Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.11.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Og Marinetta óx smátt og smátt. Hún varð ellefu — tólf og þrettán ára. Nu fór að líða að því að hún gæti orðið regluleg fyrirmynd. Og, drottinn minn, hvað hún var falleg! Mikilúðlegt andlit með barns- iegum engilsvip. Líkami, sem eigin- lega hafði enga aðra ákvörðun en að vera fagur. Það leið ekki á löngu þangað til Marietta varð eftirsóttust allra fyrirmynda, þrátt fyrir andúð fjelagsins frá Anticoli. Stundaskráin hennar, sem hún ritaði á mjög ófull- kominn hátt, með allskonar undar- legum teiknum — hún hafði aldrei gengið í skóla — varð oft beinlínis fjandskaparefni meðal myndhöggv- aranna. Hún hafði góðar tekjur, en afhenti móður sinni allt, sem liún eignaðisl. Þær mæðgunar horðuðu reglulegar máltíðir og drukku vín, á sömu „trattorium“, sem aðrar fyrir- myndir komu á. Nú þurftu þær ekki framar að hafa bækislöð lijá Spanska stiganum. Og loks rann sá dagur upp að Marietta keppti um drottningar- tignina. Fólkið frá Anticoli lagði sig i framkróka til að afstýra þvi, að henni yrði leyíð þátttaka. En dómnefndin veitti henni vérð- launin. Jeg gleymi aidrei veislunni, sem haldin var henni til heiðurs. Þegar jeg loka augnUm sje jeg enn þessa undurfögru stúlku sitja við veisluborðið, eins og raunverulega (irottningu í karnevaisskrúða. Og við hlið hennar Sabinu uppdubbaða, og vesalings demoniska höfuðið reigt aftur í stolti yfir dótturinni og upp- reisn síns eigin lífs. í hvert skifti, sem einhver ávarpaði liana svaraði hún aðeins: Talið ekki við mig, truflið mig ekki, annars fer jeg að gráta! Svo bar það við að ungur, enskur myndhöggvari,' sem dvaldi í Róm varð bókstaflega brjálaður af ást til Mariettu. Hann var fríður maður og svo ríkur sem ungir hefðarmenn enskir geta einir verið. Hann hjelt glæsilegar veislur fyrir alla lista- mannanýlenduna í hinni stóru vinnu stofu sinni á Piazza Barberini. Þær voru helstu viðburður vetrarins hjá okkur i þá daga. Þar var ótrúlega fjölski'úðugt kalt borð, kampavínið flaut, og dansinn dunaði fram á morgun. t einni var Marinetta i heiðursæti húsmóðurinnar. En aliir, sem þarna voru staddir, sáu að það amaði eitthvað að lienni. Hún var í ljómandi fallegum kjól, sem liús- bóndinn hafði gefið henni, en samt lyngdi hún aftur augunum og mælti ekki orð. Flestir gestirnir hugsuðu sem svo, að nú hefði öll þessi upp- hefð stigið Mariettu til liöfuðsins, nú væri árangurslaust að reyna að fá hana til að sitja fyrir. En um miðnætti, áður en glaðværðin var kominn á algleyming, sáum við, gapandi af undrun. að Marietta stóð upp í skrúða sinum og fór. Án þess að kveðja húsbóndann, sem horfði forviða á eftir henni — án þess að segja orð við nokkurn mann í samkvæminu. Veislan var farin í hundana, glaðværðin á burt, eins og bóla og reykský; fólk gleym- ir að dansa því að allir vildu rök- ræða um hversvegna Marietta hefði farið. Þetta uppgötvaðis smátt og smátt, Marietta hafði reiðst af þvi að móð- ur hennar hafði ekki verið boðið líka. Unga stúlkan hjelt áfram að vera fyrirmynd, eins og ekkert hefði i skorist. Enginn þeirra gat gumað af þvi að hafa heyrt hana láta í ljós nokkra skoðun eða segja eitt orð umfram það nauðsynlegasta eða það sem snerti stellingar hennar á pallinum, eða hvernig hún ætti að snúa höfðinu. Fögur var hún — en köld. Og var þetta