Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.08.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Á UNDRASLÓÐUJfl Stærsti gígur eftir loftstein er í Arizona. — Gígurinn, scm sésl hér á m-yndinni, er 1700 metrarað þvermáli og 200 m. djúpur. Geysistór loftsteinn féll jiarna til jarðar og myndaði gíginn. Loftsieinninn nnr 1 milljón tonn að þgngd, og þar af voru um 00% járn, en hitt nikkel. Ameríka r 1 uppnámi Allir Bandaríkjamenji og ýmsir íslendingar kannast viS nafnið Or- son Welles. Og j>að fer hrollur um ýmsa Ameríkumenn er jjeir lieyra nafnið. Þeim er jjað ekki láandi, ef l)eir hafa hlustað á útvarpsléik- inn, sem Orson Welles sendi frá Columbia-stöðinni 30. nóvember 1939. Síðan hefir jjessi snjalli leik- ari og leikstjóri ekki sent út leik í útvarpinu, en hefir nýlega sagt að hann komi bráðum mcð „glað- legri“ leik en síðast. Fyrir 7 árum tókst nfl. Þessu 23 ára ungmenni að láta tugi ]iús- urída af fólki ganga af göflunum, með þvi að senda út leikrit, er hann hafði soðið upp úr bók H. G. Wells um konni Marshúa I i 1 jarðarinnar. Wejls fýsir ]iar hvernig einkennilegar verur lenda á jörð- inni í einskonar flughylkjum, svip- uðum V-sprengjum Þjóðverja og læt- ur hann atburðinn gerast i ná- grenni Lundúna. En í leiknum læt- ur Orson Welles Marshúana lenda i New Jersey, nokkrar mílur l'rá New York. Marsbúar eru mestu ó- vættir, búnir vopnum, sem taka langsamlega fram vopnum jarðar- búa, m. a. drepandi g'eislum. Og svo stórir eru ]>eir að jjeir geta setið klofvega á skýjakljúfunum. Leikurinn hefst með hljómleikum frá La Plaza-gistihúsinu í New York Allt í einu hættir músikin en frétta- sending lieyrist í útvarpinu. Það er tilkynnt að einhverjar verur, sem líkist mönnum, séu kontnar lil New Jersey frá annarri stjörnu og séu byrjaðir að útrýma mannfólkinu. Síðan kemur fylkisstjórinn i New Jersey að hljóðnemanum og lýsir yfir hernaðarástandi og innanrikis- ráðherrann hvetur fólk til að vera rólegt og sleppa sér ekki. Þess á milli koma spennandi frásagnir af því sem sé að gerast á vegunum, fólkið sé að flýja úl í skóga, en sprengjuflugvelar Marsbúa sveimi yfir og geri flcsla ruglaða.... Efni leiksins og hitt hversu eðli- lega hann var fluttur, reyndist vera of kjarnmikið fyrir hlustendurna, og þulurinn varð að minna á, hvað eftir annað, að jjetta væri leikrit en ekki fréttasending. En ]iað dugði ekki. Orson Welles lék hættuiegan leik. Hlustendurnir tóku hugmynda- fóstur H. G. Welles sem blákaldan veruleikann. Og þetta kvöld misstu þúsundir af hlustendum Columbia- útvarpsstöðvarinnar alla stjórn á sér. .Bifreiðamenn, sem voru á heim- leið úr sunnudagsferðinni, þutu út úr bifreiðum sínum og' földu sig inni i skógi. Fólk þusti út úr hús- um sínum, með það fémætasta er það átti fanginu. í Caldwell ók maður einn bifreið sinni á fullri ferð inn í kirkju, þar sem bapt- istamessa stóð sem hæst. Hann sagði fréttina, nötrandi af skelfingu, og presturinn féll á hné og bað Guð um að vernda söfnuðinri fyrir Mars- búum. í Orange kom maður hlaup- andi inn i kvikmyndahús og hróp- aði: „Óvinaflugvélar hafa tekið bæ- inn! Út með ykkur!“ Fólk Ijfusti til dyra og húsið tænulist á svipstundu. í Georgia í suðurfylkjunum, þar sem allskonar trúarflokkar eiga marg'a áhangendur, fóru klerkarnir að tilkynna á götunum, að heims- endir væri í nánd. 1 Indianapolis ruddist kona inn í kirkju og öskraði „New York er liðin undir lok!