Fálkinn - 18.01.1946, Blaðsíða 12
12
F Á L K 1 N N
Ragnhild Breinholt Nörgaard:
• •
Oldur örlaganna
10
fljótlega sorgina, og góðar ráðleggingar lét
hann eins og vind um eyrun þjóta sem fyrr.
Þó kom það kunnugum einkennilega fyr-
ii sjónir, að nú virtist svo, sem hann væri
aldrei í fjárþröng, og þó var það vitað að
liann naut nú ekki lengur neins styrks frá
móður sinni, en loks fékk Erik að vita hina
réttu ástæðu fyrir þessu.
Hann var kviðinn og óttablandinn, og
varð daufur og fáskiftinn, og það virtist
svo sem áhyggjur lians færu vaxandi með
degi hverjum, og eitt kvöld kom Erik heim
með þær fréttir, sem voru eins og reiðar-
slag fyrir lconu lians.
En hún reyndi að stilla sig og hlustaði
róleg á frásögn hans.
Þennan sama dag fyrir hádegi, sem end-
urskoðun reikninga fyrirtækis þess, sem
bæði hahn og Tommy unnu hjá, átti að
fara fram, hafði Erik komið að bróður sin-
um og bókhaldaranum á eintali, þar s.em
báðir höfðu verið í miklum taugaæsingi.
Bókhaldarinn krafðist stórrar peninga-
upphæðar af Tommy, sem hann hefði látið
af hendi við hann, og þegar Erik liafði
lieyrt á þetla samtal, iiafði hann gengið
fast á þá og neytt þá til að segja sér hvern-
ig komið var.
Það var fyrir tveimuy árum, að Tommy
liafði freistað bókhaldarans til að falsa
reikninga liöfuðbókarinnar og lieitið hon-
um góðum hagnaði í fyrirtæki, sem átti að
stofna fjnir hina lánuðu peninga, en þessi
gróðafyrirætlun hafði farið út um þúfur.
Fyrir næsta uppgjör i fyrirtækinu eftir
þetta, hafði Tommy tekist að útvega pen-
inga til þess að ekki kæmist upp um föls-
unina, og hafði leitað til peningaprangara,
sem lánaði með okurvöxtum. Og eftir um-
tölur og fullyrðingar Tommy um að næsta
sinn mundi fyrirtækið heppnast, hafði bók-
haldarinn látið til leiðast, og tekið upp
sömu aðferð með reikningsfærsluna þetta
árið líka, þótt honum væri áliættan ljós.
En einnig í þelta sinn liafði fjáraflafyrir-
ætlunin mistekist, og nú vissu þeir að ekki
gat hjá því farið, að fölsunin mundi kom-
asl upp.
— Og livað verður nú um okkur? spurði
Inga og andvarpaði. Hún þurfti ekki að
láta seg'ja sér meira. Hún vissi að Tominy
liefði barmað sér og beðið Erik um hjálp
í vandræðum sínum, og liún vissi lika að
Erik mundi ekki hafa neitað honum.
— Þú getur sjálf hugsað þér, hvaða þýð-
ingu það hefði haft, ef ég hefði neitað hon-
um. Erik Brenner tók liendinni um ennið. —
Eg gat það ekki, Inga! Bara að þú hefðir
séð hann! Angistin sem lýsli sér í augum
hans! Mér varð hugsað til pabba, ég gat
ekki liugsað mér að Tonimy yrði sömu ör-
lögum seldur, það hlýtur þú að skilja. En
vissulega hefir þú samt á réttu að standa,
þú segir sem svo — að ef til vill hefði það
verið honum fyrir bestu. Eg var ekki viss
um að ég gæti hjálpað honum, en ég lof-
aði að reyna, ég kenndi líka í brjósti um
gamla bókhaldarann oklcar. Hann er besti
maður, þrátt fyrir þessi mistök sin, sem
Tommy á þó sök á. Hann á líka konu og
sjö börn, og hin gullnu loforð Tommy og
vonin um það að l’yrirtæki þeirra mundi
verða arðvænlegt var þess valdandi, að
hann lét leiða sig út í þetta. Hann liefði
einnig orðið áð taka út hegningu, og ég
gat ekki liugsað mér að það kæmi fyrir, af
því að ég vissi, að í raun og veru var öll
sökin hjá Tommy.
Tommy á það ekki skilið, að ég hjálpaði
honum, og ef til vill hefði ég heldur ekki
leyfi til þess ■— með tilliti til þín og drengs-
ins, það mundi kosta mig nálega allar eigur
mínar, að breiða yfir þetta brot þeirra, en
ef ék geri það, hefi ég krafist þess af
honum að hann fari í burtu úr fyrirtælc-
inu, og taki upp nýja atvinnu og liagi sér
framvegis eins og maður. Hann er reiðu-
búinn til að gera allt það, sem ég skijia
honum, og er líka neyddur til þess, en ég
er bara ekki ennþá viss um hvernig þetta
gengur.
— Talaðir þú við forstjórann? spurði
Inga skjálfrödduð.
