Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 3
PÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM liitatjóri: Skúli Skúlason. Framkv.atjóri: Svayar HJaltMted Skrifatofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðiö kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram , HERBElRTSprení. SKRADDARAÞANKAR Áttliagarœknin liefir verið og verður alltaf traustasta stoð ætt- jarðarástarinnar. Og liinsvegar glæð- ir ættjarðarástin áttliagaræknina. Þetta tvennt er tvinnað saman. í rauninni er það óaðskiljanlegt, því að annars kemur bláþváður fram í þeini vefi, sem samsafn einstakling- anna er að berja frá kyni til kyns. Það er mjög eftirtektarvert hve mjög átthagarækni Islendinga hefir glæðsl á undanförnum áratug. Fyrir þrjátíu árum kom það ekki til mála, að innflytjendur til Reykjavíkur mynduðu með sér félagsskap, til þess að halda við kynningu meðal eigin héraðsmanna og þvi síður til þess að vera í samstarfi við ættar- slóð sína um ýms menningarmál- efni og greiða götu þeirra. Enda var innflutningu úr sveitum til Reykja- víkur þá liverfandi í samanburði við það, sem síðar varð. Nú er öldin önnur — og það er gleðilegt. Nú stofna Reykjavíkur inn- flytjendur, gamlir og nýjir, með sér héraðsfélag, gefa út rit um ættar- slóðirnar, gera út ferðir til gömlu stöðvanna og láta sér annt um að að lialda gömlum kynnum og tengsl- um við staðinn, sem þeir voru fædd- ir á eða rækja ætt sina til. Það er oft um það skrafað, að Reykjavík sjúgi til sín merg og blóð æskunnar úr sveitunum, og víst er um það, að útstreymið til stóru kaupstað- anna er óhugnanlegt. En það er ekki eintóm raun. Fólk hleypir heimdraganum til þess að komast lengra og betur áfram á lífsbraut- inni en ella — það vill fram, og það er ekki eintóm glaumgirni eða nýjungatilhlökkun, sem knýr það. Og þegar það bindst böndum um að gera fósturliéraði sínu heið- ur og gagn, þá sýnir það um leið, hverju það ann. Það hefi engu gleymt. Þetta er eðlilegt, því að — „römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Fólkið á ættarslóðunum segir stundum, að sá sem fer i borgina, sé glataður sínum heimahögum. Það er ekki rétt. Það sagði lilca, um fólkið, sem flýði til Ameríku, að það væri glatað íslandi. En hefði Steplian G. ort betur hér en í Am- eriku. Og — hefði Bertel Thorvald- sen nokkurntíma myndað nokkra mynd, ef hann Þorvaldur gamli hefði ekki fluttst úr Skagafirði? ADOLPH BUSCH í REYKJAVÍK Síðari hluta nítjándu aldar bjó i Siegen í Westfalen ágætur fiðlu- smiður, sem Wilhelm Busch hét. Atti liann þrjá syni, sem mikið hefir sópað að á vorri öld og taldir eru í fremstu röð þýskra tónsnillinga, hver á sínu sviði. Elstur þeirra er Fritz Busch, fæddur í Siegen 13. mars 1890. Hann lagði upphaflega stund á píanóleik en gerðist ungur hljómsveitarstjóri (19 ára), að loknu nánii hjá liinum bestu kennurum við tónlistarskólann í Köln, fyrst við „Stadt-theater“ í Riga, en síðar stjórnaði hann ýmsum merkum hljómsveitum í næstu tónlistarborg- um Þýskalands og var talinn í fremstu röð j)ýskra hljómsveitar- stjóra. En 1933 fór hann frá Þýska- landi og þá l'yrst til Suður-Ameriku, en siðasta áratuginn hefir liann verið búsettur í Kaupmannaliöfn og verið hljómsveitarstjóri „Statsradio- fónien“ þar i borg, en frá því árið 1934 og fram að striðsárunum var hann á sumrum hljómsveitarstjóri við Mozarts-sýningar Glynderbourne- óperuleikhússins í Sussex. — Þeir bræður, hann og Adolph Busch, fiðlu snillingurinn, voru sæmdir doktors- nafnbót al' Edinborgarháskóla árið 1934. Þetta er í stuttu máli listarferill elsta bróðurins, Fritz Busch. En aðalefni þessa þáttar átti að verða það, að lýsa í fám dráttum æfiferli hins næsta í röðinni, fiðlusnillings- ins Adolph Buscli, sem nú er í Reykjavik og lieldur hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins. Adolph Georg Wilhelin heitir liann l'ullu nafni, og er fæddur í Siegen hinn 8. ágúst 1891. Ellefu ára gam- all fékk hann upptöku í tónlistar- háskólann í Köln og voru aðalkenn- arar hans þar Willy Hess og Bram Elderling. Árið 1908 tók hann að stunda nám í „Komposition“ hjá tónfræðingnum Hugo Gúnter i Bonn, en 5 árum siðar gekk hann að eiga dóttir hans. Max Reger hafði mikið álit og dálæti á Busch og valdi hann öðr- um fremur til þess að túlka með sér ,,kammer“-tónsmiðar sínar. Hófst samstarf þeirra árið 1907 og hélst síðan, meðan Reger lifði, en liann andaðist i Leipzig 11. maí 1910. Árið 1912 gerðist Busch hljóm- sveitarstjóri hljómleikafélagsins hjá Eins og úður hefir verið vikið að hér í blaðinu var von á einum frægasta fiðlusnilling heimsins hingað til Reykjavíkur. Er hann nú nýkomin hingað og heldur hann hér þrjá hljómleika á vegum Tánlistarfélagsins. Fálkinn hefir því fengið Theodór Árnason lil þess að vita greinarkorn um Adolph Buseh og æfiferil hans. Fer greinin hér á eftir: . (Konzertvercin) i Vínarborg, en 1918 varð liann kennari við tón- listar-háskólann ((Hochschule) í Berlín og tók þar við s.æti fiðlu- snillingsins Márteau. Til Darmstadt flutti hann 1922 og þaðan til Basel 1927, en alfarin fór hann frá Þýska- landi 1933 og afsalaði sér þýskum borgararétti, en hlaut borgararétt i Sviss árið 1935. Ótalmarga hljómleikaleiðangra hef ir Busch farið og vakið óskifta að- dáun fyrir snilli sína, sem einleik- Frh. á bls. U. Sigurjón Sigurðsson, Braguyötu 33A, Jón Isleifsson verkfræðingur verður Sigurbjörn Þorkelsson, kaupm. verð- varð 50 ára 12. ágúst. 65 ára 29. ágúst, ur 60 ára 25. ágúst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.