eiginlega ekki eins og l'yrirmynd allra fyrirmynda eiga að vera? En Sahina móðir hennar var ekki jafn fátöluð. Frá hennar sjónarmiði var þögnin auðmýkt, margra ára daglegt brauð, en mælgin var sigur- ljóð og uppreisn. — Það er aðeins eitt í veröldinni, sem Mariettu og mig langar til, sagði hún einn daginn, — og það er að komast aftur heim til Anti- coli. Þá mundu allir vera úti í gluggunum, þegar við göngum upp götuna, og veifa til okkar og segja: — Sjáið þið þarna kemur hún Sab- ina og hún dóttir hennar. En hvað það er langt síðan þið hafið komið heim. Og við sitjum við gangstjett- arborð hjó Francesco og drekkum Vernnit með bæjarstjóranum og liann lyflir glasinu og segir: — Salute! Sabina! Það er gott að þú komst loksins, við höfum saknað þín lengi! Og það er svo sem ekki óhugsandi að þetta verði bráðum. En það verð- ur aldrei, ef Marinetta lifir mínu lífi upp aftur. Æ, þið vitið öll vel hver það er, sem elskar Mariettu. Og máske elskar Marietta hann. En hún elskar liann ekki eins og jeg elskaði Ernesto, föður hennar. Hann skal fá hana, ef hann vill, en þá verður hann að giftast henni. --------Hvað farið hefir á milli myndhöggvarans, enska, Sabinu og Mariettu, veit jeg ekki. En það heyrðist, að hann hefði bugað and- stöðu foreldra sinna gegn því að hann gengi að eiga rómverska fyrir- mynd. Það virtist lygilegt, en undir vanahjúpi Englendingsins dylst oft furðulegasta öfgahneigð. Að minsta kosti hvarf Marietta skyndilega frá Róm. Mamma hennar sagði hverjum sem hafa vildi, að dóttir hennar hefði verið send á heimavistarskóla fyrir ungar stúlkur, norður í Sviss, og að þar lærði hún ekki eingöngu að skrifa heldur og alla siði heldri kvenna. Ári siðar sáum við Mariettu aftur i Róm. Hún var beinlínis óþekkjan- leg. Heimsdama með dýrindis tikl- úrur, sem virti okkur tæplega þess að kasta á okkur kveðju. Sabina ságði, að nú hefði verið leigð handa þeim í Anticoli — þau ætluðu að giftast bráðum. Sabina átti að fá stóra ibúð þar, útaf fyrir sig. Og það fór svo að þau giftust. Alveg viðhafnarlaust. Innreið þeirra i Anticoli kvað hafa verið eins og æfintýri. Bærinn var á öðrum endanum og allir vildu sjá Sabinu koma aftur heim með dóttur sina og hinn tigna tengdason. Hinn fyrirlitni og útskúfaði farfugl, Sabina, kom aftur sem fuglinn Fönix í dýrðlegu fjaðraskrúði. Dóttir Sab- inu var orðin helsta verðmæti Anti- colibæjar. í bænum bjó fjöldi lista- manna af ýmsu þjóðerni, því að hjer var fagurt landslag og sægur af fyrirmyndum. í hvert skifli/ sem gest bar að garði var farið með hann að stóru hornhýsi í Aðalstræti og hátíðlega tilkynnt, að hjer byggi il conte inglese, enski greifinn of> Marietta greifynja, sem væri borinn og barnfædd þar í bænum. Þetta sáu frúrnar í Anticoli um. Svo frjettum við þarna í Róm ekkert af Sabinu og ungu hjonunum í marga mánuði. Er einhver kunn- inginn kom úr heimsókn til Anti- coli, gat hann sagt frá þvi, að fáir yrðu varir við ungu hjónin en að Sabína bærist hinsvegar mikið á, eins og hún væri rikjandi drottn- ing bæjarins, og gengi í æfintýra- lega dýrum fatnaði, en þó jafnan hattlaus, eins og stöðu hennar sæmdi. En einn góðan veðurdag mætti jeg unga, enska myndhögbgvaranum á Via Sistina á leið til vinnustofu sinnar sem liann jafnan hafði á leigu í Róm. Við skiftumst á nokkr- um orðum um daginn og veginn. Þökk fyrir, konunni hans liði ágæt- lega. En ekki