“ Guðsþjónustunni var slitið og fólk þusti í allar áttir eins og hræddar mýs. í Uniontown féll fólk á hné og bað Guð um að þyrma lifi sinu. I Askville i Norður-Carolina urðu áflog í skóla einum. Krakkarnir börðust um að komast að síman- um til að segja foreldrum sínum fréttirnar. Fimm þeirra lágu með- vilundarlaus á gólfinu er áflogun- um lauk. Þúsundir manna símuðu til dag- blaðanna og lögreglunnar. í óða- gotinu mölvaði það brunaboða og sjúkravagnar og lögreglubílar voru á fleygiferð. í New York einni varð lögreglan að svara 20.000 hringingum. Úr fjarlægum stöðum, svo sem Californiu, Texas, Nebraska og Kansas konni liraðsamtöl lil New York frá kvíðnu fólki, sem vildi laía við ættingja sina. Sjúkrahúsin fyllt- ust af fólki, sem datt í hug að því yrði fremur hlíft þar en heima hjá sér. Margir þóttust hafa séð vopn Marsbúa og aðrir þóttust verða var- ir við eiturgas í loftinu. Engu af þessu móðursjúka fólki, sem í daglega lífinu var talið vera gætið fólk með heilbrigðri skyn- semi, datt í hug, að ef hinir ægi- legu viðburðir hefðu í raun og veru gerst i New York þá mundi útvarps- sendingin er jjeir hlustuðu á hafa verið stöðvuð fyrir liingu. Engum datt í hug að liugga sig við, að raf- Ijósin loguðu úti og inni alveg eins og vant var, og að símasambandið var í lagi. Og engum datt í hug að stílla viðtækið sitt á einhverja aðra stöð, en þá mundu hljómarnir frá dans- hljómsveit, sem lék síðustu uppá- haldslögin liafa sannfært þá um, að allt væri rólegt i Ameríku. Einn- ar sekúndu róleg yfirvegun mundi hafa eytt uppnáminu, og hefði ein- hver liafl fyrir þvi að líta á út- varpsskrána fyrir kvöhlið þá hefði hann séð að „Hnattastyrjöldin“ var þar á dagskránni, auglýst fyrirfram. í leiknum var sagt að þrjár milljón- ir manria hefðu flúið frá New York á tveimur tínuun, en slíkl hefði verði ógerningur, jafnvel undir þaulæfðri herstjórn, sem hefði und- irbúið brottfjfutninginn flyrirfram. En Marsbúar koniu án |iess að gera boð á undan sér. Sannleikans vegna verður einnig að geta ])ess, að margir læknar og hjúkrunarkonur skunduðu til sjúkra húsanna til ])ess að gera skyldu sína. Framhald á bts. 1rt. Víða um heim eru vitar málaðir mjög einkennilega svo að þeir renni ekki saman við landslagið fyrir augum sjó- farenda. Kemur þelr , að góðu haldi á daginn, þegar tjós eru ekki kveikt. Eru dæmi til þess, að skipum, sem fara hættulegar leiðir, hefir verið forðað frá strandi með auðkennum þess- um. Væri þetta miög athug- andi fyrir yfirvöldin hér á tandi Það getur vsrið eim. gaman að': hoifa á áhorfendur og týnendur. Andlit þessi bera vott um slík- an áhuga og hrifnfngu, sem hver og einn leikari hlýtur að óska sér af áhorfendum. Þó ern þessir Indonesíumenn aðeins að horfa á hanaslag. — Það er nokkur skýring á slíkri hrifn- ingu sem þessari að í Indonesíu tíðlrnst veðmád mjög, og áhorf- endur fá hér úr því skorið, lworl sá hani, er þeir veðjuðu át, hregst vonum þeirra eður ei. Ef hann bregsl ern viktdaunin búin. Hversu miklar líkur cru til tvíburafæðingar? Þær eru vissulega ekki svo litlar, því að nálægt því 1 af hverjum 88 fædingum er tví- burafæðing. Aftur át móti eru hlutföllin allt önnur með þrí- burafæðingar, eða I af lwerjum 8.000. Ejórbu,‘afæðingar reikn- asl ea. I af hverjum 600.000, en nákvæml getur það varla talist, af því að svo fá fjcrbura- tilfetli eru kunn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.