Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl 5flBfln - Inger Bentzon: DRJESI HVER einasta 'manneskja, sem hefir Itið á auglýsingarnar í biðsölum járnbrautanna, þekkir Drjesa í sjón, en það var nánast tilviljun að iiann fanst i litla kam- esinu sinu i bakhýsinu hjá Steffen- sen og var leiddur fram í dags- birtuna. Og þessi tilviljun varð i kaffigiidi hjá borgarstjórahjónunum, og ef Styrmir hefði elcki orðið eins fijótiir að átta sig eins og hann er, þá hefði ekkert lilotist af þessu. Bærinn var i þann veginn að halda kaupstaðarafmæli sitt og in. a. átti að hafa sögufræðiiega skrúð- göngu um gölurnar. — Karlmenn- irnir liöfðu verið að skeggræða urn fána gömlu iðnaðarmannafjelaganna og ýmsa gamla siði, þegar ein af frúnurn strauk niðureftir svarta silkikjólnum sínum og sagði við þá, sem hjá henni sátu: „Þetta er alt orðið svo breytt, Tea, það er járnbrautin, sem veldur þvi. Nú þjóta flestir hjerna fram hjá, þegar þeir fara á baðstaðinn. En manstu í gamla daga þegar sófa- vagninn ók þangað?“ „Hvórl jeg man það! Það var í honum, sem hún Karen trúlofaðist! Var það ekki Karen?“ Karen hló háifvandræðalega, en nú tók maðurinn hennar fram í: „Ætlarðu að ljúga þig út úr þvi, kelli mín?“ Og svo fóru allir að tala saman um gamla vagninn, sem forðum ók miili kaupstaðarins og Strandstaðar. Hann var afar langur en mjög lágur undir ioft og sætin stóðu i röð i miðju og sneru bökum saman, svo að það var eins og maður sæti í tveimur löngum sófum og færðist áfram á lilið, bak við vagnstjóra- sætið, þár sem ekillinn sat í hásæti sínu, á gulum buxum, í röndóttu vesti og frakka, og með pípuhatt með einkennismerki. Hann ók þessa leið tvisyar á dag og í kistunni undir sætinu hans voru geymdir margir smápinklar, sem hann liafði vitjað um i bænum. Það var uppáhaldsgaman að aka úl á Strandstað. Meira að segja var hægt að slá sjer saman og Ieigja allan vagninn og fara i skógarferð i honum. „Hvað skyldi hafa orðið að vagn- inum?“ sagði ein frúin. „Hann stendur enn í vagnskúrnum mínum,“ sagði Styrmir. „Jeg keypti hann á uppboði fyrir slikk — eig- inlega mest að gamni mínu.“ „Og Drjesi er lifandi ennþá!“ sagði borgarstjórafrúin. „Hann sagar i eldinn fyrir fólk og pælir upp kál- garða; liann er barlegur ennþá, karlinn, og altaf þykir honum jafn vænt um hesta.“ Styrmir fór að reykja vindílinn sinn hægar, en það var merki þess, að hann væri að hugsa, En hann sagði ekki neitt, að minsta kosti ekki þann daginn. En þegar afmælisdagurinn rann upp ók gamli „sófavagninn“ aftast í skrúðgöngunni, með ungar, falleg- ar stúlkur og glaða stúdenta i hæg- indastólunum, og á ekilssætinu, fyrir aftan stryknu, brúnu klárana hans Styrmis, sat Drjesi gamli í hásætinu, tneð blóm í pípuhattinum. Allir veifuðu til hans og hann heilsaði alvarlegur með keyrinu, þvi að i hjarta sinu var Drjesi gamli hryggur. Hann var að hugsa til góðu gömlu daganna, og um að þetta væri eina skiftið, sem hann sæti á ný í þessum stað, bak við tvo ágæta hesta, og stýrði gamla vagninum um gamaikunnu' strætin og heilsaði til hægri og vinstri. Á morgun — nei undir eins í kvöld — yrði hann að hengja gamla frakkann sinn inn i skáp, strjúka af hattinum og leggja hann ofan í öskjuna. Og þá var ekki annað eftir af allri dýrðinni en röndótta vestið, sem hann hafði ávalt verið í á sunnudögum. En þó brosti hann, ef einhver kallaði til hans með nafni, og brosið fór honum svo vel, þessum gamla og ljúfa inanni, að þarng var ekki einn einasti blaðaljósmyndari, sem ekki tók mynd af gamla farþegavagnsek- ilnum.