Fálkinn - 05.02.1943, Page 13
F Á L K I N N
13
Spánn og strfðið
Franco.
Þegar Alvarez del Vayo fyrv. utan-
ríkisráðherra Spánar, var spurður um
það, skömmu eftir að Spánn og Ar-
gentina höfðu gert með sjer versl-
unarsamning nýlega, hvað Spánverj-
ar gœtu flutt út nú á tímum, þá gaf
hann þetta kalda svar: „Lík. Jeg
veit ekki af neinu öðru, sem þeir
geta flutt út. Lík eru það eina, sem
Spánverjar liafa meira en nóg af.“
Opinberar skýrslur hafa sannað
rjettmæti þessara hræðilegu orða.
Borgarstjórinn i Barcelona liefir við-
urkent, að 200.000 af borgarbúum
líði skort, og að 12.000 liafi dáið af
hungri. Hlutlausar skýrslur stað-
festa þetta. Alexis Carrel, sem hefir
verið að rannsaka áhrif fæðuskorts
á styrjaldarlímum, á vegum Rocke-
fellerstofnunarinnar, liefir staðhæft,
að meirihluti Spánverja fái aðeins
fjórða hluta — livort heldur er að
rúmmáli eða fæðugildi — af þvi,
sem læknavísindin hafa ávalt falið
nauðsynlegt mannlegu lífi til við-
íialds. Að því er hann segir, þá er
það aðeins hæfileika mannsins til
að laga sig eftir kringumstæðunum
að þakka, að Spánverjar tóra enn —
enda þótt ekki sje hægt að neita
því, að miljónir Spánverja mega
fremur teljast dauðir en lifandi.
Annar maður frá Rockefellerstofn-
uninni, dr. J. H. Janney, segir, að
meiri hluti þjóðarinnar sje orðinn
svo veiklaður, að ef spánska veik-
in gengi þar nú, mundi hún verða
svo mikil drepsótt, að aðeins yrði
jafnað til svartadauða á Miðöldum.
Hver sá, sem vill skilja hvað er
að gerast í spönskum stjórnmálum
nú, verður að skygnast inn á
rökkvað baksvið þeirra. Það er svelt-
ið, sem í raun rjettri stjórnar Spáni
núna. Sveltið liindrar fjöldann, sem
kúgaður var i borgarstyrjöldinni,
frá jiví að gera uppreisn. Almenn-
ingur er of þreyttur til jæss, of veik-
ur, of aðfram kominn. Það voru
líka horfurnar á algerðu svelti, sem
ollu breytingunni, sem gerð var á
spönsku stjórninni nýlega. Franco
vonaðist til að gela vakið samúð
Engilsaxa með j^vi að varpa Serrano
Suner utanríkisráðherra fyrir borð,
þvi að Samuel Hoare, sendiherra
Breta á Spáni, liafði gefið í skyn, að
liugsanlegt væri að bandamenn sendu
meiri vistir til Spánar, en benti á
að Don Ramon, en svo er Serrano
Suner kallaður á Spáni, væri ekki
rjetti maðurinn til að tengja saman
þræði þá, sem slitnað höfðu i tengsl-
um Spánverja við Brefa og Banda-
ríkjamenn-.
