Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.05.1947, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N DREXELL DRAKE: 18 »HAUKURINN« rétt lijá, sat Haukurinn nieð uppbréttan frakkakragann. Allt í lagi, bílstjóri. Nú ekur bann. Veitið honum eftirför og lialdið yður eins nærri lionum og þorandi er. XXIII. Snæðingur sem dróst. Stóra bifreiðin nam staðar við gangstétt- ina til íiægri undir eins eftir að hún hafði beygt úr Park avenue inn í 77. götu. Heimili Sneeds senators var um það bil hundrað metra þarna frá, hinumegn við götuna. Akið framhjá þeim, en ekki Hratt, sagði Haukurinn við bílstjórann. Bifreiðin nam staðar nokkrum metrum fyrir neðan innganginn að húsinu, þannig að Haukurinn gat haft auga á dyrunum gegnum bakrúðuna í bifreiðinni svo Haley fengi síður grun um að honum væri veitt eftirför, er bifreiðin nam staðar fvrir fram- an bifreið lians. Haley kom nú og liljóp við fót og þrýsli á bjölluna. Það liðu nokkrar mínútur þang- að til vinnukonan með livassa nefið kom til dyra og opnaði. Haukurinn liafði enga hugmynd um livers- vegna Haley hafði komið þarna aleinn frá aðalstöðvunum og hafði ekið beint heim til Sneed. Og af því að hann hafði óljósan grun um að ungfrú Sneed væri ekki öldungis ó- kunnugt uin þau afskifti, sem Ballard liafði haft af livarfi föður liennar, áleit hann að hún væri ein með Ballard. Það var auðséð að Haley gat farið allra sinna ferða í húsi senatorsins. Ungfrú Sneed liafði gefið það í skyn daginn áður, og hún hafði ekki minnst neitt á það við hann, að Haley væri í liús- inu. En það gæti verið þýðingarmikið að komast fyrir hvað liann var að vilja í hús- inu núna, þegar ungfrú Sneed var ekki við- stödd. Tiu niínútur liðu þangað til Haley kom aftur. Undir hcndinni bar hann stóra, flata öskju, eins og notaðar eru undir föt. Hann liraðaði sér að bílnum en var alltaf að hta aftur fyrir sig. Yarla getur verið þvottur í þessari öskju, hugsaði Haukurinn með sér. — Hún virðist vera þyngri en svo. Skyldi það geta verið fötin senatorsins? Stóri bíllinn ók nú framhjá bifreið Hauks- ins. — það er víst best að við eltum hann, bilstjóri, sagði Haukurinn og rétti honum fimm dollara. Stóri bíllinn ók inn í 5. avenue. Bak við Metropolitan Art Museum beygði hann lil vinstri inn í Central Park og síðan gegnum garðinn norðanvert við Croton Reservoirs. Svo beygði liann til suðurs gegnum 79. götu, yfir Comumbus avenue og sneri svo upp á við aftur, að Elevate-súlnagöngunum. Við eina súluna stóð maður og rétti upp höndina. Stóri bíllinn snarstöðvaðist svo að ískraði í hemlunum. Leiguhíll Hauksins hafði haldið sig fast á etir stóra bílnum en hafði ekki eins góða hemla og liann. Bíl- stjórinn reyndi að beygja framhjá, en það tókst ekki. Hann ók á hraðri ferð á aftur- hjólhlíf stóra bílsins, svo að hann kastaðisl upp að súlunni .og brotnaði að framan. — Eg verð að ná í öskjuna! hrópaði Hauk- urinn í eyrað á lafhræddum bílstjóranum. Fjöldi fólks safnaðist saman kringum slys- staðinn, en Haukurinn varð fljótastur til. Hann reif upp bílhurðia. Halev sat með brjóstið í klemmu við stýrið og hausinn niður á bringu. Það virtist ekkert lífsmark vera með bonum. Stóra askjan hafði legið við hliðina á honum í framsætinu. Nú hafði hún oltið vfir hann. Haukurinn náði i band- ið, sem bundið var utan um hana og dró hana lil sín. Hún var furðanlega þung. Þeir af óhorfendunum, sem sáu liann taka öskj- una, munu ekkert hafa hugsað um það. Það var svo eðlilegt að askjan væri teldn ofan af slasaða manninum. Fleiri og fleiri söfnuð- ust saman kringum bílinn, en Haukurinn komst út úr þregslunum. Hann var í þann veginn að setjast inn í bííinn aftur, þegar maður nokkúr stað- næmdist fyrir framan hann. Það var sami niaðurinn, sem áður hafði stöðvað Haley, og Haukurinn þekkti að þar var kominn einn af þjónunum úr Hálfmánanum. Þetta var skýring