Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N VNCS/VW liE/UttUKNIR Hafmeyjavatnið SUMARLEYFIÐ vnr byrjað —- þessi yndislegi timi, sem öll börn lilakka svo mikið til. Og í ár hlökkuðu Vagn og Elsa ennþá meira til en vant var, því að þau áttu að i'á að vera hjá frænda sínum og frænku í sumarleyfinu. „Þau eiga heima skamt frá gam- alli höll,“ sagði mamma þeirra vi'ð þau. „Nú á enginn lieima í höllinni og enginn hirðir um hallargarðinn, þvi að greifinn, sem átti þarna heima áður, er fluttur á burt með siU fólk. En þið megið leika ykkur i garðinum þegar þið viljið, því að það hefir greifinn leyft, og þið meg- ið meira að segja synda i tjiirninni, rjett hjá höllinni." „Er þetta vatn — er það stórt?“ spurði Vagn með ákefð. Honunt þótti leitt að þessi staður skyldi ekki vera við sjó, því að hann var byrj- a'ður að synda, og vildi helst geta buslað í vatni á hverjum degi. „Jó, þetta er vatn og það er nógu stórt handa ykkur,“ svaraði móðir þeirra og hló. „Og svo eru liafmeyj- ar í vatninu — eða svo er að minsta kosti sagt,“ bætti hún við. „Hafmeyjar? Ekki lifa þær í stöðuvötnum — þær synda úti í sjó,“ tók Elsa fram í. „Vertu ekki að jjessari vitleysu,“ sagði Vagn drýgindalega. „Það eru engar hafmeyjar til, það veistu vel. Þær eru ekki til fremur en jóla- sveiníir og tröil.“ „Ekki skaltu nú vera viss um það,‘ svaraði móðir þeirra. „Margir fullyrða að þeir liafi sjeð hafmeyjar í liallarvatninu, enda var vik inn í landið þar sem vatnið er nú, en fyltist smátt og smátt af sandi og for, svo að það er akur núna, alt nema vikurbotninn, þar sem vatnið er, og þar eru hafmeyjarnar.“ Börnin hlökkuðu mikið til að sjá þessa mannlausu höll og garðinn með hafmeyjavatninu, þeim fanst þetta svo merkilegt og æfintýralegt. — Sem betur för var altaf besta veð- ur, svo að þau gátu verið úti og skemt sjer allan daginn; þau urðu aðeins að koma heim á rjettum tíma í inatinn og svo á kvöldin, jiegar þau áttu að fara að hátta. „Sjerðu hverju höllin er lík?“ sagði Elsa þegar þau höfðu farið kringum hana og skoðað liana frá öllum hliðum. „Nei — hverju er hún lik?“ „Hún er nærri þvi eins og höllin liennar Þyrnirósu í æfintýrabókinni okkar,“ sagði liún. „Þarna er turn- inn, vaxinn vafningsviði og vínviði. og líttu á alla litlu gluggana; þegar sólin skín á þá, er alveg eins og eldur brenni fyrir innan rúðurnar. Og taktu eftir gluggasvölunum. Eru þær ekki fallegar?“ Og nú komu þau niður að vatn- inu. „Mikið Ijómandi er jietta fall- egt!“ sögðu þau bæði og Jitu yfir spegilsljett vatnið; þar spegluðust trjen og himinbláminn. Vagn fór óðar úr fötunum bg fleygði sjer til sunds, en þegar Elsa var að stiga fætinum út í, heyrði hún hátt óp. Hvað var orðið af Vagni? Og liver var þessi skritni drengur — eða fiskur — sem kom syndandi til hennar? „Elsa,“ kallaði hann. ,Þetta er töfravatn. Sjáðu, jeg er orðinn að liafpilti." Og þetta var satt. Fæturnir voru orðnir að sporði og liann var hreistraður .uppundir axlir. „Hvað eigurn við að gera, ekki þori jeg út í því að þá verð jeg að hafmeyju,“ sagði Elsa. „Hvað gerir það til?“ heyrðu þau þá sagt. Þarna konni þá þrir pinu- litlir álfar róandi á kúskel. „Þú skall ekki verða hrædd, EIsa,“ sagði einn þeirra, þvi að undir, eins og þú kemur upp úr vatninu verður þú aftur eins og þú ert núna.