Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1946, Side 13

Fálkinn - 30.08.1946, Side 13
FÁLKIN JS 13 KROSSGÁTA NR. 601 Lárétt skýring: 1. Hæfileiki, 12. illgresi, 13. krullar, 14. silla, 1G. stúlka, 18. verkur, 20. í- lát, 21. samhljóðar, 22. sérgrein, 24. skemmd, 26. ósamstæðir, 27. bogin, 29. nálgast, 30. tveir eins, 32. sendi- maður, 34. áttir, 35. hvíli, 37. sam- hljóðar, 38. fangamark, 39. iilass, 40. spengilegur, 41. frumefni, 42. neitun, 43. land, 44. bit, 45. samtenging, 47. samhljóðar, 49. háð, 50. ending, 51. höfði, 55. frosinn, 56. nægilegur, 57. alir, 58. ósainstæðir, 60. meiðsli, 62. egg, 63. ryk, 64. dans, 66. bið, 68. lienda, 69. elgur, 71. er illa við, 73. vegg, 74. skraut á klæðnaði. Lóðrétt skýring: 1. Óveður, 2. kvikmyndafélag, 3. biskup, 4. verkfæri, 5. egg, 6. skelin, 7. voð, 8. nútíð, 9. Fjölnismaður, 10. kona, 11. dugleg', 12. ávaxtahýði, 15. var í Eden, 17. líkamshlutinn, 19. dimmir, 22. verslunarmái, 23. jóla- sveinn, 24. stjörnurnar, 25. svað, 28. samhljóðar, 29. félag, 31. málar, 33. skinn, 84. trjám, 36. tölu, 39. heiður, 45. hljóðar, 46. hrylla, 48. seinfærir, 51. auð, 52. titill, 53. fangamark, 54. bók, 59. ásökun 61. húsdýr, 63. smjör- líki, 65. sull, 66. voðir, 67. framkoma, 68. herbergi, 70. tveir eins, 71. fanga- mark, 72. upphafsstafir, 73. lögfræð- ingur. LAUSN Á KR0SSG. NR. 600 Lárétt ráðning: 1. Kokseldavélar, 12. bakk, 13. fyrna, 14. glás, 16. éta, 18. fái, 20. asa, 21. Na, 22. mas, 24. fúa, 26. A.M., 27. túlka, 29. vökur, 30. Í.M., 32. stang- aður, 34. H.V., 35. nag, 37. at, 38. ur, 39. fræ, 40. hrak, 41. tá, 42. ár, 43. Fram, 44. rit, 45. E.S., 47. Ag, 49. úti, 50. er, 51. skvaldrar, 55. A.S., 56. salir, 57. ófríð, 58. F.S., 60. tak, 62. inn, 63. sæ, 64. ina, 66. haf, 68. töf, 69. Láka, 71. pútan, 73. Kana, 74. kaktusaræktun. Lóðrétt ráðning: l. Kata, 2. oka, 3. K.K., 4. ef, 5. lyf, 6. dráp, 7. ani, 8. V.A., 9. L.G., 10. ala, 11. rása, 12. benzínhreyfil, 15. samkvæmishæfa, 17. Malta, 19. dúkur, 22. mús, 23. skattsvik, 24. föð- urarfi, 25. aur, 28. an, 29. V.A., 31, marir, 33. gá, 34. hrata, 36. gat, 39. frú, 45. eklan, 46. ai, 48. garna, 51. sat, 52. ar, 53. dó, 54. Rín, 59. snák, 61. rata, 63. sönn, 65. aka, 66. hús, 67. far, 68. tau, 70. ak, 71. P.U., 72. næ, 73. K.T. svo á myrkrið yfir íshafinu. Dagurinn er stuttur þar norður frá. Og nú vitum við þó greinilega hvar við erum. Settu fulla ferð á, Sergej!. . . . Og þú, Andreas, sýndu nú hvað vélin þín getur!. . . . Við sem liöf- um sigrað hvíta jötuninn ættum líka að geta komist undan þessum manndjöflum þarna niðri og frethólkunum þeirra. Gamli maðurinn hló liæðnislega þegar nýtt skeyti sprakk langt bak við þá, og sauð í því um leið eins og púðurkerlingu. En flutningavélin flaug nú inn í sólliaf- ið og tjaldaði öllu þvi sem hún átti til. Það titraði svolitið undan öllum kröftunum frá hreyflunum. Hún var eins og hestur, sem finnur til spora riddarans og veit livað hann á að gera. Útvörður íshafsins. ANGT, langt í norðri, þar sem hinn austurrísk- ungverski leiðangur und- ir forustu þeirra Payers og Wey- prechts barðist við langan lieimskautavetur 1‘yrir 60 árum, liggur Rúðólfsey. Hún er ysti útvörður Fanz Josepslands, þar sem há og ógnandi fjöll gnæfa yfir íshreiðurn- ar fyrir norðan Novaja Semlja. Margir harmleikir hafa gerst á þessum ómildu, auðu slóðum. En Peyer og Wey- precht, sem höýðu vetursetu þarna með skip sitt, Tegenhoff á 79 - 51’ norðurbreidd- ar og 59 st.. austurlengdar, hafa skráð nafn sitt i sögu heimskautarannsóknanna með svo skíru letri, að það verður aldrei út máð. Þeir urðu að yfirgefa skip sitt og strituðu svo suður á hóginn með menn sína, háta og sleða. Eftir 96 daga lcomu þeir loksins að auðum sjó. Þeir komust um borð í rússneskt