Fálkinn - 10.11.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
S
Bómu.11 er lát-
in á bifreið-
ar i „bómull-
arbeltinu.
Eddnrnar þýddar á Tjekknesku
af Islandsvininum Emil Walter
togarnir í sjálfstæðisbaráttu Banda-
ríkjanna voru frá Virginia, og sömu-
leiðis ýmsir af elstu forsetum ríkj-
anna. Það voru menn eins og George
Washington, Thomas Jefferson og
James Monroe, sem mörkuðu fram-
tíðarstefnu þjóðarinnar. Wodrow
Wilson var ættaður frá Virginia og
sömuleiðis hinn ágæti hershöfðingi
Robert E. Lee.
Virginiabúar bygðu ýms önnur
nálæg fylki fyrstir hvitra manna,
svo sem Kentucky, Tennessee og
Norður Carolina. Þessvegna töldu
mðrg suðurfylkin Virginiu einskonar
móðurland sitt og hjeldu tengslum
við betta fylki.
Suðurbyggjar Bandaríkjanna hafa
löngum verið frægir fyrir gestrisni.
Strjálbýli og slæmir vegir áttu þátt
í þessu, því að í fámerininu hefir
fólk gaman af gestakomu. Hitarnir
eiga líka nokkurn þátt: fólkið í heitu
löndunum er jafnan ljettara i lund
og viðkvæmara en í kaldari lönd-
um.
En nú í stríðinu hafa suðurbyggj-
arnir eigi reynst eftirbátar annara
landsbúa. Engin fylki hat'a lagt eins
'marga hermenn til, hlutfallslega,
eins og suðurfylkin.
Það má segja að stór svæði suður-
fylkjanna sjeu nú herbúðir. Vegna
loftslagsins hefir þótt hentugt að
hafa æfingarvelli á þessum slóðum.
Hafa íbúarnir sýnt hermönnunum
hina mestu gestrisni.
Sama viðleitnin til þess að verða
þjóðfjelaginu að gagni hefir og kom-
ið fram á sviði landbúnaðarmála
og iðnaðar. Herir hinna sameinuðu
þjóða hefðu verið illa staddir ef
eigi hefði notið við bómullarinnar
úr suðurfylkjunum. Og iðnaður þess-
ara fylkja hefir verið aukin stórlega
til þess að fullnægja þörfum hern-
aðarins.
Þegar Bandaríkin geta á ný far-
ið að gefa sig að friðsamlegum störf-
um, mun sjást að framtíðarmöguleik-
ar iðnaðarins og landbúnaðarins i
suðausturfylkjunum eru ótæmandi.
En áður en þessir möguleikar fá
að njóta sin verður að ráða fram
úr ýmsum málum. Þegar hafa ýmsar
umbætur verið gerðar, í samráði
við sambandstjórnina í Washington.
Til dæmis liafa fliótin í Tennessee-
*
dalnum verið beisluð, þannig að ár-
flóðunum verður afstýrt en mikið
fengist af ágætu áveitulandi. Raf-
magni hefir verið veitt á heimilin
og til smáiðnaðar og hefir það auk-
ið þægindi og framfarir. Renslisjöfn-
uður Mississippifljótsins er annað
fyrirtæki, sem mun bera ríkan ávöxt.
Á liverju ári flæðir yfir stór akur-
lendi suðausturfylkjanna í vatna-
vöxtum, svo að þau skemmast og upp-
skeran fer forgörðum. Þessum ár-
flóðum liefir eigi enn verið útrýmt,
en það hefir tekist að draga úr þeim.
Það kostar enn margra ára starf að
beisla árnar að fullu.
Og margt er enn ógert. Það er
aðeins byrjunin, sem gerð hefir ver-
ið tR þess að fyrirbyggja uppblást-
urinn, en þetta er sjálfsagðasta fyrir-
tæki suðausturríkjanna. Hinsvegar
hefir heilbrigðismálum og fræðslu-
málum verið kipt í nýtt og betra
horf en áður.
