Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 MIÐDEGISVERÐUR MEÐ STAUN Niðurlag. HRÆRÐUR HUGUR. Þvínæst drap Stalin á tvennt, er hann sagðist alltaf minnast með hrærðum Iiuga — hinnar byltinga- sömu æsku sinnar og Lenins. Rússar, sagði hann, virtu ckki viðkvæmni Pólverja, sem liöfðu verið svo of- sóttir af rússnesku keisarastjórninni, að þeir hötuðu aht, sem rússneskt væri. „Eg skildi ekki sjálfan mig,“ sagði Stalin, „en Lenin gerði það.“ Svo sagði hann okkur sögu, sem allir hlustuðu á hljóðir: „Pólverjar hjálpuðu mér til að komast yfir landamærin milli austur- ríska og rússneska Póllands, nokkr- um árum fyrir 1914. Eg var að heim- sækja Lenin, sem ]iá fór huldu liöfði í Póllandi. — Hann skildi Pólverj- ana. Það gerði ég ekki. Einu sinni þegar ég var á ferð í Galizíu, nam lestin staðar á einni stöðinni mn matmálstíma. Eg var s.oltinn og þarna var fimtán mínútna viðstaða, svo ég fór inn í matsalinn og bað um hádegisverð. Settist niður og beið. Nágranni minn til hægri hándar félck sinn mat, og svo sá til vinstri líka, en mér var ekki borið neitt. Jafnvel fólk, sem kom miklu seinna en ég fékk mat, en ég íékk ekkert. Þetta var auðsjáanlega gert með vilja. Loksius var kom'ð með súpudisk, tveim mínútum áður en lestin átti að fara. Eg er Georgiu- maður og talsvert skapríkur. Eg þeytti tveimur austurrískum krónum á borðið og hvoldi svo súpudisknum, svo fór ég út, svengri en ég kom. Þegar ég kom til Zakopane sagði ég Lenin frá þessu og úthúðaði Pól- verjum. Lenin hlustaði á söguna og spurði svo: „Hvaða má! taiaðirðu við þá?“ — „Hvaða mál? Vitanlegá rússnesku,“ svaraði ég. „Þá fór Lenin að hlægja og hló lengi að mér. Svo sagði liann: „Þú skilur þetta ekki. Skilurðu ckki að eftir allar kvalirnar af hálfu rússn esku stjórnarinnar hljóta Pólverjar að liata rússneskUna! Þeir hafa á- stæðu til þess, eins og allar kugaðar þjóðir. Þessvegna fékkstu matinn síðastur.“ „Eg skildi sagði Stalin að lokum, „þessa fræðsluræðu Lenins um tor- tryggni annara þjóða og virðingu hans fyrir þeim. Þessvegna drekk ég skál Sikorski liershöfðingja og förunauta lians, skál fyrir við- ge.ngi þeirra, heill hins fræga pólska hers og frelsun Pólverja úr óvina- höndum. Pólland mun rísa hærra eftir þetta stríð, en nokkurntíma áður.“ Með ]>essu lauk borðhaldinu. Á- bætirinn var samkvæmt rússneskri venju borinn fram í öðrum sal, stórri rauðri setustofu, með húsgögn- um i Lúðvíks Filippusar-stíl. Tvi- höfðaði rússneski lceisaraörninn þandi enn vængi sína yfir dyrum milli salanna. Pólsku og rússnesku stjórnmálafulltrúarnir voru enn að ræða um orðalagið á rússnesk-pólsku yfirlýsingunni, sem nú átti að fara að undirrita. Eg átti að fitja upp á þessu við Molotov. Eftir að hafa hlustað á beggja álit í málinu fór hann að rifja upp fyrir sér: „Þegar við vorum að undirrita samninginn við Þjóðverja.........“ Hann útti auðvitað við hinn fræga Stalin-Ribbentropisáttmála, sem var undirritaður i Kreml 23. ágúst 1939 — samninginn um skiftingu Pól- lands, sem opnaði Hitler leið út í Evrópulöndin. Það var ekki sérlega geðfeld endurminning. Eg tók fram í og sagði: „Haldið þér ekki, berra rástjórnarfulltrúi, að sá samningur hafi ekki verið með þeim happa- sælli, sem sovjetstjórnin hefir gert?