Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 þýtt margt af því, sem þeir hafa sagt, en ég hel'i ekki getað ráðið neitt óvenjulegt af því. — Þér verðið að reyna á mér, sagði ég. — Þér eruð ekki heilbrigður, sagði Nymanns hikandi. — Þetta er ekki nema iitill sótt- hiti, sagði ég. — Hver veit nema yagésafinn geti læknað mig. Nymanns liugsaði sig um. — Eig- inlega ætti ég að reyna á sjálfum mér.... sagði liann. — En ef þér verðið meðvitundar- laus þá getið þér ekki gert athuganir á sjálfum j'ður, tók ég fram í. — Reynið heldur á mér. 1IJ, FTIR nokkrar málalengingar lét Nymann undan. Það var afráð- ið, að ég tæki yagé, en Nymanns ætlaði að athuga verkanirnar, sem það hefði á mig. Nú var gert hoð eftir særingamanninum, ég lagðist endilangur á beddann og tók stóran skamt. Drykkurinn var beiskur á bragðið, hálsinn kipraðist saman, og mér varð erfitt um andardráttinn. Innan skamms fékk ég svima, og að »ýmsu leyti að minnsta kosti hafði Bayon liaft rétt fyrir sér; allt varð bláleitt fyrir sjónum minum, þetta var alveg eins og ég liefði sett upp blá gleraugu. Svo kom næsta ein- kennið. Ég komst í ákafan æsing, langaði til að lumbra á öllu kring- um mig og ganga herserksgang. Ég sagði Nymanns hvernig mér væri innanbrjósts, en varð að stilla mig eins og ég gat, því að mig langaði svo til að ráðast á liann. Mér fannst hann svo óendanlega hölvaður, þarna sem hann sat hjá mér og skrifaði það sem ég sagði, í litla vasabók. En el'tir jjetta ástand færðist ó- segjanleg unaðssemd yfir mig. Ég varð svo liðugur og mjúkur í öll- um líkamanum, það var líkast og ég væri orðinn laus við jörðina og farinn að fljúga. En meðvitundar- laus varð ég ekki. Skilningarvit mín höfðu slcerpst og ég skynjaði allt kringum mig með ósegjanlegri gleði heilinn var starfandi. Nú varð mér svo óendanlega vel til alis og allra. Þó að ég hefði eng'a ástæðu til að elska mannkynið, langaði mig á þessu augnabliki til að gera alla glaða og hamingjusama. Fyrst og fremst dr. Nymanns, þenn- an góða og göfuga vísindamann, sent sat þarna hjá mér og hafði ekki af mér augun. Og meðan ég var í þessu annarlega ástandi datt mér nokkuð í liug. Nú var tækifærið. nú gat ég sagt dr. Nymanns dálítið sem maður annars getur illa sagt öðrum. Nú gat ég gef- ið lionum það vinarráð, að liann skyldi reyna að komast sem fyrst til Buenaventura og hirða konuna sína, áður en svarti mannapinn hlypi með hana á brott. Ég tagði aftur augun eins og ég hafði séð Indíánana gera þegar þeir voru í þessu leiðsluástandi, og um leið reyndi ég að setja andlitið i fastar stellingar. Svo byrjaði ég. Ég sá hæ fyrir mér. Skitugan brenn- heitan bæ, Buenaventura. Fallegt gistihús: Americano. — Undurfríða konu. Frú Nymans. Dökkhærðan mann sem elti hana á röndum og bað hana um að flýja með sér. Dr. Alvarez. 