Fálkinn - 05.02.1943, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
Þannig eru flugvjelarnar notaöar til ,friðsamlegra starfa“ á stríðstimum. Myndin sýnir
fjölda enskra og Bandaríkjaflugvjela, sem sveima yfir skipalest, henni til verndar. Þessar
vjelar lil verndar norðurleiðinni eru á Bretlandseyjum, íslandi og Ameríku, en teikning- Þcssai' risavöxnu, ameríkönsku flugvjelar eru allar þann-
in er hugsuð af skipalst þeirri til Murmansk, sem sætti stöðugum árásum Þjóðverja j(J gergar, að hægt er að nota þær til friðsamlegra starfa,
í fjóra daga samfleytt, norðaustur af íslandi. Þarna sjást Catalinaflugbátar frá bækistöð u ,]ieg litlum breytingum. Neðst er Liberator-flugvjel, i
íslandi, Fljúgandi virki, Hudsonvjelar og vjelar frá norska flughernum. miðjunni Skymaster C—54 og efst er hið fræga Fljúg-
andi virki.
FLUTNINGAR í LOFTI í STYRJÖLD
Höndin hefir skrifað á vegg-
inn — eða rjetara sagt á loftið.
Ög letrið spáir slikum framför-
um i flugi á endurbyggingar-
árunum, sem koma eftir stríðið,
að alt það, sem við höfum sjeð
hingað til verður eins og dverg-
ur. ,
Þær tæknilegu framfarir, sem
núverandi stríð hefir knúð
fram, verða til þess að hrinda
viðskiftafluginu svo mjög áleið-
is, undir eins og friðsamleg störf
verða hafin á ný, að við fáum
gersamlega nýjar hugmyndir
um rúm og tíma. Flugkerfi
farmtíðarinnar verður ekki
bundið við eitt land eða eina
heimsálfu, heldur tengja há-
loftssamgöngur saman allan
heiminn, svo að viku leiðir
verða að dagleið og dagleiðin
að stundarferð.
Amerískur útvarpsmaður hef-
ir sýnt hvað í vændum er á
samgöngusviðinu. Eftir að hann
hafði lokið dagsverki sínu vest-
ur í Ameríku settist hann upp
í stóra, margra hreyfla sprengju
flugvjel á laugardagskvöldi og
flaug til Englands. Þangað kom
hann daginn eftir og lauk er-
indum sínum, settist síðan upp
í flugvjelina á ný og var kom-
inn aftur vestur til Bandaríkj-
anna á mánudag.
En fyx-ir nokkrum árum voi'U
þeir, sem dii'fðust að spá því,
að reglulegar samgöngur mundu
hráðlega hefjast yfir heimshöf-
in, hafðir að háði og spotti. En
ýmsir þessir „góðlátlegu vitfii'r-
inga“, eins og fólk kallaði þá,
hafa lifað það að sjá drauma
þeirra í-ætast að fullu og meii'a
en það. Hvílík firra mundi
Lundúnabúum hafa þótt það
fyrir nokkrum árum, að tala um
það að skreppa til New York
um helgina? En eftir stríðið
mun þesskonar elcki þykja
meikilegi'a en það þótti í gamla
daga að bregða sjer frá London
til Bi’ighton á laugardögum og
koma aftur á mánudagsmorgni.
Þau stóru ski’ef, sem flugið
hefir tekið síðustu áx% og eru
eftirlektarverð í svo möi'gu til-
liti, hafa orðið liin mesta spá-
sögn um framtíðina og það sem
koma skal. Þi’áfaldlega liafa
herflugmenn flogið yfir Atlants-
hafið norðanvert, í hvaða veðri
sem vei'a skyldi. Það eru aðeins
33 ár síðan jeg hoi’fði á Bleriot
hinn franska stíga upp í vjel-
arhróið sitt, sem hafði aðeins
25 hestafla hreyfil, og leggja
upp í ferð, sem þá var álitin
stórhættuleg, nefnilega norður
yfir Ermarsund, en sú vega-
lengd var um 34 kílómetrar,
OG EFTIR HANA
milli Caleis og Dover. Tíu árum
siðar voru þeir Alcock og
Brown taldir að vera að gera á
sjer sjálfsmorðstilraun, er þeir
lögðu upp frá New Foundland
austur til Irlands, en það er
3200 kílómetra vegalengd. En í
dag hafa hin stóru vængjuðu
skip loftsins gert það að kunn-
áttuatriði, sem áður var fífl-
djarft æfintýri og flugmönn-
unum, sem fljúga vjelunum yf-
ir Atlantsliafið, þykir ekki
meira um það vert, en flug-
mönnunum gkkar þótti fyrir
stríð, að stýra farþegavjel milli
London og París.
Fullkomnun flugvjelarinnar
er i sannleika undraverð. Ný-
lega skeði það í Ameríku, að
mciðurinn sem varð fyrstur í
heimi til að lyfta sjer frá jörðu
í vjelknúnu flugtæki, hjelt upp
á 71. afrúælisdaginn sinn. Þessi
brautryðjandi var liinn frægi
Orville Wriglit, og það eru að-
eins 39 ár siðan hann og Wil-
burn bróðir hans flugu hið fræga
flug sitt, sem stóð aðeins tæpa
mínútu, en var flogið á fyrstu
vjelknúnu flugvjelinni í heimi.
Wilbur dó árið 1912, en Orville
hefir lifað það að sjá ýmislegt
rætast, sem þá bræður dreymdi
um í bernsku flugsins, en þá
var talin hugarburður einn og
fíflska.
Svo að ekki sje minst á hern-
aðarþýðingu flugsins þá má
minna á það, að Wrightbræð-
urnir töldu það eiga að verða
aðalþýðingu þess, að stytta fjar-
lægðirnar í tíma, þannig að
þegar tvísýnar horfur væru í
heiminum gætu stjórnmála-
menn ríkjanna hitst fljótlega og
jafnað deilumálin ineð munn-
legri viðræðu.
Loftferðir Churchills.
Fyrstu eftirtektarverðu hrað-
ferðirnar í lofti, þó á frum-
stigi væru, sáum við í síðasta
stríði, er erindrekar vorir voru
að bregða sjer frá London til
meginlandsins. En slikar smá-
ferðir eru nú fyrir löngu falln-
ar í skugga langferðanna, sem
Winston Churchill hefir farið
í yfirstandandi styrjöld, fram
og aftur yfir Atlantshafið, og til
Moskva um Egyptaland og Vest-
ur-Asíu. En Molotov hefir flog-
ið austan frá Moskva til Eng-
lands og Ameríku (og nú alveg
nýlega flaug Roosevelt forseti
22.000 kilómetra leið í ferð
sinni til ráðstefnunnar í Casa-
blanca .um Suður-Ameríku).
Þannig hefir það verið sýnt
og sannað, að í stríði eigi síður
en á friðartímum, og án tillits
til njósna- orustu- og sprengju-
Frh. á bls. U.