Fálkinn - 05.02.1943, Síða 10
10
FALKINN
I
%
O
VNCi/ftf
U/UttURNMt
Bræðurnir tveir og óskirnar.
„Setjisl þi'ð nú þarna undir stóra
sveppinn os takið vel eftir, því að
ni œtla jeg að segja ykkur sögti, sem
margt má af læra,“ sagði Grænn
gamli skógálfur við litlu álfana þrjá,
jem hann var að kenna.
Og það gerðu þeir, því að altuf
t-ar gaman að lieyra Græn gamla
segja sögur. Hann var svo marg-
/róður, enda hafði hann átt heima
/jarna í skóginum i meira en þlis-
nnd ár. Hann kunni fuglamál og
allra dýra mál, og liann heyrði það,
sem sagt var í hundrað kílómetra
ijarlægð, enda voru eyrun á honiim
afarstór. — En hann var vitrari en
svo að hann segði frá öllu sem hann
heyrði. Nú settist hann á trjestofn
og rauðbrystingurinn, uppáhaldið
hans, settist á grein hjá honum og
hlustaði líka.
,,Það er iangt síðan þessi saga
gerðist, en jeg man hana vel samt.
Einu sinni áttu tveir bræður lieima
hjerna fyrir utan skóginn. Þeir voru
skelfing skrítnir, báðir alveg eins,
með hárskúf, sem stóð beint upp í
loflið. En þó að þeir væru alveg
eins í sjón, þá voru þeir mjög ólík-
ir í skapi.
„Hvað hjetu þeir?“ spurðu allir
álfastrákarnir samtímis.
„Annar þeirra lijet Lási, og liann
var góður drerigur, þó að hann væri
ljótur. Hinn hjet Rási, og hann var
ekki nein fyrirmynd, eins og þið
heýrið af því hvernig fór með ósk-
irnar!“
„Æ, hvaða óskir? Segðu okkur frá
þeim,“ lirópuðu álfastrákarnir.
„Einu sinni voru Lási og Rási
niðri í fjöru og þá sáu þeir kringl-
óttan pott á floti úti á sjó. Nú urðu
þeir forvitnir og tókst loksins að
kraka pottinn að landi. Svo kveiktu
þeir i sprekum og settu pottinn yfir
eldinn, því að Rási sagði, að til
þess væri pottarnir að sjóða i þeim.
— Bráðum lagði gufu upp úr pott-
inum og hún þjettist og tók á sig
mannsmynd. Þetta var þá galdra-
maður og nú fór hann að tala við
bræðuma: „Þið hafið leyst mig úr
fangelsinu,“ sagði hann. „Þegar al-
veg er gufað upp úr pottinum, get
jeg farið aftur heim i ríki mitt. En
að launum ætla jeg að gefa ykkur
þrjár óskir, sem munu verða upp-
fyHar."*
Bræðurnir horfðu forviða hvor á
annan, en svo sagði Lási:
„Þá ætla jeg að óska, að við bræð-
urnir verðum stórir og laglegir eins
og aðrir menn .........“
„Og rikir,“ sagði Rási fljótt „Jeg
kæri mig ekkert um fegurð og þess-
háttar, en rikur vil jeg verða!“
„Óskir ykkar skulu rætast," sagði
töframaðurinn og leit á Lása, „þú
skalt verða fríður og gjörfulegur,
og bróðir þinn skal verða ríkur!“
„Ein óskin er eftir enn,“ sagði
Rási, „og jeg óska mjer að jeg eign-
ist svo fagra höll, að konungshöllin
komist ekki i hálfkvisti við hana.“
„Það skal rætast líka,“ svaraði
töframaðurinn, en hann hvesti aug-
un um leið á Rása, sem hugsgði
ekkert um bróðir sinn, en bara sjálf-
an sig.
En nú var potturinn orðinn tómur
ur og töframaðurinn hvarf í gufunni
Bræðurnir góndu hvor á annan,
jjví að nú þektu þeir ekki hvor ann-
an.
Lási var orðinn stór og fallegur
piltur, með jarpa lokka og falleg
augu, en Rási var að vísu orðinn
stór líka, en ljótur og glottandi.
