Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 4
F Á L K I N N
4
HEIMA HJÁ MARÍU MARKAN
Ameríkanskur blaðamaður rabbar víð fyrsta Islendinginn
sem hefir sungið á Metropolitan.
Maria Markan söngkona.
í húsi, sem þakið er grænum
vafningsviði, og stendur í fag-
urri lilíð ofan við Hudson fljót
nálægt New York, býr Maria
Markan, sópran-söngkona við
Metropolitán-óperuna, en hún
hefir sungið s.l. áratug í ýms-
um löndum Evrópu og í Ástr-
alíu. Hjer stundar hún liúsmóð-
urstörf sín, matreiðir, þrifar
og þvær, innan um málverk af
íslensku landslagi, og handofna
íslenska dúka.
„Jeg er feg'in að hvíla mig
um stund við húsmóðurstörf,“
segir María Markan, um leið og
hún býður blaðamanninn vel-
kominn og fylgir honum upp
græna hjallana að húsinu. „Jeg
hef lagt mikið á mig á undan-
förnum árum, við að læra söng
og tungumál. Nú er jeg bara
óbrotin húsmóðir, og kann þvi
vel. Jeg er brædd um að jeg'
kunni því ennþá betur, en að
syngja við Operuna,“ segir hún
og hlær. við.
Hlátur hennar er eins og
söngröddin: djúpur og hljóm-
ríkur. Eins og fles'tir íslending-
ar talar hún ensku vel. Hún
kann líka Norðurlandamálin og
þýsku og liefir þekkingu á
frönsku og itölslcu.
Maður hennar er einnig ís-
lenskur. „Við höldum íslensk-
um siðvenjum hjer,“ mælti liún,
um leið og hún gekk á undan
mjer inn í húsið. Maðurinn
minn, George Östlund, er ís-
lendingur, en fluttist til amer-
íku þegar bann var 15 ára
gamall. Nú er bann sölustjóri
fyrir Edisonfjelagið. Jeg kynnt-
ist lionum i New York, og
giftist honum áður en jeg var
ráðin við Metropolitan fyrir
tvéimur árum. Jeg var kunn-
ug ælt hans á íslandi. Faðir
hans var sænskur prestur; hann
starfaði talsvert við ritstörf og
var einn meðal þeirra fyrstu
sem prentuðu músík á íslandi."
Jeg sat og skrafaði við frúna
á meðan hún útbjó miðdegis-
verð. Hún sneiddi niður íslenskt
hangikjöt og bjó til eggja-
og pylsurjett, sem hún sagði
mjer að Hendrik Willem Van
Loon, hinn alkunni hollenski
rithöfundur, hefði kent sjer að
búa til.
„Hann er einn af mínum
bestu vinum,“ sagði hún, „og
hann er snillingur í því að búa
til mat. Hann kemur hingað
oft. Jeg á marga góða vini hjer
i Bandaríkjunum. Mjer finst
Bandaríkjamenn hafa næma
tilfinningu fyrir hljómlist. Þeir
krefjast góðrar hljómlistar —
hinnar bestu. Svo margir eiga
útvarp hjer, að jafnvel þó þeir
fái of mikið af „swing“ og
„jazz“ þá fá þeir líka góða
ldjómlist. Og symfóniu-hljóm-
sveitirnar vkkar eru dásamleg-
ar.“
„Þegar jeg söng í fyrra fyrir
hermennina við Stage Door
Canteen á Broadway, þá byrj-
aði jeg með einföldum. þjóð-
lögum. En hvað haldið þér að
þeir biðji um? Wagner. Jeg
varð undrandi. Þetta liefði get-
að áll sjer stað í Noregi eða
Danmörku, þar sem almenn-
ingur gerir miklar kröfur til
söngvai-a sinna. Mjer finst
Bandaríkjaþjóðin þroskuð, á
músíkalska vísu, þó að hún sje
ung.“
Að miðdegisverði loknum
settist María Markan að píanó-
inu. Dökkt hárið fjell um herð-
ar hennar, og gerðu liana ein-
staklega unglega í útliti. Annars
er hún ein af yngstu „prima
donna“ söngkonunum, aðeins
rúmlega þrítug. Hún var klædd
fagurrauðum og svörtum rós-
óttum kjól.
