Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Barið kálfskjöt. (handa 4). 2 kg. kjöt úr kálfslæri er barið í heilu lagi, spikþrætt og velt upp úr hveiti. ÞaS er brúnað í potli og helt yfir það heitu vatni, sem nái aðeins á mitt kjötið, steikist við hægan eld í 1 tíma, þá er það fært upp úr. 1 barnaskeið hveiti hrærist út í svo mikilli mjólk að jukkið verði % 1., í það er látið ögn af salti, 1 tsk. ribssaft og nokkrir dropar sósulitur, kjötið látið út í og soðið við vægan hita í % tíma. Hrísgrjónasúpa. (lianda 4). 2. 1. mjólk, 100 gr. grjón, 2 msk. sykur, % teslc. kanell, sait. Mjólk- in er hituð og grjónin skoluð, lát- in út í og soðin i 1% tíma. Salt- að. Sykur og kanel blandað saman og stráð út í súpuna um leið og borðað er. Tvíbökumjólk. (handa 4). 2 1. mjólk, 60 gr. sykur, 1 st. kanell, 200 gr. tvíbökur. Mjólkin er soðin með kalelnum og sykur látinn út í. Tvíbökur bornar með, brotnar niður á diskinn og mjólk- inni ausið yfir. Þýsk grjónarönd. 1 bolli af hrisgrjónum er soðinn % tíma í vatni, þá er það síað frá og grjónin soðin í kjötsoði þangað til þau eru soðin, en þó heil, og orðin að þéttum graut. 1 hnefi af rúsínum er þveginn og látinn út i grjónin þegar þau sjóða i kjöt- soðinu. Þessi grjón eru látin út i karrísósu, í rönd utan með kjöt réttum allskonar. Tyrkneskt hrískjöt (pílav). Soðið kinda- eða hænsnakjöt er skorið í teninga og biandað með soðnum hrísgrjónum. Salt og pipar eftir smekk, soðið augnabiik og steiktur laukur og ögn af gulrótum látið með. Heitræði. Sokkar og skór. Ljósa silkisokka ætti alltaf að þvo úr volgu vatni áður en farið er að nota þá. Best er að skola alla sokka úr volgu vatni, áður en þeir eru látnir í sápuvatnið, svo að ryk og blettir renni úr þeim og eyði- leggi ekki sápuvatnið. Skolið sokk- ana vel og snúið þeim, hengið þá upp á tánum þannig að klemman lcomi yfir sólana en ekki ofan á ristina eða breiðið liandklæði á stólhak og leggið sokkanan á að. Dökka karlmannasokka er best að þvo fyrst úr voigu vatni og svo úr kvilljaberki. Lútina má búa þannig til: 125 gr. kvilljábörkur eru soðin í 10 mínútur í 2 lítrum af vatni, þá er það síað og látið í glas. Þegar þvegið er, er 1 dl. af lútinni látin í 5 di. af vatni og sokkarnir látnir vera í því 10-15 mín. Kreistir vel en ekki nuggaðir og svo skolaðir úr volgum vötnum, verða þeir þá mjúkir og fallegir. Kvenskó er best að bursta með klút eða fínum burstum og helst úr litlausum áburði. Slöngúskinnskó skal aðeins strjúka á einn veg, með hreistrinu og gæta þess að áburður- inn sjáist ekki rnilli hlaðanna eða við rcimar. Karlmannaskó skal hreinsa vel áður en borið er á þá, taka alia mold og möl burtu og bera svo svertuna á, bursta vel, og að síðustu með gömlum ullarvettling eða klút. Við og við er gott að taka reim- arnar úr og hursta tunguna, þvi að þangað vill safnast ryk og svertii- klesssur. Vatnsleðurskó og gönguskó, sem sjaldan eru notaðir skal fylla af bögluðum dagblöðum og láta þá standa þannig þar til þeir eru vel þurrir, þá eru blöðin tekin úr þeim og eir smurðir vel með leður- áburð og fylltir aftur með tusk- um eða pappír. Eins skal fara með vota gönguskó, troða í þá og bursta svo þegar þeir eru þurrir. Skóhlífar má aldrei þvo úr heitu vatni og ekki úr sódavatni, þær verða þá gráar og ljótar. Það er mikils um vert að hirða vel um sokkana og skóna, því að hvorttveggja er dýrt og endingin fer eftir því hve vel er um þá hugs- að. ***** Til minnis. Áhaldakassi. Hann er nauðsynlegur á hverju heimili. Kassi með hamar, naglbít, nögJum, skrúfum, borum, krókum og metramáli, líka sandpappír, lími, penslum o. fl. Hver einasta húsntóð- ir þarf að nota þessi áhöld og liafa þau þar, sem gripa má til þeirra hvenær sem er, og óþarft er að sækja fagmann til smávika, sem hver og einn getur innt af hendi. Það er enginn vandi að reka nagla eða líma saman blöð. Bækur. Flestum þykir mjög vænt um bæk- urnar sínar og handleika þær sem dýmæta hluti, sem þær líka eru, meira að segja gæla við þær eins og börn. Það er því ekki undar- legt þó að menn séu Iregir lil að lána bækurnar sínar og að þeir krefjist þess að þeim sé skilað jafn- óðum aftur. En þeir sem fá bækur að láni eru oft einkennilega liirðu- lausir um að skila bókuuum, henda eim einhversstaðar og segja jafnvel. Eg man ekkert liver á hana. Munið að skila þeim bókum, sem þér fáið að láni hjá vinum yðar. Viðhafnarjakki úr persnesku skinni — Þessi óvanalegi jakki meö kúpu- balci og risaslaufu aö framan, er amerisk uppfinding. Hann var ný- lega sýndnr á snyrtisýningu og vakti mikla athggli, en við núnari athugun munum við komast að raun um aða hann muni ekki vera nijög þægilegur búningur. Svipmikil loðkápa. — Gráfeldir ern en fallegir og ákaflega léttir, er það góður eiginleiki á loðfeldi. Þessi mjúku skinn hafa einnig þann kost að þau fara vel í saumum, eins og sjá má á þessum fallega feldi, en endingargóður er hann því nviður ekki. Fyrir hundrað árum voru í Rússlandi bóksalar, sem seldu bækur eftir vigt. Það var ekki efni bókarinnar eða frægð höfundarins, sem skifti mestu, heldur blátt áfram það, hve bókin var stór og þung. — Þá hefði verið gott að nota þykka pappírinn, sem er í tísku hjá ís- lendingum núna! Fallegur síðjakki úr skinni fóðrað- ur með fíibcrette og sést það utan á kraga, barmi og ermastúkum, Vas- ar og belti er sett gullnum stjörn um svo þetta er alls ekki neitt venjulegur síðjakki (Pekert) sem sýndur er hér. Mannorð læknisins. „Eg á kynstrin öll af góðum vin- um,“ segir H. G. Wells, sem nú er orðinn 79 ára. „Það cr aðeins einn maður, sem óskar mér dauða og það er læknirinn minn. Fyrir tveimur árum síðan sagði liann, að ég ættia aðeins stutt eftir ólifað. En ég lil'i enn við góða heilsu, og það fer sýnilega skelfing mikið í taugarn- ar á honum. Honum finnst líklega, að ég eyðileggi hans góða nafn og mannorð með þvi að vera enn á röllti innan um lífandi verur!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.