Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Saga eftir ichmcd AI><leiElali maðurlnii heniiar AtlieRm "LJYDAR ISMAIL hjet hann, *■ ^ungi Afganinn. Rauði Hyd- ar var hann kallaður vegna þess hve eldrautt var á honum hárið. Hann stóð einn uppi i veröldinni, átti enga ættingja og ekki heldur hús eða gripi. En hann var sæll yfir þvi að eiga ekki neitt, því að hann elskaði frjálsa lífið, opnar þjóð- hrautir, sem lágu um skóga, yfir fjöll og fossa. Þaf var rík- ið hans. Og þar sem leið hans lá um var það altaf fleiri en ein slúlka og — Allah fyrirgefi þeim meira en ein gift kona, sem horfði til hans undan hálflukt- um augnalokum og með augna- ráði, sem var eins greinilegt og orð. Og þegar ástin kom til hans að lokum greip hann hana eins snarlega og maður grípur skeftið á rýtingi. Ástin kom til hans einn morg- un er hann var á ferð um slóð- ir Kusranianna, en þetta er ætt- kvísl, sem hefir hyggt sjer kringlótt steinhús i Þrumudal. Hann hafði ekki viðdvöl þarna því að hann hafði jafnlítið dá- læti á Kusraníum og þeir á hon- um. Þetta voru miklir burða- menn, sumir þeirra beinlínis jötnar. Þeir iðkuðu glímu og höfðu gert það kynslóð eftir kynslóð. Og í fjöllum Afgan- istans eru engir skylmingamenn færari og válegri en þeir. Þetta var rauði Hydar að hugsa um meðan leið hans la um dalinn. Hann mintist líka dags eins fyrir sex árum; þa var hann ekki nema 16 ára en farin að flakka. Hjerna í sama dalnum hafði hann mætt ungri kusranistúlku, sem var litlu yngri en hann. Honum hafði fundist hún falleg, gullroðin á hörund af sól og vindi, og með íbenholtssvart, hrokkið hár, sem liðaðist niður á enni. Ilann roðnaði vandræðalega, samt gat hann ekki stilt sig um að segja við hana: „En hvað þú' ert falleg! Andlit þit-t er fagurt „Og hnefinn sterkur," hafði hún tekið fram i. „Jeg er hitt- in líka.“ Svo hafði hún tekið stein og hent í hann, áður en hún hljóp leiðar sinnar. Ennþá var ör á vinstra gagnauga þar sem steinninn hafði hitt hann. Villiköttur, hugsaði hann. En þau fallegu gráu augu og þær rjóðu varir. Og nú voru sex ár siðan og hún var ekki lengur harn. Skyldi hún vera gift? Svo ypti hann öxlum. Hann var að g'anga upp brattan stíg þegar hann heyrði þrusk í laufinu, og út úr rhododendron- runni kom hópur af geitum og ung stúlka á eftir. — Hann þekti hana undir eins, þó að sex ár væru liðin síðan seinast, grann- ur barnslíkaminn var þrýstnari undir þunnum ljereftskjólnum, sem náði ofurlítið niður fyrir Imje. Hárið var fljettað, með gulum og rauðum höndum hún var þá ekki gift ennþá gleðistraumur fór um hann. Hún ]>ekkti hann .ekki aftur, því að hann var með stóra skinnhúfu langt niður á enni. En hún sá að hann var barn eyðimerkurinnar og mundi vera hættulegur — albúinn til að hefja illindi og gerast áleitinn. Þesvegna reiddi hún Jurkinn sinn og vlgdi sig. Hann brosti. „Litið liefir þú breyst þessi sex ár. Líttu á!“ hann lyfti húf- unni og benti á örið á gagn- auganu. „í það skiftið bauðstu mig velkominn með steini, en i dag með lurk.“ Nú mundi hún liann. „Jæja, svo að þú ert þá á flakki enn- þá.“ „Já, jeg er frjáls maður enn- þá.“ „Landeyða — engum til gagus. Almennilegur maður heldur sig heima og hefir eitthvað fyrir stafni. Þú hefir valið ranga braut —- hún liggur frá heiðar- legri vinnu.“ „En á minni leið er gleði, sem gerir mann ríkan.“ „Góð samviska og ánægja gerir hvern mann rikari. En,“ hjelt liún áfram og byrsti sig enn, „jeg nenni elcki að evða tíma til að tala við umrenn- inga.“ Hún sneri frá og ætlaði að fara, en hann rjetti út hendina, eins og liann ætlaði að varna henni vegar. Því að honum var orðið ljóst, að án hennar myndi líf hans verða tómlegt. Hann hafði ákafan hjartslátt er hann sagði: „Þú ættir að varast skógana, fjöllin og dalina, alla staði sem þú átt á liættu að mæta son- um Adams.