Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1942, Side 5

Fálkinn - 04.12.1942, Side 5
F Á L K I N N a Ferðamenn ú Löngufönn i Heklu. um Jiafa ákvörðunarstaðirnir oftast verið Þórsmörk, Þjórsár- dalur, BorgarfjÓrður, Revkja- nes eða Krýsuvík. En í sumar- leyfisferðunum Hvítárvatn, Kjal- vegur, Hveravellir, Fjalíabaks- vegur, Öræfi, ferð kringum land, norður um land að Detti- fossi og Mývatni. Einnig hafa verið farnar ferðir til Vestfjarða og inn i Ilofsjökul. Og ferð á Snæfellsjökul hefir að jafnaði verið farin á hverju sumri Það hefir eflaust háð sumar- ferðunum nokkuð hin tvö síð- ustu sumur live erfitt liefir ver- ið að fá bifreiðar leigðar, auk Jiess live leiga á þeim er orðin óliæfilega liá. Má að visu segja, að hún lialdist nokkuð i hend- ur við líaupgjaldið, en þess lier að geta, að margt af þvi fólki, sem ferðast hefir með fjelaginu hefir verið námsfólk, sem fer á mis við seðlaflóð núverandi gengdarleysis og verður því að sitja heima. Það verður æ her- ara með hverju ári, að fjelag- inu er orðin brýn þörf á að eignast bifreiðar sjálft, til þess að þurfa ekki að vera upp á aðra komið með farkost í hinar fámennari ferðir sínar. Fyrsta sæluhús sitt eignaðist Ferðafjelagið árið 1930 — hús- ið í Hvílárnesi. Hafði þá verið stofnaður Sæluhússjóður innan fjelagsins en hann var lítill og var fjelagið lengi vel í skuld vegna hins fyrsta sæluhúss síns, og þvi lilje á frekari fram- kvæmdum lengi vel, enda hafði þetta fyrsta hús í Hvitárnesi orðið alldýrt, nfl. 9000 kr. Næsta hús fjelagsins var á Snæfells- jökli, kofi, sem notaður hafði verið af veðurfræðingum þar, en gefinn af nokkrmn mönn- um í Reykjavík. Þetta hús fauk árið 1936. En 1937 reisti fjelag- ið hús i Árskarði við Kerlingar- fjöll, snoturt og lítið hús og að ýmsu leyti hentugar úthúið en hið fyrsta hús, í Hvítárnesi. Ár- ið eftir var bygt hús á Hvera- völlum; er það stærsta sælu- hús fjelagsins og upphitað með Hveravatni. Það var gert upp úr húsi, sem fjelagið keypti af Höjgaard & Schultz og hafði Skriðjökullinn við Karlsdrátt. / baksýn Skriðufell. ,,Hliðið“ við Hjálp i Þjórsárdal. verið notað við Ljósafoss íneð- an á Sogsvirkjuninni stóð. Fjekst það með tækifærisverði, svo að Hveravallatiúsið varð mjög ódýrt, i hlutfalli við stærð- ina. Árið 1939 var svo reist sæluhúsið í Þjófadölum á vestri Kjalvegi og loks i suinar sælu- liús austan við Hagavatn. Þessi sæluhús eru skuldlaus eign fje- lagsins og eru virt til bruna- lióta fyrir 63.000 krónur. Þau eru hygð fyrir tekjur Sæluhúsa- sjóðs, framlög frá fjelaginu (sem aðeins hefir tekjur af árs- tillögum, en æfitillög renna Iieint í Sæluhúsasjóð), svo og styrkir úr fjallvegasjóði og gjaf- ir einstakra manna. Þá má geta um vegabætur þær, sem gerðar liafa verið í samhandi við hið nýja „land- nám“ á Kjalvegi. Þegar sælu- húsið í Hvítárnesi var reist var engin hrú á Hvítá nje akvegur þangað, og- varð að flytjá alt efni í húsið á klökkum neðan úr hygð. Nú er Sogsbrúin gamla búin að standa allmörg ár á Hvítá, skamt fyrir neðan ós hennar úr Hvítárvatni, og bíl- fært orðið ekki aðeins að Hvit- árnesi lieldur og austur í Kerl- ingarfjöll og inn á Hveravelli og góðar hrýr komnar á Svartá og Jökulfallið. Einnig er bílfærl að húsinu sem reist var í sum- ar. Verður því komist á hif- reiðum að öllum sæluhúsum fjelagsins nema Þjófadalshús- inu. Næstu ráðgerðir fjelagsins eru þær að reisa sæluhús eða gistiskála i Þórsmörk og i Land- mannalaugum og vrði þá jafn- framt gert bílfærl i Laugarnar. Tvívegis hefir fjelagið efnl til ljósmyndasýninga, árin 1933 og 1937. Á þeirri fvrri, sem jafnframt var ferðatækjasýn- ing, og lialdin var í Sundhöll- inni, sem þá var ófullgerð, voru um 450 myndir frá 50 mönn- um, en á þeirri síðari í Mark- aðsskálanum, um 600 mvndir frá 60 mönnum. Fjelagstalan óx hægt framan af. Á aðalfundi 1929 voru þeir 386 en á 10 ára afmælinu orðn- ir um 1500 og eru nú, eins og áður er sagt, um 4100, þar af á 4. hundrað í Akureyrardeild- inni, sem stofnuð var 1936. Önn- ur sjerdeild hefir verið stofnuð á Húsavík. Þá teljast Fjalla- menn svonefndir deild innan vjebanda fjelagsins. Ilafa þeir starfað af miklum dugnaði og komið sjer upp sæluhúsi á Fimmvörðuhálsi á Eyjafjalla- jökli og gera þangað út skeinti- ferðir hæði sumar og vetur. Hafa Fjallamenn i ráði að koma sjer upp sem fyrst öðrum skála á Tindafjallajökli. Formenn hafa þessir verið í fjelaginu: Jón Þorláksson, Björn Ólafsson, Gunnlaugur Einars- son, Jón Eyþórsson ög loks Geir Zoega síðustu fimm árin. En í stjórn fjelagsins liafa setið öll undanfarin 15 ár: Geir Zoega, IJelgi Jónasson og Tryggvi Magnússon. Ferðafjelag íslands getur lit- ið með ánægju yfir farinn veg. og með vaxandi vinsæludum og fjelagatölu vex því þróttur til að gegna. enn stærri verk- efnum en hingað til.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.