Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.08.1945, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Fornarlambið Lanrid§ Nkandi: Pierre Dupont stóð við glugg- ann á vinnustofu sinni og horfði yfir garðinn, í úrliellis rigningu. Það var þjáningarsvipur á hinu fríða en ellilega andliti hans. Við og við strauk hann fingrunum gegnum hvítan hár- lubbann. Ef drættirnir um munn- inn hefðu verið mjúkir og aug- un mild, mundi maður hafa haldið að þetta væri prestur, en geistlegur maður var Pierre Dupont ekki, þó að maður hefði á líkingamáli getað kallað hann æðsta prest í musteri Mammons. Hann var einn af stórlöxun- um í Kauphöllinni, einn af ríkustu peningafurstum Frakk- lands, svo að ekki gátu það verið búksorgirnar, sem höfðu rist djúpu rákirnar í andlitið á honum. Enda fór því fjarri. Ef ein- liver hefði spurt hann, hvað það eiginlega væri, sem amaði að honum, mundi honum hafa orðið erfitt um svör. Það lá farg á honum, einhver óhugn- unarkennd, sem var helmingi verri þessa stundina en ella, vegna þess að hann var einn heima í stórliýsinu sínu. Hann og dóttir hans sem hann tilbað höfðu verið i sumardvöl í húsi hans úti við brimótta Bretagne- ströndina, en orðið að bætta verunni þar í miðju kafi, hann til að sækja nokkur áriðandi skjöl, sem voru geymd í stál- skáp heima hjá honum, og hún til þess að vera honum til sam- lætis og fara í búðir í París. Nú stóð hann og beið eftir henni. Þau ætluðu til baka til Bretagne í dag. — Hann heyrði stóra, gráðuga varðhuridana gellta úti í skýlum sínum, og gramdist nú, að hann hafði látið dyravötðinn fara burt. Honum fannst hann vera einn og yfirgefinn, — fannst hann vera mesti einstæðingurinn í veröldinni. Hvaða ánægju hafði hann af þessum æfintýralega auði sín- um? Hann stjórnaði járnbrauta- félögum, kola- og járnnámum i Elsass, olíulindum í Kákasus, stór eimskipafélög voru undir stjórn hans, haugur af verð- bréfum lá í bankanum hans, og dóttir lians var jafnfögur og hún var góð — og þó var hann eins og dustkorn í tilverunni. — Æ — Francois Bracasse, losna ég þá aldrei við þig? hvíslaði hann hás. — Það er 4. ágúst i dag — fimtán ár liðin síðan þú sálaðist. Bara að ég gæti numið þann dag úr dagatalinu. — Bull! Eg er brjál- aður. Imyndun! Þú ert dauður! Hundarnir þarna úti í rign- ingunni gelltu eins og óðir væru og Pierre Dupont heyrðist, að það glamraði í einhverju niðri. Það var eins og rúða væri brot- in. 1 sama augnabliki gleymdi hann fyrrverandi félaga sínum, Francois Bracasse og hinum raunalegu örlögum hans. Hann breyttist alveg við tilhugsunina um, að nú yrði hann að verja eigur sínar og líf. Hann læddist að skrifborðinu sínu, opnaði hljóðlaust skúffu, og stakk á sig stórri marghleypu. Þetta var gamall og ti-yggur vinur lians úi' síðustu heimsstyrjöld. — Svo opnaði hann hægt dyrnar fram í ganginn og læddist út. Nú heyrðist nýtt brothljóð af stofuhæðinni, og liann sann- færðist um að sér hefði ekki skjátlast. Þarna voru þjófar á ferli. Hann leið niður breiðan stig- ann eins og skuggi og hlustaði í sífellu, hver taug var þanin og skammbyssan reiðubúin til notkunar. — Hann laumaðist fram hjá dyrunum að borðsaln- um. Næsta hurð inn að dyngj- unni, stóð í hálfa gátt. Hann opnaði hana án þess að hljóð heyrðist. Yið glerskápinn, er hið fræga myntsafn hans var geymt í, stóð ungur maður bograndi. Hann hafði brotið eitt glerið í skápn- um og var nú að fylla vasa sina. Þá drundi skothvellur inni í stórri stofunni. Bæði Dupont og þjófurinn hrukku við. Án jiess að ætla sér það hafði Dupont hreyft við gikknum í þessari miklu geðshræringu, sem liann var. Þjófurinn leit við skjálf- andi af hræðslu. Hann var grár i framan af skelfingu. Svo rétti hann upp báðar hendurnar, án [)ess að Dupont skipaði honum það. Hann skalf eins og hund- elt kind. Dupont starði á