Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.05.1943, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N „Veislan á Sólhaugiim" verðnr sýnd 17. mai. Frú Gerd Grieq undirbýr leik-sýningu. í fyrra, áður en frú Gerd Grieg leikkona livarf hjeðan, varð það að ráði, að reyna að fá hana til að koma hingað aftur með vorinu og undirbúa sýningu leiksins „Gildet pá Solhaug“ eftir Henrik Ibsen, ef ástœður yrði til, og helst leika hlut- verk Margit í því. Síðan hefir verið hljótt um það mál, en á fimmtudag- inn í síðustu viku var frú Gerd sjálf komin hjer í höfuðstaðinn, og dag- inn eftir fengu blaðamenn að liafa tal af henni, ásamt Guðlaugi Rós- inkranz, ritara norræna fjelagsins og S. A. Friid, norska blaðáfulltrú- anum, á lieimjli þeirra lijóna Soffíu Guðlaugsdóttur og Hjörleifs Hjör- leifssonar. Þar blasti við sjónum fjöldi teikn- inga eftir Ferdinand Finne, iiinn fræga búningateiknara Þjóðleikhúss- ins norska. Og á borðum og stólum var einhver ósköp af falfegum og litskrúðugum efnum í búninga í leiknum, en þeir eru margir. Frú Gejrd greinir frá teikningun- um og höfundi þeirra: „Ferdinand Finne er ungur maður, en mikill listainaður, og hafði unnið sem bún- ingateiknari við Þjóðleikhúsið í Oslo í nokkur ár fyrir strið. Nú starfar hann sem liðsforingi á skrifstofu flugliðsins. En hermálaráðherrann gaf honum fri í nokrar vikur til þess að teikna búninga í sýninguna á „Veislunni á Sólhaugum“ og gera fyrirmynd að leiksviðunum, en þau eru tvö. Annað er skógurinn og hlað- ið fyrir utan Iiæinn og liitt er stof- an.“ Og svo sýnir hún tvö likön, hvort öðru fallegra. Stofan er með 14. aldar sniði, eins og búningarnir og alt gert í sapiræmi við það, sem menn vita best um klæðaburð og húsaskipan i Noregi á þeim tíma. Frúin segir frá því, að liún hafi átt sjerstakri velvild að mæta bæði hjá norsku stjórninni og British Council um alt, sem vissi að undir- búningi málsins, svo sem liað að fá efni i búningana, þrátt fyrir það að alt slíkt er nú skamtað í Bretlandi. „Veislan á Sólhaugum“ er eitt af æskuverkum Ibsens, samið 1856. -— Um það leyti sótti skáldið oft yrkis- efni í fortíð þjóðarinnar, og leikur- inn er hánorrænn. Fer vel á því, að Norræna fjelagið lijer skyldi hafa forgöngu að því að koma þessum leik upp hjer á þjóðardegi Norð- manna. En það er þetta fjelag, sem liefir veg og vanda af sýningunni, að því er Guðl. Rósinkranz, ritari fje- lagsins skýrir frá. Leikurinn var sýndur hjer fyrir tæpuin tuttugu ár- um og Ijek Soffía Guðlaugsdóttir jiá aðalhlulverkið eins og nú. En bóndan á Sólhaugum leikur Valdi- mar Helgason, Signýu systur Margit- ar leikur Edda Kvaran, en Guðmund Álfsson leikur Gestur Pálsson og Knút Gæsling leikur Hjörleifur Hjör- leifsson. Eru j)á talin helstu lilut- verkin. Það verður tilhlökkunarefni að sjá þennan leik í þeim búningi, sem frú Grieg velur honum. Og það þarf ekki að efast um, að bjart verður yfir þessu rómantíska leikriti Ibsens. Asta Norðmann æfir dansana í leikn um og Páll ísólfsson hefir samið músík við hann . »N or ðmaður inn« „Fálkanum“ hafa borist tvö hefti al' nýju riti, sem Norðmenn eru farnir að gefa út, á ensku, í London. Nefnist v*! þetta „Thc Norseman“ og er ritstjóri jiess hinn góðfrægi rithöfundur dr. Jac. S. Worm-Miill- er. Hann var áður ritstjóri eins besta timaritsins á Norðurlöndum, „Samtiden“, sem gefið var út i Oslo og hafði fengið á sig almennigsorð fyrir að flytja eingöngu úrvalsgrein- ar um bókmentir og menningar- strauma ])á, sem hrærðust utan Nor- egs og innan. Við fljótlega yfirsýn virðist rit- stjórinn ætla að liaga útgáfu „The Norseman“ líkt og