Fyrrum voru litlir möguleikar fyr-
ir æskulýðinn í þessum fylkjum.
Vegna lágs kaups og slæmrar vinnu
hurfu margir á brott til norðaustur-
fylkjanna, þar á meðal margir sem
urðu afreksmenn í sinum nýju lieim-
kynnum. Fyrsta verkefnið er að
skapa æskulýðnum lífsskilyrði, svo
að hann haldist heima.
Fyrir rúmum tuttugu árum dvöldu
hjer part úr sumri tjekknesku hjónin
Emil og Annie Walter. Hann hafði
þá um skeið verið sendiráðsritari
Tjekkóslóvakíu í Kaupmannahöfn en
jafnframt lagt stund á að stunda is-
íslensku og hlýtt á fyrirlestra Finns
Jónssonar um norræn fræði, á Hafn-
arháskóla, en áður var hann orðinn
vel fær j öðrum tungum Norður-
landa. Hafði hann þýtt á tjekk-
nesku Lilju Eysteins munks, Gunn-
Iaugs sögu ormstungu og fleiri ís-
lendingasögur og var erindi hans
hingað einkum það að kynnast sögu-
stöðum Njálu, því að um þær mund-,
ir var hann að þýða þá sögu. —
Flestar þýðingar hans komu út löngu
fyrir núverandi styrjöld og sumar
þeirra í skrautútgáfu, svo sem Lilja
og Guðrúnarkviða. Auk Gunnlaugs
sögu voru þá komnar út á tjekk-
nesku Laxdæla saga, Hrafnkells saga
freysgoða og Eyrbyggja saga.
Að dr. Emil Walter hafi ekki setið
auðum höndum síðustu árin. má
marka af grein, sem Fálkanum hefir
nýlega borist í hendur. Birtist hún
i Svenska Dagbladet nú í haust, og
fer sá hluti hennar, sem veit að þýð-
ingarstarfsemi Walters, hjer á eftir.
„Fyrstu heildarþýðing á Eddunum
á slavneskt mál er nýlega lokið í
Svíþjóð af dr. Emil Walter, sem snú-
ið hefir Eddukvæðunum á tjekk-
nesku. Kafli úr þýðingum þessum birt
ist í bókmentatímaritinu Listy ze
Severu — Blöð úr norðri —, sem
II. heftið af kom út nýlega.
Eddurnar eru ekki fyrsta þýðing
norðurlandabókmennta, sem dr.
Walter gerir á tjekknesku. Á náms-
árurn sínum fór hann að leggja
stund á sænsku og sænskar bók-
menntir og tók til við fyrstu þýðingu
sina. Það var „Herragarðssaga"
eftir Selmu Lagerlöf, og síðan komu
fleiri eftir sömu skáldkonu: „Gösta
Berlings saga/* Kejsaren av Portu-
gallien“, „Körkarlen“, „Nils Holgers-
sons underbarav resa“ o. fl. Einnig
hafði dr. Walter þýtt ýmislegt úr
norsku og dönsku á tjekknesku, áður
en hann fór að leggja stund á nor-
rænar bókmenntir. Og eftir að hann
hafði þýtt Gunnlaugs sögu og fleiri
íslendingasögur lagði hann í Snorra
Eddu og síðan Sæmundar Eddu.
— Það eru allmörg ár síðan jeg
byrjaði að þýða Eddukvæðin., segir
dr. Walter i viðtali við Svenska Dag-
bladet. En það er ekki fyrr en nú
á stríðsárunum að mjer hefir unnist
timi til að ljúka þessu verkefni, og
jeg vonast til að Eddurnar komi út
i heilu lagi á tjekknesku undir eins
og styrjöldini slotar. Fyrri hlutiun
kom út 1942; var hann gefinn út af
bókmenntaklúbb einum og var notað-
ur til verðlauna fjelags þessa, sem
sem dreifði út eigi minna en 5000
eintökum af bókinni. Jeg get státað
af þvi, að þetta verður fyrsta heild-
arútgáfan af Eddu, sem þýdd hefir
verið á nokkurt stnfneskt mál. Áður
hafa kaflar úr Eddu komið út á slaf-
neskum tungum, til dæmis er pólsk
þýðing til, en lnin er stýtt. Áður en
fyrri hlutinn kom út hafði jeg birl
kafla úr Eddunum í sjerstakri bók,
sem prýdd var myndum eftir tjekk-
neska listamenn. Þetta gekk betur
en búast hefði mátt við, áhuginn
fyrir ritinu varð gleðilega mikill.
