Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 5
FÁ.LKINN
5
M. L. Oliphant, hefir lýst því
yfir oiiinberlega, að bráðlega
verði hægt að framleiða marg-
falt kraftmeiri kjarnorku-
sprengjur. Sprengjan sem eyddi
Hiroshima, var álíka kraftmikil
og 20.000 tonn af dýnamiti.
Hann er þeirrar skoðunar, að
kjarorkusprengjur framtíðar-
innar mundu jafngilda einni
til 2 miljónum tonna af dýna-
miti.
Samt heyra vísindamenn í
Washington umræður um mögu
leilca á öðru stríði. Fólk les
yfirlýsingar frá hershöfðingj-
um og aðmírálum, sem gefa
í skyn, að annað strið geti orð-
ið. Við skulum liugsa ofurlítið
nánar um þetta næsta stríð,
sem aldrei má verða.
Tvö mikilvæg atriði verðum
við að niuna i sambandi við
kjarnorkusprengjuna.
1) Hún er miklu karftmeiri
en allt annað sem við þekkj-
um.
2) Sem vopn gæti hún komið
alveg á óvart — og þannig
mundi hún að líkindum verða
notuð.
í stríði framtíðarinnar mundi
henni sennilega verða beitt sem
svifsprengju, er færi hraðar en
hljóðið.
Ægilegir möguleikar.
Svifsprengjan og kjarnorku-
sprengjan liæfa hvor annari í
hernaðarlegu tilliti — það er
ekki hægt að beina svifsprengj-
unni á nákvæmlega tiltekinn
stað en það er hægt að láta
hana falla einhversstaðar á all-
stóru tilteknu svæði. Kjarnorku-
sprengjan er vopn, sem aðeins
þyrfti að springa einhverstað-
ar á því tiltekna svæði til að
breyta því í brunafleiður.
En ef við höldum áfram að
hugsa um heim ofbeldis í stað
laga og réttar, er samt miklu
líklegra, að kjarnorkusprengjan
yrði notuð sem vítisvél. Nokkr-
um amerískum þingmönnum
gengur illa að skilja þetta at-
riði. Ef slík vítisvél spryngi á
járnbrautarstöðinni í Wasliing-
ton ldyti hún að mylja mar-
marasúlur þinghússins duftinu
smærra.
Margir okkar héldu, að mögu-
leikarnir í sambandi við kjarn-
orkuna lægju svo í augum uppi
að þegar mannkynið sæi, hvað
visindin hefðu gert, þá mundi
það skilja að nú yrðu strið að
hverfa úr sögunni um alla ei-
lífð. Þegar við byrjuðum að
viiina að því að leysa kjarnork-
una, vonuðum við að það væri
ekki liægt. Þegar við sáum, að
það var hægt, gerðum við allt
sem við gátum til að ná markin
á undan Japönum og Þjóðverj-
um. Við héldum, að lýðræðis-
þjóðirnar mundu nota uppgötv-
un okkar viturlega til að ljúlca
hinni síðustu styrjöld á þessari
jörð.
Allmargir okkar liafa hlustað
á menn, sem rannsökuðu eyði-
legginguna í Hiroshima og Naga-
saki. Þeir styrkja okkur í þeirri
trú, að mikilvægasta vandamál
mannkynnsins í da^ er það, að
fyrirbyggja þessa liættu —
þessa hættu, sem ógnar New
York, London og París. Frá
sjónarmiði vísindamanna — og
þeir eru langflestir á sama máli
— er aðeins ein leið til úrlausn-
ar: Alþjóðaeftirlit.
Smátt og smátt erum við að
gefa frá okkur þær tálvonir,
sem við höfðum í upphafi.
Leyndin er engin. Varnirnar eru
engar til. Sprengjan er í raun-
inni mjög ódýr. Samanborið
við koslnaðinn á framleiðslu
annarra vopna og eyðilegging-
armátt þeirra, er kjarnorku-
sprengjan ódýrust allra vopna í
heiminum.
Flestar þær tilraunir, sem
hafa áður verið gerðar til að
setja á stofn alþjóða umboðs-
stjórn, hafa strandað á einu að-
al deiluefni: sjálfsforræði sér-
hverrar þjóðar.
