Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1946, Qupperneq 3

Fálkinn - 30.08.1946, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Reynslan af síSutsu styrjöld hef- ir gerbreytt viðhorfi smáþjóðanna til styrjalda og sjálfstæðismála. — Hugsjónin um ævarandi hlutleysi hefir verið gerð ómerk, smáþjóð- irnar mega vera við því búnar að verða stríðsaðili hvenær sem voldugri þjóðum býður svo við að horfa. Danmörk hafði 75 og Nor- egur 125 ára frið að baki sér þeg- ar Þjóðverjar réðust á landið vor- ið 1940, og til íslands hafði aldrei her komið, í þess orðs fyllstu merk- ingu, þegar .Brear gerðu innrásina 10. maí sama ár. í styrjöldum l'ramtiðarinnar verð- ur allur heimurinn aðili. Smáþóðirn- ar verða því að sætta sig við að ganga í bandalag við aðra til þess að tryggja sjálfstæði silt. En um leið afsala þær sér í rauninni sjálfstæð- inu. Þær geta ekki sjálfar hagað her- málum sínum eftir eigin geðþótta, lieldur gera það sem UNO — Sam- einuðu þjóðirnar — segja þeim að gera, og taka á sig þær kvaðir, sem krafist er, hvort heldur er um að ræða fjárframlög, vígbúnað heima fyrir eða það að láta af hendi land fyrir hernað-arbækistöðvar. Allt er þetta réttindaafsal, og það er alveg undir atvikum komið hversu góður liús- bóndi UNO verður. Fram til þessa hefir þetta aðallega verið þrefstofn- un og að því leyti í samræmi við tíðarandann. Og það er eðliiegt að menn séu ekki sanntrúaðir á þessa miklu stofnun. Þjóðabandalag \¥il- sons álti á sínum tíma að firra lieim- inn stríði, en sannaði svo eftirminni- lega að það var ekki vandanum vax- ið, að ófarir þess voru einn mesti ósigur friðarhugsjónarinnar, sem heimurinn hefir nokkurntíma lifað. Það á að vísu að heita svo, að UNO eigi að verða sterkari stofnun en Þjóðabandalagið — að minnsta kosti betur vopnað. Vopnleysið verð- ur henni ekki að grandi. En er ekki hætta á að draugúr Þjóðabandaiags- ins fylgi lienni: að þeir sem mestu ráða geti aldrei komið sér saman þegar um alvarlegt mál er að ræða, og að öll vopnin snúist hvert gegn öðru. Hættan er þvi miður nærri, þvi að þeir menn, sem eiga að taka við arfi Roosevelts eru honum svo miklu minni. Gunnar Hnseby Evrópnmeistari í kúlnvarpi á Osló-mótinu Eitt helsta umræðuefni almenn- ings að undanförnu hefir verið E.M. — eða Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum. Orsökin til hins almenna áhuga á móti þessu er sú, að við íslendingar áttum þar gjörvu- lega þátttakendur, sem liafa áunnið sér og þjóð sinni mikillar sæmdar með frammistöðu sinni. Við höfum fengið einn Evrópumeistara og margir aðrir landar hafa staðið sig með ágætum. Þetta gerir það að verkum, að við erum taldir til í- þróttaþjóða eigi síður en margfalt fjölmennari þjóðir, sem liöfðu úr miljónum að velja, er þær sendu fulltrúa sína til Oslokeppninnar. Við fögnum því innilega, að Gunn- ar Iíuseby, besti kúluvarpari okkar, varð Evrópumeistari í kúluvarpi og flytur nú heim með sér ,,gullmedalíu“ fyrir meistaraafrek sitt á mótinu. Hann varpaði kúlunni 15,56 metra i úrslitum og vann þannig greinilega fræga kúluvarpara eins og Rússann Dor- jainoff, Finnann Lehtila og Sviann Nilson, sem hefir tekið miklum framförum í sumar og var jafnvel talinn líklegur til sigurs. Finnbjörn Þorvalds&on komst í úslit í 100 metra hlaupi og skipar sér því í fylkingu með bestu sprett- hlaupurum álfunnar. Hann varð 6. í mark í úrslitum og hljóp á 10,9 sek., en i undanrás rann hann skeiðið á 10,8 sek. Skúli Gnðrnundsson og Stefán Sörenson voru báðir númer 7 í sínum greinum, hástökki og þrí- stökki. Stefán bætti íslandsmetið. Jóel Sigurðsson, Óskar Jónsson, Oliver Steinn, Kjartan Jóhannsson, Björn Viimundarson og Jón Ólafsson stóðu sig allir vel, og bætti Óskar íslandsmetið í 800 og 1500 metra lilaupi. Oliver var fjórði í forkeppni i langstökki og stökk 7,06 metra, en komst ekki í úrslit. Jóel varð 10. maður í spjótkasti, og er það ágætt, þegar þess er gætt, að hann var meiddur á hendi. Að mótinu loknu munu þessir menn svo taka þátt í íþróttakeppn- um í Noregi og Sviþjóð, og það er litlum vafa bundið, að þeir munu gera landi sínu sóma þar eins og á E.M. íþróttamennirnir okkar liafa þrá- sinnis sýnt í sumar, bæði i frjáls- um íþróttum, sundi, knattspyrnu, fimleikum, glímu og öðru, að þeir standa öðrum þjóðum ekkert að Gunnar Huseby varpar kúlunni. baki, og þeir hafa vakið eftirtekt á sér úti um heim. Heill sé þeim fyrir þetta, því að þeir kenna okkur ef til vill betur en nokkrir aðrir að trúa á og treysta kröftum okkár sjálfra. Við verðum að trúa á mátt okkar og megum ekki vanmeta getu okkar i samanburði við annarra þjóða, ef lieilbrigð þjóðarkennd á að þróast hér á landi. Einar Kristjánison ópernsöngvari Þessi glæsilegi söngvari okkar gistir nú ættland sitt eftir langa úlivist, ásamt konu sinni, sem er grísk að ætt, og tveim dætrum. Árið 1936 komu þau hjón hingað lil lands um sumartíma og mun mörgum minnisstæður söngur Ein- ars frá þeim tíma, því að liann þótti bæði vandaður og fagur og hreif margan manninn, enda rödd- in undurfögur. Við vissum þá að Einar var frábær tenorsöngvari. Svo hvarf liann aftur af landi burt og ruddi sér braut á fremstu óperu- sviðum Þýskalands sem Ijóðrænn tenor og er ferill hans í þessu höfuð- landi sönglistar og söngmenningar mjög glæsilegur. Hann hefir verið fastráðinn Ijóðrænn tenór við ó- perurnar í þessum borgum: Dresden, Stuttgart, Duisburg og Hamborg. Ennfremur liefir hann sungið sem gestur óperuhlutverk í öðrum borg- um utan og innan Þýskalands, þar á meðal í Stokkhólmi, en þá sæmdi Sviakonungur hann heiðursmerki sem frábæran söngvara og lista- mann. Æfi listamannsins er ströng, því að samkeppnin er liörð. 1 þess- ari samkeppni, sem ekki er i því fólgin að listamenirnir vegi hvern annan, lieldur að þeir nái sem Framh. á bls. 74 Einar Iirisljánsson óperusöngvari, kona hans„ frú Mobrtha Papafoti Kristjánsson og dætur Jjeirra, Brynja 5 ára og Vala 7 ára. — Myndina tók Alfred Ijósm. á heimili bróð- ur söngvarans.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.