Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Ciano flettir ofan af valda- braski Hitlers og Mussolini Sigurður Arngrímsson fgrv. kaupm. verður 60 ára 28. úgúsl. Nýr sendiherra í Kaupmannahöfn. ÞaS var augljóst mál, að eigi gæti liðið langt þangað til ríkis- stjórnin íslenska skipaði að nýju sendiherra i Kaupmannaliöfn. Enda iiefir það nú verið gert. Fyrir valinu varð Jakob Möller, alþingismaður og fyrrverandi ráð- herra, og fer hann til Hafnar næst- komandi laugardag og tekur við hinu nýja embætti sínu. Jakoh Möller er einn kunnasti stjórnmálamaður á íslandi um ára- tuga skeið. Hann tók á sínum tíma öflugan þátt í sjálfstæðisbaráttunni, og hefir jafnan siðan verið virkur stjórnmálamaður, átti sæti í bæjar- stjórn Reykjavíkur, á Alþingi, í ríkis- stjórn og gegnt fjölmörgum öðrum opinberum störfum. Allir góðir íslendingar vona, að Jakoh Möller megi farnast vel í þessu mikilvæga og vandasama starfi, sem hann tekst nú á hendur fyrir íslenska rikið. Jakob Möller sendiherra Sigurveig Runólfsdóttir, Sólvallagötu 50, verður 65 ára 26. ágúst. LEYNIDAGBÓK CIANO GREIFA, SEM MUSSOLINI LÉT DREPA, SEGIR SKILMERKILEGA FRÁ HINNI RAUN- YERULEGU SAMBÚÐ ÍTALA OG ÞJÓÐVERJA, GAGN- KVÆMU HATRI OG UNDIRFERLI, BRJÁLÆÐISLEGRI VALDAGIRND OG — AF ÞJÓÐVERJA HÁLFU — STYRJALDARÞORSTA. — EDDA CIANO KOM DAG- BÓKINNI ÚR LANDI, ER HÚN FLÝÐI. Ciano greifi, sem var utanríkis- ráðherra 1936 - 43 liélt dagbók frá 1. janúar 1939 fram í janúar 1944 að Mussolini tengdafaðir hans lét taka hann af lífi. Fálkinn birtir í dag útdjrátt úr byrjun þessarar merkilegu dagbókar, sem bregður merkilegu ljósi yfir hina erfiðu sambúð öxulveidanna. En þannig atvikaðist það, að dagbókin féli ekki í hendur Gestapo og var eyðilögð: Edda Ciano geymdi dagbækurnar og henni tókst að fá framhald þeirra frá Ciano úr fangelsinu, þangað til nokkrum dögum áður en liann var tekinn af lífi. 20 tímum áður en aftakán fór fram flýði Edda til Sviss, og hafði dagbækurnar á mag- anum, svo að fólk hélt að hún væri ófrísk. í Ítalíu voru allir þeir, sem nokkuð þekktu til dagbókanna líf- látnir. Himmler hafði grun um, að efni dagbókanna kæmi öxulveldunum illa og reyndi að semja við Eddu Ciano um að láta þær af hendi, en lofaði að þyrma lífi Cianos í staðinn. En Ribbentrop, sem hataði Ciano fékk því framgengt við Hitler að Ciano var skotinn. Þessvegna eru dagbæk- Ciano greifi, tengdasonur Mussotini, og höfundur dagbókarinnar urnar til. Og þær eru vafalaust merkilegust lieimild um innri sögu heimstyrjaldarinnar, sem til er. Þar eru hinar ótrúlegustu uppljóstranir. Greinin liefst á bls. 4 og verður framhald í næstu blöðum. — Fylgist með frá byrjun. Guðmundur Jónsson járnsmiður, Sel- vogsgötu 10, Ilafniarfirði, verður 15 ára 25. ágúst. Vfsan hans Kolbeins Arkarsmiðir. Þjóðartafli er brögðótt beytt, brauðs um nafla róðan. Þeir sem afla eiga ei neitt, aðrir krafla gróðann. Kolb. frá KoUafirði. Eldurinn rýrir ekki alltaf þyngd þess, sem brennt er. Til dæmis er askan eftir \nagníu.m þyngri en efnið, sem brennt var. Enskar leður- Skólatöskur Sterkar - Vandaðar Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3 Nessingsioti 2 möskvastærðir Asbestplötur Asbestreipiii Asbestþráður Tólgarþéttir Grafítþráður Palmeitto-þéttir Stanley-þéttir PILOT: plötuþéttir Serpent „A“ Manganesitkítti Grafítduft Carborundumduft Kiesílguhr Ketilzink Kstilsódjií Vítisódi Vatnshæðarglös Þéttihringir Vt” - %” - SÁ99 TEXACO: Koppafeiti Gearfeitji Öxulfeiti Tannafeiti Boxalokafeiti Grænolía Stefnisrörolía Ðifreiðaolíur Skilvinduolía Hvítmálmur Lóðningartin 50% Lóðfeiti Lóðvatn Tin m/feiti á spólum VERSLUN O. ELLINGSEN H.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.