Fálkinn - 05.02.1943, Qupperneq 11
F A L K I N N
11
IRENE GIFTIST ..............
Frli. af bls. 9.
— Svínið að tarna, að koma ekki
heim. Nú er afmælisdagurinn minn
búinn að standa í tvo tíma. Þetta er
i i'yrsta skiftið, sem við höfum ekki
haldið afmæli klukkan tólf. Æ, hve-
hvers-vegna ke-kemur hann ekki
heim.
Hún grjet mikið og grjet lengi en
loksins sofnaði hún.
C ÓLIN skein inn með gluggatjöld-
^ unum, þegar Ellen vaknaði. —
Rjett í svip gerði hún sjer ekki Ijóst,
að það var Irene, sem lá hjá henni,
og hún faðmaði hana innilega.
— Hver er þetta? sagði Irene, þvi
að Sebright var ekki vanur að vera
svona ástúðlegur á morgnan.. Svcf
sögðu þær báðar einum munni:
— Æ, ert það þú? Jeg var alveg
búin að gleyma, að .........
Ellen laut fram og gáði á klukk-
uná. Hana vantaði lcortjer i átta.
— Hann hlýtur að hafa komið
heim eftir að við sofnuðum. Á jeg
ckki að læðast fram og fyrirgefa
honum, Irene?
— Jú, í guðs bænum gerðu það,
sagði Irene alúðlega, — en fyrir
alla muni þá komdu ekki inn aftur
til að segja mjer frá úrslitunum.
— Það verður ekki við þig átt,
sagði Ellen og hljóp berfætt út.
f R E N E var að enda við að koma
-*■ sjer sem þægilegast fyrir i rúm-
inu á nýjan leik, þegar hurðinni
var hrint upp og Ellen kom hróp-
andi í örvæntingu:
— Ó, hann er ekki þar! Hann
hefir verið úti í alla nótt. Ó, Alan!
Irene vatt sjer fram úr rúminu
og þrýsti Ellen að sjer: — Góða,
þú verður að bera þig vel. Þú verð-
ur að láta sjá, að þjer standi á
sama.
— En mjer stendur elcki á sama.
— Þjer verður að standá á sama.
Hann liefir aldrei verið samboð-
inn þjer. Hann hefir líklega verið
ótrúr þjer í mörg ár.
— Víst ekki. Hann hefir aldrei
haft tækifæri til þess. Æ, hvað á
jeg að gera?
— Skilja við hann, auðvitað!
Þú getur komið til okkar, og við
skulum ná þjer í mann, sem þjer
er samboðinn — mann eins og hann
Sebright.
— Jeg mundi ekki vilja sjá liann
Sebright! Jeg vil hann Alan og
engan annan, en nú hefi jeg niist
hann. Þetla er alt þjer að kenna.
Ó, að jeg liefði aldrei komið hing-
að — ó, að jeg hefði aldrei fæðst,
— ó, að jeg væri dauð!
Nú varð þögn eftir þessi hróp
og þá heyrðist marra í mölinni fyrir
utan, og einhver blístraði ánægju-
lega.
Irene tók völdin og tók upp
gluggatjöldin og fór út á svalirnar.
— Hvað ertu eiginlega að hugsa,
maður? kallaði hún. En Alan heils-
aði og brosti, og kunni auðsjáan-
lega ekki að skammast sin.
— Halló — góðan daginn! Þú
ert snemma á fótum. Er Ellen þarna
Og svo hvarf hann inn um dyrnar,
án þess að bíða eftir svari.
Irene flýtti sjer inn og ýtti Ellen
inn í klæðaherbergið. — Láttu mig
eiga við hann, sagði hún. En þegar
Alan kom inn var Ellen komin líka.
— Jæja, þú felur þig þá hjerna,
sagði hann. — Jeg óska ykkur til
Hungursneyðin í Grikklandi
og hjðlp Ranða krossins.
hamingju, tvíburar. Gamli krösus-
inn jhnn bað mig um að fá þjer
þetta. Og svo rjetti hann Irene lit-
inn böggul.
— Jeg ælla að aðgæta livað þetta
er, en svo þarf jeg að tala við þig
kunningi.
En Alan var að færa sig nær
Ellen og augu hans ljómuðu.
— Farðu burt, snertu mig ekki!
hrópaði hún. Alan varð um og ó.
— Hversvegna ekki það. Hvað er
að?
Nú heyrðist Irene andvarpa af
eintómri aðdáun: — Ó, líttu á þetta.
En Ellen horfði aðeins á Alan:
— Jeg hefi fórnað lífi mínu fyrir
liann, sem svíkur mig vegna svona
kvendis. Máske er jeg heimsk, en
ekki svo heimsk. — En nú er úti
okkar á milli — um alla æfi!
