Fálkinn - 10.11.1944, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
J
ÞÆTTIR ÚR LANDFRÆDI
II. SUÐAUSTURRIKIN
BANDARIKJANNA
Frá hrossa-
WM kynbótabúi í
.. Lexington,
, ''MlS Kentucky.
íbúar suðausturríkjanna cru lengd-
ir sterkum sögulegum, nienningar-
legum og stjórnarfarslegum böndum.
Mikið af ibúunum eru afkomendur
fjölskyldna, sem voru fyrstu inn-
flytjendur til vesturálfunnar. Enda
er virðingin fyrir liðinni tið fík1 á
þessum slóðum. í fjallabygðum Tenn-
essee og Norður-Carolina eru enn
sungin gömul ensk þjóðkvæði, en
í Louisiana er frönsk tunga í önd-
vegi. Málið er sjerkennielgt. Her-
maðurinn frá „suðuustri" hefir
eftirtektarverðan framburð, er liann
þekkist á, talar mjúkt og dregur
seiminn. Einu sinni var það, að
11 suðurrikin reyndu að stofna
sjerstakt þjóðfjelag, en eftir borgara-
styrjöldina 1861-65 hurfu þau inn
í ríkjasambandið. En þó eru suður-
fyikin i mörgu tilliti „ríki i rikinu“
jafnan síðan.
Þetta umdæmi nær frá Washing-
ton suður að Mexicoflóa og frá
Allantshafi vestur að Mississippi.
Þar eru fáar borgir nema hafnar-
borgirnar, sem risið hafa upp vegna
verslunar og siglinga. Ellefu fylki
teljast til þessa umdæmis: Virginia,
North Carolina, South Cárolina,
Georgia, Florida, Kentucky, Tenn-
essee, Alabama, Mississippi, Arkans-
as og Louisiana. Og stærðin er 2Vi
sinnum meiri en norðausturfylkj-
anna eða þrisvar sinnum meiri en
Sviþjóðar. fbúatalan, 28 miljónir, er
fimtungur af öllum íbúum Banda-
ríkjanna. Um það bil þriðjungur,
9 miljónir, eru Svertingjar.
Ströndin er lág, mismunur flóðs
og fjöru mikill, og lítið um góðar
hafnir af náttúrunnar hendi. Frá
flotahöfninni í Norfolk i Virginia,
til New Orleans í Louisiana eru að-
eins fáir hafnarbæir, sem lifa aðal-
lega á siglingum. Þessvegna eru járn-
brautirnar aðaltengiliðir þessa um-
dæmis við önnur fylki, og Atlanfa
í Geogia (300.000 íbúar) er mið-
stöð járnbrautarkerfisins og aðal
verslunarborg suðausturríkjanna.
Landfræðileg afstaða Atlanta hef-
ir einnig ýtt undir vöxt þessarar
borgar. Þarna eru mikil bænda-
hjeruð og Atlanta er i bómiillarbell-
inu miðju. Mest af því, sem flutt er
með járnbrautum jiarna, er land-
búnaðarafurðir, og fer þar mest
fyrir bómullinni. Hún er liftaug
suðausturfylkjanna og um helming-
ur alls ræktaðs lar.ds þarna er bóm-
ullarekrur.
Það er loftslagið, sem veldur
þessu. Þó að snjóar sjáist stundum
i Virginia, Kentucky, Tennessee og
North Carolina, er loftslagið afar-
heitt á sumrum og milt á vetrum.
Úrkoma er mikil og dreifist á allt
árið. Þessi veðrátta, og svo hitt hve
sumarið er langt, veldur því að
þarna eru hin ákjósanlegusfu skil-
yrði til bómullarræktar. Jarðvegur-
inn, sem ýmist er leirborinn sandur,
næst Atlantshafi, eða rauður Ala-
bama-leir, næst Mexicoflóa, er ekki
eins frjór og þar sem best er i
Bandaríkjunum, en nægilega frjór
til bómullarræktunar.
Bómullaruppskeran er bakraunar-
vinna, því að hún er tekin upp ineð
höndunum. Fyrir borgarastyrjöld-
ina voru svartir þrælar látnir vinna
þetta starf. Hinir riku plantekru-
eigendur, hjeldu hópa af þrælum tli
að liirða um og uppskera bómullar-
ekrunar. Þegar þrælahald var af-
numið, 1863, var tekin upp leigu-
ábúð á jörðum. Ábúendurnir, bæði
svartir og hvítir, leigðu sjer jarð-
arskika, og borguðu afgjaldið með
ákveðnum hluta uppskerunnar.