“ Molotov sem auðsjáanlega hafði sagt þetta án þess að honum gengi nokkuð sérstakt til og án ])ess að hugsa út í hve viðkvæmt mál þetta var, sagðist ekki liafa viljað særa neinn með ]iessu. „Og auk þess,“ hætti ég við, „von- um við að samningur okkar verði haldbetri en ])essi, sem Ribbentrop undirskrifaði." Loks var niðurstaðan fengin um orðalag samningsins, og var mál til komið, því að allir voru að standa upp. Svo gengum við inn i skugga- legan gang inn í endalausri sala- röðinni þarna í Rolshoi Dvoriec, en þaðan höfðu þeir komið lög- reglumennirnir, sem nokkrum stund- um áður höfðu komið til móts við okkur til jiess að fylgja okkur inn í St. Katrínarsajjium. Þangað inn liafði byltingin aldrei koniist. Gömul húsgögn i Lúðviks XVI. stíl, skuggaleg hollensk mál- verk, óskirir speglar í gyltum um- gerðum — allt var þelta talandi tákn gleymskunhar. Þetta var eitt af hin- um gömlu höfðingjasetrum liðinna alda, sem hin nýja kynslóð hafði öfrækt, kynslóð sem kaus sér held- ur einfaldari og íburðarminni lnisa- gynni. Meira en hundrað árum fyr- ir Októberbyltinguna hafði Rússn- eska hirðin yfirgefið Bolshoi Dvor- iec til þess að flytja í húsakynnin i St. Pétursborg. Byltingin flutti stjórn arsetrið til Moskva á ný, en breytti ckki höllinni í ])á skrautútgáfu, sem hún hafði verið í tíð hinna fyrstu Romanov-keisara. Gömlu húsgögnin frá keisaratímanum voru þarna enn, en þar voru ekki aðrir en lögregluliðið, sem voru fulltrúar hins nýja tíma þarna i liinuin skuggalegu salakynnum. Ilið einfalda og óbrotna var áreið- anlega ekki frumboðorð rússneskra húsameistara. Eftir að liafa farið um óteljandi sali, fórum við um undar- lcg göng, stiga og rangala, með ó- væntum krókum og leynidyrúm. — Þessi hlutinn var sennilega miklu eldri en Versalahlutinn af höllinni, ef til vill frá tíð Bojaranna, fyrir daga Péturs mikla. Þetta var Völ- undarhús, eigi síður dularfullt en völundarhús Minotárusar og eigi síð- ur draugalegt. ENDURKOMAN TIL NÚTÍMANS. Og nú liurfum við aftur til nú- tímans. Við komum inn i litinn kvikmyndasal, með hvitu tjaldi á vegg og djúpum, mjúkum hæginda- stólum. Stalin og Sikorski settust saman, Kot við hliðina á Molotov og siðan liver af öðrum. Þjónar komu með vindla, kaffi og munngæti. — Stalin og Sikorski töluðu saman og héldu á dálitlu hvitu spjaldi. Það var hvorki uppdráttur né samning- ur heldur sýningarskrá að kvik- mynd. Ljósið hvarí' og á tjaldinu sáum við fréttamynd af nýafstað- inni október-hersýningu í Moskva, af Stalin að halda ræðu og af komu Sikorkis til Rússlands — hvernig honum var tekið í Kuibyshev, í Moskva.... Bolshevikar, sem leitast við að eftirlikja hinn ameríkanska hraða, sýndu stuttar myndir af allra nýj- ustu viðburðum, að lieita mátti al- veg fram að veislunni, sem við vorum að koma frá eða að þeirri stundu er við gengum inn í kvikmyndasalinn. Kreml hefir fátt að læra af Holly- wood en fer jafnvel fram úr, svo sem við töku hljóða á kvikmynd, þvi að þegar við sátum þarna grafhljóð- ir og horfðum á sýninguna heyrð- um við greinilega fallbyssudruniun- ar í fjarlægð.................... Af þriggja ára gömlum vana áttum við erfitt með að þekkja þær. Við litum liver á annan og sýningin hélt áfram. Þegar að öllu var hugað voru vígstöðvarnar ekki meira en fimtán lulómetra fjarlægð. Fallbyssurnar voru að verki einliversstaðar þarna úti i náttmyrkrinu og drunur þeirra hriktu í þykku veggina i Kreml og lirengdu sér inn í kvikmyndasal Stalins. Það var komið að miðnætti þegar við stóðum upp og héldum af stað áleiðis lil útgöngudyranna, gegnum