— Bara að þú gætir þagað eitt
augnablilc og lilustað á mig, sagði
Alan. Mjer þykir leitt að hafa ver-
ið úti í alla nótt, ef það er þess
vegna, sem þú gerir þjer svo litlar
hugmyndir um sjálfa jiig, — en að
öðru leyti er jeg ánægður. Þvi að
þetta gaf mjer færi til að hugsa um
framtið okkar — í stórum stíl.
— Við eigum enga framtíð, sagði
Ellen.
— Ójú, það held jeg. Monte Carlo
hefir verkað á mig eins og Bramalífs-
elíxir, og vakið hjá mjer metnað.
— Þetta hlýtur að hafa kostað
stórfje, kurraði Irene og virti brill-
antana fyrir sjer, og Ijet þá leiftra
í sólinni.
— Jeg freistaði gæfunnar við
spilaborðið, sagði Alan. Þið skuluð
ekki halda að jeg liafi eytt tímanum
i óþarfa. Aldrei liefi jeg kepst eins
mikið við. Og hjerna er ávöxtur-
inn af næturvinnunni. Hann stakk
hendini í vasann, tók upp lirúgu af
þúsund franka seðlum og dreifði
þeim yfir rúmið. Svo tók hann
öskju upp úr öðrum vasa. — Jeg
hefði verið kominn heim fyrir mörg-
um tímum, ef jeg hefði ekki beðið
eftir skartgripasalanum — jeg dró
hann bókstaflega upp úr rúminu.
Hjerna er svolítið fallegt lianda þjer,
Ellen mín.
Slíka gjöf hafði Ellen aldrei feng-
ið áður, svo að það var ekki furða,
þó að hún tárfeldi. Irene sá þegar,
að þessi gjöf var eklci eins dýr og
hennar, en þó var þetta dýrmæt
gjöf.
— Hversvegna gastu ekki sagt
Ellen, hvað j)ú ætlaðir fyrir, og
hlift henni við þessum kvölum?
spurði hún hálf snefsin. En þá rjeðst
Ellen .að henni eins og óargadýr.
Hann fór alveg rjett að, og jeg
ræð þjer til að segja ekkert ljótt við
Alan, svo að jeg hlusti á.
— Jæja, svaraði Irene, en ef þið
þurfið endilega að kyssast og kjass-
ast, þá bið jeg ykkur um að nota
ekki þetta herbergi til þess.
Og svo fór hún að snökta — því
að þó að gjöfin hennar væri dýrari
en Ellenar, þá hafði hún samt eng-
an til að kyssa og þakka fyrir.
Fálkinn flýgur
inn á hvert heimili
Carl Svíaprins, sem er forseti
Rauða-Krossins sænska, gaf í desem-
ber yfirlit um hjálp þá, sem Alþjóða-
Rauði-Krossinn hefir haft með hönd-
mn í Grikklandi, á undanförnu ári.
Eins og kunnugt er munu hörmung-
ar livergi hafa verið meiri í her-
teknu löndunum en þar, einkum
liefir hungursneyðin sorfið svo fast
að þjóðinni, að þúsundir eða jafn-
vel tugir þúsunda af fólki hafa farist.
Að undangengnum samningum
milli sænsku stjórnarinnar og styrj-
aldarþjóðanria, vorið 1942, var átta
sænskum skipum heitið griðum á
sjó, meðan þau flyttu hveiti frá Can-
ada til Grikklands, svo og lyf o. fl.
Hveitið hafði Canadastjórn gefið, en
Bandarílcin lagt til lyf og hjúkrunar-
gögn. Hlutlaus framkvæmdanefnd
. var selt yfir starfsemina og eiga
sæti í henni átta Svíar og sjö Sviss-
lendingar, en formaður nefndarinnar
er Svíinn Paul Mohn. Situr nefndin i
Aþenu. En hjálparnefndin, sem áður
liafði starfað gegn lmngursneyðinni,
og kom frá Tyrklandi, starfaði undir
forstölðu Rauða-Krossnefndarinnar.
Eftir atvikum hefir hjálparstarfið
gengið vel. Síðan 29. ágúst, þegar
fyrstu þrjú matvælaskipin komu til
Pireus frá Canada og þangað til i
desember a. 1. hafa 76.000 smálestir
af hveiti og 3.000 smálestir af þurk-
uðum ávöxtum og grænmeti, þurk-
mjólk, lyfjum o. fl. verið flutt til
Grikklands. Þessi matvara hefir ver-
ið notuð lil j)ess að útbijta 600.000
máltíðum á dag i almenningsmötu-
neytunum i Aþenu, og i októþer
einum feklc um miljón manna i sveit-
unum lijálp lijá Rauða-Krossnefnd-
inni.
