Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1943, Qupperneq 13

Fálkinn - 09.07.1943, Qupperneq 13
F A L K I N N 13 ÞjóShátíðardagur Frakka. Framhald af bls. 5 þeirra. „Drepið mig fljótt og hrein- lega, vinir,“ sagði hann. Hjuggu þeir af honum höfuðið, seltu það á stöng og' háru jiað á sigurgöngu sinni um borgina. Langt fram eftir nóttu æddi mannfjöidinn um strætin, og gat þjóðvörðurinn ekki ráðið við neitt, og ekki þorði lið konungs heldur að skerast í leikinn. Múgurin rannsakaði nú livern krók og kima í Bastillunni, braut upp hverja luirð og grúskaði í skjalasafninu. Menn liöfðu búist við að finna þarna marga illa haldna fanga, og varð það þeim nokkur vonbrigði, þegar þeir kornu þarna næstum því að tómum kofunum. í Bastillunni voru þá.einungis 7 fang- ar, flestir eða allir venjulegir af- brotamenn. Var þeim fagnað sem hetjum og þeir bornir á gullstóli um strætin. Þannig lyktaði þessum sögulega Bastilludegi. Byltingamenn höfðu París algerlega á valdi sinu. Alþýð- an hafði slegið veldissprota harð- stjórans úr höndum lians. Hún hafði skilið vitjunartfma sinn. Aðeins einn dag, þegar mest reið á, hafði hún lekið völdin. Og þess dags mun lengi minst. Hjeðan af varð að halda byltingunni áfram. Hjeðan af fundu og vissu byltingaforingj- arnir, að þeir höfðu alþýðuna ó- skifta að bakhjarli. ! Alþýðan var vöknuð, húrf heimtaði frelsi og jafn- rjetti öllum niönnum og öllum stjettum til handa, einstaklingsfrelsi, lýðfrelsi og jijóðfrelsi. Hugsjónir hinna bestu frönsku stjórnarbylt- ingarmanna voru furðulega langt á undan tímanum. Fleslar umbóta- stefnur, sem siðan hafa fram komið, eiga upptök sín í frönsku stjórnar- byltingunni. Á meðan þessi stórtiðindi gerð- ust i París, var veisla og dansleik- ur við hirðina i Versölum. Fóru liirðgæðingarnir hinum háðuleguslu orðum um byltingamenn. Átti nú að láta til skarar skríða gegn alþýð- unni og fulltrúum hennar. Höfðu jafnvel sumir á orði að brenna Par- ís. Makkað var við fulltrúa erlendra rikja til að fá þau lil að veita kon- ungi lið lil jiess að skakka leikinn, ef með þyrfti. En hjer sem oftar reyndist ótímabærl að fagna óunn- um sigri. Nóltina eftir Bastilludag- inn bárusl konungi fyrst greinileg- ar fregnir af því, sem gerst hafði í París um daginn. Hertoginn af Liancourt vakti kóng upp um liánótt og sagði- honum liin alvar- legu tíðindi. Hinn sljóvi Ludvig 16., sem aldrei vissi, hvað til síns frið- ar heyrði, nýr stýrurnar úh augun- um og segir: „Þetta er meira upp- þotið! En það uppþot!“ „Yðar liá- tign“, svaraði Liancourl alvarlega, „þetta er ekkj uppþot, þetta er bylting!“ III. Eins og alþýðan i París tók ör- lagaþræði þjóðarinnar i liendur sin- ar á Bastilludaginnn í baráttu sinni fyrir fullu frelsi og mannrjettind- um, eins er minningarliátíðin, sem haldin er ár hvert í Frakklandi um þennan athurð, fyrst og fremst há- tíð alþýðunnar. Ekki svo að skilja, að hið opinbera láli sitt eftir liggja til að heiðra minningu þessa dags með ræðuhöldum, stórfenglegum hersýningum, flugeldum og ljósa- dýrð. En það er ekki þessi opinberi þáttur hátíðarhaldanna, sem mjer er minnisstæðasturl