Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1942, Síða 6

Fálkinn - 04.12.1942, Síða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflGfln - Hasse Z. Þær geta hlegið og gert að gamni sínu. • Sagt liefir verið: sá maður, sem ekki getur gert að gamni sínu er ófarsæll — en þó er hinn van- sælli, sem ekki getur neitt annað en að gera að gamni sínu. Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? * Þrír leikir eftir Moliére. Gott að oera vel FYRIR nokkrum árum skrifaði jeg um mann í Ameríku, sem lagði fyrir sig næst einkennileg'a frístundavinnu. Hann safnaði ekki frímerkjum, ekki tappatogurum og ekki öryggisnælum. Hann safnaði góðum og alúðlegum gerðum. Ekki svo að skilja að hann safnaði j)eim handa sjálfum sjer. Nei, hann gerði góðverkin og þjónaði nærgætninni. Hann ias bók, sem honum líkaði undur vel. Hann skrifaði liöfundin- um brjefspjald og þakkaði fyrir bók- ina. Hann þakkaði blaðamanni fyr- ir góða grein. Hann sendi sjúklingi blóm og fallegt brjef. Hann heim- sótti aldrei neinn, fyr en hann vissi að liann var velkominn. Hann gaf fátækum skilding án þess að særa þá. Hann var glaður og alúðlegur, meira að segja á pósthúsinu og í strætis- vögnum. Hann var sístarfandi að þessu. Hann var sendiboði drottins, en hann tók aldrei borgun fyrir er- indin. Hann átti enga gjaldskrá til að fylgja, en samt fjekk hann það, sem hann vildi fá, samkvæmt þeim lögum og gjaldskrá sem segir: Gef- ið þá mun yður veitast. Rænið og þjer verðið rændir. Einlcennileg frístundavinna og ein- kennilegur sendiboði. Ojæja, ekki svo einkennilegur. Það eru til marg- ir menn og konur eins og hann, og víðar en í Ameríku. Þetta fólk fer um og rekur erindi sín um allan heim. Þú hefi reflaust hitt einhverja af þessum manneskjum. Hugsaðu þjer einhverja þeirra. Hvernig var hún? Eða hann? Ekkert merkilegri en annað fólk. Ekkert sjerstaklega greint eða gáfað. Og ekki heldur mentað. En hverju skifti það. Hjartað hefir sína eigin mentun — próflausa mentun. Þegar jeg ies um alt það illa, sem nú dynur yfir heiminn, verður mjer liugsað til sendiboða drottins, sem fórna lífi sinu — en vinna þau lika — með því að hjálpa, hugga og gleðja aðra. Meðan slíkar mann- eskjur eru til, þurfum við ekki að efast um góð málalok. Þessir sendi- boðar skipa hraustasta og djarfasta herinn í veröldinni, sverðlausan, sprengjulausan og fallbyssulausan lier. Þetta eru hetjur sögunnar. Ofl nafnausar en aldrei ærulausar. All- staðar liittir maður þær. í stofunum og á göngum sjúkrahúsanna ganga þær, liratt en hljóðlega, í fátækra- hverfunum, á barnaheimilunum og í fangeisunum, allstaðar þar sem eitthvað er hægt að laga og bæta. Það kemur fyrir að þjer gangið fram hjá þeim, að þið hafið aldrei sjeð þær, þó að þær hafi verið mjög nærri yður. Þær vinna ekki fyrir tímakaupi nje í ákvæðisvinnu og fá ekki heJd- ur lögboðið sumarfrí. Þær hafa engan samning og enga aðra regfu- gerð en miskunnseminnar og kær- leikans. Jeg minnist í því sambandi gaman- sams erindreka. Hann var læknir, og þessvegna senidboði að atvinnu, ef menn vilja svo vera láta. Hann hafði ekki jafn reglulegan vinnu- tíma og flestir aðrir menn. Hann rjeð ekki vinnutíma sínum sjálfur, og þessvegna voru máltíðirnar og ýmislegt annað á heimili lians tais- vert óregiulegt. En fjötskyldan hag- aði sjer eftir þvi. Einn daginn kom hann óvenjulega seint heim í miðdegisverðinn. Fjöl- skyldan hafði beðið, en í borðstof- unni var alt viðbúið, borðið dúkað og svo framvegis. Svo var sest að borðum. En enginn matur kom á borðið. Stúlkan virtist hafa orðið uppnumin. Hjónin urðu hissa, en biðu enn. Loks fór frúin fram í eidhús. Þar stóð maturinn tilbúinn, en stúlkan sat inni í herbergi sínu i sælli ró og var að gæða sjer á spennandi sögu. —• Ætlið þjer ekki að bera á borð, Elsa? Elsa leit upp sem snöggvast og svaraði: — Nei, vinnutimi minn er úti í dag. Nú verðið þið að sjá um ykkur sjálf!