unga mann- inn og lét skammbyssuna síga. — Francois! stundi hann. Við þessi orð breyttist allt háttalag þjófsins, Hann rétti úr sér og starði á Iiann, dimmúðg- um, ógnandi augum. — Ekki Francois, sagði hann. — Francois Bracasse er ekki á lífi. Eg er Jean Bracasse, sonur hans. Dupont dró þungt andann, eins og létt væri af honum þungri byrði. — Jæja, sagði hann, og það lá við að röddin yrði skerandi, — svo að sonur þjófsins Brac- asse er líka þjófur! — Faðir minn var ekki þjóf- ur! Það voruð þér sem voruð ]iað. Þér svikuð hann, mörðuð hann. Þér voruð svo takmarka- laust þyrstur í gullið að þér þolduð hann ekki við hlið yð- ar, og þessvegna rúðuð þér hann inn að skyrtunni. Nú kom kalt bros fram á var- ir Duponts. — Eg gel vel skilið að hann liafi skýrt málið þann veg, sagði hann, — en sú frá- sögn er ekki sannleikanum sam- kvæm. En annars nenni ég ekki að þrefa um það mál við yður. Þér getið varið mál yðar fyrir dómaranum. Réttið upp liendur og gangið á undan mér. Jean Bracasse starði á liann. Það var auðséð á liinu flöktandi augnaráði hans, að hann var að hugsa um livort liann ætti ekki að reyna að gera Dupont óskað- legan, en þegar hann sá skam- byssuhlaupinu stefnt beint á sig, liætti hann við að reyna. Hon- um féllst hugur og hann rétti upp hendurnar og fór á und- an Dupont fram á ganginn og inn í vinnustofuna. Þegar þang- að kom aflæsti Dupont hurð- inni. — Þér getið skoðað yður sem frjálsan mann, fyrst um sinn, sagði Dupont, — en ekki nema fyrst um sinn. Þér umflýið ekki örlög yðar. Leggið þýfið þarna á borðið. Það glamraði i gullnum pen- ingunum, er þeir lirundu niður á fágaða borðplötuna. — Eg sé að þér hafið valið úr peningana, sem ég keypti á uppboðinu yfir dánarbú föður yðar. — Eg ætlaði að sækja rétt- mæta eign mína. — Úthverfið þér vösum yðar! Eruð þér vopnaður? — Eg liefi engin vopn. En þér getið úthverft mínum vös- um, á sama liátt og föður míns, svaraði Jean hvasst. Dupont horfði á liann og hristi liöfuðið. — Við vorum félagar, faðir yðar og ég. Við lögðum mikið í hættu saman. Það var áhættu- spil, sem var eins og fjallganga. Smávegis mistök geta varðað Iíf manns. Hann var óvarkár og hann lirapaði. — Þér hefðuð getað hjálpað honum, sagði Jean. — Eg kaus að skera á línuna, fremur en að láta hann draga mig með sér í liyldýpið. — Þér hrintuð honum fram af. — Hann hrapaði sjálfur,.. sagði Dupont. Jean gekk fram og aftur með hendurnar á bakinu. Hann þagði en skálmaði eirðarlaus fram og aftur, eins og rándýr i búri. —- Hvað ætluðuð þér að gera við myntirnar mínar? spurði Dupont eins og rannsóknar- dómari. — Eg ætlaði að selja þær og kaupa dollara fyrir þær og reyna að byrja nýtt líf í Amer- íku. — Hversvegna báðuð þér mig eldci að hjálpa yður? spurði Dupont. — Eg að biðja yður? Jean hló hæðnislega. — Munduð þér nokkurntíma biðja mig um nokkuð ? —< Nei, aldrei, sagði Dupont lágt. — Aldrei mundi ég fást til að biðja nokkurn Bracasse um nokkuð. I sama bili héyrðist brak og brestir neðan af veginum. Dupont grunaði strax það versta og vatt sér út að glugg- anuni og opnaði hann. Þarna heyrðist fjöldi radda að neðan. Stór, grár bíll lá á veginum og vissu hjólin upp; liann var hálf- ur ofaní skurðinum. Stór lilað- inn vörubíll stóð þversum á veginum. — Drottinn minn! lirópaði Dupont. — Þetta er bifreið Fleurette. Blóðið spratt fram í kinnarn- ar á Jean, — Fleurette — Fleur- ette Dupont! Aðeins einu sinni hafði hann séð hana, þessa und- urfögru stúlku. En hatrið hafði blossað upp í honum. Ilún, dóttir mannsins sem liafði eyði- lagt líf föður hans, lienni stóð öll veröldin opin og allir dáðu hana. Hann fór út að glugganum og sá marga menn vera að draga eitthvað út úr hvolfdu bifreiðinni. Hann sá Dupont hlaupa gegnum garðinn, liróp- andi og patandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.