Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VMCt/Vtf bSSCNbtfRNIR Sleði, sem þið getið smíðað sjálf Sumarið er fljótt að líða og svo kemur veturinn með fullt fangið af snjó. Þá dragið þið sleðann fram í dagsljósið, þeir eru allavega: skiða- sleðar, magasleðar o. s. frv. En hafið þið séð svona sleða eins og hérna á myndinni? Þið œltuð að reyna að smíða liann sjálf það er afar vandalítið. Bíðið þið nú við. Þið þurfið hvorki mikið efni né mörg verkfæri. Fáið ykkur þuml- ungs þykka fjöl fremur breiða, nokkra skrúfnagla, eða venjulega nagla, sög, skrúfjárn og hamar. — Þetta er allt og sumt. Sleðinn á að vera ca. 1 meter á lengd. Þið sjáið á teikningunni hvernig hann á að vera í laginu. A er meiðurinn B sætið og C fótafjölin. Ef þið eigið bindijárn, er gott að setja það neðan á meiðinn. Þá rennur sleðinn betur. Þegar sleðinn er fullsmíðað.ur skulið þið setjast i sætið og spyrna i fótafjölina og vita, livort þið hald- ið jafnvæginu ofan brekkuna. Fomaldarðfreikja úr æfintýra- heiminum. Ef Jules Verne væri á lífi gæti hann með réttu sagt: — Þarna sjáið þið, hvað sagði ég ekki? í bókum hans „Umhverfis jörðina á 80 dög- um“ og „Sæfaranum“ og fleiri hug- myndaauðugum skáldsögum, hefir hann í raun og veru séð fyrir flest af hinum tæknilegu furðuverkum nútímans. Munið þið ekki eftir kaf- bátnum „Sæfaranum". Hann er al- veg eins útbúinn og kafbátarnir okkur þann dag í dag. Nei, Jules Verne vissi hvað hann söng. En fieiri rithöfundar með fjörugt ímyndunarfl liafa séð fram í tím- ann. Árið 1896 kom út bók eftir Bellamy, þar stendur tneðal ann- ars: „. . . . hann sneri einni eða tveim- ur skrúfum í tækinu og undurfag- urt lag heyrðist um stofuna". Þekkið þið ekki þarna útvarpstækið? Hinn frægi stjarnfræðingur Flam- marion hefir í bók sinni „Heims- endir“ lýst fjarsýnistækinu þannig að maður gæti haldið að bókin væri rituð nú á tímum. Hugmyndaflugið liefir þó hlaupið með okkur í gönur á einu sviði, og þa ðer í sambandi við Perpetuum mobile, eða eilífðarvélina. Hún hef- ir ekki ennþá verið fundin upp og verður það sennilega aldrei. Hver er ép? Spreytið ykkur nú! 1. Eg lifði fyrir mörgum árum, ég var klunnalegur og ljótur og margir gerðu gys að mér. En samt er víst varla til það barn, sem ekki þekkir mig, þó að ég sé fæddur í eins litlu landi og Danmörk*er. Hefir mamma þín sagt þér nokkuð af sögunum mínum? Það fegursta, sem ég hefi skrifað var um slíka móður. Hvað heiti ég? 2. Margar bækur hafa verið rit- aðar um mig nú á síðustu árum, svo að ég hlýt að vera frægur mað- ur. Annars er fyrir skömmu búið að setja mig frá embætti, mjög erfiðu embætti, sem ég gengdi á striðsárunum. Hvaða embætti skyldi l>að hafa verið? Eg stjórnaði landi á erfiðum tímum. Nú livíli ég mig, og hugg’a mig við góðu vindlana mína. Eg get ekki verið án þeirra. Hvað heiti ég? 3. Eg er ekki frá íslandi, ekki heldur frá Evrópu, en nafn mitt er oft letrað í heimsblöðin. Eg er und- arlegur í útliti. Eg geng ætíð ber- höfðaður og berfættur í ilskóm. Eg drekk aðeins geitamjóllc. Eg berst fyrir þjóð mína, og nota gleraugu. Hvað heiti ég? Ráðning: •iqpueo -g ‘niqajnqo uojsujm -g ‘uasjapuy 'o -jj -j Adamson vill fá is í hitanum! og sjáum hvort hún stendur þá ekki upp. — Jæja, þá er nú mál að taka kökurnar út úr ofninum. Eru allar tilbúnar með spaðann í hægri hend- inni? — Pétur er svo gleyminn. — Já, það er víst og satt. Eg hefi nóg að liugsa að láta hann muna, að það ert þú, sem liann er trúlof- aður en ekki ég. ***** — Hefir þú sagt við hann Svein að ég væri fábjáni? — Nei, hann veit það fyrir. — Eg verð að segja að þegar maður elskar tónlist af heilum hug þ.á verður maður að sætta sig við, að leikin séu klassisk lög einstöku sinnum á milli.... — Hvað skyldi ganga að honum. Hann liefir annars elt okkur trúlega í allan dag. Pétur og Alli sitja úti á staur. — Heldur þú að þú sért með skítugri hendur en ég? spyr Alli. — Já, það er ég áreiðanlega, svarar Pétur lireykinn og réttir fram svartar lúkurnar. Alli þegir um stund en segir svo: — Þú ert líka tveimur árum eldri en ég!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.