® Og þegar skrúðgöngunni sleit kom Drjesi ekki heim, þvi að þeir voru svo margir, sem báðu um að lofa sjer að aka stutta ferð með vagninum, að hann hjelt áfram að aka um smáu göturnar, þar sem bifreiðaumferð var ekki leyfð. Hann ók mjög hægt og börnin stóðu á gangstjettunum og hlóu og veifuðu til lians. Þetta var einskonar sigurför lijá Drjesa og hann gleymdi alveg að þetta var i seinasta sinn. En alt verður einhvern endi að laka, og loks komst hann heim til húsakynna Styrmis, vatt sjer ofan úr liásætinu og fór úr frakkanum og vatnaði hestunum í þrónni og lagaði á þeim faxið á meðan og fanst svo skelfing sorglegt að lifa. Meðan hann stóð þarna kom Styrmir labbandi til hans. Hann var með litlu pípuna sína í munn- inum og hafði farið úr mesta skart- inu. Og nú sneri hann sjer að gamla ekilnum. „Þetta eru fallegir hestar,“ sagði Styrmir. „Já, þetta eru góðir hestar,“ sagði Drjesi og leit upp. „Þótti yður gaman að stýra þeim?“ sagði Styrmir. „Já, mjer gekk vel að tjónka við þá,“ sagði Drjesi, en hann sagði það oi'ur lágt. „Haldið þjer, að þjer munduð vilja stýra þeim áfram?“ sagði hinn. „Jeg hefi heyrt að það ætti að selja þá upp í sveil,“ sagði Drjesi; hann skildi ekki hvað hinn var að fara, því að allir vissu, að Styrmir átti tvær bifreiðar til að aka vör- unum sínum á. „Jeg hafði líka hugsað mjer að selja klárana,“ sagði Styrmir, „en nú hefir mjer dottið dálítið i 'hug í dag, þegar jeg sá yður stýra klár- unum.“ 1 Styrmir tók pípuna úr'munnin- um, bljes svo í hana — hún var víst hálfstífluð — svo reykti hann áfram, en Drjesi stóð og horfði á liann, alveg eins og hann byggist við einhverju óvæntu. „Þjer vitið,“ hjelt hann áfram, „að jeg er formaður Ferðafjelags- ins hjer i bænum, og nú hefi jeg hugsað mjer að það væri ráð, að láta sófavagninn gamla taka upp ferðir aftur og láta hann aka hring- ferð um elstu götur bæjarins. Við setjum upp auglýsingar í biðsöl- um allra járnbrautarstöðva og aug- lýsum þar bæinn okkar og gömlu húsin hjerna. En þjer eigið að ann- ast útgerðina á vagninum og keyra fólk hringferðir. Það mundi verða dágóð sumaratvinna, en á vetrin gætuð þjer fengið sitthvað að dútla hjá mjer. Hvað segið þjer um þetta?“ Drjesi hefði getað sagt margt, en nú langaði hann mest til að hlaupa upp um hálsinn á Styrmi og gráta af gleði, en kom sjer þó ekki til Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? ChristDphEr Marlou/e Fæddur í Canterbury 1564. Dáinn í Deptford 1593. UM það verður ekki deilt, að Christopher Marlowe hafi ver- ið snillingur, nje heldur það, að verk hans hafi haft víðtæk áhrif á enska leikritagerð. Hann þorði að brjóta i bága við hin klassísku lög- mál leikritagerðarinnar og samdi sjer sjálfur lögmál, sem var í betra samræmi við lifið, en samkvæmt því ljet hann eina persónu eða ástríðu bera leikinn uppi. Hann skapaði enska leikrilið í stað þess að ein- blína á fyrirmyndirnar úr grískri og Iatneskri leikritagerð. Máske var hann brautryðjandinn, rödd hróp- andans, sem gerði leiðina beina fyrir annan leikritahöfund sjer meiri, er fæddist sama árið og hann: William Shakespeare. Christopher Marlowe var skó- smiðssonur. Hann stundaði nám við Corpus Christi-háskóladeildina í Cambridge og lauk kandídatsprófi þar árið 1583. Merkasta drama hans hafði verið sýnt á leiksviði áður en hann lauk meistaraprófi sínu, árið 1587. Einnig hafði hann, áður en hann lauk háskólaprófum lokið við að minsta kosti nokkurn hluta af þýðingu sinni á ensku af Amores