Um 550 manns starfa í þjónustu
nefndarinnar, þar af eru 120 i Pir-
eus, sem starfa við móttöku og af-
liendingu vörubirgðanna, en 140 i
Aþenu, til eftirlits i brauðabúðunum
sem afhenda brauð til almennings,
svo og í möthneytunum, sem fá korn
og ávexti í matinn lijá nefndinni.
Bökunarliúsin í Aþenu og Pireus
eru einnig undir eftirliti nefndar-
innar og liún stjórnar einnig ])rem-
ur stærstu kornmyllunum í Grikk-
landi, en þær eru undir yfirumsjón
sænsks kunnáttumanns í mölun. Úti
um land starfa 660 hjeraðsnefndir
undir stjórn Rauða-Krossins og ann-
ast þær matvælaúthlutun hver i sínu
umdæmi.
Vegna þess að samgönguvandræði
eru mikil í Grikklandi eins og stend-
ur, verða sænsku matvælaskipin
eftirleiðis ekki látin fara til Pireus
eingöngu lieldur og til annara hafna,
til þess að Ijetta á innanlandsflutn-
ingunum. Einnig verður sett upp
birgðastöð i Smyrna, og þaðan flutt-
ar vistir til eyjanna í Eyjahafi.
Kringumstæðhr, sem ekki varð við
ráðið, hafa valdið þvi, að hlutlausu
löndin hafa ekki getað unnið að líkn-
arstarfsemi i þeim mæli, sem þau
hefðu óskað, sagði forseti sænska
Rauða-Krossins að lolcum. Það hefði
þvi verið ánægjulegt, að sænska rik-
isstjórnin og Rauði-Krossinn hefðu
verið þess megnug að leggja fram
sin skerf til þess að ljetta neyð liinn-
ar sveltandi þjóðar í Grikklandi.,
og mundi sænska þjóðin fagna
hverju tækifæri sem henni gæfist
til þess að styðja þessháttar líknar-
starfsemi.
- Skósmiðir og klæðskerar kvenna
þykjast liafa reynslu fyrir því, að
stúlkur um 15 ára aldur noti stærri
skó og kjóla, en mæður þeirra gerðu
á sínum tíma. Ivvcnfólkið ætti með
öðrum orðum að vera að stækka,
enda er það eðlileg afleiðing af
betri lífskjörum og hollari venjum.
íþróttirnar ættu einnig að eiga sinn
þátt i þessu.
Hver skyldi lialda, að hægt sje
að nota kol til þess að framleiða úr
þeim andlitsfarða og varastifti. Það
er nærri því eins lygilegt og að trje
er notað í gerfisilki, en livorltveggja
er staðreynd. Eða það að hægt er
að nota mjólk til þess að gera úr
gerfi-kóralla og fílabein? En alt
þetta hefir efnafræði nútimans kent
hugvitssömum mönnum.
VICTOR HUGO.
Frh. af bls. 6.
Konungurinn lætur gera leit að
Hernani og tvístrar útlagaflokki
hans, en Hernani sjálfur leitar griða
staðar í kastala einum, sem er eign
Don Ruy de Silva. Ber þetta við
sama daginn, sem brúðkaup Don
Ruy og Ðona Sol á að fara fram.
Don Ruy heitir gestinum griðum,
án þess að vita hver liann er, eða
hvernig sambandi hans við Donu Sol
er varið. Þegar konungurinn og
hermenn hans koma til þess að leita
Hernani uppi, felur Don Ruy hann
og býður sitt eigið líf fram í hans
stað. Konungurinn liafnar þvi boði,
en liefir Donu Sol á burt með sjer
sem gisl.
Þegar þau eru farin skorar Don
Ruy Hernani á hólm. Hernani neit-
ar því og segist þegar liafa fyrir-
gert lífi sínu gagnvart griðgjafa
sinum. Hinsvegar leggur liann til,
að þeir skuli báðir saman freisla
þess að bjarga Donu Sol úr greip-
um konungsins. Sem tryggingu fyr-
ir því, að eigi sje þetta af undir-
hyggju mælt, afhendir Hernani Don
Ruy veiðihorn sitt og vinnur þess
eið við minningu föður síns, að
hvenær sem Don Ruy blási i hornið
skuli hann (Hernani) fyrirfara sjer.
Meðan þessu fer fram liefir Car-
los verið kosinn keisari Þjóðverja.
Og nú þykist hann upp úr þvi vax-
inn að bera heiftarhug til Hernani
og gefur honum upp sakir og kemur
það þá upp úr kafinu, að hann er
aðalsmaðurinn Don Juan frá Ara-
gon og enginn annar. Og í þokkabót
gefur keisarinn honum Dona Sol
fyrir konu. Kvöldið, sem þau gift-
ast heyrir Hernani veiðihornið silt
gjalla. Dona Sol reynir að biðja
frænda sinn um vægð, en þegar
það ber ekki árangur gengur liún
sjálf út i dauðann með elskhuga
sinum.