A IÍVÖRÐUN Francos um að láta
Suner fara, jafnvel án þess að
vita fyrir víst, hvort þetta yrði til
þess að slakað yrði á hafnbanninu,
var meðfram að þakka frábærum
dugnaði ‘Bandaríkjasendiherrans,
Wedell. Nokkrum dögum áður en
breytingin var gerð á stjórninni,
'iiafði Roosevelt forseti lýst yfir því
opinberlega, að bandamenn mundu
lijálpa til að koma Spáni á fót efiir
stríðið. Með þvi að veita borgara-
rjelt tuttugu Spánverjum, í Puerto
Rico, sem voru yfirlýstir fylgismenn
Francos, sýndu Bandarikin þegjandi
að þau ljetu sig aðeins varða utan-
ríkismál Francos, en ekki innanríkis-
stefnu hans. Ennfremur sendu Banda-
ríkin iækna til Spánar, sem höfðu
starfað þar af mikilli ósjerplægni
gegn yfirvofandi taugaveikisfaraldri
sem leiddi af hungri. Amerikönsk
kvikmyndafjelög liafa sýnt frjetta-
myndir af spönskum hátíðum og
þannig stutt áð auglýsingastarfsemi
Francos. Alt þetta er þáttur í liinu
sama: að Bandaríkin vildu fá Spán-
verja til að sýina velviljað hlutleysi
og mátu l)að meira en að viðhalda
gömlum væringum vegna andstæðra
frumskoðana i stjórnmálum. Þetla
hefir reynst holl stefna, ekki aðeins
á Spáni, þar sem áhrif möndulveld-
anna liafa stórum rjenað, heldur
einnig í Suður-Ameríkuríkjunum. í
Mið- og Suður-Ameríku hefir verið
talsverð samúð með Franco, eink-
um í íhaldsflokknum. Með því að
koma sjer hjá að láta skerast í odda
við Franco hafa Bandarikin áunnið
sjer t’raust þessara flokka, og fengið
þá til að láta þá skoðun í ljósi við
Franco, að það mundi reynast lion-
um holt, að losna við falangistana,
fylgismenn öxulveldanna. Auk þess
er sambandið milli þessarar ráð-
hreytni og atburðanna í Norður-
Afríku svo ljóst, að það þarf ekki
skýringa.
O TAÐREYNDIN sú, að borgara-
^ styrjöldin hafði aðeins auðgað
mjög fáa menn á Spáni, en gert mið-
stjettirnar, verkamenn og bændur fá-
tækari en nokkurn tíma áður, liafði
orðið til þess að lyfta falangistun-
um. Blöð þeirra urðu æ róttækari
og kröfðust þess, að hinir „26
punktar ‘ þeirra yrðu framkvæmdir
þegar í stað. Var varla hægt að sjá
mun á ræðum falangistaforingjanna
og ræðum liinna fyrri lýðveldisfor-
ingja. Afleiðing þessa varð sú, að
Franco kom fram ýmsum umbótum,
svo sem að tvöfalda brauðskamt fá-
tæklinganna og koma upp stofnun
til að bæta úr bráðustu neyð al-
mennings. En þetta dugði ekki. Ríka
fólkið náði sjer i næga fæðu með
því að kaupa í laumi fyrir hátl verð,
en þeir fátæku, sem höfðu stærri
matvælaskamt en þeir ríku, gátu
ekki veitt sjer hann; brauð, við-
smjör, rísgrjón, baunir og önnur al-
geng matvæli voru seld á laun. —
Franco hjelt ræðu, þar sem hann
varaði rika fólkið við þessu. Ef
það hætti ekki þá mundi það leiða
til nýrrar byltingar. Myndun sjer-
stakra spanskra fjelaga vestan hafs
vöktu fögnuð hjá alþýðunni lieima
fyrir. Þannig hafði Alvarez del Vayo
stofnað flokk I Mexico, Sorina,
Serrano Suner.
iyrv. lýðveldisráðherra, í Chile, og
Barcia fyrv. utanríkisráðherra, ,í
Buenos Aires. Anarkistar fóru að
hafa í hótunum og sprengju var
yarpað að Varella hermálaráðlierra.
Allt þetta knúði Franco til þess að
boða rjettarbætur og taka stjórnar-
taumana úr höndum Suners og fal-
angistanna. Þessvegna var Jordana
gerður utnrikisráðherra í stað Sun-
ers, og Assensio, maður sem aldrei
hafði skift sjer af stjórnmálum, gerð-
ur að liermálaráðherra í stað Var-
ella. En innanríkisráðherra varð
Perez. Hann hafði áður verið for-
seti hæstarjettar.