Leigufyrirkomulagið var að mörgu
leyti óhentugt. Leiguiiðar höfðu orð-
ið að nota ófullkomnar vinnuaðferð-
ir, því að hvorki höfðu þeir tæki-
færi til að læra nýja tækni eða hvöt
til að taka upp nýjar aðferðir. Þeir
hafa ekki notað sáðskiftiaðferðir,
og þannig rænt jarðveginn frjóefn-
um, og hann hefir fokið burt og
jörðin orðið að flagi. Fleira hefir
amað að. Bpmullin er verslunarvara
og bæði leigjandinn og jarðeigand-
inn eiga afkomu sína undir góðu
markaðsverði. Hvenær sem eftir-
spurn eftir bómull rjenar á heims-
markaðinum er vá fyrir dyrum hjá
bændum suðausturríkjanna.
Þessvegna hefir verið keppt að
því síðari árin að taka upp sáð-
skifti á bómullarbeltinu, og hefir
þetta borið nokkurn árangur. Það
hefir komið á daginn, að jarðvegur-
inn er hentugur til að rækta græn-
meti, kjarnfóður o. fl. Soyabaunir
eru og mikið ræktaðar í bómull-
arbeltinu og ráðstafanir liafa verið
gerðar til að hefta uppblástur.
Þá má nefna tóbaks- og maisrækt-,
einkum í norðanverðu umdæminu,
og hrisgrjóna- og sykurreyrs- og
ávaxtarækt i Louisiana og Florida-.
Ferðamannastraumur gefur einnig
miklar tekjur, einkum í Florida,
þar sem hann er aðaltekjulind fylkis-
búa.
Flóridabúar „selja“ veðurblíðuna
sína. Þangað sækja borgarbúar úr
norðausturfylkjunum þegar þeir geta
strokið um frjálst höfuð. Og þegar
gestagangurinn er mestur tvöfaldast
ibúatala fylkisins.
Iðnaður er einnig nokkur í suð-
austurfylkjunum. Lágfuran i bóm-
ullarbeltinu og við rætur Appalacia-
fjalla er notuð í trjákvoðu og pappír
og skógarhögg fer óðum vaxandi.
Hefir iðnaður slóraukist síðustu
tuttugu árin. f Atlanta eru nú rjúk-
andi verksmiðjuliverfi og um 1500
vörutegundir framleiddar þar í borg-
inni.
Birmingham í Atlanta er önnur
mikil iðnaðarborg. Bærinn var
stofnaður í maisakri árið 1870, en
hefir nú 400.000 íbúa undir App-
alachia-fjöllum, og innan 16 km.
fjarlægðar er bæði kol og járngrýti
1 jörðu, svo að skilyrði eru góð til
stálsuðu. Þarna er til meira af efn-
um til státsuðu en í stálborginni
Pittsburgh, en borgin er fjarri mark-
aðsstöðum og flutningar dýrir, og
dregur það úr framleiðslunni.
Þá má nefna aðra framleiðslu,
sem lagt hefir grundvöllinn að vel-
gengi ýmsra borga. Richmond i
Virginia og Louisville í Kentucky,
ásamt ýmsum borgum í Norður-Caro-
line eiga velmegun sina að miklu
leyti undir vindlingagerð og öðrum
tóbaksi'ðnaði. Raleigh, höfuðstað-
urinn í Norður-Carolinu og mesta
menningarborg fylkisins, er fyrsta
borgin í suðausturríkjunum, sem
hóf tóvinnuiðnað,, og hefir bæði
þessi borg og nágrannabæir hennar
grætt á þeirri iðju.
Siglingarborgin New Orleans. Á
sama liátt og járnbrautirnar hafa
lyft borginni Atlanta, hefir New
Orleans, við mynni Mississippi
(500.000 ibúar) blómgast sakir legu
sinnar og orðið mesta siglingaborg
suðurfylkjanna. Um þessa höfn fer
hitabeltisframleiðsla Mið- og Suður-
Ameríku — bananar, kaffi, sykur og
kryddjurtir. Niður Mississippifljót
flytja grunnskreið skip kornvöru og
aðra framleiðslu miðfylkjanna i
Bandaríkjunum áleiðis á erlendan
markað. í New Orleans er mikill
fjöldi ibúanna af frönskum og
spænskum ættum, og er borgin þvi
með líkum svip og í suðurlöndum
Evrópu.
Virginia á sjer merkilega sögu í
landnámi suðausfurfylkjanna. 'Þar
var fyrsta enska bygðarlagið stol'n-
að í Jamestown, árið 1607. Fyrsta
löggjafarþingið í Bandaríkjunum kom
saman i Virginia 1619. Margir leið-
Miami, hinn
frægi skemti-
sfaður á Flor-
idaströnd. —
Þar er talið
besta loftslag-
ið i U.S.A.
„The Hermi-
tage", heimiti
Andrew Jack-
sons Banda-
rikjaforseta, í
: Nashville, —
**! Tenn. Þessu
lilc eru stór-
býlin i suð-
I austurfylkjun
f um.