skip og lcomu til Vardö eftir níu daga siglingu. Þett ferðalag var afreksverk, og enginn getur komið svo á þessar slóðir að hann minnist ekki þess. Franz Jósepsland liggur alls ekki á al- faraleið norðurskautskönnuðanna. Þessar stóru eyjar hafa alls ekki margt að bjóða gestum þeim, sem þar her að garði. Is- hirnir, rostungar og selir lifa þar dásam- legu útilífi stutt sumur og langa vetur. En það mun alls ekki hafa verið skráð í bók örlaganna, að þessar afskekktu eyj- ar, sem mannsfótur hefir svo sjaldan stig- ið á, ætti að verða alveg þýðingarlausar fyrir þá duttlungabaráttu, sem nefnist heimssöguleg samgöngumál. Liður i hinu undursamlega slavneska æfintýri, sem er i sambandi við fund Norðurpólsins. Frá þessari eyju og umhverfi hennar var það, sem atlögurnar gegn norðurheims- skautinu höfðu verið gerðar með aðdáan- legri atorku, sem um allar aldir mun verða til heiðurs þeim mönnum, sem fórnuðu sér fyrir þessa vísindalegu samgöngumálahug- sjón. Flestir þessara manna dóu öllum ó- kunnir á verðinum, í þeirra örlagatrú, sem gefin er þjóðinni, sem heyrt hefir söng fljót- anna miklu, Volgu, Don og Dnjepr. — — Einn dag í marslok sáust nokkrir menn með skóflur og liaka vera að erfiða í snjó- skafli sem liafði fennt yfir vistarveru þeirra óveðursnóttina áður. Veðrið á þessum slóð- um er duttlungafullt og enginn leikur að eiga við það. Það er eins og hinir göinlu galdrakarlar vetrarins reyni að gera sem mest illt af sér einmitt þá dagana, sem fyrstu vorboðarnir fara að gera vart við sig. í tvo sólarhringa hafði óveðrið geis- að sleitulaust og grafið litlu timburhúsin og stóra geymsluliúsið með bárujárnsþak- inu í djúpa fönn, svo að þegar slotaði sást þarna ekkert, sem gefið gæti hugboð um að þarna væru mannabústaðir. Mennirnir á stöðinni höfðu verið inni- lokaðir í þrjá sólarhringa eins og björn í híði sínu, þeir höfðu ekki getað gert nein- ar vísindaathuganir. Fyrir þá varðaði það mestu að reyna að bjarga lífinu, og gæta þess að þeir fengju andrúmsloft. En mennirnir eru lifseigir, og þeir sem með eða mót vilja sínum eru dæmdir til að berjast við erfiðustu veðráttu á hnett- inum, læra von bráðar aðferðina til að halda sér við, jafnvel þó að alll sýnist vera vonlaust Ilinir afskelcktu ibúar íshafsins eru ekki eins einangraðir nú og þeir voru í gamla daga — svo er Marconi fyrir að þaltka. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum getur maður talað við alla ver- öldina, þó að maður sé staddur norður í íshafi, og það skiftir ekki litlu. En ofviðri norðurlijarans geta oft sett punkt við æfiferil manna, jafnvel þó að sunnar sé á hnettinum en þelta. I sama augnabliki og fyrsta skýrslan um þetta óvænta fárviðri kom til Moskva, snerist frásögnin upp í neyðaróp. Og svo þagnaði sendingin. Það var einhver haTmsaga hak við þessa þögn. Loftnetið hafði ekki staðist veðrið. Mastrið brotnaði og lagðist lil hvíldar í fönninni. En það var nú ekki það versta. I fallinu hafði það rekist á sjálfa loftskeyta- stöðina, þar sem loftskeytamaðurinn og aðstöðarmaður hans voru að vinna. Það var eins og klippt væri á allt hljóð frá stöðirtfii. Síðasta S.O.S.-ið drukknaði í urgi, fingurinn á senditækinu datt mátt- laus niður. Loftskeytamaðurinn féll á sama hátt og svo margir félagar hans úti á höfunum Að vísu tóku öldurnar hann ekki. En hann var marinn til hana undir bárujárnsþakinu, og aðstoðarmaður hans fylgdi honum i siðustu ferðina . Og þögnin breiddist út yfir hina miklu fjallaey. Nú komst elckert hljóð inn i kof- ana framar. Engin jazzlög frá ókunnum gildaskálum í Leningrad, engin áróðurs- öskur frá Kreml. Stóra loftnetið var fall- ið og rammislagurinn, sem áður heyrðist um allan heim, lieyrðist ekki þarna fram- ar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.