“ „Hversvegna ?“ sagði hún. Hún kendi líka hjarlsláltar. „Því að andlitið á þjer getur valdið því að beitt sje rýting- um og blóð renni. Og“ — liann hikaði um stund, — „má jeg segja þjer eitt enn.“ „Jeg get víst ekki aftrað þvi þú heldur mjer hjer með valdi.“ Þetta var nú ekki satt, því að hann hafði ekki snert við henni. „í mjer búa tveir menn i senn,“ sagði hann og steig eitt skref áfram. „Annar er um- renningur, svona eins og þú hatar. Hinn er sjálfur jeg, Hjrd- ar Ismail. Hvorn viltu láta tala?“ „Láttu hinn tala,“ sagði hún lágt. Nú liefði hann getað sagt fög- ur, töfrandi orð, en hann gerði það ekki. Hann sagði aðeins: „Jeg elska þig!“ Hún tók andann á lofti. „Þú —■ þú — þekkir mig ekki,“ stamaði hún. „Jeg kynnist þjer bráðum.“ „Hvernig?“ bvíslaði hún. A næstu sekúndu hvíldi hún i örmum hans. Var það hann sem lcysti hana fyrst, eða liún hann? Hann vissi það ekki, og hún ekki heldur. En þau vissu bæði, að töfrar ástarinnar höfðu náð valdi á þeim. Engin veröld var kringum þau. Aðeins liann og hún aðeins maður og kona, sem elskuðu hvort annað. „Y’ellah!“ Smali hóaði á geit- urnar sínar. Þau hrukku hvort frá öðru. „A morgun?“ spurði Hydar. „Á morgun!“ „Y’ellali!“ Smalinn kom nær og Hydar hjelt áfram upp stíg- inn, en Atheba fór kringum geiturnar sínar og rak þær á- fram gegnum rhodoendron- kjarrið. Morguninn eftir liittust þau. Þau töluðu ekki nema fátt um ást sína, sem var sæt og bitur í senn. Því livað bar framtíðin í skauti sínu? AÐ er ekki nema um eitt að gera,“ sagði Hydar einn daginn. „Við verðum að flýja.“ „Nei, nei!“ „Hvað verður að öðrum kosli. Ætt þín leyfir okkur aldrei að giftast.“ „En jeg á ömmu. Foreldrar minir eru dánir og hún hefir alið mig upp. Jeg elska hana. Hún á engan að nema mig. Jeg get elcki yfirgefið hana.“ „Jæja. En þá verðum við að taka hana með okkur.“ „Nei, liún er of gömul og vesæl til þess.“ En úr runnanum rjett hjá, þar sem Gothia hafði falið sig, heyrðist sagt með rólegri röddu: „Gömul? Ójá, kanske. En ekki svo vesæl ennþá.“ /"lOTHIA hafði furðað sig á hátterni Athebu upp á sið- kastið. Hún dreif af húsverkin i snarkasti á morgnana og rak svo geiturnar í haga. Og í morg- unn hafði Gotliia, sem var ljetl á fæti þrátt fyrir aldurinn, elt sonardóttur sina, lagt sig í leyni og haft gætur á henni. Nú færðist bros yfir hrukkótta andlitið. Hún var ekki Kusrani heldur Tartari, handan yfir landamær- in. Maðurinn hennar, sem á sinni tíð var besti glímumaður kynþáltar síns, hafði hitt liana á markaði i Bokhara og kvong- ast henni. Hann hafði haft hana með sjer heim og flestir höfðu þegar haft liorn i síðu hennar. Gothia var skapstór kona og hafði svarað öllum fullum hálsi. Smámsaman, og einkum þó eftir að maður henn- ar var látinn, fór henni að leið- ast að eiga i þessum sífeldu illindum og hafði samið sig að siðum og venjum fólksins þarna. En nú gladdist liún, er hún sá að sonardóttir hennar hafði orðið ástfangin af um- renningi. Það var uppreisn gegn lögum kynþáttarins — þeim lög- um, sem hún hafði sjálf brotið fyrir fimtíu árum. Fvrst datt henni í hug að segja við Athebu: „Farðu á burt með unga manninum og gleymdu mjer. Jeg er gömul, þú ert ung. Þú átt rjett á að lifa þínu eigin lifi.“ En svo hugaði hún sig um. Henni datt í hug, að hægt væri á einn eða annan hátt að nota sjer ástir þessara ungu elslc- enda til þess að koma fram hefndum gegn kynþættinum. Og hún beið eftir tækifærinu og þó undarlegt megi virðast fann hún það í hinni takmarka- lausu virðingu Kusrananna fyr- ir sínum eigin lögum. Timur, yngsti sonur liöfðingj- ans, kom heim úr norðurför.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.