á því hversvegna Haley notaði sama bílinn, sem notaður hafði verið i dráþs ferðina á miðvikudagsnóttina. Maðurinn mun hafa starað sig blindan á stóru öskjuna, því að hann varaði sig ekki á hnefa Hauksins. Hann fékk hnefahögg fyrir bringsmalirnar, svo að hann missti andann. En liann sleppti samt ekki takinu, sem liann liafði náð í jakka Hauksins. — Haukurinn fékk bílstjóranum öskjuna, svo að hann hefði báðar Iiendur lausar. Hinn maðurinn var farinn að jafna sig og bjóst til atlögu. En hann fékk nýtt hnefahögg svo að liann datt kylliflatur á götuna. Á meðan liafði bilstjórinn losað bílinn úr þrengslunum, sem orðið höfðu kringum slysstaðinn. Haukurinn hljóp inn í bílinn áður en þjónninn kom fyrir sig fótunum aftur, og bílstjórnn ók burt. Við 72. götu bað Haukurinn hann um að nema staðar og rétti honum annan fimm dollara seðil. — Hann nægir vonandi bæði fyrir aksturinn og hjálpina! Þakka yður fyrir! Haukurinn notaði þrjá leigubila enn og ók langan krók uns hann loksins kom að Copley-Vendome. Hann gekk gegnum forsalinn og afþakkaði er vikadregurinn bauð lionum að bera fvrir liann öskjuna. En þegar Sarge, sem hafði selið í forsalnum og heðið hans, kom að lyftunni, sagði liann: Eg lield að þér verðið að bera þessa öskju fyrir mig, Sarge. Hún er þyngri en ég hafði haldið. — Sjálfsagt, húsbóndi. Annars hefi ég merkileg tiðindi að segja yður. Og enn meira getið þér fengið að vita hjá Clare. Það er gott! En við látum það bíða þangað til ég hefi fengið eitthvað að borða. Eg er orðinn of seinn í matinn. Eg hefi ekkert á móti að fá bita líka, ef þér bjóðið mér ]iað, húsbóndi. XXIV. Skipt um hlutverk. Sarge tollaði vindilinn sinn í ákafa. Með- an þeir voru að snæða hafði liann sagt Hauknum hvers hann hefði orðið vísari af Glare Lafare. Eg hugsa að þetta geti jafnasl á við afrelc yðar inni á skrifstofunni lijá Ballard, sagði liann. — Nei, þar skjátlast yður, Sarge. Hvað eigið þér við? — Eg hel'i lokið kapítula, en þér liafið byrjað nýjan. Eg held að Clare geti gefið okkur hlekkinn, sem vantar í keðjuna. - Það er merkilegt að hún skuli núna vilja segja yður hluti, sem hún var ófáanleg til að segja áður. — Það er ekkert merkilegt, Sarge, þegar þér athugið það, að hún er kona. Þér verðið að muna, að hún hefir annað álit á mér á mér núna, eftir viðskiptin við Ballard. Hún heldur líklega, að ]iað sé liennar vegna, sem ég gerði þetla. Það var leiðast að þér skylduð ekki gera útaf við Ballard um leið, liúsbóndi. — Nei, það hefði ekki verið heppilegl, gamli vinur. Vegna þess að þér voruð staddur á skrifstofu lians, nieinið þér? Ekki eingöngu það. En það er of snemmt að bera niður á Ballard sjálfum fyrr en við höfum upprætt bófaflokkinn lians. • Það ætti nú að vera komið vel á veg. Við höfum gert út af við Brady og Joe Kol- nik, þjón Jóe og hann Slim getum við vist lalið með lika. Og svo líklega Haley. Jú, en við höfum ekki liitt mikilvæg- asta bandamann hans ennþá. Og eina leiðin til að okkur takist það er sú, að við látum Ballard leika lausum hala um stund ennþá. — Honum hlýtur að fara að verða erfitt um að útvega sér leiguþý. Eg geri ráð fyrir að Brady hafi verið eini maðurinn í útrás- ordeildinni, sem hann gat treyst fyllilega. Þar tiafið þér víst rétl að mæla, Sarge. Hann þorir varla að sýna mörgum af und- irmönnum sinum sinn rétta innri mann. Ftestir þeirra eru víst lieiðarlegir lögreglu- menn. En, vel á minnst, Sarge, hafið þér nokkurntíma heyrt getið um dóna, sem heitir Slianks? — Shanks? Það er eins og mig rámi í. . Mér datl hara í hug, að hann væri ef til vill ekki þýðingarlaus. Eg náði i skjal á borðinu hjá Ballard og notaði það til að leika á Hypes með. Það var merkt „Einka- mál“. Eg rak augun í blýantsskrot við eitt nafnið á listanum. Þar stóð: „Ræða við Sbanks um þetta. T. B.“ Það mun hafa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.