Ovidiuvar hins latneska. Að loknu námi settisl hann að i London og varð brátt frægur fyrir ljóð sín og leikrit. Maðal nánustu vina hans voru ýms helstu skáld samtíðarinnar, svo sem K>d, Nash, Greene, sir Walter Rale.gh og lík- lega Shakespeare. Á þessu skeiði æfi sinnar snerist hann einkum gegn hinum ráðandi siðferðishugmynd- um og hinum viðurkendu trúar- brögðum. Þessu skeiði lauk fyr en við hefði mátt búast og ollu því annað hvort áflog í veitingahúsi eða ástamál. En um það leyti var í þann veginn verið að taka Marlowe fast- an fyrir guðlast og villutrú. Á þeim fáu árum, sem hann lifði sem fullþroska maður hafði hann afrekað meira, en margir gera á langri æfi, og áhrif hans á leikrita- gerð ókominna tíma entust lengi. þess. Þess vegna kinkaði hann bara kolli og ljet svo hestana inn. En Styrmir var svo hygginn að hann skyldi svarið. Þannig atvikaðist það að gamli maðurinn, sem allir þekkja svo vel, settist í ekilssætið á nýjan leik og sjest á auglýsingunum. Oft er Drjesi ljósmyndaður, en þá vill hann altaf hafa hestana á myndinni lika. En fallegasta myndin af honum hefir ekki verið tekin enn. Og hún er sú, þegar Drjesi situr fyrir utan hesthúsdyrnar á kvöldin og heyrir frisið í klárunum sinum, þegar þeir eru komnir að stallinum. Þá brosir Drjesi og lætur sjer liða vel. Gyðingurinn frú Malta var leikinn 38 sinnum á fjórum árum, og var það met í þá daga. Nokkrum árum siðar kemur bergmál af þessum leik fram í Kaupmanninum frá Venezia. Þá gerði Marlowe fyrstu tilraunina til þess að semja leikrit upp úr þjóðsögunni um Faust, er Goethe gerði ódauðlega; hjet leikrit Mar- lowes Dr. FAUST. í leilcritagerð hans úr sögulegu efni hefir Edumrd II. orðið kunnastur. Hið gullfagra kvæði Hero and Leander var ófull- gert, þegar liann fjell frá og sama er að segja um harmleik hans um Dido drotnitigu. Tambourlaine. Leikurinn hefir sennilega verið sýndur i London snemma árs- ins 1587. Hann gerist i Litlu- Asíu og Afríku. U JÁRHIRÐIRINN Tambourlaine er fæddur og uppalinn í Skyþíu og af fátæku bergi brotinn. En hann er metnaðarmikill og gerist ungur foringi fyrir ræningjahópi, sem rænir kaupmannalestir, er leggja leið sína um Persiu, og verð- ur honum vel ágengt. í einni ráns- ferðinni handtaka þeir hóp manna,, sem er að fylgja Zenokrate, dóttur Egyptasoldáns áleiðis til Arabíu, en hún er að fara þangað til þess að giftast konungi Araba. Tambour- laine verður þegar ástfanginn af prinsessunni og ákveður að hún skuli nauðug viljug verða kona hans þegar hann verði þess umkominn að bjóða lienni drotningarsæti. Mycetes Persakonungur, sem stíg- ur ekki i vitið, frjettir það á skot- spónum að Tambourlaine hafi í hyggju að steypa sjer af stóli og taka konungdóm sjálfur. Þess vegna gerir liann út einn af höfðingjum sinum, Theridamas að nafni, með þúsund manna riddarasveit, og skip- ar honum að taka Tambourlaine fastan. En Tambourlaine talar tnáli sínu með svo mikilli lægni að hon- um tekst að ná Theridamas og riddurum hans til fylgis við sig. Þegar þetta frjettist dettur Cosroe, bróður konungsins í hug, að ef hann geti notið atfylgis þessa manns Tambourlaines, muni sjer allir veg- ir færir til að steypa Mycetes af stóli og gerast sjálfur konungur í Persíu. Þess vegna heitir hann Tam- bourlaine ýmsum fríðindum, ef hann hjálpi sjer til að lcoma Mycetes á lcnje. Tambourlaine gerir þetta, en íæður siðan Cosroe af ■ dögum og tekur ríkið sjálfur. Þegar hjer er komið sögu er Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.