gert var um „Samtiden“ í gamla daga, og við athugun á þessum tveim lieftum verður manni Ijóst, hve margir af andans inönnum Noregs eru nú í útlegðinni. Ritnefndina skipa t. d. lögfræðingurinn dr. Arnold Ræstad, dr. Arne Ording, sem svo oft held- ur yfirlitserindi í norska útvarpið frá London, próf. Sommerfeldt, próf. W. Keilþau, próf. A. H. Winsnes og H. K. Lehmkuhl blaðamaður, sein starfað hefir i London sem frjetta- ritari um áratugi, m. a. fyrir „Tid- ens Tegn“, en þaðan skrifaði hann forðum liinar ágætu greinar um heimspólitíkina. — Ýmsir þessara manna eiga greinar í þessum tveim heftum, sem út eru komin, en þar eru lika greinar eftir ýmsa heims- fræga menn erlendis, svo sem Ed- vard Benes, forseta Tjekkoslóvakiu, Harold Nicolson, Noel Baker og Gil- bert Murray. Sigrid Undset skúld- kona á ])arna ofurlitla lýsingu, sem heitir „Vordagur í Noregi 1940“ og N'ordahl Grieg tvö kvæði, annað þeirra heitir „London“, en hitt heit- ir „Eidsvoll og Norge“, og ér það um herskipin, sem skotin voru í kaf, við innrás Þjóðverja. Fræði- maðurinn Gathorne-Hardy, sem mörgum er kunnur hjer á landi, hefir þýtt þetta kvæði á ensku. Óskar Einarsson læknir veröur 50 úra 13. /). m. Magnús Torfason (yrv. sýsliimaður verðnr 75 ára 12. þ. m. Þorhjörn Halldórsson trjesm. Hofs- vallagötu 20 varð GO ára 6. maí. anMwnninK Bækur, sem hvert einasta barn ætti að hafa með sjer í sveitina er: Ferðin á heimsenda, Kátur piltur táðar þýddar af Jóni heitnum Ólafssyni, ritstjóra og skáldi, af svo mikilli snild að vart mun unt að gera það betur. Efni þessara bóka er skemtilegt og hollur lestur unglingum og bcrnum og málið töfrandf; Drekkið Egils-öl Sigurinn í eyðimörkinni Hjer í blaðinu hafa þráfaldlega verið birtar myndir af hernaðinum í eyðimörk Afríku. Lesendunum hefir stundum fundist, að þessar myndir væru nokkuð einhæfar, og hver annari líkar. Þar sjást skrið- drekar á ferð, fangatökur og þvi um Jíkt. En sjálfur hernaðurinn sjest i raun rjettri ekki. En núna á mánudaginn var bauð breski sendiherrann gestum á kvik- myndasýningu, þar sem í lifandi inynduni er sýnd lierferð Montgom- ery alt frá ])ví að Rommelherinn, sem kallaður var ósigrandi, sat um E1 Alainein, að eins 60 lcm. lrá Al- exandria og til þess að Montgomery hafði rekið liann vestur alla Afriku- strönd Libýu og vestur í Tunis. Það er orðtak manna, að 8. lierinn og Montgomery muni vera slerkasta liersveit sem tekur þátt í þessu striði en myndin gefur dálitla hugmynd um hversvegna hún lilýtur að vera það. í kvikmyndinni „Desert^ Vict- ory<l sjer áhorfandinn hvílíkar mannraunir hermennirnir í 8. liern- um hafa orðið að þola, alt frá þvi, að þeir risu upp úr skotgröfum sinum við E1 Alamein i liaust og þangað til þeir höfðu rekið „hinn ósigrandi" her Rommels vestur í Tunis, þar sem liann er nú í anda- slitrunum. Kvikmynd þessi er tekin af hin- um opinberu yfirvöldum hernaðar- ins, á landi og í lofti, og alls ekki leitast við að gera hana úr garði á þann hátt, sem ofl er um áróðurs- myndir. Þarna tala verkin — ekk- ert annað. Og fyrir alla þá, sem lesa stríðsfrjettir dagblaðanna er það ónielanleg útskýring, sem mynd- in gefur, af liinum glæsilega 8. her, sem vann sigurinn i eyðimörkinni. Tilboð óskast í ýmsan skipsútbúnað o. fl., sem bjargast hefir úr M/s „Arctic“, eins og það liggur nú sumpart á Stakk- hamri og sumpart í fjörunni við strandstaðinn við Stakk- hamarsnes. Skrá yfir hluti þessa fæst hjá undirrituðum. Tilboð, auðkent „Arctic“, sendist undirrituðum fyrir mánudaginn 10. þ. m. Reykjavík, 3. maí 1943. TROLLE & ROTHE h/f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.