17 RANCO kann að liafa aukið sjer
■*■ samúð bandamanna með þvi að
hætta samstarfi við falangista, en
jafnframl liefir hann mist tökin á
fjöldanum. Það mætti líkja aðstöðu
hans nú við aðstöðu von Papens
áður en Hitler tók völdin i Þýska-
landi, að stjórn lians „sitji á byssu-
stingjununT1. Ef falangistar verða
áhrifalausir, vegna þess live landið
er vandræðalega sfatt, þá rísa jafn-
aðarmenn, kommúnistar og lýðveld-
issinnar upp aftur og ekki ósenni-
legt að Spánn fái að sjá tuttugustu
og fyrstu byltinguna síðan 1812. En
bandamenn, sem nú sitja í Norður-
Afríku mundu hafa bolmagn til þess
að afstýra því. En hvað sem öðru
liður, þá mun framvinda lýðræðis-
baiáttunnar gegn möndulveldunum
hafa úrslita áhrif á framtið Spánar.
hjónaleysin tekið saman í næði, og þá
er jeg hvergi nærri, handa þeim að skamm-
ast sín fyrir.“
„Þjer getið verið vissir um, að hann
skammast sín ekki fyrir yður,“ sagði frú
Lýðs.
„Víst gerir hann það, og ekki nema eðli-
legt. Það myndi jeg líka í lians sporum.
Hann getur eklti að þvi gert. En ef liann
vill, getur liann komið að heimsækja mig
til Dayton, öðru hvoru, og hún þá líka,
ef vill. Og hún er góð og geðug stúlka, þó
hún sje með smá óþarfa fínlieit.“ Hann
slökti í vindilsúfnum og sagði: „Nú vil jeg
vita þetta: Ef jeg tek mig upp og flvt lijeð-
an burt úr horginni og læt hennar pólitik
algerlega afskiftalausa, viljið þið þá fyrir
vkkar leyti, hætta þessum ásóknum. Stöðva
allar lcærur og klögumál og allt?“
Frú Lýðs þagði.. Nú var loks lcomið að
henni að svara. Hana langaði mest til að
segja: „Alveg sjálfsagt, við skulum hætta
þessu öllu.“ Þá yrði ró og friður aftur og
alt þetta andstygðar hatur og flokkadrætt-
ir hyrfi úr sögunni og Sjana og Kobbi gætu
farið að hittast aftur og orðið hamingju-
söm. Það var að eins hræðslan við hr.
Ríkliarðs, sem hefti tungu liennar, bræðslan
við það að verða að heimskingja í hans
augum. Hún svaraði því: „Jeg býst við,
að þetta geti orðið, en jeg þarf bara fyrsl
að tala við hr. Ríkharðs.“ Hún reyndi eftir
bestu föngum að taka málinu seinlega og
með semingi, en útkoman varð likust því
sem hún væri að gretta sig.
„Já, þessi Ríkharðs,“ sagði Dorti, „ætti
að slá sjer á pólitíkina fyir alvöru Hann
ætti að geta komist langt þar.“
„Já,“ svaraði frúin drýgindalega, rjett
eins og hún hefði fundið Ríkharðs upp.
„Hann er ekki lambið að leika sjer við.“
„Það er bara eitt, sem mig langar að
vita,“ sagði Dorti. „Hver er hann og hvaðan
er þann?“
„Hvað eigið þjer við?‘
„Hver hann er og hvaðan hann kemur?“
„Hann er bara blaðamaður og kemur
frá New Yoi'k.“
„En livað var hann að gera hjer atvinnu-
laus og láta taka sig fastan fyrir flakk?“
„Hann var als elcki atvinnulaus. Hann
var að vinna.“
„Vinna?? Við hvern skollann?“
„Hann var að vinna að bók um meðferð—
ina á atvinnuleysingjunum.“
Dorti gamli hugsaði um þessar merki-
legu frjettir, stundarkorn. Þá kipruðust
litlu augun saman og háðssvipur kom á
varirnar. „Jeg skil,“ sagði hann. „Einn af
þessum bolsum.“
„Já, það er hann víst.“
\