Það þarf enga stjórnmála-
visku til að skilja, að hugmynd-
in um alþjóða eftirlit rekst á
hugmyndina um óskorað sjálfs-
forræði hverrar þjóðar. Óskor-
að sjálfsforræði þjóðar er sam-
bærilegt við það frelsi, sem
við njótum á heimilum okkar.
Þjóðir, eins og einstaklingar,
vilja hafa óskorað sjálfsforræði
vegna þess, að það tryggir þeim
möguleika til að gera það, sem
þeim sýnist, án þess að aðrar
þjóðir skipti sér af þvi.
Öll erum við fegin þvi að
búa í landi, þar sem engir
Gestapó-menn hafa rétt til að
vaða inn í forstofuna hjá okk-
ur og heimta að fá að rannsaka
liúsið. En ef þú vissir, að ein-
hver ægileg' drepsótt væri á
ferðinni, mundir þú vafalaust
opna dyrnar fyrir lælcni, sem
kæmi til að athuga heilsufar
þitt.
Til þess að koma í veg fyrir
þá ægilegustu drepsótt, sem
nokkurntíma liefir ógnað mann-
kyninu, verðum við að læra að
láta okluir nægja minna frelsi
— ella munum við missa lífið.
Árum saman hef ég — ásamt
liundruðum annara vísinda-
manna, verið undir stöðugu
eftirliti. Ef alþjóðalögregla verð
ur sett á laggirnar, hljótum við
að komast undir enn strangara
eftirlit. En ég' fullvissa þig um,
að vísindamenn munu taka þeirri
frelsisskerðingu tveim höndum,
ef hún gæti orðið til þess, að
aldrei framar mundi kjarnorku
sprengja springa á þessari jörð.
Heimurinn er orðinn miklu
minni og miklu sprengihættari.
Nú erum við öll stödd í einu
húsi. 1 kjallaranum er tíma-
sprengja, sem tifar ískyggi-
lega ótt, meðan ég skrifa
þetta — meðan þú lest þetta.
— Hin geigvænlega sprenging'
kj arnorku-stríðs mundi sundra
húsinu, sem við búum í —
menningunni. Þeir, sem láta
sér detta í hug kapphlaup um
kjarnorkuvopn, þeir sem státa
af herskiiium og flugvélamætti,
þeir sem tala um vald ein-
stakra þjóða til að tryg'gja frið-
inn, þeir skilja alls ekki þetta
hús skelfingarinnar.
Samstarf.
Vísindamenn allra landa
verða að hafa samvinnu. Upp-
götvanir á visindasviðinu verða
að vera alþjóða eign. Það verð-
ur að stofnsetja alþjóða sam-
tök vísindamanna.
í þessu sambandi vil ég nú
minnast á staðreynd, sem vert
er að gleðjast yfir. Til þess að
geta unnið að kjarnorkurann-
sóknum með nokkrum árangri,
og til þess að geta starfrækt
verksmiðjur, er framleiða atóm-
sprengjur, verður maður fyrst
að hafa kynt sér kjarnorkumál
í fjölmörg ár. Og slíkt nám
yrði maður að stunda í félagi
við hina liæfustu eðlisfræðinga,
aidi þess, sem maður þyrfti að
hafa greiðan aðgang að öllum
fullkomnustu tækjum, t. d.
„cyclótróninum“. Maður getur
ekki orðið kjarnorkufræðingur
með því aðeins að sitja á söfnum
og grúska í bókum. Þetta alriði
ásamt því, að eðlisfræðingar
eru mjög alþjóðlega sinnaðir
menn, gæti einmitt orðið til
að bjarga okkur út úr ógöng-
unum.
Flestir vísindamenn eru þeirr-
ar skoðunar, að styrjaldir og'
þjóðernislegar merkjalínur
standi vísindalegri þróun fyrir
þrifum.
Framhald á bls. 14.
Þúsundir Þjóðverja í her Francos?— Sá oi'ðrómur hefir heyrst, aö í spœnsku útlendingasveitumun séu
margar þúsundir þýskra hermanna undir stjórn nazistískra liðsforingja. Á myndinni sést spænsk her-
deitd A göngn framhjá hinun'j fasistiska einræðisherra, generat Franco.