— Já, ég sagði honum allt saman eins
og var; lét hann vita að ég væri reiðubúinn
til að endurgreiða að fullu peiningana, sem
teknir höfðu verið, ef hann vildi sleppa
Tommy og bókhaldaranum við dóm fyrir
brot þeirra. Auðvitað verða þeir báðir að
hverfa frá fyrirtækinu, en sleppi þeir við
refsingu, þá mega þeir báðir vel við una.
Eg sætti lagi til að tala við forstjórann. Til
að byrja með leit ekki vel út fyrir að Iiann
vildi hlusta á erindi mitt. Hann varð al-
gerlega viti sínu fjær af bræði og kallaði
Tommy inn til sín, og. . . . nei, ég ætla ekki
að liafa það yfir, sem þeim fór á milli.
Þegar við vorum orðnir einir eftir, talaði
ég við hann, en hann var ekki á því að
láta þá sleppa án hegningar. Loks eftir
langt samtal, lofaði hann að hugsa málið
í ró og næði og gefa mér endanlegt svar
á morgun.
— Á leiðinni lieim núna fyrir stundu
síðan, fór ég að hugsa út i það, að raun-
verulega hefði ég ekki rétt til þeirra ráð-
stafana, sem ég hefi gert, án samþykkis
þíns, Inga, og ég — ég get auðvitað ekki
vænst þess að þú berir sömu umhyggju
fyrir Tommy og ég. Auðvitað verð ég einnig
að hverfa frá atvinnu minni, þrátt fyrir
það þótt tilboði mínu verði tekið, og þá
verð ég að reyna að útvega mér nýja at-
vinnu. Eg ímynda mér að mér takist það
fljótt en þú verður einnig að taka ákvörðun
um örlög Tommy í þessu máli, það er þinn
réttur! Allt, sem ég á, átt þú og drengurinn
okkar einnig, og ef þú álítur það rétt, að
Tommy taki út hegningu sína, verður það
svo að vera.
Inga svaraði ekki slrax; hún liorfði hugs-
andi fram fyrir sig, en svo stóð hún upp
og lagði hendurnar á axlir rn'anni sínum.
— Eg vil að þú gerir, það sem þú álítur
að sé best, sagði hún alvarlega. Ef þú lield-
ur, að þú gerir Tommy gott með því að
hjálpa honum i þessu tilfelli, þá skaltu
gera það, en ef þú lieldur að jiað gagni
ekki og að liann láti sér ekki verða þetta
víti til varnaðar, þá mun þetta ekki koma
að neinu gagni, heldur þú það, Erik? Held-
ur þú sjálfur að hann muni læra af þessu
og breyta um lifnaðarhætti, ef þú gefur
honum tækifæri til þess að sleppa núna?
— Já, Erik Brenner kinkaði kolli. Mér
fannst sem liann talaði áreiðanlega sann-
leikann, þegar liann sór mér jiess dýran
eið, að hann mundi að þessu sinni ekki
verða mér til vonbrigð eða svikja mig, ef
ég hjálpaði lionum. Jú, ég trúi honum,
Inga!
— Þá er ég líka samþykk þér. Við eig-
um þó hvort annað, og drenginn, það er
ekki nauðsynlegt að skipta upp heimilinu,
er það? spurði hún hikandi.
Hann hristi liöfuðið. — Við munum hafa
einhver ráð, þótt erfiðlega gangi, sagði
hann. Ef allt gengur vel, fæ ég aftur stöðu,
sem er eins góð og sú, sem ég hafði, það
er engin ástæða til að óttast að það lieppn-
ist ekki; ég hefi marga möguleika, en
Tommy engan, ef ég hjálpa honum ekki.
En ert þú alveg viss um að þú meinir af
hreinskilni það, sem þú segir?
— Já, hún lagði hendurnar um háls lion-
um og horfði blíðlega i augu lians. Eg
meina það, Erik, sagði hún.
Daginn eftir, þegar Erik kom heim og
sagði konu sinni að forstjórinn hefði feng-
ist til að hætta við að láta málið fara fyr-
ir dómstólanna, þegar liann hefði borgað
peningaupphæðina og að annar maður,
liefði tekið Tommy í þjónustu sína, eins
og liann liefði líka ráð fyrir gert, kinkaði
hún aðeins kolli, og reyndi að taka þált
í bjartsýni hans varðandi hina nýju al-
vinnu sem hann ætlaði nú að reyna að út-
vega sér.
Hún sá Tommy ekki, þegar hann fór
burtu, og bjóst við að hann mundi ekki
hafa haft kjark til þess að sjá hana, en
hann skrifaði henni bréf, þar sem hann
fór mörgum fögrum orðum um hversu
vel liann skyldi gæta vinnu sinnar og allr-
ar hegðunar, og lét í ljós sitt innilegasta
þakklæti, og von um að sá dagur kæmi,
að hann gæti borgað skuld sína við þau —
að minst kosti einhvern hluta hennar, og
hún svaraði þréfi hans — án nokkurrar
beiskju — með bæn um að liann væri
verður þess trausts, sem Erik hefði borið
til lians.
Það liðu dagar, vikur og mánuðir.
Erik Brenner fór að verða það ljóst, að
það var erfiðara að fá vinnu, heldur en
hann hafði búist við, og að liann hefði
verið of öruggur hvað það snerti.
Þeir peningar, sem liann hafi átl eftir,