Fálkinn - 28.11.1947, Page 6
FÁLKINN
(i
Myndaframhaldssaoa
eftír Kapteio Marryat:
Börnin í Nýjaskógi
Eftir hádegi þennan sama dag,
var haldið ]»angað, seni nautið lá.
Var |>að flegið, skrokkurinn bút-
aður í sundur og öllu staflað á
vagninn. Næsta dag fór Jakob aftur
i kaupstaðinn, seldi kjöt og keypti
nijólkurfötu og strokk auk nokkurra
annarra nauðsynlegra hluta. Samt
átti hann dálitla peninga afgangs.
Þegar kálfurinn var orðinn mán-
aðargamall, vildi Humphrey fara
að mjólka kúna, en hún sparkaði
bæði honum og fötunni frá sér.
Hún var greinilega orðin afvön því
að vera mjólkuð eftir dvölina í
skóginum. Þetta lagaðist samt brátt,
og mjólkursopinn varð þeim Alice
og Edith sérstaklega kærkominn.
Dag nokkurn sagði Jakob við Alice:
,,í kvöld skaltu framreiða góðan
mat og nógan, því að ég hefi dá-
lítið að segja ykkur.“
Börnin biðu kvöldsins með eftir-
væntingu og iðuðu í skinninu, þeg-
ar Jakob reis úr sæti sínu undir
kvöldverðinum. Hann sagði þeim,
að nú væru þau búin að vera ár í
Humphrey var bæði vinnugefinn
og hugvitssamur. Einn dag bað hann
Jakob og Edvard að fylgja sér inn
i skóg. Þar hafði hann gert fall-
gtyfju stóra, og niðri i henni var
nú ungur tarfur og öskraði. Var
honum lógað í skyndi og kjötið selt
til bæjarins.
skógarvarðarhúsinu. Þvi áttu þau
bágt með að trúa. Fóru þau nú að
rifja upp endurminningar frá ár-
inu og fannst þeim, að ekki þyrfti
að bera kvíðboga fyrir framtíðinni,
]»ar sem enginn hafði þekkt þau aftur
og þau lifðu góðu og hamingjusömu
lífi.
Humphrey sat á hverju kvöldi
Hundur Jakobs var nú orðinn
gamall, og Humphrey og Edvard,
sem báðir voru orðnir góðir veiði-
menn þurftu þvi að fá hvor sinn
hvolpinn. Jakob sendi því Edvard
til skógarvarðar, sem hann þekkti
og hafði lofað þeim tveimur hvolp-
um.
og grúskaði í veiðimannaskræðum
Jakobs. Lærði hann af því mörg
góð veiðibrögð. Héragildra ein, sem
hann liafði séð teikning’u af í hók
Jakobs, var i skyndi búin til og
samdægurs gerði hún lilætlað gagn,
því að um kvöldið kom Humphrey
heim með héra.
Ung stúlka opnaði dyrnar fyrir
Edvard. Hún var dóttir skógar-
varðarins. Þegar inn kom, sá hann
skógarvörðinn og einkennisbúningur
hans og hið stuttklippta hár gaf
ótvírætt til kynna, að hann væri
einn af mönnum Cromwells og
Edvard sá ]>að.
ír töfralieimi
nátliiriiiiiiar
Uglan og óvinir hennar.
Allir, sem átl hafa heima nálægt
kríuvarpi vita hver ósköp ganga á
fyrir kríunni, ef lirafn eða annar
óvinur hennar kemur i heimsókn.
Þær ofsækja óvininn á allan hátt,
höggva, slá og garga.
Einhver óvinsælasti fugl meðal
annarra fugla er þó uglan, sem
sjaldan sést hér. Eða ef til vill ber
meira á óvinsældum hennar vegna
þess, að smærri fuglar þora fremur
ur að stríða henni sökum þess, að
hún er næsta sjóndöpur að degi til.
Uglurnar eru, sem kunnugt er, mest
á ferli á nóttunni og veiða þá mýs
og önnur smádýr. Ekki hafa þær
heldur á móti því að éta fugla, ef
þær komast í færi og má vera, að
óvild smáfuglanna til liennar stafi
af því.
En stærri fuglar sýna uglunni
líka fjandskap. Einkum leggja krák-
urnar mesta fjandskap á ugluna.
Ekki þarf t. d. annað en setja út-
troðinn ugluham út á víðavang, þá
ælla krákurnar i nágrenninu vit-
lausar að verða og mótrriæla liarð-
lega.
Það er sérstaklega ein ugluteg-
und, sem krákurnar hata eins og
pestina. Það er stóra hornuglan
(Schuhuen). En fleiri l'uglar en
krákan ofsækja hana, t. d. fálkar.
Fuglaveiðimenn nota sér ofl þessa
óvináttu og n'ota hornugluna til að
ginna aðra fugla í skotfæri. Er ])á
haft ,,uglutré“, ]j. e. ugla er selt á
tré að degi til og situr hún þar
sem fastast, eins og þær eru vanar
á daginn. Skotmaðurinn liggur i
leyni og liefir útbúnað til að lirista
tréð, með bandi eða á annan hátt..
Nú koma krákur og fálkar á vett-
vang og veita uglunni e. t. v. enga
athygli. Þá hristir skotmaðurinn
tréð, svo að uglan verður að baða
út vængjunum til þess að halda
jafnvæginu. Þá taka aðkomufugl-
arnir fremur eftir henni, espast upp
og sitja sig auðvitað ekki úr færi
að áreita þennan erkióvin sinn. En
þá komast þeir í skotfæri, sem lag-
inn og klókur skotmaður notar til
hins ýtrasta.
Eins og áður er sagt eta uglur
stundum smáfugla, en aðalfæða
Jjeirra er mýs. Þær eru því víða
friðaðar, t. d. i Danmörku, þvi að
þær teljast gera gagn með þvi að
eyða meindýrum.
Dýrin, sem uglurnar veiða eink-
um, hafa mjög næma lieyrn. Það
er því áríðandi fyrir þær að fara
hljóðlega. Enda eru fjaðrir þeirra
svo mjúkar, að ekkert heyrist til
þeirra, þegar þær eru á flugi. Það,
meðal annars, gerir ])ær svo drauga-
legar i augum margra.
Holdsveikin.
Árið 1856 voru um 3000 holds-
veikir menn í Noregi. Nú eru að-
eins 19 sjúklingar á holdsveikra-
hælinu í Bergen, og af þeim eru
]»rír sjúklingar nýir, sem komu á
árunum 1941—’45.