“ „Er mjer óhætt að reiða mig á það,“ sagði Elsa. Og Vagni varð rórra, því. að liann langaði ekki til að vera i þessum ham æfilangt, þó að það væri gaman stutta stund. „Reyndu hvort þetta er rjett,“ sagði Elsa við hann, og Vagn skreið i land og þá hvarf hreistrið og sporðurinn. Og nú fór Elsa út í vatnið og breyttist strax í hafmeyju. „Nú skulum við leika okkur,“ sögðu álfarnir, „því að j)ið leikið ykkur au'ðvitað með okkur.“ Og aldrei höfðu systkinin skemt sjer eins vel. Þau syntu landa á milli í vatninu og álfarnir rjeru kappróður við þau á kúskelinni. Stundum stungu krakkarnir sjer, því að Elsa uppgötvaði, að þau gátu dregið andann alveg eins vel þó að þau væri niðri i vatninu. og nú notuðu þau lækifærið til að sjá hvað væri á botninum. „Líttu á, lijerna eru leyfar af stórri liöll!“ sagði Vagn undrandi. „Hjerna hafa hafmeyjarnar eflaust átt heima — en hvar skyldu þær vera núna?“ „Þær eru komnar út í sjó fyrir löngu,“ sagði einn af álfunum, „þeim leiddist svo mikið hjerna, að sjá aldrei systur sinar og vini.“ „Og líttu nú á hvað jeg hefi fund- ið!“ lirópaði Elsa og kom með perlu- festi, sem hafði legið í gömlu haf- meyjahöllinni. „Hjer er bæði raf og kórallar!“ svaraði Vagn, og svo týndu jiau saman allskonar l'allega hluti, sem þau höfðu með sjer í land. „Skyldi þetta ekki hverfa eins og sporðarnir á okkur, þegar við kom- um á þurrt?“ sagði Elsa óróleg. En það varð ekki af því, sem betur fór, og j)au fóru með það heim. „Hvar liafið jiið fundið þetta alt, börn?“ spurði Anna frænka þegar Elsa sýndi henni kórajlana og raf- molana. — Og þá sögðu þau henni alla söguna, en enginn vildi trúa þeim. „Hvaða bull er þetta í ykkur krakkar ykkur liefir dreymt þetta!“ svaraði frænka. „Ef jeg fer með ykkur l)á verðið þið vist ekki a'ð hafmeyjum!“ Og þa'ð fór lika svo, og þa'ð þótti þeiin leiðinlegt, en þegar Anna frænka fór heim og börnin voru orðin ein, komu álfarnir undir eins. „Þið skuluð ekki segja fullorðna fólkinu frá þessu,“ sögðu þeir. „Eii hvenær sem þið komið liingað ein, ])á getum við breytt ykkur el' þið viljið!“ Og eftir þetta mintust Vagn og Elsa ekkert á æfintýrin sín i haf- meyjavatninu. Og þau áttu besta sumarleyfið, sem þau höfðu nokk- urntíma lifað á æfi sinni. HILO Stiy+Ua. fe'SetC. HI&O <*, Ljt ■iuttAi aXéct, u HEItÞlfÖLÚ BIHÖCIft: ÁRNJ JONSSON HAFWABSTK-5 REVKJAVIK. í^er orugt fljot- “£tWkthreinsiduft inctum getur venð erhtt ná i Vtm svo vert er að X V 410 4-7S6 A LF.VF.R PROM1CT ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦C* Sleðaferðir barna j . ... I Eltirtaldir staðir em leyfðir fyrir sleíiaterðir barna: ? Austurbær 1. Arnarlióll. 2. Fraklcastígur milli Lindagötu og Skúlagötu. 3. Grettisgata milli Banónsstígs og Hringbrautar. t. Liljugata. 5. Túnblettir við Háteigsveg beggja megin vifS Sunnu- hvolshúsið. (i. MÍmisvegur milli Sjafnargölu og Fjölnisvegar. ♦ Vesturbær 1. Bráðræðistún sunnan Grandavegs. 2. Vesturvallagata milli Iioltsgötu og Sólvallagölu. 3. Blómvallagata milli Hávallagötu og Sólvallagötu. Bifreiðarumferð um þessar götur er jafnframt bönnuð. Lögreglustjórinn í Reykjavík. ♦ I »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»»♦»»»»»♦♦»♦♦»»♦<>»»»»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.