gömlu salina, sem nú virtust vera dauðari eða í dýpri svefni en áður. Það var ekki eins dimmt núna eins og þegar við komum. Fullt tungl var hátt á himni. Útsýnið yfir Moskvafljótið í granítbás sínum, fljótsveg hinnar sofandi eyðimerk- urborgar með strætin hvít sem mjöll, var tröljaukið og ægilegt, eins og það alltaf er. Vegna undir- ritunar sovjet-pólska samn'ingsihs urðum við að koma við i annari höll, þarna í.Kreml, þar sem voru einkaskrifstofur Stalins. Sá stuður var svo nærri, að ekki tók þvi að nota vagn á milli. Mér j)ótti gaman að ganga um hallargárðaria í Krend, djúpa og dimma eins og gjár, milli fjölda af kirkjum, kapellum og klaustrum. ÖII voru þessi musteri lokuð og auðsjáanlega í vanhirðu eða orðin að söfnum. Eitthvað kuldalegt og alvarlegt, tignarlegt og sorglegt, hvíldi yfir þessum helgidómskastala. Við fórum upp i lyl'tu og þarna tók Stalin á móti oklcur. Hann hafði ekki orðið okkur samferða úr Bolshoi Dvoriec en samt var hann kominn þarna á undan okkur. — Hvernig? Dularleikur. Leyndardóm- ur, í samræmi við Kreml, Rússland og ráðstjórnarríkin. í stóra saln- um með tveimur stórum fundar- borðum og veggjum þöktum larids- uppdráttum. — Þarna stóðu Ijós- myndararnir og biðu og plögg- in öl 1 reiðubúin til undirskriftar. Umboðsmenn stjórna sinna skrifuðu undir, glampi ljósmyndaranna leiftr- aði um salinn — og allt var búið. Þegar komið var niður kvöddu gestgjafarnir okkur, um Icið og við stigum inn i bifreiðarnar. Niðurinn i starfandi vélum bílanna lét mig skilja, að enn væri utan hinna rauðu múra lil annað líf, ekki svo klausturslegt né könunglegt, gagn- takandi né dularfullt, töfrandi nei, eðlilegra lif. Kvöldið í Kreml var liðið. Þegar ég var að sofna i liinu vistlega hót- LUX // , - ER DÝRMÆTT I > FARIÐ SPARLEGA MEÐ ÞAÐ MÆLH) LUX- SPÆNINA 1 1 litra af vatni tótið þjer sljett- fulla mat- skeið af Lux. Það er alveg nóg til að' fá gott sápulöð- ur. SAFNIÐ í SVONA.. MÆLIÐ VATNIÐ Ef þjer notið moira vatn en þörf er á. r verðið þjer lika að nota meira Lux. ÞVOTTINN Þvoið öll ullarföt, sokkar o. s. frv. i einu og sama þvæl- inu.en ekki sitt i hvert skíft- ið. Með þvi að fýlgja þessum ein- földu ráðum verður yður mikiu meira en ella úr hin- um dýrmætu Lux-spónum yðar. LUX EYKUR ENDJNGU EATNAÐARINS X-i-X 621-786 A LEVER PRODUCT • • Oldnngfar í skóla í Oklahoma City i Bandaríkjunum er skóli fyrir fólk, sem er orðið sjó- tugt eða meira. Skólinn er ókeypis, og inntökuskilyrði eru þar ekld önnur enþau, að fólkið sýni vottorð um, að það sé orðið sjötugt. Til- gangur skólans er sá að blása nýju fjöri i gamla fólkið, sem er orðið lireytt og leitt á lifinu og kenna því hvernig það geti haldið sér heilbrigðu, andlega og líkamlega. — Kvað þetta takast svo vel, að þegar fólkið fer úr skólanum, finnst því að það muni geta orðið 200 ára. í skólanum eru að jafnaði um 1000 nemendur, og stundum eru ])ar nokltrir, sem eru orðnir yfir 100 ára. Ein kennslukonan varð yfir 100 ára, og skólastjórinn var 97 ára síðast þegar fréttist. elherbergi minu, liafði ég á undir- meðvitundinni þá nægjutilfinningu, að ég hefði upplifað Ivreml fyrir fullt og allt. Mér fannst ég vera eins og áhorfandi, sem rís upp úr sæti sinu eftir ágætan sjónleik, frábær- lega leikinn og á svið settan, en finnst þó gott að eiga ekki heima í kastala frú Macbcth, né Hamlets í Helsingjaeyri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.