dygði að slá slöku við listamannsstarfið, það væri svo margt, sem hann hefði að sinna. Einn daginn heyrðist, að liann væri farinn í Evrópuferðalag með Mari- ettu. Skömmu siðar kom jeg inn á „trat- tori“ og sá Sabinu birtast þar í sínu fagra skrúði. llún settist náðarsam- legast við borðið hjá okkur og bað um dýrustu rjettina, sem til voru á matseðlinum. Og svo fór hún að seg- ja fró allri dýrðinni, sem hún ætti við að búa þarna i Anticoli, og sem við getum ekki gert okkur neina hugmynd um, við, sem aðeins kæm- um á þessa ódýru staði. En eftir að hún hafði slokað í sig hálfum lítra af gulu frascativini og beðið um meira, játaði hún þó hreinskilnings- lega að til væri aðeins einn bær i heimi og það væri Róm, og að hún ætlaði að heimsækja allar málara- stofur sem hún þekkti, því að nú mundu allir vilja mála hana, i fyrsta lagi af jivi að hún lieimtaði enga horgnn fyrir það, og í öðru lagi vegna þess að nú væri hausinn á henni ekki demóniskur framar. En Sabina hvarf aftur til Antiqoli, ef til vill vegna þess, að þegar öllu var á botninn hvolt liefir það demoniska máske gefið henni meira gildi, sem fyrirmynd. Enn liðu nokkrir mánuðir. Þá kom hún aftur inn á sama „trattori“. Hún var ekki í sem hestn skapi, fanst okkur, og hún hvolfdi í sig hálfum lítra af víni i snatri áður en hún fjekk málið. — Maríetta er komin aftur, sagði Hjer eru Beaufighterflugvjelar að ráðast á þýska skipalest við Noregs- iii'endur. Höfðu þær tundurskeytt hún, — og henni hafði farið stór- Iega aflur. Hvað átti hún að gera i öll þessi lönd, veslingui'inn hún Marietta? Það er þó alltaf ekki nema einn bær i veröldinní, sem sæmi- legt mál væri talað i, og það er Róm. Ilún vissi varla hvað hún átti að segja, þegar hún vildi láta herbergis- þernuna reima skóna sina. Og i Englandi, hjá fjölskyldu síns löglega eiginmanns, skyldi fólkið ekkert hvað hún sagði, þó að liún hefði lært ensku þarna í heimavistinni í Sviss. Og fólkið ljet sem það sæi hana ekki — Madonna mia — þetta hyski ljet eins og það sæi ekki Mariettu! Getið þið skilið það? — Getur nokkur skilið það? Fegurstu konuna, sem nokkurntíma hefir gengið um göturnar í Róm! Með miklum erfiðismunum tókst okkur nú að komast að því, að nú væri Marietta á ný sest að í höllinni í Anticoli, en að maður hennar væri farinn að starfa i Róm. Þegar við spurðum forviða, livort hún ætlaði ekki að hjálpa manni sinum í starfi hans, hnykti hún höfðinu aflur og sagði með sínum gamla, demóniska virðuleik: — Hafið þið nokkurntíma vitað að greifynja væri fyrirmynd? Enn um nokkurt skeið fram að stríði gafst mjer færi á að fylgjast með ferli ]iessara tveggja rómversku fyrirmynda. Hvað síðar hefir um þær orðið veit jeg ekki. Marietta hjelt áfram hinu gullna letilífi sínu í Anticoli. Maður hennar dvaldi um hríð i Róm en mun nú hafg flutst heim lil síns breska föður- iands. En þann tíma, sem jeg enn dvald- ist í Róm, fram að stríði, liitti jeg Sabinu oft. Hún gerði embættis- heimsóknir á málarastofunum og talaði gagnrýnandi um listaverkin. Hún mintist aldrei framar á Ernesto og sína eigin niðurlægingu. En á „trottoriunum“ kom hún oft fram sem göfugur gjafari. Hún sagði við þjóninn: Eugenio! Viljið þjer koma með tvo lítra af' víni handa mjer og þessum herrum. meðferðis og tókst að sökkva tveim meðalstórum kaupskipum og laska það þriðja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.