Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN r Utför Jónasar skálds Hallgrímssonar Ljósm.: Fúlkinn. Útför Jónasar skálds Hallgríms- sonar fór fram á Þingvöllum laug- ardaginn 16. nóvember s.l. og var sú athöfn hin hátíðlegasta. Þegar leið að hádegi á laugar- daginn, fóru bifreiðar að streyma til Þingvalla, mest frá Reykjavík, en líka víða að. Þingvallanefnd hafði boðið allmörgum gestum að vera viðstaddir útförina, en auk þess kom margt fólk. Veður var gott þennan morgun, kalt og stillt, úrkomulaust, en sól- far litið. En þegar bifreiðar gestanna komu á brún Almannagjár, létti skyndilega i suðurlofti og sól tók að skína. Bjart var norður á Súl- ur og Ármannsfell, en mistur nokk- urt til austurs og norðausturs. Skjaldbreiður sást þó ekki. En á næstu mínútum eftir hádegið birti mjög skyndilega í lofti. Og nú kom fjallið Skjaldbreiður, sem Jónas liafði ort um sitt ódauðlega kvæði, í ijós í allri tign sinni, baðað geisl- um nóvembersólarinnar. Gjár og vellir skörtuðu hvítum hrimskrúða en sólin glampaði á vatninu. — Betur gat Þingvöllur ekki fagnað Jistaskáldinu góða. Útförin hófst 'með minningar- athöfn i Þingvallakirkju. Kirkjan hafði verið skreytt mjög smekk- lega með blómum. Kista Jónasar stóð ú gólfi framan við altari, blóm um skreytt. Það var eikarkista, falleg en látlaus. Þingvallakirkja er lítil og kom- ust ekki nærri allir inn, þótt hvert sæti væri skipað. Stóð því margt manna framan við kirkju, en þar hafði verið komið fyrir gjallar- borni, svo að þeir, sem þarna voru, gátu vel fylgst með því, sem fram fór inni í kirkjunni. Þarna flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup ræðu, en áður en hún hófst söng Dómkirkjukórinn „Allt eins og blómstrið eina.“ Séra Bjarni talaði um það hví- lik leiðarstjarna Jónas og ljóð lians hefði verið þjóðinni, og hversu samgróinn liann hefði verið innsta eðli íslands, íslenskri náttúru og íslenskri þjóðarsál. Enn um ó- Síðan var kistan borin úr kirkju og gerðu það alþingismenn. Voru það: Ólafur Thórs forsætisráðherra, Jónas Jónsson, fyrrverandi formað- ur ÞingVallanefndar, Sigurður Krist- jánsson núverandi formaður nefnd- arinnar, forsetar alþingis: Jón Pálmason, Barði Guðnrundsson, Þorsteinn Þorsteinsson og 1. þing- maður Eyfirðinga, Bernharð Stef- ánsson. Alþingismennirnir báru kistuna austur fyrir kirkjugafl, cn þar tóku við henni félagar úr Félagi islenskra rithöfunda og náttúrufræðingar. Þessir báru: Guðmundur G. Haga- lín, Jakob Xhorarensen, Eriðrik Brekkan, Guðmundur Daníelsson, Árni Friðriksson, Ingólfur Davíðs- son, Sigurður Pétursson og Þór Guðjónsson. Kistan var nú borin í Þjóðargraf- reitinn, en þar hafði verið tekin gröf hægra megin við stíginn, sem liggur austur reitinn, andspænis gröf Einars .Benediktssonar. Var kistan nú látin síga í þessa gröf. Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en sið- an söng Dómkirkjukórinn „Faðir andanna." Fr/i. á bls. lb. komnar aldir munu íslendingar hlýða á rödd hans. Svo mundi fara um liann og hann kvað sjálfur um látinn vin sinn: „Lengi mun lians lifa rödd.“ — „Það er oss öllum hollt að ganga í skóla hjá Jónasi Hallgrímssyni“, sagði séra Bjarni. Að lokum bað vígslubiskupinn fyrir íslandi og íslensku þjóðinni. Að ræðu séra Bjarna lokinni söng Dómkirkjukórinn „Víst ertu, Jesú kóngur klár.“ Herdís Maja Brynjólfsdóttir, Lauga- Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 28, veg 68, hefur 22. þ.m. kennt að Hafnarfirði, verður 70 ára 23. þ. m. sníða i 25 ár. Guðmundur Magnússon sjómaður, Veslurgötu 69, verður 70 ára 26. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.