Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N í blaðinu „Frit Danmark" birtist eftirfarandi grein, eftir P. H. Blicher Wintherj skóla- bróður Iíaj Munks, í tilefni af því að þá var liðið ár, siðan þessi mikli andans jöfur og frelsis var myrtur. En það hrottaverk hinna fullkomnu siðleysingja gerðist 5. janúar í fyrra. Séra Winther er prestur i Færeyjum. — SPÁDÓMSORÐ KAJ MUNKS TZ’ AJ MUNK varð ein af hinum dýrustu fórnum ættjarðar okk- ar, sem færðar voru til þess, að Dan- mörk yrði frjáls á ný. Eg liygg, að öll þjóðin skilji, hvers við höfum misst með þeim manni, og okkur sem þekktum liann og þótti vænt um hann, mun finnast þegar við komum heim aftur, að við komum til fátækari Danmerkur eftir það að við hlúum að gröf lians. „Frit Dan- mark“ hefir heðið mig að skrifa nokkur endurminningarorð um hann af því að ég var einn af bestu og nánustu vinum lians. En nú, er ég hefi tekið pennann i hönd, finnst mér eins og þetta sé mér ógerningur; — minningarnar eru mér of kærar og nánar til þess að birta þær, að mér finnst — og auk þess mundu þær aðeins staðfesta þá mynd, sein við öll höfum af þessum undursamlega logandi, hjartaheita, gáfaða móður- ástjarðarríka og trygga manni, sem hann var. — Eg vil heldur láta hann sjálfan tala, þvi að ég er viss um, að sjálfur mundi hann ekki hafa amast neitt við því, að ég birti hér bréf frá honum, sem ég fékk á stúd- entsárunum —■ eða nánar tiltekið 23. janúar 1922. Það hljóðar þannig: Undursamlega fagur er dagurinn; ég er liress og líður vel. í gær var ég veikur; en i dag er ég heilbrigður, og livað maður finnur þá til náðar- gjafar góðrar lieilsu í allri sinni fyllingu og ríkidóms, þegar baktjald- ið er hið illa víti nýafstaðins sjúk- dóms. Undursamlega fagur er dag- urinn, sólstafaður, frosttær og vetrar heiður. Og nú liefi ég verið í Garni- sons-kirkjunni hjá ræðunnar fima meistara, máske þeim mesta, sem Danmörk hefir nokkurntíma átt. — Hann hafði valið fallega sálma, og góða og heillandi prédíkun liélt hann. Dýpt og innileg alvara, Ijóð- ræna og siðgöfgilegt þrek, 'smæð, trú og gleði, þetta einkennilega safn hverfimynda og hugmynda, er liann sýnir, án þess að verða þó nokkurn tíma þreytandi, — sem liann notar til að hrista mann í hvert skifti, sem doðinn færist í hann. Og beint á móti mér sat — einn í sinni stóru stúku — konungur Danmerkur, ís- lands og Vinda, karlmannlegur og teinréttur, hreinn Dani, eins og hann vildi að við hinir værum lika. Og þegar prédíkunin var á enda og blessun hafði verið lýst yfir söfnuð- inum, og þegar ég á siðustu stundu var að komast að vagninum, kom Kristján konungur, hár og mildur, brosti og horfði lengi á livern og einn, en síðast á mig, sem stóð næst vagninum; hurðinni var sniellt að stöfum og svo rann konungsvagn- inn af stað, en þeir viðstöddu flýttu sér að laka ofan, — vagninn rann áfram, með sína konunglegu byrði, einn mann í aftursætinu, eins og konungi sæmir, brosandi, eins og dönskum konungi sæmir. Æ, nú veit ég ]iað, hann er nauða-líkur Valde- mar mikla. Hvað hann Kristján kon- ungur liefði verið hraustur og hug- djarfur í orustu! Drottinn minn, að hann eigi að deyja ellidauða! En lengi, lengi skal hann enn iifa, og liönd hans skulum við taka fast i, þegar að þvi kemur að hann þurfi að sækja um embætti. Nei, lífið er þess vert að því sé lifað, svo lengi sem maður á heilsuna, og Danmörk konung sinn. — Og svo er margt fleira gott til. Sjáðu til, við eigum hvorn annan, þú og ég. Vera má að dagleg umgengni okkar gengi npp og niður. Fyndnin okkar verður gatslitin um of, þrákelknin of ergi- leg. En þetta eru þó aðeins stundar fyrirbrigði, sem hagga ekki við jieirri staðreynd, að þú og ég eigum hvorn annan. Hversu margar góðar stundir höfum við ekki hjalað og gengið saman? — og eigi er það síður mér unun, er ég hugsa til ætt- jarðarástar okkar og konungsholl- ustu. Þrátt fyrir allt, þá hvíslar með- vitund mín því að mér, að fyrir Guðs náð séum við ekki meðal þeirra lökustu ineðal æskufólks Danmerk- ur. 1 minni kýttu sál brennur eitt- hvað af hinum heilögu eldum hug- sjónanna, stundum eins og logi, sem bærist fyrir súgnum, stundum að- eins sem glæða í öskunni, en brenn- ur þó, og Iiggur við að mér