1 hvislandi, stuttum og nærri háfleygum orðum gat ég komið saman sögu, sem mundi gefa dr. Nymans nóg að liugsa um. Ég heyrði hljóðið í sjálfblekungnum hans, er Jiann urgaði við pappir- inn, og i vímunni fannst mér þetta allt einstakiega broslegt. Ég raus- aði áfram, lét svarta manninn taka ljósliærðu konuna í faðm sér, en hún maldaði á móinn og talaði um manninn sinn. Svo hvarf mér allt og ég steinsofnaði. "0 FTIR marga klukkutíma vakn- -*-i aði ég við að Nymanns var að hrista mig. — Eg liélt að ég ætlaði ekki að geta vakið yður til þessa iífs aftur, sagði hann. — Þetta yagé er ágætt svefnmeðal hvað sem öðru líður. •— Varð nokkur árangur af þessu? spurði ég. — Sagði ég nokkuð? — Já, alls ekki litið, sagði hann. — En við getum talað um það seinna. Ég liefi mútað særinga- manninum til að segja mér hvernig hann býr til lyfið. En annað sem að þessu veit get ég eins vel gert á rannsóknarstofunni minni. — Er það svo að skilja að við liöldum heimleiðis? — Það er engin ástæða til að tefja hér lengur, sagði Nymanns. Nú iðraðist ég eftir uppátæki mitt. En saga mín í óráðinu hafði haft tilætluð áhrif, og hver veit nema hún kynni góðri lultku að stýra. Annars var ég jafn hárviss uin, að Alvarez gerði allt sem haan gæti til að fleka konuna, eins og ég hafði séð fyrir sjálfur. Nú var haldið lieim á leið. Þó undarlegt megi virðast var ekki að sjá, að Nymanns kærði sig um að flýta sér. Ef það hefði verið ég, sem hefði fengið þá aðvörun, er ég hafði gefið honum, liefði ég hert á mér. En Nymanns kærði sig ekkert um að fara iangar dagleiðir, við fórum i hægðum okkar, sömu leið og við höfðum komið. Þegar við komum á járnbrautar- stöðina fyrir vestan Buenaventura sögðum við Kassagave upp vistinni, seldum múlasnana og hlóðum far- angrinum á vöruvagninn. — Það verður gaman að koma aftur í siðmenninguna og fá sér bað, sagði dr. Nymanns. — Og konan yðar verður víst fegin að sjá yður aftur, sagði ég. —- Það verður hún líklega, svar- aði dr. Nymanns og hlannnaði sér niður á sætið. Og svo steinsofnaði hann. VIÐ kvöddumst undir eins og við komum til Buenaventura, og Nymanns ók lil Hótel Americano. Nokkrum dögum síðar rakst ég á hann á götunni. —• Er nokkursstaðar liægt að fá sér ærlegan visky í þessum hunda- hæ? sagði doktorinn. —- Hjá Chicaco-Tomma, svaraði ég. — Það er eina knæpan i þessu landi, sem maður getur verið viss um.að selji ósvilcið visky. Ég fór með honum þangað og inn- an stundar sátum við með flöskuna á milli okkar. Doktorinn hlandaði sér sterkt, og saup djúpt á. — Jæja, sagði liann um leið og liann setti frá sér glasið. — Konan mín var hvergi nærri þegar ég kom heim. Það lá fyrir mér bréf frá lienni. Hún er á leið til Parísar með Alvarez. Hún ætlaði að sækja um skilnað og giftast honum. — Þér eruð lika mesta fiónið, sem ég hefi fyrir liitt á æfinni, sagði ég. — Hvernig datt yður í liug að fela konuna yðar i umsjá þessa svarta kvennabosa, í svona lika hundabæli? —■ Það kann að hafa verið óvitur- legt, sagði Nymanns rólega. -— Og sérstaklega þegar konan er frábær að fegurð, ságði ég. —- Já, snoppufríð er liún, sagði Nymanns. — Og liún veit líka af j:ví. Annars er það líklega það eina í veröldinni sem hún veit. Eg er 3. maðurinn hennar, og Alvarez þá númer fjögur. Ef ég kvongast nokk- urntíma aftur þá skal það ekki verða undurfagur farandbikar, en lítil, ljót og þægileg kerling, sem liefir gaman af börnum og þorir að éta sig sadda, og sem getur talað svolítið við mig um það, sem ég liefi gaman af. En livað þessu yagé viðvíkur, þá hefi eg ekki ráðið þá gálu frumskóganna. Að vísu sögðuð þér silt af hverju meðan þér voruð meðvitundarlaus. Frank Niuatra