Mjer er alþýðan hugþekkust, jiegar hún skemtir sjer á eigin spýtur, hið mikla mannhaf, sem bylgjast um slræti og torg Par- ísarbprgar, þessi manngrúi, ölvað- ur af stórum minningum, stoltur af því að vera afkomendur þeirra manna, sem dáðina drýgðu 14. júlí 1789. Múgurinn, svo barnslega glað- ur og fullur trúar á frelsishugsjónir sínar, á göturnar þennan dag. Á torgum og götum safnast fólk sam- an og dansar og leikur sjer. Er þá ekki hirt um, þótt umferðin raskist eða stöðvist. Fólkið er að mestu látið sjálfrátt um það, hvernig það skemtir sjer þennan dag. Jafnvel liin árvaka götulögrelga liefir um stund lagt niður smámunasemi sína. Þenna dag fer andi byltingarinnar miklu um jijóðina, og vei þeim lítilmenn- um, sem sýna smámunasemi á slíkri stund! 14. júlí er ekki einungis merkis- dagur í sögu Frakklands, heldur og í sögu mannkynsins. Allar þjóðir, einnig vjer íslendingar, stöndum í þakklætisskuld við þá menn, sem skópu hugsjónir frönsku stjórnar- byltingarinnár og við alþýðuna í París, sem skildi sinn vitjunartíma. Þjóðernisvakning og frelsisþrá ís- lendinga á 19. og 20. öldinni, hug- sjónaeldur Fjölnismanna, viðreisn- arstarf Jóns Sigurðssonar, öll bar- átta vorrar litlu þjóðar fyrir frelsi og mannrjettindum er einn neisti af báli því, sem byltingin mikla kveikti. í öllum löndum lieiiiis hugsa allir þeir, sem unna hugsjón- um frelsis, jafnrjettis og bræðralags til frönsku þjóðarinnar i dag. Land frelsisins er nú hnept i á- nauð og margir beslu synir hennar í l'angabúðum 'eða landflótta. Nú heldur franska þjóðin ekRí dag frelsins hátíðlegan með dansi, söng og víndrykkju, heldur með hátíð- legri þögn. í dag fer múgurinn í París ekki dansandi og fagnandi um strætin, ]iau eru nú ömurleg og auð og stynja undan járnhælum þýskra liermanna. í dag setur and- inn frá Potsdam meiri svip á París en andi byltingarinnar miklu. En það er bjargföst trú mín, a‘8 sól frelsisins skíni enn björt og hlý yl'ir Frakkland eftir þetta langa hörmungarjel, og jeg vona, að þess verði ekki langt að bíða. Símon Jóh. Ágústsson. æst og hrópað: „Segðu mjer frá einhverju! Þú, sem hefir sjeð svo margt og veist svo margt. Segðu mjer frá ókunnum stöðum .... og fólki.“ Og hann varð við ósk hennar; hikandi í fyrstu; en það var ekki lengi. Hann fann brátt, hve honum ljetti við að tala, og ein- lægni og yndisþokki áheyrandans var ein- mitt sú lækning, er órólegt hjarta hans þarfnaðist. Og nú sátu þau bæði þögul og hlustuðu á skóhljóðið, sem færðist æ nær. Sjómað- urinn andvarpaði og dró að sjer handlegg- inn. „Jæja, vina .... þá er nú Tom kominn aftur,“ sagði hann. Hún opnaði augun, hyldjúp, blá og geisl- andi. Sjómaðurinn hreyfði sig, ætlaði að standa á fætur. En þá hjúfraði hún sig skyndilega að honum, lyfti upp handleggj- unum og tók utan um hálsinn á honum. Lillir, mjúkir, slerkir armar — ótrúlega sterkir — keyrðu höfuð hans blíðlega niður á við. Sjómaðurinn var djúpl snortinn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann opnaði munninn til að segja eitt- hvað, en orðin fengu aldrei útrás. Annar munnur mjúkur og stællur lokaði vörum hans með heitum kossi. Nú heyrðist Tom fika sig áfram eftir dimmum göngunum rjett fyrir framan. Hún tók hendurnar af hálsi hans og færði úg frá honum. 