Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.05.1947, Blaðsíða 11
FÁLKIN N 11 Hátíðisdagur hjá hollensku konungsfjölskyldunni. — ÞaS er venja í Hollandi, þegar barn fæðist í fjölskyldunni, aS bakaSar eru sérstakar gónisæfar kökur, sem fjölskvldan gæSir sér á. Þegar Júlíana prinsessa fæddi fjórSu dótturina, Marikje, fengu eldri svsturnar og Bernbard prins aS bragSa á góSgætinu dag- inn eftir aS „litla systir“ kom i heiminn. VIVECA LINDFORS. Það er ekki langt siSan sænska leikkonan Viveca Lindfors fór aS draga aS sér atbygli, en samt liefir hun nú á skömmum tíma náS svo mildum vinsældum, aS bún er i dag einhver tíSrædd- asta leikkona í heiminum. Fyrst „sló hún i gegn“ í hverri sænsku kvikmyndinni á fætur annarri, og ekki leiS á löngu, áSur en kvikmyndastjórarnir i Holly- wood fóru aS iSa i skinninu al- veg eins og þegar Gretu Garbo og Ingrid Bergman skaut upp. Og innan skamms var Viveea Lindfors komin til Hollywood, þar sem taliS er, aS liún komisl i tölu frægustu leikkvenna. Nokkrar sænskar myndir liafa komiS hingað með Vivecu. Má þar t. d. nefna myndina „í biS- sal dauSans", sem Tjarnarbíó sýndi fyrir skömmu. ÞaS þarf víst ekki aS segja meira um Vivecu fyrir þá, sem sáu þá mynd, Hún auglýsti leikliæfi- leika sýna sjálf. Hún talaSi meS svipbrigSum. Og fögur er hún og fylgir dæmi Ingrid Berg- man hvaS andlitsförSun snert- Blómaróoir á Flórídaströnd. — ir. — Þessi mynd var tekin á Bromma-vellinum fyrir nokkru, er Viveca kom í stutta heimsókn til Stokkhólms frá Hollywood. Þær eru eigi svo fáar ungu stúlkurnar nú á dögum, sem láta sig dreyma um aS verSa leikkonur. En þær verSa aS heyja harða samkeppni innbyrS- is, áSur en þær verða teknar iil reynslu, og síSan kemur dóm- ur almennings, ef þær fá aS spreyta sig fyrir framan mynda- vélina. — Ungu stúlkurnar búa sig misjafnlega undir þessa sam- keppni og baráítu. Sumar leggja aSaláherslu á aS þjálfa leiklist- argáfu sina í leikskólum, læra söng og aSrar fagrar listir. ASr- ar revna aS lappa sem mest upp á ytra útlit sitt, ganga skraut- klæddar um á baSstöSum og öSrum skemmtistöSum til þess aS laSa til sín áhrifamenn í kvikmvndaiSnaSinum. Eu þær, sem slyngastar eru gera senni- lega allt þetta. — Hér sjáum viS tvær ungar blómarósir á baS- ströndinni á Flórída, sokknar niSur i dagdrauma um að verSa leikkonur. Ekki vantar þær snoturleikann, aS því er virSist, og viS skulum vona aS listgáf- an sé þeim eins vel gefin. Hagfeldur dragtkjóll. — Þessum uílarkjól svipar ofurlítiS til her- mannsbúnings, en hann fer flest- um vel, og má nota liann fyrir , , litidragt á vorin. Fallegur ulster. — Parísarstúlk- urnar leggja meiri áherslu en áSur á þaS, sem hagfelt cr. Nú eru þær farnar að ganga á lág- hæluSum skóm og líka hafa þær komist að raun um, aS ulsterinn er allra þægilegasta plaggið, sem maSur gengur í úti, enda koma hinar fjölbreyttustu ulstergerSir frá tískukóngunum. Hér er ein þeirra, afar víS og meS raglan- ermum. Telpukjóll. — Eina skrautiS á þessum jerseykjól eru messing- hnapparnir og tilheyrandi sylgja á beltinu. SniSiS er fallegt og kjóllinn fer einkum vel á grönn- um telpum. Fallegur frakki meS löngum hornum, stórum vösum, ein- hnepptur og víSur mjög. ÞaS er eins og hann sé gjörSur lil þess aS taka á móti vorinu i houum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.