“ Ójú, og það gerðu Jiau iíka með ijúfu geði. Og svo var liljótt og kyrt um kvöldið, og læknirinn hafði liitölulega gott næði fyrir heim- sóknum. En daginn eftir kom dálítið ann- að fyrir. Elsa varð fyrir ofurlitlu óliappi, snemma um morguninn. Hún fjekk flís í fingurinn, undir nöglina á vísifingri. Þetta getur ver- ið skrambi sárt og svíðandi. Elsa reyndi að ná fiísinni sjálf. En það tókst ekki. En l)að var læknir á heimilinu. Og hann var nýkominn á fætur þegar Elsa kom inn með fingurinn og flísina. Læknirinn leit á livorttveggja og sagði: —• Vinnutíminn er ekki byrjaður enn. Þjer verðið að setjast inn í biðstofuna og bíða til klukkan tíu! Þetta sagði Jiessi harðbrjósta læknir, sem fór glögt í vinnutíma sinn og starf. Og svo tók liann smá- töng, kipti út flisinni og bjó um skeinuna, vel og vandlega. Og sjúk- lingurinn hneigði sig og þakkaði. — Með Jiessu er ekkert ilt sagt um liana Elsu og starfsystur hennar. Þær eru sendiboðar drottins líka, stundum um ákveðinn og stundum um óákveðinn tíma dagsins. Ilvor- umtveggja getur farnast jafn vei. Það skiftir ekki svo miklu máli með reglurnar. Aðalatriðið er, að eitt- hvað sje gert, og að það sje gert með glöðu geði. Einmitt núna er sendiboðasveit drottins þörf á mörgum nýjum með- limum, bæði fyrir heimalandið og nágrannana. Það þarf enga sjerstaka umsókn til þess að komast í fjelag- ið. Þjer getið tilkynt komu yðar þangað hvenær sem er —■ yður sjálfum. Svona er þetta einfalt og auðvelt. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. DON JUAN eða STEINGESTURINN. (Sýndur fijrst í konungshöllinni í París, 15. febr 1665. Þar Ijek Moliére Sganarelle). ON JUAN er óbetranleg'ur kvennabósi. Sganarelle, þjónn hans er í sífeldum vandræðum með liánn, og faðir lians verður Jiráfald- lega að bjarga honum úr bobba og hefir mestu skapraun af framferði hans. Don Juan hefir þann sið til að ná í konur að kvænast þeim ó- löglega, þannig að gifting sje ógild. Þegar hann er orðinn ánægður á konunni segir liann henni að fara á burl, því að lijónabandið sje ógilt. Síðasta fórnarlamb hans er Elvira, sem hann hefir rænt úr klaustri og gabbað til að „giftast“ sjer. Nú hefir Don Juan rekið frá sjer Elviru, þrátt fyrir aðvaranir Sgan- arclle, sem hótar honum reiði dott- ins. Ætlar kvennabósinn nú að lokka lil sín unnustu vinar síns. Róa þeir Don Juan og J)jónn lians út á vatn eitt, þar sem lieir eiga von á að lijónaefnin sjeu á báti. Svipvindur iivolfir bátnum undir Don Juan en bóndi einn verður til að bjarga þeim. En varla eru fötin orðin þur á Don Juan fyr en hann hefir trú- lofast tveim bændadætrum, sem hafa lent í rifrildi um, hvora Jieirra liann mundi fremur kjósa. En Sgan- arelle hvíslar að þeim, að hann muni hvorugri þeirra giftast. Næst berst Don .Tuan til eyrna að biæður Elviru liafi svarið J)ess eið að drepa hann. Don Juan verður liræddur og afræður að flýja inn i borgina með Sganarelle. Á leiðinni bjargar Don Juan ókunum manni úr ræningja höndum, og það kemur á daginn, að þessi maður er einn af bræðrum Elviru. Og bróðirinn telur sig í liakklætisskuld og heitir því að þyrma lifi Don Juans í bráðina. Síðan koma þeir Don Juan og Sganareile að gröf setuliðsstjóra eins, sem fyrir nokkru hafði orðið Don Juan að bráð. Stendur líkneski hans á stalli á gröfinni. Don Juan, sem jafnan elskar ærsl, segir Sgan- arelle