Margir, eii þó einkum karlmenn, furða sig á því, hversvegna Frank Sinatra nýtur svo mikillar liylli sem söngvari og leikari, er það ekki að ástæðulausu, því óneitanlega virðist svo i fljótu bragði, að Frank liafi lítið til brunns að bera af glæsi- leik, líkamlegu atgerfi og öðru því, sem kvenþjóðin hefir frá alda öðli dásamað mest í fari karhnanna. —- Hvað röddinni viðvikur, þá verður það tæpast sagt, að liún geti kall- ast söngrödd, i þeim góða og gamla skilningi. En livað sem öðru liður, geta menn ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að Sinatra syngur vikulega fyrir milljónir og aftur milljónir manna, og það við góð- an orðstýr, svo að eitthvað hlýtur nú að vera varið í manninn. — Nokkrir visindamenn liafa ígrundað þetta, og einn þeirra hefir komist að þeirri niðurstöðu, að Sinatra snerti hinar móðurlegu tilfinning- ar ungra kvenna með hinum lát- lausa söng sinuin og óframfærna háttarlagi, þannig að þær fái ó- stöðvandi löngun tit þess að taka fjarhrifa-fyrirbrigði — líklega liefir það frekar verið undirvitund yðar, sem var að starfi. Skál! Nymanns tæmdi glasið í botn, og ég gat ekkert sagt. Nú fór ég að líta á þetta frá allt öðru sjónar- miði. Doktorinn var auðsjáanlega ekki á þvi að telja sig ógæfusaman, svikinn eiginmann — hann var jiverl á móti harðánægður og lék við hvern sinn fingur. Kanske var hann ekki eins nærsýnn og hann sýndist. Var það að yfirlögðu ráði, sem hann liafði iátið konuna sína verða efiir í Buenaventura með Alvarez? — Hvað stoðar að konur séu fallegar eins og englar, þegar þær eiga ekkert nema fegurðina? sagði hann, eins og liann læsi hugsanir mínar. — Það er cins og fallegt skrín sem er galtómt. En við skulum fá okkur annan visky. Við liöfum sannarlega til jiess unnið eftir þessa erfiðu ferð. hann í fang sér og vernda. En ekki vitum við, hvað satt er i þessu. Hinsvegar er það vitað, að það kemur iðulega fyrir á söngskemmt- unum hans, að unglingsstúlkur liafa fallið í yfirlið, jafnvel svo tugum skiftir, og aðrar liafa fengið tauga- áfall og verið lengi að ná sér. Ný- lega skeði ]iað i New York, að ung- ur piltur fleygði fúlum eggjum i hausinn á Frank, til þess, að því er hann sjálfur sagði í réttarhöld- unum, að hefna sín á honum fyrir það að stela frá sér kærustunni, sem Sinatra liafði auðvitað ekki aug- um litið, hvað þá heldur iiieira. Annars er Sinatra mjög dagfars- góður í sinu einkalifi, liefir mjög niikið drálæti á konu sinni, Nancy, sem hann kvæntist fyrir sex árum. Þau liafa eignast eina dóttur og einn son. Frank Sinatra hóf sinn frægðar- feril í næturklúbb i New York, þar sem liann komst í kynni við Tommy Dorsey, sem réði liann strax við hljomsveit sina. Siðan hefír frægð hans fanð sívaxandi og mætti segja að hann hafi nú koinist á liátindin, en ekki verður séð að liann falli þaðan fyrst um sinn. en ég lield að það hafi ekki verið Þessir þýsku hermenn voru teknir til fanga við Saarlautern. Aldur þeirra er 35 - 50 ár, og hafði þeim áður verið vikið úr hernum vegna van- heilsu, en þremur vikum áður en þeir voru teknir til fanga, voru þeir endurkallaðir í herinn. Þetta dæmi bendir til þess að Þjóðverjar séu komnir i hermannahrak.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.