Söng „Fagra mey dreymir“
eftir Foster.
„Nú skal jeg syng'ja fyrir yð-
ur,“ sagði hún og söng' upphaf-
ið á lagi Stephens Foster,
„Fagra mey dreymir.“
„Jeg er hugfangin af Stephen
yðar Foster,“ sagði hún. „Jeg
syng mikið eftir hann. Jeg bef
æfinlega verið viðkvæm fyrir
söngvum alþýðunnar.“ María
Markan hefir venjulega lög eft-
ir Foster á söngskrá sinni er
hún syngur utan óperunnar.
Hún liefir samið nokkur lög
sjálf, en hún gerir engar kröf-
ur til þess að vera kölluð tón-
skáld.
„Jeg er bara söngkona,“ seg-
ir hún, „og það mjög „nervous“
söngkona, á frumsýningum
og sjerstaklega í óperunni. Og
stundum hef jeg of glögga sjón
á því skringilega við óperuna.
Mjer finst leikurinn hamla
söngvaranum. Mjer falla best
rjettir og sljettir concerttón-
lcikar. En mjer er það Ijóst, að
jeg var einstaklega lánsöm að
komast að við Metropolitan. Jeg
var ekki búin að vera nema 6
vikur í þessu landi þegar jeg
var « ráðin að óperunni. Thor
Tliofs sendiherra kynti mig for-
stjóranuni.“
„Þá vaf jeg' nýkomin úr
söngför til Ástralíu. Þar hjelt
jcg fimtíu concert-tónleika og \
ferðaðist um þvera álfuna til ;
Perth. Jeg var hrifin af Ástr-
alíu og Ástráliubúum. Jeg söng
i Melböurne, heimaborg Nellie
Melba, og hvar sem jeg fór um
landið, var sem svipur hinnar i
miklu söngkonu fylgdi mjér. |
Jeg liafði farseðil til Kaup-1
mannahafnar þáðan sem jég!
hafði siglt til Ástralíu, en þegar
Þjóðverjar hertóku Danmörku
fór jeg til Canada, og fór söng-
för um þvera þessa álfu, áðúr
eíi jeg kom til New York.“
María Markan er fædd i ÓI-
afsvík, sjöunda barnið i söng-
gefnum hópi. Fáðir hennar var
rikisbókari á íslandi. Hann
býr í Reykjavík og einnig fimm
systkini liennar, sem á lifi eru.
Ein í syngjandi fjölskyldu.
„Við sungum öll,“ sagði hún,
„og enginn tók eftir minni rödd.
Jeg ljek undir á píanóið fvrir
systkini mín, og það heyrðist
ekkert til mín. Jeg ástundaði
nám á hljóðfærið frá ]íví jeg
var 8 ára. Þegar jeg var 14 ára
liafði jeg ákveðið að læra lijúkr-
un. En árið 1930 fór Einar
bróðir minn, sem er góður ten
órsöngvarij til Þýskalands, og
jeg fór með lionum. Jeg fór að
stunda söngnám í Berlín lijá
madömu Ellu Schmecker.
Tveimur árum síðar kom jeg
lieim til Reykjavikur og lijelt
þár fyrstu hljómleika mína. Sið-
an fór jeg aftur til Þýskalands
til að læra læra óperusöng og
kom fyrst fram opinberlega í
óperu við Scliiller Operuna i
Hamborg árið 1935. Síðar söng
jeg i Dresden og Berlín. En
nazistastefnan var þá að ná liá-
marki sinu, og var hún litt að
skapi flestra listamanna. Jeg
var óróleg, og þegar mjer
bauðst samningur við Konung-
legu Operuna i Kaupmanna-
liöfn 1938, tók jeg honum.
María Markan hefir sungið
fyrir Gustav konung í Svíþjóð,
Hákon Noregskonung og Krist-
ján Danakonungs. Árið 1932
var hún kosin ein af fulltrúum
Islands á hljómlistarhátíð í
Síokkhólmi. Nokkrum árum
síðar söng hún við Glyndbourne
Operu bátiðarhljómleikana í
Englandi. Síðustu tvö árin hef-
hún sungið við Metropolitan
Operuna í New York. Fyrsta
hlutverlc hennar var Almaviva
greifafrú i „Brúðkaup Figaros.“