Fálkinn - 05.02.1943, Page 1
Úr Marárdal
Það er ærið verk að kanna til hlýtar nágrenni Reykjavíkur. Jafnvel þó fólk færi í gönguferðir á hverjum sunnudegi alt
liðlangt sumarið þá væri um næga staði að velja ár eftir ár þó að aldrei væri farið út fyrir landamæri Ingólfs Arnarsonar.
Það er t. d. margra daga verk að kynnast Henglafjöllunum svo í lagi sje, en þar er margt fallegt að sjá. Tökum lil dæmis
Marárdalinn. Myndin hjer að ofan ber honum gott vitni, enda hefir tjósmyndarinn gripið gott tækifæri til að taka myndina.
Það er sem sje ekki altaf, sem vatn er í dalnum og mátulega mikill snjór tit þess að undirstrika sjerkenni hlíðanna.
Ljósmyndin er eftir Þorstein Jósepsson.