-----Leiti maður að nafni Walt-
ers í símaskránni, finnur maður
lieimilisfangið Freyjavagen í Djurs-
holm, en þaðan hefir liann nýlega
flutt á Skirnervagen — það liefir
viljjað svo til að kvæðið um ástir
Freys til Gerðar og erindrekstur
Skírnis liefir gerst í umhverfi, sem
á skylt við heimilisfang þýðandans,
hvað nafnið snertir. En í síma
skránni stendur líka „legationsrád“,
og það væri ekki úr yegi að minn-
ast þess, að liinn afkastamikli þýð-
andi og málfræðingur er stjórnar-
erindreki að lífsstarfi og telst því til
þeirrar stjettarbræðra sinna, ó-
fárra, sem einnig starfa að bók-
menntum. Eftir að haníi gekk i
þjónustu utanrikisráðuneýtisins i
Prag 1920, var hann sendur til Dan-
merkur og skömmu síðar til Sví-
þjóðar og starfaði þar sjö ár i sendi-
sveit Tjekkóslóvakíu. Var því næst
fimm ár i utanríkisráðuneytinu i
Prag og kom aftur til Stockholms
1933. Meðan hann dvaldi í Prag
stofnaði hann Tjeckoslovaki.sk-
svenska siillskapet og varð fyrsti for-
maður þess; um líkt leyti varð hann
fyrsti kennarinn í sænsku við há-
skólann í Prag. ,.Jeg byrjaði með
sextán nemendum, en þeir voru orðn
ir fimmtíu þegar eftirmaður minn
dr. Erik Frisk hætti fyrirlestrum."
En síðan 1930 liefir hr. Walter ver-
ið kennari í tjekknesku við háskólann
í Uppsölum, og segir aðsóknina að
þeim fyrirlestrum góða, þegar þess
sje gætt að tjekkeska sje fárra mál
en mjög erfitt. Það Ijettir þó fyrir
náminu að flestir stúdentarnir hafa
áður fengið nokkra þekkingu á
öðrum slavneskum málum.“
í viðtalinu segir dr. Walter enn-
fremur af Tjekkóslóvökum í Svíþjóð
en þeir munu vera um 600 alls og
margt þeirra listamenn og menta-
mennn, sem leituðu þar hælis eftir
að styrjöldin varð yfirvofandi. Hann
segir frá málgagni þeirra áðurnefndu,
Listy ze Severu, sem skáldkonan
Maren Jakerlová gefur út, og frá
skáldum Tjekka lífs og liðnum og
talar um fraintíð tjeknesku þjóðar-
innar eftir striðið.
fslendingar standa í þakklætisskuld
við dr. Walter. Auk þess að hann hef
ir þýtt ýms bestu fornritin á móður-
mál sitt hefir hann ritað fjölda
greina um ísland i tjekkóslóvakisk
timarit, meðan ættjörð hans var
frjáls, Qg lialdið fyrirlestra um ís-
land. Munu fáir eða engir menn
erlendir liafa unnið jafn ötullega
að þvi að kynna ísland erlendis,
siðustu tuttugu árin og dr. Walter
hefir gert. Og að þeirri landkynningu
hefir hann eigi aðeins starfað i
Tjekkóslóvakíu heldur og i Svíþjóð.
Til dæmis var hann einn af stofn-
endum fjelagsins Sverige-Island og
hefir unnið mikið starf þar.
/