Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.07.1943, Blaðsíða 14
14 r A L. K 1 N N 4» ■ Þegar hestur heisarans varð konsúll. JÓH. REYKDAL. Frh. af bls. 3. gjaldþrot eins mikilsháttar spekúl- ants í byggingum og ö8ru, sem Krist- offersen hjet, og voru öll blöð auglýsingafull af nauðungaruppboS- um og sölum á ýmsu. Þar rakst jeg á sölutilboð á vjelaverkstæSi fyrir trjesmíSar, sem hafSi veriS sett upp fyrir tveimur árum af Svía einum. Fór jeg þangaS og skoSaSi vjelarnar og samdi þegar um kaup, þó aS lítiS væri til aS borga meS. Þetta var gamall maSur frá Stock- holm, sem Iiafði látið son sinn byrja þarna með verkstæði, en svo liafði alt farið út um þúfur og reksturinn hætti. Fjekk jeg allar vjelarnar með öxlum, reimum og öðru tilheyrandi fyrir undir hálfvirði. Jeg tók allar vjelarnar niður og bjó um þær til skipsflutnings í marga kassa, og áttu þær að geymast lijá timbursal- anum mínum og sendast heim með timbrinu um vorið. Jeg samjiykti 500 króna vixil til tryggingar fyrir umrótinu á verkstæðinu, ef svo kynni að fara, að jeg gæti ekki sent peninga í tæka tíð fyrir kaupunum. En listahefil keypti jeg á öðrum stað fyrir 200 krónur, sem einnig var mjög lágt verS. Vatnstúrbínu með öxli og legum hafði jeg pantað hjá Kværner Brug, eftir ágiskuðu vatnsmagni og fallhæð i læknum. Kom þetta furðanlega heim enda gengur túrbínan enn óhreyfð, eftir 40 ár. — Þjer liöfSuð ekki þekt þessi norsku firmu fyr? — Nei, ekki get jeg sagt þaS. Þetta var náttúrlega alt nokkuð bíræfið, vegna þess að jeg hafði enga tryggingu að bjóða — jeg lof- aði peningum þegar heim kæmi (þá var enginn sími). En jeg vissi, að Reykjavíkurtrjesmiðirnir höfðu enn þá ekki sett upp neitt verkstæði, og treysti enn á góðra manna aðstoð í þessu máli, enda varð mjer að því, að í ábyrgð gengu fyrir mig nokkr- ir góðir borgarar í Hafnarfirði fyrir sex þúsund krónum, sem jeg fjekk fyrir timbri og vjelum; og svo kom þessi sigling til Hafnarfjarðar nál. 30. maí, með um 40 standarda af timbri og allar vjelarnar og vatns- túrbínu. Var þetta einn af stærstu gleðidögum mínum þar sem starfs- draumur minn var tekinn að rætast á þessu sviði. Svo var tekið til við byggingu verksmiðjunnar af kappi og reisa hana. Seint á laugardags- kvöldi, 4. júlí 1903, var því lokið, en ílaggað á sunnudagsmorgni, 5. júli sem varð þá hvorttveggja í senn minn mesti sigurs- og gleðidagur. Þvi að þennan sama- dag birtum við Þórunn, konan mín, heit okkar. — En svo selduð þjer verksmiðju yðar hlutafjelaginu Dverg. Hvaða ár var það? Og þjer höfðuð líka átt rafstöð, sem þjer höfðuð selt Hafn- arfjarðarbæ nokkru áður? — Það er nú önnur saga. Jeg setti upp raforkustöð — hún var lítil að vísu, en náði þó til þess að lýsa upp talsvert af bænum, eins og hann var þá. Bærinn keypti af mjer þessa stöð árið 1909. Jeg held að rafallinn í henni sje eins „solid" eins og liægt er að hugsa sjer þess- konar tæki. Hann fer nú bráðum að eiga fertugsafmæli. Og jeg skal segja yður það, að fyrirkomulagið á kömbunum á þeim rafal er gott. Það hefir ekki þurft að endurnýja þá nema á 10—15 ára fresti. — Viðtalsmaðurinn lijelt, að Reykdal væri einkum trjesmiður og hefði ekki haft tíma til að setja sig inn í aðra hluti. En svo kemur upp úr dúrnum, að hann þekkiF alla parkt- isk leyndardóma rafmagnsfræðinn- ar. En hann heldur áfram sögunni. — Jeg keypti Setbergið, en seldi rafstöðina. Hvers vegna spyrjið þjer. Vegna þess að jeg er fæddur og upp- alinn í sveit, og langaði til að láta börnin mín njóta þeirra dásemda, sem sveitalífið veitir. Þess vegna gerðist jeg bóndi. Og jeg undi mjer svo vel, að þrem árum eftir að jeg fluttist að Setbergi, seldi jeg trje- smíðaverksmiðjuna mína við Læk- inn. Þar stendur nú „Dvergur“ og blómgast vel. En jeg má til með að segja yður frá byrjunardegi minum, 5. júlí. Þessi sami dagur varð tiu árum eftir byrjun mína mikill happa- dagur. Þann dag náði jeg upp soknu skipi, sem jeg hafði keypt. Það lá á mararbotni, skamt fyrir utan bryggjuna í Hafnarfirði, og var til svo mikilla óþæginda fyrir sigl- ingar, að það var ákveðið, þegar uppboðsskilmálar voru birtir, að ef kaupandi hirti ekki skipið innan 1. júlí, yrði það sprengt á burt. Þá var björgunarskipið „Geir“ hjer við land, en skipstjórinn á því var hinn alkunni dugnaðarmaður Ungerskov. Við August heitinn F"lygenring vor- um að tala um að slá okkur saman um björgunina: i»þetla