Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.01.1946, Blaðsíða 9
F Á L IC I N N 9 lireinskilin. Á leiksviðinu geta svona orð látið vel í eyrum, en ekki í einkalífinu. Góða mín við skulum revna að vera við sjálf! Eg clska þig, Irina, en. ég vil elska Irinu eina en ekki greifafrú Abrasjkins eða þessa sískælandi Verotsjku, kvengerfing, sem hugmy.nda- flug hr. Limonoffs skapaði einliverntíma i tómstundum sínum. Mér er alvara. Við skul- um vera við sjálf. Augun í lienni voru barma- hull af tárum, hún vatt sér um liálsinn á mér og kjökr- aði: — Eg elska þig. Þú komst aftur! Eg fyrirgaf lienni mikið fyr- ir þessi skyndilegu faðmlög. Jafnvel grunsamlegu orðin: — Þú komst aftur, lét ég eiga sig. Mér varð léttara um hjarta- ræturnar þegar ég fór út að reka ýms erindi, og kom ekki heim aftur fyrr en i miðdegis- matinn. Irina var óþekkjanleg. Leik- hústilburðirnir hennar voru gersamlega horfnir. Þegar hún lieyrði fótatalcið mitt í gang- inum kom hún hlaupandi á móti mér og æpti: — Volodja er kominn! Hún féll á kné fyrir framan mig og hló dátt. Þegar ég' laut niður lil að reisa hana á fæt- ur kyssti hún mig á hvirfil- inn og tólc í eyrað á mér. — (Merkilegt hliðuatlot, sem ég liefi aldrei séð á leiksviðinu). Og þegar ég spurði hana, með- án við sátum yfir matnum, hvort hún væri reið við mig eftir samtalið, sem við höfð- um átt, fleygði hún í mig pentudúknum, gaf mér langt nef og' lirópaði: Haltu kjafli gamla flón og fitukaggi! Þó að ég sé livorki gamall né fitukaggi þólti mér vænna um þessi fúkyrði en þó að hún hefði sagt: Ó, þú ljós lífs míns! Ó, sól, sem lýsir mér á leið! Um kvöldið fór hún í leik- húsið en ég byrjaði á sögu. En það var eins og verkið vildi ekki mjakast úr sporunum. Eg varð að sjá hana. Eg gat ekki verið án þessa stóra, káta barns sem var svo skemmtilegt þegar það talaði frá lifrinni. Eg hafði fataskifti og ók til leikhúspins. Það var nýtt leikrit, sem ég' hafði aldrei séð. Það hét Lóu- þrælsunginn. Þegar ég kom inn var 2. þáttur byrjaður. — Irina sat á leiksviðinu og var að sauma. Dyrabjallan glamr- aði bak við sviðið, og digur, ljóshærður, ungur maður kom inn. Hún spratt upp og hló dátt. Hún féll á kné fyrir framan hann, hún kyssti hann á ennið, tók í eyrað á honum og liróp- aði hrifin: Gamla flón og fitu- kaggi. — Áhorendurnir hlógu. Allir nema ég. Nú er ég hamingjusamur maður. Fvrir nokkrum dögum, þegar ég sat inni í borðstofu, heyrði ég rödd Irinu framan úr eldhúsi. Ilún var að tala við einhvern. Fyrst hlustaði ég' svona i hugsunarleysi, en svo fór ég smátt og' smátt að sperra eyrun, og loks stóð ég upp og hallaði mér að dyrastafnum við hálfopna gæltina. Tárin fóru að hrynja niður kinnarn- ar á mér, því að nú heyrði ég röddin liennar, ég sá Irinu — lausa við allar leikliúshrellur og farða. Það var víst þvottakonan, sem hún var að tala við. — Og þetta kallið þér bux- ur? Þetta er drusla, en ekki neinar buxur! Og sokkarnir? Bestu sokkarnir mínir! Ilvað er eftir af þeim? Hvaðan koma öll þessi göt, með leyfi að spyr- já? Ha? Ef þér hafið ekki nægi- lega greind i kollinum til að þvo, þá ættuð þér heldur að sleppa því! Fyrir þessa knipl- inga á nærkjólnum mínum borgaði ég tuttugu kóbeka á meterinn, og þér hafið eyðilagt þá eins og þeir leggja sig! Eg hlustaði. Og orðin hljóm- uðu eins og englatónar l'rá Paradís. — Irina, hvíslaði ég. Sú sanna Irina. Og samt, dömur mínar og' herrar, er ekki einhver ykkar á meðal, sem þekkir allar leik- bókmenntir? Er ekki einlivers- staðar til, í einhverju leikriti, samtal milli frúar og þvotta- konu hennar.......? Mér þætti svo gaman að vita ..... Heim til Rússlands. — Þessir RússÚr hafa verið frelsaðir úr þýskum fangabúðum og halda nú lieimleiðis. En þeirra bíður löng og erfið ferð því að þeir verða að fara gangcjidi alla leið vegna samgönguerfiðleika. Kristján, konungur Dcjia, kveður Hákon Noregskonung eftir lieimsókn hans lil Kaupmannahafnar i haust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.