á eftir, þá skrifaði hann henni
nú, að með því að hún hefði gert
skyldu sína, l)á væri samförum
þeirra lokið. „Við ráðum ekki yfir
tilfinningum okkar,“ skrifaði hann,
,.og hvorugt okkar getur sætt á-
byrgð fyrir, að við erum þannig
gerð af náttúrunnar hendi, að við
eigum ekki saman.“
Þetta hrjef fjekk prinsessan af
Wales tveimur dögum eftir að liiin
hafði alið Englandi rikiserfingja.
Og það fjekk mikið á hana. Enn
meira fyrir það, að hún vissi, að
ástir manns hennar til lady Jerkins
höfðu kulnað, en að hann var far-
inn að draga sig eftir hinni fornu
konu sinni, frú Fitzgerald, sem var
að vísu góð manneskja og gjörólik
lady Jerkins.
Og þessvegna var hún svo barna-
leg, að hún skrifaði manni sinum
og sagði, að liann skildi aldrei mis-
jafnt orð frá sjer heyra, þó að liann
tæki upp samvistir við frú Fitzger-
ald. Þetta leyfi gerði hvorki til eða
frá fyrir hórkarlinn Georg. Hin
smáða drotning varð að hita lægra
lialdi fyrir frú Fitzgerald, enda
mátti segja að liún ætti eldra veð í
manninum og var auk ]>ess stóruin
tígulegri en drotningin.
Veslings prinsessan hafði fengið
að reyna hvernig Amor refsar fyrir
ástlaus hjónabönd og þó hafði hún
haft besta vilja á, að gera sitt til að
alt færi vel: læra ensku til fulln-
ustu og gera eiginmann sinn sælan.
En hvorttveggja hafði mistekist.
fcögumæli hennar í ensku hafa
geymst í dagbókum hirðfrúar lienn-
ar, lady Drury, sem hún skrifaði
þangað til drotningin dó. Og þar
má lika lesa játningar þær, sem
prinsessan af Wales gerði um hjóna-
band sitt á efri árum. „Jeg varð
fórnarlamb Mammons, skuldir priris-
ins af Wales urðu að borgast, og
þessvegna var gripið til mín. Ef
riroddinn mein hefði verið mjer
góður, hefði jeg ekki skeytt um
alt hitt, þvi að jeg gat vel orðið
þræll þess manns, sem jeg liefði
elskað.“
Þegar þau voru skilin að borði og
sæng hafði Caroline hirð sína i Carl-
ton House og lifði þar ánægð með
dótlur sinni. Konungurinn kom svo
að segja daglega þangað, eftir að
Charlotta litla fór að hjala og teygja
sig og iðka þær listir, sem börnum
er lagið á þeim aldri. En það var
eins og barnsfaðirinn gæti ekki unn-
að krónprinsesssunni þessarar á-
nægju á Carlton House. Eftir nokk-
ur ár lcrafðist hann þess að fá telp-
una til sin, svo að hann gæti sjálf-
ur sjeð um uppeldi hennar. Konung-
urinn dró taum móðurinnar, eins og
liann gat, honum fanst hún nógu
liart leikin fyrir. Kom liann því
fram, að hún mætti heimsækja
telpuna hvenær sem lnin vildi, en
heldur ekki meira. Og eftir að kon-
ungurinn varð geðhilaður, tók prins-
inn við ríkisstjórninni og fjekk þá
betra ráðrúm til að gera á hlul
konu sinnar og barnsmóður.
Það eru takmörk fyrir því hv-ið
mannssálin þolir og þegar barnið
var tekið frá Caroline prinsessu
fjekk það svo á hana, að hún varð
ekki mönnum sinnandi og tók að
gerast svo undarleg í háttum sín-
um, að vinir hennar urðu kvíðandi
um hana. Þess hefir áður verið get-
ið hve barngóð hún var, og nú, er
hún hafði ekki dóttur sína lijá sjer,
fór hún að taka fósturbörn og kjör-
börn. Þetta voru einkum börn fá-
tækra foreldra og sá liún vel um
þau og gaf þeim gotl uppeldi. Við
þessu var í ráuninni ekkert að segja,
þangað lil hún tók að sjer barnið
Wilkin, sem var nýfætt. Festi hún
meiri ást á því, en eðlilegt þótti,
svo að margir lijeldu að hún ætti
barnið sjálf. Hún gerði ekkert lil
að leiðrjetta þann misskilning, þó
að henni hefði verið það auðvelt.