var þý'sk ( skonnorta, með 240 tonn af kolum. Hann þekti Ungerskov og talaði við hann, en sá varð árangurinn af því, að Flygenring taldi óráðlegt að gera boð í þetta skip á liafsbotni því að Ungerskov kvast ekki geta bjargað því, og var liann þó sjálfur forráðamaður á björgunarskipi og fær í flestan sjó. — En mig langaði þó til að reyna. Það yrði of löng saga að segja frá því öllu. En loks fjekk jeg í lið með mjer mann, sem rjeð yfir tveim togurum. Við náð- um skipinu upp á fimm dögum í sandinn skamt frá gömlu Flens- borg, þar sem jeg háfði fyrstu smíðastofuna inína í Hafnarfirði. Og við skiftum jafnt, maðurinn, sem átti togarana tvo, og jeg. Kostn- aðurinn var vitanlega mikill. Kafarar og kaupamenn og allskonar tilfær- ingar. En þetta var samt búhnykkur. — Jeg á alveg eftir að spyrja yður um búskapinn yðar á Setbergi, segir blaðamaðurinn. — Það yrði nú önnur saga og ekki styttri en sú, sem þjer hafið verið að dæla úr mjei\ En livað um verksmiðjuna, sem þjer stofnuðuð 1920? Eða ís- húsið, sem þjer komuð upp 1939? Eða fyrirætlanir yðar um .... — Nei, hættið þjep nú. Komið þjer heldur einhverntíma seinna. Við vorum bara að tala um fer- tuga unglinginn minn. Og svo kveð jeg hann, þennan sistarfandi og siliugkvæma mann, sem ávalt er að beina huganum að nýjum verkefnum og endurbótum á þeim gömlu. Hann er einn af þeim borgurum Hafnarfjarðar, sem hefir sett hvað mestan svip á bæ- inn sinn. Iíann kom til Reykjavíkur árið 1901 i þeim tilgangi að setjast þar að og koma á fót nýrri iðju. Örlögin höguðu því svo, að hann settist að í Hafnarfirði. Reykjavík misti mikils, en Hafnarfjörður vann i happdrætti við það tækifæri. Þegar Caligula varð keisari Róm- verja eftir liarðstjórann • Tiberius fagnaði öll þjóðin höfðingjaskift- unum. Allir vonuðu, að nú mundu nýir og betri tímar fara í hönd, því að ungi keisarinn hafði unn- ið hjörtu almennings. En Adam var ekki lengi í Paradís og Rómverjar ekki lengi í sæluástandinu, því að vonbrigðin komu fljótt og urðu mikil. Hin geypilegu völd, sem Cali- gula voru lögð í hendur, stigu lion- um til höfuðs, og honum fanst sjer leyfast alt. Einu sinni. er hann sat að snæðingi með nokkrum öldunga- deildarmönnum, fór hann að skelli- hlæja upp úr þurru. „Vitið þið að hverju jeg er að hlæja?“ sagði haun svo. „Það var af þvi að mjer datt i hug, að ef jeg gæfi skipun um að láta drepa ykkur alla, þá mundi ]iað verða gert að vörmu spori.“ í ann- að sinn Ijet hann byggja brú milii tveggja nesja, og var brú þessi eng- um að gagni. Þegar brúin var full- ger bauð hann hjeraðsbúum til vigsluhátíðar. En þegar skrautbú- inn inannfjöldinn hafði safnast sam- an á brúnni, þá brotnaði hún alt i einu. Hafði keisarinn skipað fyrir að brúin skyldi smíðuð þannig, að liún brotnaði undan ákveðnum þunga. Caligula stóð í lyftingu á skipi sínu skamt frá og hló dátt, er liann lieyrði neyðaróp fólksins í sjónum. — Hann þurjós ríkisfjár- hirsluna, en fylti hana aftur á þann hátt, að hann ljet handtaka ríka menn og drepa þá, en gerði eignir þeirra upptækar. Hann fór í her- ferðir, en í stað þess að berjast ljet liann hermenn sína safna skeljum á Frakklandsströnd og lijelt síðan hátíðlega innreið sína í Róm með þetta einkennilega herfang. En þó tók út yfir allan þjúfabálk, er hann gerði uppálialdshestinn sinn að kon- súl, og Ijet liann ganga i fylkingar broddi skrúðgöngu einnar mikillar, sem konsúlar í Róm voru vanir að stjórna. Einnig bauð hann þessum nýstárlega konsúl til veislu einnar mikillar, og voru þar settir fyrir liestinn gyltir liafrar og farið með liann eins og liginn gest. — Róm- verjar þoldu Caligula brjálæðisverk lians í fjögur ár, Munnharpan, hið einfalda en þó skemlilega hljóðfæri, sem hefir glatt svo marga (en hrelt suma), var í fyrstu smíðuð af Ieikfangasmið ein- um i Trossingen í Þýslcalandi fyrir meira en hundrað árum. Leit munn- harpan líkt út þá og hún gerir enn. Vinir smiðsins og sjer i lagi hörn þeirra voru stórhrifin af þessum grip, og allir vildu eiga hann, svo að leikfangasmiðurinn sá, að liægt mundi að græða peninga á að smíða munnhörpurnar í stórum stíl. — Verslunin gekk ágætlega og innan skamms Ijeku allir unglingar í Tross- ingen á munnhörpu. En aldrei datt leikfangasmiðnum í liug, að upp- götvun lians inundi breiðast út um allan heim og fullkomnast svo mjög sem nú er raun á orðin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.