að bjóða likneskinu heim í höll Don Juans, til veislu. Sganar- elle verður lafhræddur og tvær grimur renna á Don Juan Jiegar stytt- an kinkar kolti við heimboðinu. Og þegar líður að veislubyrjun veil Sganarelle ekki sitt rjúkandi ráð fyrir hræðslu. Hann segir að nú sje reiði guðs að koma yfir Don Juan. En Don Juan lætur sig reiði guðs ekki neinu skifta. Vegna ýmsra vandræða sinna fer liann hisvegar að tala eins og guðrækinn maður, en við þessa hræsni er mælirinn fullur. Þrumu slær niður og eld- ingin gieypir Don Juan iifandi og tortimir honum. En Sganelle segir: „Með dauða hans eru allir gerðir ánægðir. Hin móðguðu öfl himins- ins, brotin lög, flekkaðar stúlkur, niðurlægðar fjölskyldur', óvirtir ætt- ingjar, fjeflettar konur,. óvirtir eig- inmenn — ailir hafa fengið upp- reisn. Jeg einn hefi ástæðu til að vera óánægður. Því að hvar er koupið mitt — kaupið mitt — kaup- ið mitt?“ (Eins og Jieir sjá, sem þekkja óperuna Don Juan, þá er efni þessa leiks mjög svipað efni óperunnar, í öllum aðalatriðum. Þó eru nöfnin önnur og fleiri liópsýningar í óper- unni, til Jiess að geta komið við kórsöng. Sganarelle l)jónn heitir í óperunni Leporello). LÆRÐU PRÚRNAR. Leikinn fyrst í konungshöll- iiuii í París, 11. mars 1672. Þá Ijek Moliére hlutverk Chrysale. Leiksuiðið er herbergi í húsi Chrysále). HRYSALE, sem er borgari í París, hefir glæpst til að lialda, að vegna þess að hann kallar ávall hátt, þegar hann þarf að segja eilt- Jivað við heimilisfólkið, þá sje hann húsbóndi á sínu heimili. En það er liann ekki, því að Philaminte, kona lians, stjórnar bæði krökkunum og honum. Hún hefir gaman af að láta líla svo út, sem hún sje ákaflega hrifjn af listum og lærdómi, og' eins er um Armande, uppáhaldsdóttur liennar. En yngri dóttirin, sem lieil- ir Henrietta segir lireinskilnislega, að henni hundleiðist skáldlist, hvorl sem hún sje eftir Trissotin, sem er heimagangur i húsinu, eða klassisk skáld Grikkja og Rómverja. Líka dregur luin ekki dul á, að hún elski Clitandre nokkurn og vilji giftast honum. Þegar Armande heyrir þetta vakn- ar afbrýðisemi hennar, því að Chl- andre hefir áður verið aðdáandi liennar og hún vill gjarnan lialda honum volgum. Þegar hún segir móður sinni frá játningu Henriette, svarar hún því, að liún muni þá láta Henriette giftast skáldinu Tris- sotin. Og það breytir engu um þetta áform, að annað skáld segir henni, að Trissotin sje ekki heillaður af öðru viðvikjandi Henriette en heim- anmundinum hennar. Meðan þessu fer fram reynir Glit- andre að afla sjer aðstoðar í mál- inu. Hann reynir að fá frænku Hen- riette í lið með sjer, en það reynist gagnslaust, því að hún uppástend- ur að allir karlmenn sjeu ástfangnir af sjer, livað svo sem þeir segi. Ar- iste, bróðir Chrysale, vill þó hjálpa Clitandre, og talar máli lians svo vel, að Chrysale sjálfur felst á að þau giftist undir eins, Henriette og Clitandre. En Philante verður fyrri til og auglýsir nú að þau sjeu að ganga í hjónaband, Henriette og Trissotin. En Ariste leikur sterkan leik á móti og ögrar bróður sínum þangað til hann afræður að senda eftir „notarius“ til þess að pússa Hen- riette og Clitandre saman. Philaminte kallar líka sama mann á sinn fund, og þegar hann kemur kemst hann að raun um, að hann eigi að gifta sömu stúlkuna tveimur mönnum. Virðast allar líkur til að Philaminte ætli að hafa betur, en þá kemur Ariste með tvö brjef og hljóðar annað um það, að Phila- minte hafi hlotið þungan dóm í máli, en hitl er þess efnis, að Chrysale hafi mist aleigu sina. Kólnar þá þegar í stað ást Trissotins til Hen- Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.