finnist að ég megi bera svo bjarta von til framtíðarinnar, að hann slokni aldr- ei. Þær tilfinningar, sem við höfum virt og teljum heilagar, viljum við aldrei svíkja, livar svo sem iendir. En þá höfum við lika eitthvað að lifa fyrir. Og þá sé ég í nýju Ijósi þessi orð: Hvort heldur vér lifum eða deyjum, þá erum við drottins. Það eitt, að einhversstaðar úti í sveit, hvort lieldur er á prestsetri eða í húsmannshreysi, lifir maður, sem er liugsjóninni trúr, það er svo mikils virði, að vel er þess vert að lifa fyrir það. Og máske manni leyfist einhverntíma að fá sígrænan krans píslavættisdauðans; — ég á víst hægt með að eignast hann. Öjá, látum okkur trúa á dýpri framtíð, en nútíðin hefir verið okkur. Þrátt fyrir höfuðverk, vonleysi yfir nám- inu og tómleika hversdagsleikans vil ég þó ekki missa lífsins; því ef sá dagur kæmi að hásæti Kristjáns konungs riðaði, þá þarf ég á lífinu að halda til þess að styðja hásætið. Hvort það stoðar eða ekki veit ég ei, en það veit ég að ekki stoðar að láta ógert, að v'era dauður án dáðar; og þessi neikvæða vitund varpar gullnum sólargeisla hins já- kvæða yfir framtíð mína. Nú ber inanni að lifa. Og þó ég ætti að deyja, og deyja fljótt, gott og vel! Ef Guð er ekki til þá er lífið þó vonlaust þrátt fyrir allt, og þá gerir minnst þó ég deyi. En sé guð til þá er líf mitt í hendi lians, og fari þá um mig sem fara vill. Eg veit að allt verður þeim til góðs, sem elska hann. Og svo bið ég liann aðeins um getuna til að elska liann af hjarta. Látuin svo lífið færa mér þá gleði, sem hættuleg er eða erfið, og sem á auðvelt með að gera mig hégóma- gjarnan yfirborðsmann, ástfanginn af nútímanuin og því sem hans cr. Og látum lífið færa mér raunir, þungar og djúpar, svo að hjarta mitt hlæði og stirðni, en sem geta gert mig djúphuga og þöglann — sem geta gert mann úr hversdags- legum manni. Lát lífið gefa mér það, sem ég þrái mest, að gefa mér í stað- inn svartlokkaða sorgina að fylgi- konu. Vilji guð aðeins hjálpa mér til að taka réttlega þvi, sem hann lætur mér að höndum hera, þá veit ég að jiað ber ávöxt, og þá get ég lofað hann fyrir það. Og þá er takmarkinu náð. -------Já, þannig var Kaj Munk, bætir séra Wintlier við. Látum þetta merkiléga spádómsríka bréf geym- ast til minningar um hann, liér í „Frit Danmark". Vissulega varð á- vöxturinn af lífi lians ríkulegri en nokkurn gat grunað, þegar hann festi Skiðafélag Siglnfjarðar 25 ára Frh. af bls. 5. sem kenndu unglingum að bruna sér á láglendið, á tunnustöfum — eftir að þeir höfðu gengið upp í Hvanneyrarskál, eða úr öðrum stað úr þeim brekkum, sem umlykja Siglufjörð. Vel sé þeini, sem voru að verki. Og skiðainénn alls íslands óska Sigl- firðingum til hamingju með sitt góða afmælisbarn. Andvari. Pan American Airways sem hér á árunum gerði sem mest a ð því að rannsaka flugskilyrði á „norðurleiðinni", milli Ameriku og Evrópu um ísland, búa sig sem best undir að taka upp reglubundnar flugferðir yfir Atlantshaf undir eins og striðinu lýkur, og gera ráð fyrir að þegar í byrjun muni um 5000 manns fljúga yfir Atlantsliaf á viku eða 250.000 manns á ári. Með svo mikilli þátttöku mun verða liægt, segir félagið, að selja farmiðann f.vrir 37 sterlingspund og er þa'ð iægra verð en verið hefir á II. lar- í'ýini á Ameríkuskipiinum. Og me'ð því ver'ði mun miðlungs efuuð stétt Ameríkumanna ferðast fremur með flugvélum en skipum. Það eru eink- um tvær leiðir, sem Pan Amerícan miðar áætlanir sínar við: Norður- leiðin um ísland, Shetlandseyjar til Berlín og Moskva, og suðuríeiðin til Lisabon og þaðan til Aþenu og til In dlands. hefir langan frægðarferil að baki sjer. Hún er komin að fertugu, fædd 2. ágúst 1905 í Montanafylki. Það var Rudolph Valentino, sem fyrstur „uppgötvaði“ hana og úlvegaði henni hlutverk í ýmsum myndum, sem hann ljek i, en áður hafði hún elik- ið smáhlutverk i leikhúsi. Hefir hún leikið aðallilutverk í fjölda mynda Hún er 5 fet og 6 þuml. á hæð, hár- iö ljósjarpt og augun xölluð græn. jflyrua Loy þessar sunnudagshiígleiðingar sínar á pappírinn; en fyrir okkur, sem þekktum liann, ljómar gegnum sökn- uðinn hin dýrðlega vissa um, að nú liafi hann náð takmarkinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.