Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ÍSLANDSMEISTARAR GERIR ÞÚ SKYLDU ÞÍNA? í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM 1942 Oliver Steinn, F.H. 100 m.: 12,1 sek. Langstökk: G,57 m. Þristökk: 13,36 m. Jóhann Bernhard K.Il. 200 m.: 23,7 sek. 4x100 m.: 46,4 sek. 4x400 m.: 3:37,8 min. Brynj. Ingólfsson, K.R. 400 m.: 53,4 sek. 4x100 m.: 46,4 sek. 4x400 m.: 3:37,8 mín. Við lifum á öld hraðans og byltinganna. Lífi og verðmæt- urn er sóaS. Hamingja, heilsa og velmegun ríkja í dag, en á morgun óhamingja, örbirgS og dauði. — Þannig eru svipbrigS- in í daglegu lífi þeirra þjóSa er nú heyja stvrjöld. ViS Islendingar höfum borið gæfu lii að vera fyrir utan að- al átakasvæði blóðbaða og luySjúverka. Vondandi veröur rás viðburðanna sú, aS við höldum áfram að vera það, hjer eftir, s*em liingað til. Jóh. Jóhannesson, A. 110 m. gr.hl.: 19,0 sek. Sigurg'. - Ársælsson., Á. 800 m.: 2:04,5 mín. Árni Kjartansson, Á. 1500 m.: 4:29,8 mín. 5000 m.: 17:03,0 mín. | ;! «k. & Sig. Finnsson, R.R. 4x100 m.: 46,4 sek. 4x400 m.: 3:37,8 min. Haraldur Þórðarson, Á. 10000 m.: 35:29,6 min. Sverrir Emilsson, K.R. 4x100 m.: 46,4 sek. 4x400 m.: 3:37,8 min. Magnús Guðm.s., F.H. Stangarstökk: 3.00 m. Gunnar Huseby, K.R. Kúluvarp: 14,63 m. Kringlukast: 38,84 m. Jón Hjartar, K.lt. Spjótkast: 52,27 m. Hástökk: 1,65 m. T.v: Vilhj. Guðm.s., K.R. Sleggjukast: 41,34 m. T.h.:Anton Björnss.,K.R. Fimmtarþraut: 2466 st. Tugþraut: 4794 stig. Þjóðin hefir meiri fjármuni handa á milli en nokkur dæmi er lil um áður. Það er ótvírætt gleðiefni að velmegun fari vax- andi i landinu og fátæktaioki fyrri alda ljetti. Hamingja hverrar þjóðar liggur jió ekki öll i handbæru nje föstu fje, heldur í líkamlegri og andlegri lireysti og frelsi. Heilsan er dýr- mætasta eign livers og eins. Þegar heilsan er farin, verða hin veraldlegu gæði, auður og metorS, Ijett á metaskálunum. „Það þarf sterk bein til að þola góða daga“, og á þessum tímum „skeggaldar og skálm- aldár“ mun mörgiun liætt að færa jieim guði þvngri fórnir er brennir Iifið úr eigin æðum, en þeim er stælir viljann og gefur afl í æðar. íslensk jörð bíður ötulla starfa, en því aðeins að þjóðar heilsan sje góð, nýtist orka jijóðarinnar til fulls, bæði til sjávar og sveita. Frelsi er fjöri betra, en frels- ið verður j)ví aðeins eign okkar í framtiðinni, að við sýnum ])að í hvívetna, að á bak við orð og athafnir sje virðulegur persónu- leiki, er virðir meir hag og vel- ferð alj)jóðar en stundarhag, flokka, stjetta eða einstakl- inga. Drengilegar íþróttir veila lioll tækifæri til að skapa hraustan líkama, djarfmannlega og tepru- lausa framkomu, harðfylgi og hugkvæmni, virðingu fyrir sett- um reglum og lögum og æðru- leysi ])ó móti blási. Það er alkunna að garðlönd eru misjafnlega frjó. Ennfrem- ur reynist stundum útsæðið sýkt og vei’ður þá eftirtekjan rír. Á líkan hátt er oft ástatt um ýmsar stefnur í uppeldis og þjóðmálum. Þær geta borið i sjer hinn sanna gróður lífsins, en um hverfið „garðlandið“ er vegna þröngsýni og fáfræði ó- móttækilegt fyrir önnur áhrif en þau, sem berasl ættlið fram af ættlið, „svo gerði l'aðir minn og svo geri jeg“. Með ári liverju fer skilningur, hjer á landi, vaxandi fvrir lioll- ustu líkamsuppeldis. Með ári hverju fer þeini bókapjesum fækkandi, við hjerlenda skóla, er standa í breiðstöðu gegn öll- um framförum í líkamsuppeldi skólabarna og unglinga. Von- andi vex skilningur þjóðarinnar svo á næstunni, að lienni verð- ur ekki lengur haldið í bónda- beygju heimskunnar, frekar í þessum málum en öðrum. En tilgangurinn helgar ekki ætið meðalið. Við megum aldrei loka augunum fyrir þeim sann- indum, að þeir sem bera fram hugsjónir íþróttamanna og klæða þær. í veruleika mega ekki gera það undir fölsku flaggi. Stjórnmálamenn, sein ineð löggjöf eða áróðri reyna að ná yfirt’ökum i iþróttamál- um þjóðar sinnar, sjerstakri stjórnmálastefnu til framdátt- ar. Stjórnendur íþróttafjelaga, sem með rógsiðju naga mann- orð hvers annars og öfunda keppinauta sína af framgangi og sigrum. Leiðtogar, sem í blindri keppni ota fram fjelög- um sínum í sýningar og kapp- leiki og hika ekki við að stofna lieilsu þeirra í hættu, aðeins ef sigurvon er fyrir fjelagið. Al'- reksmenn, sem aðeins tileinka sjer leikni í einhverri iþrótt en ekki anda hennar, verka líkt og skemt úlsæði í garði, þeir valda uppskerubresti. íþróttaleiðtogar sem ekki skilja tilgang nje takmark í- þróttanna, eðli þeirra og áhrif, eru eins og' blindir hafnsögu- menn. Sannur íþróttamaður er sá einn, sem þjálfar sig í þeim til- gangi að lif lians takist betur, bæði í andlegum og likamleg- um skilningi. fíenedikt Jakobsson. Fálkinn fflýgur inn á hvert heimili *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.