í skógarjaðrinum stóð falleg höll
— einmitt höllin, sem Rási hafði
óskað sjer, og höllin var full al' þjón-
um, sem hneigðu sig djúpt fyrir
honum. Bræðurnir voru önnum kafn
ir við að skoða alla þessa miklu
dýrð, en smám saman varð einkenni-
leg breyting á þeim.
Rási varð ónotalegur, drembinn
og ómögulegt að gera honum til
hæfis, en Lási sami vingjarnlegi
góði pilturinn og hann hafði altaf
verið, meðan liann var lítill og ljót-
ur. Og skrítnast var, að Rási vildi
alls ekki láta Lása fá neinn hlut í
öllum auðæfunum og höllinni.
„Þá átt ekkert í þessu,“ sagði hann
liranalega; „fáðu þjer gömul föt og
reyndu að gera eittlivað til gagns,
jeg vil ekki hafa þíg iðjulausan.“
Lási var fús til að vinna, liann
hjálpaði garðyrkjumanninum í hall-
argarðinum, hann pældi og setti nið-
ur, og einn daginn tók hann fram
liti og pensil og fór að mála blóma-
myndir.
Þetta varð svo fallegt að Rási
sagði:
„Það er best að þú fáir fleiri
pensla og liti; þá geturðu málað
böllina mína fyrir mig, alls staðar
þar sem hún þarf einhvers skrauts
með. En þú skalt eiga mig á fæti,
ef það verður ekki falleg.“
Og nú fóru bráðlega að fara sög-
ur af því hve höllin væri falleg, og
sjerstaklega var haft orð á því,
hve mikið væri í henni af fallegum
myndum. Rási var ákaflega hreyk-
inn af þessu, en sagði ekki nokkrum
manni, að hann bróðir hans hafði
inálað allar þessar fallegu myndir,
þegar hann var að sýna gestunum
sinum listaverkin og höllina.
Þá bar það við, einn góðan veður-
dag, að konungurinn og dóttir hans
komu að skoða höllina hans Rása.
„Við höfum heyrt af þvi látið, hve
falleg þessi höll sje, og þó hefir
okkur sjerstaklega verið sagt mikið
og margt af málverkunum!“ sagði
kongurinn. „Okkur langar mikið til
að sjá þau.“
Rási hneigði sig djúpt og sýndi
konginum og fallegu prinsessunni
allt hátt og lágt. Loks komu þau inn
i sal, þar sem Lási stóð og var að
Ijúka við siðustu myndina sína.
„Hver er þetta?“ spurði kongur-
inn. „Ert þú meistarinn, sem hefir
málað þessi dýrindis listaverk?“
„Nei, þetta er fátækur umrenning-
ur,“ svaraði Rási og lineigði sig fyr-
ir konginum, um leið og liann ýtti
bróður sínum frá. „Að vísn er hann
bróðir minn, en það er jeg sem á
höllina.“
„Hvað er það sem jeg heyri?“
sagði kongurinn. „Er þessi ungi lista
maður bróðir þinn? Og þú kallar
hann fátækan! Veistu ekki.að hann
er ríkari en við allir til samans?
Maður, sem getur málað svona fall-
egar myndir, er rneiri en kongur-
inn sjálfur!“
Nú var eins og Rása hefði verið
gefið utan undir með votri torfu Nú
fann hann, að öllum stóð á sama um
hann. En kongurinn og prinsessan
töluðu með mikilli lotningu við liinn
fátæka bróður hans, sem liann hafði
litið niður á, og kongurinn bauð
honum lieim í höllina til sín og bað
Þessi saga er sögð gang'a i Tjekk-
óslóvakíu, að því er tjekkneska
þjóðarnefndin í Ameríku segir:
Sanki Pjetur liafði farið um Ev-
rópu til þess að athuga hvað gerð-
ist þar, og þegar liann kom aftur
til Himnarikis segir hann: „í Þýska-
landi sá jeg miljómr af hermönn-
um, þúsundir af skriðdrekum, fall-
byssum, vjelbyssum og flugvjelum.
