Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Hreyfing virðist vera að komast á, að h.ér í höfuðstaðnum rísi upp stórt gistihús, til þess að bæta úr þeim tilfinnanlegu vándræðum, sem rikt liafa í þeim efnum undanfarin ár. Að því er virðist er ætlast til að bæjarfélagið og jafnvel ríkið taki þátt í þessu fyrirtæki, og að gisti- húsinu sé einkum ællað að bæta úr þörf innlendra gesta, sem nú verða að leita á náðir kunningjanna, er þeir eru nætursakir í hænum. En það er nú svo, að kunningjarnir eru fæstir aflögufærir, því að vitanlegt er að flestir húsráðendur hafa fært að sér á undanförnum árum liús- uæðisleysisins. Þó að gistihús með 150 rúmum bæti nokkuð úr skák, þá er samt ó- leyst annað gistihúsmál, það sem veit út á við. Það er víst, að á næstu árum margfaldast gestkomur útlend- inga hingað, bæði þeirra, sem hér „setjast eins og kria á stein“ og hinna, sem koma hingað til nokkrar dvalar og ferðalaga um landið. Á komandi árum verður brýn þörl' fyrir gistilnis víðsvegar um fagrar bygðir landsins. Og þetta veröa að vera stofnanir, sem boðið geti betri aðhlynningu en héraðsskólarnir gera nú. Gera má ráð fyrir, að flest þess- ara gistihúsa störfuðu ekki nema þrjá mánuði af árinu, eins og sumar- gistihúsin í Noregi. Allan reksturs- kostnað verður að áætla með tilliti til þessa. Nú gæti farið svo, að peningamenn stofnuðu félög til gistihúsbygginga og vildu þá fleiri en eitt félag byggjá á sama staðnum eða þannig að skammt væri á milli. Þetta má ekki verða. Sumargistiliúsin verður að byggja samkvæmt ítarlega athuguðu skipulagi, þannig að þau nýtist sem best og geri gestum kleyft að fara sem víðast og sjá sem mest. Hið opinbera ætti að liafa hönd i bagga um þetta, og jafnvel taka fjár- hagslega þátt i framkvæmdum. En að öðru leyti stendur j)a'ð fyrst og fremst næst þeim, sem við ferðalög eru riðnir, að sjá þessuin málum far- borða, Eimskipafélagi íslands, Rikis- skipum, bifreiðastöðvum o. s. frv. Á þann liátt yrði auðveldast að leysa úr þessum vandamálum, þannig að það yrði gert með myndarskap. Því að álit útlendinga á þjóðinni er mjög undir þvi komið, hvernig þetta tekst. Málverkasýning Kjarvals Klukkan 10 árdegis á þriðjudaginn var"opnaði Kjarval sýningu á nýjum málverkum i Listamannaskálanum. Málverkin, sem þarna eru sýnd, eru 41 að tölu. Þau voru öll seld innan klukkustundar og fengu víst færri en vildu, en það'er nú saga fyrir sig. Öll málverkin á sýningunni eru landslagsmálverk, en það orð er not- að liér vegna þess að annað betra vantar. Landslagsmálverk Kjarvals eru nefnilega túlkún á lífi þess, sem venjulega er ranglega kallað hin dauða náttúra, stirnað berg eða hraunstorkar, jökulkúfar, vatn og eldur sólarinnar. Flest eru málverk- in að þessu sinni úr Skaftafellssýslu og frá Snæfellsnesi. Kjarval hefir ætíð valið sér til túlkunar þá sta'ði, sem yngstir eru á íslandi, staði, þar sem náttúru- öílin hafa verið hamrömmust, og jörðin hefir spú'ð eldi fyrir skemstu. Hugur hans hneigðist snemma í þessa átl. Ilann skrifaði fyrir löngu litlar bækur, sem allar voru kennd- ar við grjót, og þessum nafngiftum fylgdi luigur hans. Hann horfði á steininn uns hann varð lifandi, hin djúpskygnu aúgu hans störðu, uns allar línur hrauntröllsins urðu líf og tilfinning. Svipur þeirra og yfir- bragð breyttist eftir eyktum sólar- hringsins, og þau voru aldrei alveg þau sömu frá degi til dags fremur en maðurinn sjálfur. Þau höfðu öðlast líf. Hendur listamannsins færðu þau á léreft á réttri stund, og þannig eru j)au til okkar komin. Ekki segir, hvað túlkunin hefir kost- að listamanninn, en enginn hlýtur nokkurn hlut fyrir ekkert. Það er mikil gjafmildi og örlæti að leyfa okkur Reykvíkingum að sjá þessi málverk, áður en þau hverfa í hendur eigenda sinna og kanski seinna, því að bráðum er Kjarval sextugur, en mikið er hann j)ó ungur. Hljómteikar Bjorns Ólafssonar Siðastliðinn sunnudag hélt Tón- listarfélagið fyrstu hljómleika sína á ])essu ári. Það var Björn Ölafsson, fiðluleikari, sem annaðist hljóm- leikana með ágætum undirleik Árna Kristjánssonar. Eru ])eir félagar sam- æfðir mjög og fór því samleikur þeirra sérstaklega vel úr hendi. Bæjarbúar liafa fylgst með þroska- ferli Björns Ólafssonar allt frá þvi að liann fyrst kom fram á nemenda- hljómleikum Tónlistarskólans, en þar var hann einn af fyrstu nemendun- um. Að loknu námi þar fór hann utan og stundaði framhaldsnám í Austurríki undir handleiðslu liinna bestu kennara. En frá því í ófriðar- byrjun hefir Björn verið aðalfiðlu- kennari liér við tónlistarskólann, og er ekki að efa a'ð kennslustörf lians eiga mikinn þátl i órum persónúþroska hans. Viðfangsefnin á hljómleikum ])ess- um voru sonata i e-moll eftir Mozart, fiðlukonsert i d-dúr eftir Beethoven og Havaniase eftir Saint-Saens. - Gerði Björn þeim öllum góð skil, bæði hvað tækni og stíl snerti. Leikur lians er látlaus og fágaður og tækni örugg. Björn er þegar í flokki liinna traustari fiðluleikara, þótt ungur sé, og á vafalaust eftir að þroskast í list sinni. Arnicus. Guðjón E. Jónsson, bankaútibússtjóri fsafirði, verður fimmtugiir 20. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.