1 galopnum augum hennai spegluðust liinar ólíkustu tilfinningar, bæði ljúfar og sárar, og jafnvel ótti. Sjómaðurinn reis á fætur, en hafði ekki af henni augun. í sama bili heyrðist mál- rómur Toms gamla á hak við þau. „Hetjan er komin úr stríðinu!“ kallaði hann glaðlega. „Og maturinn er að verða til.“ / Sjómaðurinn sneri sjer við seinlega. „Mæl þú manna heilastur!/ sagði hann, og kendi óstyrks í röddinni. IX. KAFLl. Betty gætti kofadyranna, en við borðið sátu mennirnir tveir andspænis hvor öðr- um. „Það hefir ýmislegt skrítið komið fyrir mig i dag,“ sagði Tom með hægð. „Blessaður, leystu frá skjóðunni,“ sagði sjómaðurinn. Og Tom sagði frá öllu, sem við hafði borið og leyndi hann engu. Frásögnin tók alt að því klukkutima. Að endingu sagði liann: - „Það eru skrítnir náungar, þessi prestur og hann Ridgewáy — fjandans ári kostu- legir! Þú ættir bara að sjá þá, Stubbur!“ „Hver veit, nema jeg láti það eftir mjer,“ sagði sjómaðurinn. Tom spenti brýrnar. „Látir hvað eftir þjer?“ „Nú, að sjá þá.“ Hann púaði í ákafa og þjett reykský svifu yfir höfði hans. Tom klóraði sjer í lmakkanum. „Það er vgkki gys að þessu gerandi, drengur minn!“ Sjómaðurinn tók út úr sjer pípuna. „Nennirðu að skreppa fyrir mig upp að hvíta húsinu og athuga, hvort lögreglan ætlar að gista þar í nótt?“ „Þeir eru þegar farnir," sagði Tom hálf- hissa. „Við mættum þeim í brekkunni .... en livaða árans flónsku'ætlarðu nú að fara að fremja?“ „Það er engin flónska," svaraði sjómað- urinn brosandi. „Jeg ætla bara að raka mig.“ Hann strauk hvassa og ljósa skegg- broddana á kinn og liöku. „Það er heitt vatn á eldinum,“ sagði Tom, „en segðu mjer hvað þú hefir í hvggju. Jeg heimta að fá að vita það!“ Sjómaðurinn reis nú á fætur, laut niður og lók i-akvjel og brýnisól innan úr knýt- inu sínu. Það stóð á svarinu; hann festi ólina kyrfilega við stólbak og brýndi hníf- inn með taktföstum strokum. „Jeg ætla að br^gða mjer í heimsókn,“ svaraði hann loks. „Það er alt og sumt — snuðra dálitið í kring um kofann hennar « „Og til hvers fjandans væri það? Segðu mjer það! Hvað er unnið með því?“ Sjómaðurirm hjelt áfram að brýna. Hann Lrosti. „Vertu ekki með þessi látalæti, Tom. Þú veist vel til hvers leikurinn er gerður. Geturðu neitað því?“ 'Það var ekki laust við, að Tonr yrði móðgaður. „Þú ert ljóti refurinn! Þig skyldi þó aldrei langa í framliald brjefsins, sem frænka hjelt sem fastast utan um, lia?“ Sjómanninum var skernt. „Hugmyndin er nógu góð .... nreðan hún er ekki annað en hugnrynd. Heyrirðu það, Stubbur?“ Sjónraðurinn ljet þetta senr vind unr eyrun þjóta; lrann raðaði rakáhöldununr á borðið fyrir franran sig og sótti sjer lieitt vatn í skál. „Þú ert sá argasti þverhaus, senr jeg lrefi fyrirliitt á æfinni!“ sagði Tom. „Heyrirðu — hvað — jeg — segi?“ Hann barði högg i borðið við hvert orð. Sjónraðurimi lyfti upp skáliniri. „Farðu vel nreð snyrtiborðið! Jeg lreld jeg hevri lil þín. Hvað viltu að jeg segi?“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.