En samt sór hver Þjóðverji og sárt
við lagði, að þeir þráðu ekkert
fremur en frið.“
„Þetta er undarlegt,“ sagði drott-
inn. „Farðu aftur og athugaðu hvað
er að gerast í verndarríkjum þeirra,
þarna í Böhmen—Mahren!“
Þegar Pjetur kom aftur gaf hann
svolátandi skýrslu: „Nú botna jeg
ekkert í neinu framar. Tjekkarnir
eiga engar fallbyssur, skriðdreka
eða flugvjelar. En allir sem jeg tal-
aði við sögðust vilja stríð og þótt-
ust ætla að vinna það.“
r* ** ** r* f*
Frúin: — Þú hefir auðvitað
gleymt, að það er brúðkaupið okk-
ar í dag!
Ilann: — Gleymt! Nei, þú getur
víst ekki ætlast til þess. En jeg hefi
fyrirgefið það!
Kaupmannsfrú Hansen, sem átti
sand af börnum, kemur til prestsins
til að biðja hann að skíra.
Presturinn tekur fram ministerial-
bókina til að rita inn nafnið. Hann
er ekki viss um mánaðardaginn og
segir:
— Það mun vera sá tuttugasti og
annar? Er ekki svo?
— Nei, blessaður verið þjer, prest-
ur minn. Það er bara sá ellefti og
mjer finst það alveg nóg.
Útbreiðið „Fálkann“
liann um að mála mynd af prinsess-
unni, dóttur sinni.“
Svo fluttist Lási ^ konungshöll-
ina, en Rási varð einn eftir. Eng-
inn kærði sig neitt um liann, því
að' hann var ágjarn og hugsaði að
eins um sjálfan sig, en fallega prin-
sessan giftist Lása, jiví að hann var
fallegur og góður. Og þegar kong-
urinn dó, þá erfði Lási konungs-
ríkið.
„Jæja, svona var nú sagan um bræð-
urna tvo og óskirnar,“ sagði Grænn,
„og nú vona jeg að ])ið munið sög-
una, og hvernig fór fyrir bræðrun-
um svo að jiið verðið aldrei ágjarn-
ir og síngjarnir eins og skömmin
hann Rási, en reynið að taka hann
Lása ykkur til fyrirmyndar.“
Einu sinni sagði Hitler við Göbb-
els og Göring: „Þeir svelta þarna í
hernumdu löndunum. Farið þið nú
og athugið, hve mikinn mat við eig-
um eftir, og reiknið út, livað lengi
hann getur enst.“
Svo fóru þeir Göbbels og Göring
og opnuðu hverja einustu skemmu
og hvert einasta búr í liernumdu
löndunum og þegar Jieir liöfðu talið
saman birgðiruar þá sneru þelr heim
lil Hitlers og sögðu:
„Okkur telst svo til, að þetta end-
ist i 15 ár.“
„Það er ágætt,“ sagði Hi'tler hróð-
ugur. „En hafið þið ekki áæltað oí'
riflegan skamt handa hernumdu
löndunum?“
„Nei, alls ekki, foringi vor,“ svör-
uðu þeir Göbbels og Göring. „Við
höfum bara áætlað, hvað við þrír
þurfum til að jeta.“
Björn Björnson leikhússtjóri,
sonur þjóðskáldsins, var mikill vin-
ur Þjóðverja í síðasta stríði. En
hann taldi heiminum stafa bölvun af
Hitler og taldi Quisling aumasta
landráðamann, sem Noregur hefði
alið.
Einn dag sat Björn í sporvagni,
en á móti lionum sat fölur, ungur
maður, með hakakrossmerki á jakka
horninu. Björn laut fram og benti:
„Hvaða merki er nú þetta?“ sagði
liann.
„Það er .... það er tákn Nasjonal
Samling, sem ber ríkishugsjónina
uppi,“ sagði ungi maðurinn og þok-
aði sjer til á bekknum.
„Nasjonal Samling? Er það sama
sem NS. Og þjer eruð Jiá einn af
þessum bölvuðum Quislingum?“
Ungi maðurinn kinkaði lcolli og
saup hveljur. En Björn gamli hróp-
aði svo undir tók í sporvagninum:
„Ogjijer dirfist að sýna yður með-
al ættjarðarvina? Út með yður úr
minum sporvagni!"
Pilturinn stóð upp og hvarf á
næstu biðstöð.
e+r r* r* r+s m
r
S k r í 11 u r.
J