Ofan á þetta bættist, að hún fór að
safna að sjer allskonar götulýð, leik-
trúðum, tatörum og götusöngvur-
um, svo að lieimilið varð eins og
skemtistaður á markaði.
Ríkisstjórinn vissi vel um þetta
framferði og ályktaði af því, að
konan væri orðin brengluð. notaði
hann það sem átyllu til að banna
henni, að lieimsækja dóttur sína.
Þegar hún fjekk að vita um þessa
hörmulegu ákvörðun skrifaði lnin
honum brjef, en er það kom aftur
óopnað, birti hún það í einu blað-
inu í Lodon. Þar stóð m. a: ,,....
Það er skylda mín, að beina þessari
áskorun til yðar, bæði vegna dóttur
minnar og mín og — jeg dirfist að
segja það — vegna eiginmanns míns
líka. Það er sumt, sem eiginkona
hvorki getur nje má þegja við ....
Jeg leyfi mjer að benda á, að þessi
aðskilnaður minn og dóttur minnar
er jafn skaðlegur mjer og hann er
henni, og bakar okkur báðum svo
heiskan harm, að jeg er viss um,
að yðar konunglega tign mundi elcki
leggja þetta á okkur, ef þjer gerð-
uð yður Ijóst hvilíkur glæpur það
er ......“
Þetta brjef breytti engu um á-
kvörðun Georgs ríkiserfingja, en
l)að varð til þess, að fólk fjekk sam-
úð með Garólínu og að sama skapi
andúð á honum. Jafnvel í þinginu
var lionum tekið með ])egjandi and-
úð. Og hann komst von bráðar að
því, að dóttir lians, sem nú var orð-
in uppkomin, var svo sjálfstæð, að
hann kom ekki neinu tauti við hana.
Það sýndi hún meðal annars þegar
hún rauf trúlofun sína og prinsins
af Oraníu, sem Georg liafði neytt
hana lil að lofast, og trúlofaðist
Albert ])rins af Sachsen-Koburg, sem
lnin elskaði. Hann hafði unnið sjer
frægð í styrjöldum við Napoleon
og var einn af mestu fríðleiksmönn-
um Evrópu á sinni tíð. Sjálf var
hún lika forkunnar fögur, lík fyr-
irmyndum þeim, sem itölsku mál-
ararnir á endurfæðingaröldinni
höfðu valið sjer til að mála.
En áður en klukkurnar hringdu
inn brúðkaup þeirra hjónaefnanna
hafði Caroline prinsessa gerl alla
vini sina forviða. Hún lagði í ferða-
lag til meginlandsins og hefir ferð-
in líklega verið ráðin til þess að
komast hjá þeirri auðmýkingu að
vera i London meðan á brúðkaupi
dóttur liennar stæði. En ferðinni
var þannig háttað, að hún hlaut að
vekja hneyxli.
Það var einkennilegt föruneyli,
sem drotningarefni Breta hafði val-
io i þessa ferð. Sjálf sat luin fárán-
lega klædd, feit og skvapmikil i
vagni með Wilkin kjörsyni sínum
og ítölskum manni, sem Bergamo
hjet var þetta siðlaus ruddi, sem
luin hafði gert að greifa. Hírðfólk
hennar, sem flest var götulýður frá
London, ók í gömlum almennings-
vögnum og var fáránlega klætt,
svo að þegar þessi liersing kom i
borgirnar líktist hún engu meira en
trúðleikaraflokki. Enda var fram-
ferði fólksins líka eftir því.
Ilingað til hafði prinsessan notið
samúðar fólks, sem vorkendi henni,
en með þessari ferð spilti liún stór-
;Fvh. ú bls. 13.