Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 10
10 F.Á LKI N N YHft/W Drengurinn og öxin Einu sinni var duglegur dreng- ur. Einn daginn átti hann að fara lil i skóg að liöggva við. —■ Þú verður að taka bestu öxina, sagði faðir hans, — þá gengur þér betur að höggva! Svo fékk drengurinn nteð sér 'smurt brauð í nesti og fór út i skóg. Þegar hann hafði hoggið langa stund varð hann bæði svangur og þyrstur. Hann át nest- ið sitt og fór svo niður að vatn- inu til að fá sér að drekka. — Hann hafði ekki glas eða bolla að drekka úr og varð að halla sér niður að vatninu. Og þá missti hann öxina. Drengurinn varð mjög hryggur yfir þessu. — Hvað á ég nú að segja pabba, þegar ég kem axar- laus heim, hugsaði hann með sér. Og svo fór liann að gráta. — — — En það átti galdramað- ur heima i vatninu. Þetta var allra besti karl, og þegar hann sá að drengurinn fór að gráta, stakk hann hausnum upp úr vatn- inu og sagði: — Af hverju ertu að gráta? — Eg missti bestu öxina hans pabba mins i vatnið. Og nú þori ég ekki heim! sagði drengurinn. — Eg skal hjálpa þér, sagði galdramaðurinn. Og svo kafaði hann niður á botn og kom upp aftur með gullöxi. — Er þetta öxin þin? spurði gíddramaðurinn. —■ Nei, sagði drengurinn. — Öxin mín var ekki úr gulli. Þá kafaði maðurinn aftur og kom upp með silfuröxi. — Er þetta þá öxin þín? spurði galdramaðurinn. — Nei, sagði drengurinn. — Hún var ekki úr silfri. Loks kafaði hann i þriðja sinn, og kom nú upp með járnöxi. — Er þetta þá öxin þín? spurði galdramaðurinn. —- Já, þelta er hún! sagði dreng- urinn og varð ógn ánægður. — Þú mátt eiga bæði silfur- og gullöxina og fara með þær heim, sagði galdramaðurinn! Því að ég sé að þú ert ósköp vænn drengur. En það var til slæmur drengur, sem átti heima skammt frá væna drengnum. Og þegar liann sá að væni drengurinn hafði fengið bæði gullöxi og silfuröxi Jjá spurði liann hvcrnig Jsað hefði atvikast. Dreng- urinn sagði honum eins og satt var: — Eg missti öxina mína í vatnið og svo kom galdramaðurinn upp og gaf mér axirnar. — Eg skal svei mér reyna líka, hugsaði strákurinn með sér. Og svo fór liann inn í skóginn. En liann hjó ekki við. Hann fór beint niður að vatninu og fleygði öxinni út í. Svo settist hann á bakkann og fór að gráta, eða lést fara að gráta. Galdramaðurinn, sem sat niðri á botni sá þetta og vorkenndi drengn- um, stakk upp liausnum og sagði: - Af hverju ertu að gráta? — Eg missti fallegu öxina mína i vatnið! sagði vondi strákurinn. — Vertu ekki að gráta af því, ég skal lijálpa J)ér! Og svo kafaði liann og kom upp aftur með gullöxi. — Er þetta öxin þín? spurði galdramaðurinn. — Já, J)að er hún, sagði vondi strákurinn og ætlaði að hrifst öx- ina. En þá varð galdramaðurinn reiður og sagði: — Víst er það ekki öxin þín, þú hafðir enga gullöxi. Og svo fleygði liann gullöxinni i vatnið og kafaði aftur og settist. Vondi strákurinn grét og grét, en enginn kom með öxina hans. Og loks varð hann að fara heim axar- laus. Þegar hann kom lieim, spurði pabbi hans hann hvar öxin væri. Og strákurinn varð að segja lionum upp alla söguna. — Já, svona gengur það þegar maður segir ekki satt! sagði pabbi lians. ***** Dátinn og afgreiðslustúlkan. Danir gerðu oft grín að hinum fáránlega aga í Jjýska hernum. Þýskur hermaður var á innkaupa- ferð um Kaupmannahöfn. Honum varð gengið inn í eitt af stærri verslunarliúsunum, og sneri hann sér strax til stúlkunnar við upp- lýsingaborðið. Eins og lög hans gerðu ráð fyrir sló hann liælunum saman svo að buldi í, rétti fram liægri liandlegg og hrópaði: „Heil Hitler! Hvar er skófatnaðardeildin?" Stúlkan lét ekki standa á svar- inu. Hún sló saman háuni hælum sínum, rétti fram liægri handlegg og sagði: „Guð blessi konunginn og föður- landið! Á fyrstu hæð til hægri.“ Mikið má, ef duga skal. Það er sagt, að i ítalskri flutninga- flugvél fyrir fallhlífarhermenn hafi verið 13 menn, sem sé: 2 flugmenn og svo tíu menn til að fleygja fall- hlifarhermanninum út! ***** Eðlileg spurning. í einni af hinum þýsku UFA- fréttamynda :— eða úhamyndum, eins og þær voru kallaðar — sáust menn vera að skipa upp matar- birgðum úr þýsku skipi í danskri höfn. Einn áhorfendanna hrópaði: „Hversvegna í ósköpunum sýna þeir myndina afturábak?" Skrítlur — Er það satt, sem félagi minn þarna segir, að það sé ekki móðins að ganga með harðan hatt þetta ár- ið? —■ Þarnc, sérðu, Þuríður, ennþá hefirðu glegmt að sauma saman vasann minn. ... ! Cæsar og Mussolini. Þegar Ítalía fór í stríðið eftir uppgjöf Frakka, á Mussolini að hafa tekið sér í munn orð Cæsars, of- urlítið breytt: „Eg kom, þegar ég sá, að þeir sigruðu.“ ***** —- Voruð það þér, sem auglýstuð eftir sterkum manni? — Þarna sérðti, að það cr hœgt c/i hafa gagn af þvi að æfa sig á píanó. Faðir: — Notaðir þú bilinn i gærkveldi, sonur sæll? Sonur: — Já, ég ók með strák- unum inn að ám. Faðir: — Viltu segja strákunum, að þeir liafi gleymt varastiftinu sínu i bílnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.